Alþýðublaðið - 30.06.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.06.1990, Blaðsíða 3
Láugardagúr 30. júrií 1990 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN BÚNAÐARBANKINN SEXTUGUR: Á morgun er Búnaðarbanki íslands 60 ára. Bankinn minnist afmælis síns undir yfirskriftinni Mannrækt-Landrækt. í gær- morgun var haldið upp á afmælið í bankanum og útibúum hans á ýmsan hátt, m.a. með morgunverðarboði í matsal bankans skömmu eftir opnun. Kunnu viðskiptavinir vel að meta veitingar sem fram voru bornar á miklum annatíma sem ævinlega fylgir mánaðamótum í bönkum. NÝRÆÐUR 0G VINNUR DAG HVERN: í heilsu- farskönnun sem VR lét gera hjá öldruðum VR-félögum kom í ljós að heilsufar reyndist nokkru betra en búast mátti við. Hjúkrunarfræðingarnir Ingibjörg Sigmundsdóttir og Úlfhildur Grímsdóttir sáu um könnunina og heimsóttu 160 VR-félaga á aldrinum 75—94 ára, flestir voru á aldrinum 75—79 ára eða 115 talsins. Athyglisvert er að 10% fólksins stundar enn vinnu, í það minnsta hluta úr degi og þar á meðal einn rúmlega níræður sem mætir dag hvern til vinnu sinnar hálfan daginn! í VR-blaðinu eru niðurstöður könnunarinnar birtar. SÍF VEITIR VIÐURKENNINGAR: Saltfiskur er sæl- gæti, segja þeir hjá SÍF og munu flestir sammála um það. Á dögunum fór fram sérstök saltfiskvika og í því tilefni heiðraði SÍF sérstaklega nokkra þeirra sem lögðu fram krafta sína í henni. Á myndinni eru Dagbjartur Einarsson, stjórnarformaður SÍF, Sigurjón Ásgeirsson Miklagarði, Páll Erlingsson, Munanum í Vestmannaeyjum, Úlfar Eysteins- son, í Þrem Frökkum, Rúnar Marvinsson, Við Tjörnina, Sófus Sigurðsson Hagkaupi, Diðrik Ólafsson Múlakaffi, Sveinbjörn Friðjónsson, Hótel Sögu og Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri SIF. GÓÐ SUNDLAUG GULLIBETRI: Um þessar mundir, þegar sundlaugar eru stundaðar af kappi, sjá menn og skilja að góð sundlaug er gulli betri. Á Seltjarnarnesi er rómuð sundlaug, sem menn sækja stíft. Laugardalslaugin dregur þó flesta að sér, enda lang stærst. Nýja sundlaugin í Hafnarfirði er gífurlega vinsælt mannvirki, en gamla sundhöllin fremur illa sótt síðan sú nýja opnaði í vor. f Borgarnesi munu menn hugleiða að koma fyrir útipottum hið fyrsta. Þeir taka Sauðkræklinga sér til fyrirmyndar. Þar kostuðu útipottarnir talsvert fé, en það er sagt hafa skilað sér fljótlega í stóraukinni aðsókn. NAUÐSYNLEG BÓK: Mál og menning hefur sent frá sér bók, sem fullyrða má að sé nauðsynleg á hverju heimili og á vinnu- stöðum og víðar. Þetta er Fjölskyiduhandbók í skyndihjálp, samin af norskum læknum, þýdd af Guðrúnu Svansdóttur líf- fræðingi og yfirfarin af ís- lensku hjúkrunarfólki. Fjallað er um viðbrögð við helstu slysum, höfuðhöggum, beinbrotum, bruna og ýmsu sem henda kann. Bókin er harðspjaldabók og hana má hengja upp á stöðum þar sem hún er aðgengileg þeim sem not hafa fyrir hana. Norðmenn vilja inn i Hagvirki Norskir aðilar vilja kaupa sig inn í Hagvirki og umræður um þessi kaup haf a staðið yfir frá því í september á fyrra ári. Jóhann Bergþórs- son, forstjóri Hagvirkis staðfesti þetta í samtali við Alþýðublaðið í gær. Jóhann vildi ekki tíma- setja söluna en sagðist gera ráð fyrir að málið kæmist á hreint fyrir áramót. Meirihluti fyrir- tækisins verður þó áfram í íslenskri eigu að sögn Jóhanns. Hann seg- ir að ef af þessu verði, muni saian verða innan ramma gildandi laga og ekki sótt um undanþágu þannig að erlendir aðil- ar geti eignast meiri- hluta í Hagvirki. