Alþýðublaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 1
Aktu ekki út i óvissuna aktu á Ingvar Helgason hf. Sævarhofða2 Simi 91-67 4000 95. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 EITURGAS SLAPP UT: í Nesjavallavirkjun varð það óhapp í gær við brennisteinsvetni slapp út í andrúmloftið þar sem menn voru að vinnu. Voru einhverjir þeirra að vinna upp í krana. Er þeir urðu varir við eiturgaslekan og ætluðu út úr verksmiðjunni missti einn starfsmaður með- vitund með þeirri afleiðingu að hann hrapaði og mjaðmar- grindarbrotnaði. Fleiri starfsmenn misstu meðvitund en sluppu við meiðsli. DROTTNING ÞAKKAR FORSETA: Vigdísi Finnboga- dóttur hefur borist þakkarbréf frá Sir William Hasletin, einum nánasta aðstoðarmanni Bretadrottningar. Fyrir hönd drottningarinnar eru þakkaðar afar hlýlegar og góð- ar móttökur þegar hún var í opinberri heimsókn hér fyrr í vikunni. STÁLVÍK GJALDÞROTA: Skiptaréttur Garðabæjar ákvað í gær að beiðni um gjaldþrotaskipti skipasmíða- stöðvarinnar Stálvíkur skyldi tekin tii úrskurðar. Frestun- arbeiðni forsvarsmanna Stálvíkur um gjaldþrotaskiptin var hafnað. Það óvíst hvenær endanlegur úrskurður, um hvort fyrirtækið verður tekið til gjaldþrotaskipta eða ekki, liggur fyrir. Það er lögfræðingur ASÍ sem fór fram á gjald- þrotaskiptin en fyrrum starfsmenn fyrirtækisins gera um 13 milljóna kröfu á fyrirtækið vegna vangreiddra launa. KOSIÐ UPP A NYTT: Hreppsnefndarkosningar fara fram að nýju í Grímsneshreppi laugardaginn 21. júli n.k. Kosningin er endurtekin vegna þessa að utankjörstaðarat- kvæðagreiðsla var dæmd ólögleg á þeirri forsendu að hreppstjórnin hafði með höndum utankjörstaðakosningu á sama tíma og hann var í framboði sjálfur. BERSI A GRALUÐU: ísfisktogarinn Bersi frá Súðavík hefur fengið samskonar leyfi frá Sjávarúvegsráðuneytinu til að stunda grálúðuveiðar og frystitogarar sem eru á karfaveiðum hafa fengið. Bersi hafði fengið 330 tonn af djúpsjávarkarfa 400 mílur út af Reykjanesi en grálúðu- veiðileyfið hefur verið úthlutað til þeirra sem sækja í van- nýtta fiskistofna utan landhelginnar. MÓTMÆLA SKÝRSLU STEIN- GRIMS J: Starfsmenn á Mógilsá hafa mótmælt yfir- lýsingu sem Streingrímur J. Sigfússon landbúnarráð- herra hefur birt um deilu ráðuneytisins við yfirmann stofnunarinnar, Jón Gunn- ar Ottósson. Segja starfs- mennirnir m.a. að landbún- aðarráðherra sé með yfir- lýsingunni að reyna að bjarga sér út úr fádæma klúðri sem hann hafi komið málefnum stöðvarinnar á Mógilsá í. LEIÐARKNN í DAG Alþýðublaðið fjallar um bón Stöðvar 2 til Reykjavíkurborgar að ábyrgjast 200 milljón króna lán fyrir sjónvarpsstöðina. Blaðið er þeirrar skoðunar að ósk stöðvarinnar hafi rýrt trúverðugleika stöðvarinnar og það væri bjarn- argreiði við Stöð 2 ef borgarráð samþykkti beiðnina. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: STÖÐ 2 OG REYKJA- VÍKURBORG. 5 Fall goðsins 4 Sól og pól-itík Ilngólfur Margeirsson af 68-kynslóðinni skrifar dóm um hljómleika Bobs Dylans í Laug- ardagshöllinni á miðvikudags- kvöldið og segir m.a: „Hrörlegt goð með pottlok." „Betra væri að Alþingi starf- 1 aði frá mars til nóvember með mánaðarhléi á miðju sumri fyr- ir venjuleg sumarleyfi," segir 1 Guðmundur Einarsson fyrrum | þingmaður í föstudagsspjalli. 2 Samkeppnin er ekki mjög frjáls II fréttaskýringu ræðir Jón Daníelsson um fákeppnis- markað og frjálsa verslun og viðskipti á íslandi. „Ástandið virðist síður en svo fara batn- andi" segir þar. Flóitafólk frá Víeinam í gær komu 30 víetnamskir flóttamenn til búsetu hérlendis. Þau komu hingað eftir að hafa dvalist lengi í flóttamannnabúðum í Hong Kong. Sjá frétt bls. 3. Þrír stadir koma til greina undir álver: STRAUMSVÍK AFSKRIFUÐ Straumsvík kemur ekki lengur til álita undir nýtt álver. Hafnarfjarðarbær inissir þar með alla von um álitlegan tekjustofn og bæjarrráð Hafnarfjarðar sendi í gær f rá sér harðorð mótmæli þar sem minnt var á að Straumsvík hefði talist ódýrasti kosturinn. í samkomulagi sem undir- ritað var í gær um við- ræðuskipulag eru til- greindir þrír staðir sem áfram koma til greina und- ir nýja álverið. Þeir staðir sem enn koma til greina eru Keilisnes á Reykjanesi, Eyjafjarðarsvæð- ið og Reyðarfjörður. í sam- komulaginu sem undirritað var í gær er gert ráð fyrir að endanlega verði ákveðið í september hvar álveri verði valinn staður. Fram að þeim tíma á að halda áfram athug- un á þeim þrem stöðum sem enn koma til greina. I september á að ljúka samningum um alla megin- þætti málsins að því er fram kemur í frétt frá iðnaðarráðu- neytinu í gær. Þetta gildir m.a. um raforkuverð, skatta- mál og staðarval. Fréttin um að Straumsvík væri ekki lengur til umræðu barst óvænt inn á fund bæjar- ráðs í Hafnarfirði síðdegis í gær og olli þar talsverðu upp- þoti. Bæjarráðsmenn brugðu skjótt við og sendu frá sér harðorða mótmælaályktun þar sem ráðið segist munu leita allra leiða til að „þessari óskynsamlegu ákvörðun verði breytt." Bæjarráð sam- þykkti síðan einróma að óska nú þegar eftir viðræðum við Atlantalhópinn til að ræða af- stöðu hagsmunaaðila til stað- setningar álvers í Straums- vík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.