Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 6
• f * 6 Miðvikudagur 30. maí 1990 Áhugi á nýjum atvinnugreinum í Þingeyjarsýslum: Hlutafélag um atvinnuþróun i undirbúningi Nú hefur verid hafist handa um að breyta Iðn- þróunarfélagi Þingeyinga í hlutafélag um atvinnu- þróun með það fyrir aug- um að unnt verði að ráðast í raunhæfa auðlindakönn- un í sýslunum og stofnun nýrra fyrirtækja. Uppi eru hugmyndir um að koma á fót allt að 20 nýjum fyrir- tækjum sem hvert um sig hafi allt að 40 starfsmenn og leita til erlendra aðila um samstarf. Þessa dag- ana er verið að kynna hug- myndina um stofnun fé- lagsins og óska eftir hluta- fé frá sveitarfélögum, fyr- irtækjum, verkalýðsfélög- um, einstaklingum og op- inberum stofnunum. ,,Við höfum verið með fundi varðandi auölinda- könnun en það er margt óunnið á því sviði. Við getum bara tekið sem dæmi Óskju- vikurinn. Hvaö er um mikiö magn að ræða og er hægt að nýta það? Auk þess má nefna spurningu um hvernig megi nýta perlustein og það er vit- að að kísligúr er að finna í Aö- aldal. En þaö er ekki nóg að ræða þessi mál. Þaö vantar eitthvaö til að koma lilutun- um á hreyfingu. Inn í þetta hafa svo blandast atvinnumál og þar ríkir til dæmis mikill áhugi á frekari uppbyggingu á feröaþjónustu," sagði Ás- geir Leifsson iönráðgjafi á Húsavík í samtali viö Alþýðu- blaðið. Ásgeir sagöi aö stöðnun ríkti í hefbundnum atvinnu- greinum svo sem landbúnaöi og fiskvinnslu auk þess sem síaukin tæknivæðing í þess- um greinum þýddi færra starfsfólk. Hvort sem nýtt ál- ver yrði hyggt á Noröurlandi eða annars staöar þá vantaði mótvægi viö það og það skorti atvinnu fyrir vel menntað ungt fólk heima í héraði. Ef ekki væri hægt að útvega hana flytti það fólk suður eöa til útlanda. „Við þurfum aö koma upp fyrirtækjunr sem framleiða fyrir alþjóðlegan markaö og leita til útlendra aöila sem hafa tækni, þekkingu og fjár- magn um samstarf. Þetta hef- ur veriö gert í stóriðjumálum með góðum árangri en ekki sinnt því hvaö varðar smærri fyrirtæki. Hér eru margs kon- ar náttúruauölindir sem hægt væri að nýta og ekki eft- ir neinu að bíða aö hefjast handa," sagði Ásgeir Leifs- son. Búast má við að eitt af því fyrsta sem hið nýja félag ræðst í verði úttekt á feröa- þjónustu. Mikill fjöldi ferða- manna leggur leið sína um Þingeyjarsýslur en aðeins yfir sumartímann og flestir dvelja stutt. Ýmsar leiðir koma til greina til að fá ferðamenn allt árið og fá þá til aö dvelja leng- ur og eyða meiru. Árétting vegna krókódílafréttar Ásgeir Leifsson, iðnráð- gjafi, hefur beðið Alþýðu- blaðið að hnykkja vel á þeirri staðreynd að krókó- dílaeidi er ekki á dagskrá þar nyrðra. Hér hafi ein- ungis verið um að ræða hugmyndir manna, engin útfærsla á þeim er i bígerð. Hugmyndin var fram sett í þeim tilgangi að auka enn aðstreymi ferðafólks til Mývatns. Alþýðubiaðið telur að hugmyndin sé bæði frumleg og skemmti- leg. Hversvegna ekki að vinna meira að hugsan- legri framkvæmd? Flokksstjórnarfundnr verður haldinn fimmtu- daginn 31. maí kl. 20.30 á Holiday Inn. Fundarefni: Stjórnmála- viðhorfið að loknum sveitarstjórnar- kosningum. Ræðumaður: Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins og utanríkis- ráðherra. Mætum öll. Skrifstofa Alþýðuflokksins. Jarðgöng i Reykjavík? Nei, þó svo gæti litið út i fljótu bragöi. Hér talar kona út um myrkan glugga i simann. RAÐAUGLÝSINGAR Tilboö óskast í MRI tæki til segulómunar fyrir Land- spítalann í Reykjavík. Utboðsgögn ásamt tæknilegri lýsingu og fyrirvör- um eru afhent á skrifstofu vorri aö Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboö merkt: „Útboð 3596/90" berist skrifstofu vorri fyrir þriðjudaginn 11. september nk. kl. 11.00 f.h., þar sem þau veröa opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INIMKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur fund miðvikudaginn 30. maí kl. 20.30 í Alþýðuhús- inu, Strandgötu 32. Fundarefni: Úrslit kosninganna og starfið framundan. Áríðandi að allirsem eiga sæti í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum flokksins mæti. Aðrir flokks- menn velkomnir. Bæjarmálaráö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.