Alþýðublaðið - 30.06.1990, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.06.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. júní 1990 9 leið til íslands Miklar breylingar standa ffyrir dyrum i ffrjólsum ffjórmagnshreyffingum til og ffró landinu. í viðskipta- róðuneytinu eru i undirbúningi tillögur sem miða að þvi að ffaera landið nœr þeim hræringum sem nú eru i þessum múlum i löndunum allt i kringum okkur. EFTIR: MAGNÚS ÁRNA MAGNÚSSON Seðlabankinn hefur nýverið gef- ið út lærða skýrslu um áhrif frjálsra fjármagnsflutninga á ís- lenskt efnahagslíf. Við hjá Alþýðu- blaðinu höfðum samband við Finn Sveinbjörnsson, hagfræðing hjá iðnaðarráðuneytinu og sérlegan ráðgjafa ráðherra í Evrópusam- starfi. „Það sem helst liggur fyrir og hefur verið lagt fram í ríkisstjórn, eru breytingar á gjaldeyrislöggjöf- inni, þ.e.a.s. við erum ekki að tala um að leyfa erlendum bönkum að starfa hérna eða breyta reglum um eignaraðild útlendinga að inn- lendum fyrirtækjum," sagði Finn- ur. Erlond lún ún tiloffwis Hann sagði liggja fyrir tillögur um að leyfa íslendingum að kaupa erlend verðbréf og að leggja gjald- eyri inná bankareikninga erlendis, eins og þeir mega leggja þá inná gjaldeyrisreikninga nú í dag. „Menn mega samt ekki iabba sig niðrí banka og senda fullt af pen- ingum til útlanda," sagði Finnur. Svo sagði hann að skýra-ætti öll ákvæði um að útlendingar megi kaupa innlend verðbréf og hluta- bréf og flytja peningana út aftur. „Það hefur ekki mátt hingað til og hugsanlega valdið því að útlend- ingar hafa ekki haft áhuga á ís- lenskum pappirum." Finnur sagði að einnig hefði ver- ið gerð tillaga um að Islendingar fái að taka erlend lán án einhvers sérstaks tilefnis, en það mun bund- ið fjárhæðarmörkum og ákveðn- um lágmarkslánstíma svo og að ekki þurfi að koma til ábyrgð ís- lenskra fjármagnsstofnana. Hingað til hafa erlendar lántök- ur verið bundnar einhverjum ákveðnum tilefnum, s.s. fjárfest- ingum í tækjum og búnaði og ein- hverju þess háttar, en menn hafa ekki haft aðgang að erlendu lánsfé til að fjármagna t.d. rekstur fyrir- tækja. „Það er aðeins verið að opna gættina," sagði Finnur. Íslendingar dragast gfftur úr______________________ Upp á síðkastið hafa íslendingar dregist talsvert afturúr hinum Norðurlöndunum vegna þess að þau hafa losað mjög hratt um þær hömlur sem þar voru á frjálsu fjár- magnsflæði. Það er fyrirsjáanlegt að ef ein- hverjir samningar verða gerðir milli EFTA og EB að þá munu á þeim vettvangi gilda mjög frjálsar gjaldeyrisreglur. Þá erum við að verða þeir einu sem eru með ein- hverjar stífar hömlur. „Við sjáum fram á það að við munum þurfa að aðlaga okkur, þannig að það er eins gott að fara að byrja," sagði Finnur. Höffuðmól ffyrir____________ samkeppnisstöðu_____________ islenskra ffyrirtækja Annað atriði sem er ekki veiga- minna er það að þetta skiptir ís- lenskt atvinnulíf höfuðmáli uppá samkeppnisstöðu þ.e. að hafa svip- aða möguleika til að fjármagna sig og keppinautarnir. „Þetta gildir ekki bara fyrir fyr- irtæki sem eru í útflutningi, heldur ekki síður fyrir fyrirtæki á inn- lendum markaði sem keppa við innflutning." „Ef við förum ekki að taka okk- ur taki þá skaðar það svo sam- keppnisstöðu fyrirtækjanna," sagði Finnur. Hann sagði ennfremur að í til- lögum Jóns' Sigurðssonar væri miðað við að þessi skref yrðu tek- in í áföngum. „Við munum ekki fara það geyst að menn missi tökin á öllu hérna, heldur fara varlega, þannig að almenningur, fyrirtæki, og stjórnvöld geti aðlagað sig hverju skrefi jafnóðum og það er tekið." Takmarkið er að búið verði að afnema sem flestar hömlur í árs- lok 1992, til að íslensk fyrirtæki búi ekki við erfiðari stöðu en er- lend. A ráðstefnu Fjárfestingarfélags íslands um erlend verðbréf 17.maí sl. talaði meðal annarra Sten West- erberg, sem starfar hjá Skandina- viska Enskilda Banken í Svíþjóð og sagði hann meðal annars í við- tali við tímaritið Fjármál, sem gef- ið er út af Fjárfestingarfélaginu: „Lítil hagkerfi eins og á Norður- löndunum þurfa að taka þátt á al- þjóðamarkaði. Aðeins þannig geta þessar þjóðir notið góðs af stærðarhagkvæmni." Og Sten heldur áfram: „Stærri þjóðir geta einangrað sig en minni þjóðir, eins og Svíþjóð og Island, geta það alls ekki. Að heimila ekki fjárfestingar erlendis er hulin skattheimta á al- menning." Tillögurnar hafa ekki verið bornar undir ríkisstjórn, en sam- kvæmt heimildum Alþýðublaðs- ins er mjög líklega pólitískur vilji fyrir því að þær nái fram að ganga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.