Alþýðublaðið - 30.06.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.06.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. júní 1990 7 GÓDA HELGI Sumarsýning i safni Ásgríms Jónssonar Skigt hefur veriö um sýningu í safni Ásgríms Jónssonar aö Berg- staðastræti 74 og eru þar nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæöi eru unnin í olíu og meö vatnslitum, eru frá árunum 1905—1930 og eru þau einkum frá Suðurlandi. Sumarsýningin í Safni Ásgríms Jónssonar stendur til ágústloka og er opin alla daga nema mánudaga kl. 13.30—16. Sýning á vegum Landvemdar Fimmtudaginn 28. júní var opn- uð sýning á vegum Landverndar í Kringlunni, 2. hæö. Efni sýninaar- innar er sorp, mengun og enaur- vinnsla. Tilgangurinn er aö vekja fólk til umhugsunar um hvaöa áhrif nútíma lifnaðarhættir hafa á umhverfi okkar og hvaöa mögu- leika viö höfum til aö lifa áfram á þessari jörö. Sýningin er hönnuö og unnin af Sigurjóni Jóhannssyni í samvinnu viö Landvernd. Húsdýragarðurínn Um helgina ertilvalið fyrir fjöl- skylduna aö skella sér í Húsdýra- garðinn og skoðadýrin. Dagskráin a laugardag og sunnudag hefst kl. 10. Meðal þeirra atriöa sem skemmtilegt væri aö sjá er þegar selunum er gefið kl. 11 og þegar hestarnir eru járnaöir kl. 15 og svo auðvitað þegar kýrnar eru mjólk- aðar kl. 17.30 en garðinum verður lokaö kl. 18. Aðgangseyrir er 100 kr. fyrir börn en 200 kr. fyrir full- oröna. Spaugstofan Spaugstofumenn halda áfram ferö sinni um landið meö gaman- leikinn „í gegnum grínmúrinn" sem vakiö hefur mikla hrifningu og kátínu. Einnig heldur keppnin „Leitin aö léttustu lundinni" áfram. Á laugardaginn veiöa þeir í Leikhús- inu á Akureyri ená sunnudag í Ýd- ölum/Húsavík. Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar veröa tónleikar á þriöjudaginn 3. júlí kl. 20.30. Hlín Sigurjónsdóttir leikur á fiölu og Gyöa Þ. Halldórs- dóttir á píanó. I Norræna húsinu veröa einnig tónleikar á þriöjudaginn á sama tíma en þar leika Greta Guðna- dóttir á fiölu og Helga Bryndís Magnúsdóttir á píanó verk eftir Bach, Mozart og Saint-Saens. Samsýning Borgfirskra myndlistarmanna Sýning á vegum menntamála- ráðuneytisins og M-hátíðarnefnd- ar í Borgarfiröi verður opnuð í Reykholti hinn 1. júlí n.k. kl. 16. Sýningin stendur til ö.ágúst og verður opin daglega frá kl. 13—18. Þátttakendur eru alls 19 mynd- listarmenn en þeir eru : Ásgeröur Búadóttir, Áslaug Jónsdóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Elín Magn- úsdóttir, Elísabet Haraldsdóttir, Guttormur Jónsson, Helena Gutt- ormsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Hreinn Elíasson, Hrönn Eggerts- dóttir, Jónína Guönadóttir, Kristín María Ingimarsdóttir, Páll Guö- mundsson, Sigríður Ásgeirsdóttir, Svanborg Matthíasdóttirog Vign- ir Jóhannesson. Kjarvalsstaðir Að Kjarvalsstööum stendur yfir, í öllu húsinu, yfirlitssýning á ís- lenskri höggmyndalist fram til árs- ins 1950. A sýningunni eru verk eftir: Einar Jónsson, Ásmund Stefánsson, Sigurjón Ólafsson, Gunnfríði Jónsdóttur, Guömund frá Miödal, Ríkarð Jónsson, Magn- ús Á. Árnason, Nínu Sæmunds- son og Martein Guðmundsson. Sýningin stendur til 1. júlí. Kjar- valsstaöir eru opnir daglega frá 11—18. Sumarsýning Norræna hússins Laugardaginn 30. júní veröur opnuð sýning á verkum Snorra Arinbjarnar í Norræna húsinu. Á sýningunni eru um 30 málverk, sem spanna tímabilið frá lokum 3ja áratugarins til 1958. Verkin á sýningunni eru öll í eigu einstak- linga, safna og stofnana. Sýningin verðuropin daglega kl. 14—19 alla daga vikunnar til 26.ágúst. 9 íslendingar eru stolt þjóð, sem alið hefur sterka einstaklinga. Með samstilltu átaki hefur okkur tekist að varðveita sjálfstæði okk- ar og menningu. Þingbréf eru eignarhluti í sameigin- legum sjóði sparifjáreigenda, þar sem fyrst og fremst er fjárfest í verðbréfum skráðum á Verðbréfa- þingi íslands. Til að hljóta skrán- ingu þar þurfa útgefendur að upp- fylla strangari skilyrði en útgefend- ur annarra verðbréfa. Þingbréf eru þar af leiðandi arðbær og traust fjárfesting, sem vert er að gefa gaum. Þegar fólk fer að nálgast sextugs- aldurinn er sparnaður oft umtals- verður, því að börnin eru farin að heiman en tekjurnar ná hámarki. Fjárfestingar á þessu aldursskeiði þurfa að gefa góða ávöxtun, því að fólk þarf að búa í haginn fyrir elli- árin. Jafnframt vilja margir eiga varasjóð til að grípa til ef með þarf. Þegar þannig háttar verður fólk að geta treyst öryggi fjárfestinga sinna. Dæmi: Hjón á fimmtugsaldri eiga 1.200.000 krónur í ýmsum verð- bréfum. Þau innleysa fjórðung þeirra og kaupa Þingbréf. Þannig eignast þau 300.000 króna vara- sjóð, sem bundinn er I traustum verðbréfum sem gætu orðið að tæplega 600.000 krónum að nú- virði að tíu árum liðnum.* ' Án innlausnargjalds, miöaö við að 7% árleg raun- ávöxtun náist á sparnaðartímanum. Sérfræðingar Landsbréfa h.f. sjá um alla umsýslu, svo eigendur Þingbréfa geti notið áhyggjulausrar ávöxtunar. Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f. Komið og fáið nánari upplýsingar, bæklinga og aðstoð hjá ráð- gjöfum okkar og umboðsaðilum í útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubankans um land allt. LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 606080 Löggilt verðbrétafyrirtæki. Aðili aö Verðbréfaþingi íslands. Þjóðfundurinn 9. ágúst 1851 Þjóðhollir Islendingar eiga ÞINGBRÉF

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.