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins á Hagvirki í nokkrum fjárhagsörðug- leikum og er það ástæðan fyrir því að forráðamenn fyrirtækisins leita eftir auknu fjármagni. Jóhann Bergþórsson segir að eigið fé Hagvirkis nemi um 230 milljónum og rekstraraf- gangur hafi orðið á síðasta ári en viðurkennir að lausa- fjárstaðan sé erfið. ,,Eg neita því ekki að lausafjár- staðan hefur verið erfið síð- an Ólafur Ragnar tók í lurg- inn á okkur,“ segir hann. Skrifstofur Hagvirkis voru á sínum tíma innsiglaðar vegna vangoldins sölu- skatts sem forráðamenn fyrirtækisins töldu sig ekki eiga að greiða. Það mál kemur fyrir dómstóla í haust og ,,þá sjáum við til hvor hefur á réttu að standa", sagði Jóhann enn- fremur. Um ástæðurnar fyrir áhuga Norðmanna á því að komast inn í fyrirtækið, sagði Jóhann að þar réði væntanlega mestu að þeir sæju sér hag í þátttöku í væntanlegum virkjunar- framkvæmdum hérlendis og að íslenskum aðalverk- tökum frátöldum væri Hag- virki stærsta verktakafyrir- tækið hérlendis. Jóhann sagði reyndar að sér væri kunnugt um að erlendir að- ilar hefðu sýnt fleiri íslensk- úm verktakafyrirtækjum áhuga en vildi ekki nafn- greina þau að svo stöddu. í þeim samningaviðræð- um sem staðið hafa að und- anförnu virðist hafa borið nokkuð milli aðila um verð- mæti hlutabréfa í Hagvirki, en Jóhann Bergþórsson segist telja fyrirtækið sex til sjö hundruð milljóna króna virði. Stöd 2: BORGIN í ÁBYRGD Reykjavíkurborg mun að öllum líkindum ábyrgj- ast 200 milljóna króna Ián fyrir Stöð 2. Davíð Odds- son borgarstjóri neitaði því í gær að nokkur ákvörðun hefði verið tekin um þetta efni en Alþýðu- blaðið telur sig engu að síður hafa traustar heim- ildir fyrir því að tillaga þessa efnis verði lögð fyrir borgarráð á þriðjudaginn. Að því er heimildir Alþýðu- blaðsins herma hefur verið bullandi ágreiningur innan borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins um þá hugmynd að borgin taki ábyrgð á láni Stöðvar 2. Að sögn mun Júlíus Hafstein hafa lagst einna harðast gegn hugmyndinni. Heimildir Al- þýðublaðsins herma enn- fremur að viðruð hafi verið sú hugmynd að borgin gerð- ist hreinlega hluthafi í stöð- inni. Svo virðist þó sem sú hugmynd hafi ekki náð fram að ganga. Davíð Oddsson neitaði því í samtali við Alþýðublaðið í gær að nokkur hlutafjárkaup kæmu til greina og sagði jafn- framt að engin ákvörðun hefði verið tekin um borgar- ábyrgð. Guðmundur Árni Stefánsson, Birgir Dýrfjörð, Eiður Guðnason, Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson ræða málin á flokksstjórnarfundi í fyrrakvöld. Vidauki viö nafn Alþýduflokksins: Jafnaðarmanna flokkur íslands? Alþýðuflokkurinn, jafn- aðarinannaflokkur Is- lands. Þannig gæti opin- bert heiti Alþýðuflokksins litið út eftir flokksþingið í haust. Flokksstjórnar- fundur Alþýðuflokksins samþykkti í fyrrakvöld að fela laganefnd að undir- búa tillögu að slíkri nafn- breytingu til að leggja fyr- ir flokksþingið. Nokkuð mismunandi við- horf hafa verið innan flokks- ins um þetta mál en tillagan, sem í raun felur í sér að málið komi til umræðu á flokks- þinginu mætti ekki andstöðu á flokksstjórnarfundinum í fyrrakvöld. Fylgismenn tillögunnar halda því fram að nafnbreyt- ing í þessa veru sé í fullu sam- ræmi við þá fornu hefð að nefna Álþýðuflokksmenn jafnaðarmenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.