Alþýðublaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 4
4 VIÐHORF Föstudagur 29. júní 1990 AMUBLMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórí: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: • Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakiö STÖÐ 2 OG REYKJAVÍKURBORG Stöö 2 sem nú marir í skuldasúpu upp á einn milljarö, hefur fariö bréflega fram á þaö viö Reykjavíkurborg, að hún ábyrgist 200 milljón króna lán sem fyrirhugaö er aö taka og endurgreiðist á 5 árum. Borgarráð mun afgreiða málið á næsta fundi sínum. Þar meö hefur Stöö 2 tekið þaö afdrífaríka skref aö leita á náöir hins opinbera meö rekstur sinn. í sjálfu sér má finna nokkur dæmi um þaö aö einkafyrirtæki leiti eftir opinberri skuldaábyrgö. Máliö snýr hins vegar öðruvísi aö Stöö 2 sem er fjölmiðill í sam- keppni viö Ríkissjónvarpið og hefur haldið úti harðri gagnrýni á fjölmiðlarekstur hins opinbera. Stöð 2 rekur auk þess mann- marga fréttadeild sem er í beinni samkeppni viö fréttastofu RÚV. Hingað til hefur almennt verið taliö aö fréttadeild Stöövar 2 væri óháö pólitískum hagsmunum, þótt fréttadeildin hafi stundum verið umdeild og gagnrýnd fyrir vinnubrögð sín. Það gefur hins vegar auga leiö, aö ef borgarráö samþykkir skuldaábyrgð fyrir Stöö 2, fær sjónvarpsstöðin öll, líka fréttadeildin, pólitískt yfir- bragð. Sjálfstæðismenn hafa hreinan meirihluta í Reykjavík. Það eru þeir sem taka ákvörðun um skuldaábyrgðina til Stöðvar 2. Eðli- legast er auðvitað að pólitískir flokkar eða hagsmunaaðilar í stjórnmálum séu ekki að rétta svonefndum óháðum, frjálsum miðlum hjálparhönd. Slíkt skerðir trúverðugleika á báða bóga. Jákvætt svar borgarráðs væri því bjarnargreiði fyrir Stöð 2 og ímynd hennar. Sú ákvörðun Stöðvar 2 að leita til Reykjavíkur- borgar í fjárhagsþrengingum hlýtur að vekja furðu margra og veikja trú manna á sjónvarpsstöðinni. FÖSTUDAGSSPJALL Sól og pól-itik Líklega hefur alvarlegasta skyssan í íslenskum stjórnmálum verið sú að láta Alþingi aðeins starfa að vetrinum. Ástæðunnar eru auðvitað að leita í hormóna- starfsemi sauðkindarinnar eins og fleira í þjóðlífinu. Kindarleg stjómmál Þegar haustar gerist það allt í senn að grasið fölnar og deyr, dag- inn styttir og Alþingi kemur sam- an. Þegar loks heyrist verulega til þingmanna þ.e. í fjárlagaumræð- unni, er orðið myrkur næstum all- an sólarhringinn. Síðan situr þingið allan veturinn ásamt með ófærð, rafmagnstrufl- unum og vaxandi þunglyndi þjóð- arinnar. Það stendur svo heima, að um leið og brúnin loks lyftist á landan- um undir vorið, fer Alþingi heim. Þannig er loku fyrir það skotið að stjórnmálaumræðan tengist sól og sumri, heldur skal hún vera skammdegismál. Það er kindarleg niðurstaða. Gleðileg pól-itík Betra væri að Alþingi starfaði frá mars til nóvember með mánað- arhléi á miðju sumri fyrir venjuleg sumarleyfi. Þannig er gert sumsstaðar í út- löndum. Þá gætu menn hlustað á eldhús- dagsumræður í júlí með kjötið snarkandi yfir kolunum úti á svöl- um og grillstemmninguna góðu allsráðandi. Þá gætu menn legið í sólbaði í Vesturbæjarlauginni með kók í klaka og rætt í góðu skapi um við- skiptajöfnuðinn. Það væri líka hægt að halda flokksþing um fallega helgi í júní- lok, kveikja varðelda á kvöldin og velta sér upp úr dögginni. Gaman og gagn Það gæti alveg komið í ljós að stjórnmálin hér væru hreint ekki eins afleit og flestir telja, ef menn horfðu meira á þau í gegnum sól- gleraugun sín. Líklegast er bráðnauðsynlegt að hrista af okkur gamla fjötra sauð- kindar og síldar og taka pólitíkina inn í sumarið. Það eru engar for- sendur fyrir því lengur að gera stjórnmálin útlæg úr sumrinu. Kannski væri tilbreytni í því að gera þau í staðin útlæg úr jólamán- uðinum svo að málþófsfréttirnar blandist ekki lengur jólakveðjun- um. Guðmundur Einarsson skrifar RADDIR Finnst þér ad íslensk fyrirtœki œttu í auknum mœli aö gerast almenningshlutafélög? Jónmundur Guðmarsson, 22 ára háskólanemi: „Já, aö sjálfsögðu og þá ekki síður ríkisfyrirtæki en einkafyrir- tæki. Það gæti losað þjóðfélagið undan því að reka ríkisfyrirtæki með áralöngum halla og fjár- magna tapið með skattheimtu." Margrét Gísladóttir, 22 ára verð- andi móðir: „Já, til að gefa sem flestum tækifæri til að fjárfesta í arðbær- um fyrirtækjum." Dagný Gunnarsdóttir, 24 ára af- greiðslustúlka: „Það ætti náttúrulega að vera þannig, alla vega finnst mér það réttara. Maður á að geta valið og hafnað og haft tækifæri til að gera það sem maður vill með pening- ana sína." Ari Gísli Bragason, 23 ára rit- stjóri: „Jú, að sjálfsögðu. Það er hin eina sanna þróun markaðarins að færa stjórnun stórfyrirtækja til fólksins í landinu." Gunnar Helgi Hálfdanarson, for- stjóri Landsbréfa: „Já, vegna þess að það tryggir þeim betri aðgang að eigið fé, sem eflir fyrirtæki og treystir þau í samkeppni og hugsanlegu fjár- hagslegu andstreymi síðar."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.