Alþýðublaðið - 30.06.1990, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.06.1990, Blaðsíða 12
LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 • ••• • • ••••••••• •••• • • • • • • • •••• • • • •••• •••• • • • • • • • • ••• ••• • •••• • • TEHRAN ! Rafsanjani, forseti frans, ávítaði í gær þá írani sem gagnrýnt hafa þá ákvörðun stjórnvalda að þiggja að- stoð vegna þeirra miklu náttúruhamfara sem gengu yfir landið í síðustu viku. Forsetinn þfikkaði jafnframt alia þá miklu hjálp sem borist hefur. AUSTUR-BERLÍN: Unnið er að rannsókn morðákæru á hendur Honecker, fyrrum leiðtoga austur-þýska kommúnista- flokksins fyrir þá stefnu stjórnar hans að skjóta þá sem fiúðu yfir landamærin til Vestur-Þýskaiands. AMSTERDAM ! Norðmenn hafa í hyggju að leggja fram tiilögu um að fjögurra ára alþjóðiegu hvalveiðibanni verði aflétt á alþjóðlegri ráðstefnu sem hefst í Hollandi í næstu viku. DETROIT: Ferð Nelsons Mandela um Bandaríkin fer nú brátt að ljúka. Mandela sagði að í ferðinni hefði tekist að tryggja stuðning Bandaríkjamanna við áframhaldandi efnahagsþvinganir gagnvart stjórnvöldum í Suður-Afríku. Þá kvaðst hann hafa fengið loforð um fjárhagslegan og tæknilegan stuðning Bandaríkjamanna við blökkumenn í Suður-Afríku. BOMBAY: Björgunarsveitir leituðu í gær fólks sem grafist hafði í rústum byggingar í borginni Bombay sem hrundi í miklum rigningum að undanförnu. 24 hafa fundist látnir í rústunum og 80 særðust er byggingin hrundi. WASHINGTON: Bush Bandaríkjaforseti hét því í gær að hann myndi koma á samningaviðræðum milli Israels- manna og Palestínumanna, þar sem viðræður aðila væru lykillinn að iausn deiiunnar í Miðausturlöndum. PRAG: Havel, forseti Tékkóslóvakíu, segir Tékka verða að afmá öll merki kommúnismans ef hægt á að vera að byggja upp sam- félag grundvallað á mann- réttindum og .lýðræðisleg- um stjórnarháttum. MANILA : Óvænt ákvörðun stjórnvalda í Washington um að kalla heim friðarsveitir Bandaríkjamanna frá Filippseyj- um kemur sem reiðarhögg við þarlend stjórnvöld sem segja að skálmöld muni sigla í kjölfarið WASHINGTON: Saddam Hussein, foiseti íraks, lýsti því yfir í viðtali að Irakar ættu ekki kjarnorkuvopn en hann vildi ekki svara spurningum um hvort íranskir vísinda- menn ynnu að gerð slíkra vopna. K0LUMB0: Fjórtán illa farin lík lögreglumanna á Sri Lanka fundust í gær. Talið er að aðskilnaðarsinnaðir Tamíl- ar hafi myrt lögreglumennina. Opinberar heimildir segja að miklir bardagar hersveita og aðskilnaðarsinnaðra Tam- íla tefji fyrir matvælasendingum stjórnvalda til þeirra bæja sem verst hafa orðið úti í borgarastyrjöldinni sem þar geis- ar. Rúmlega 500 þúsund manns hafa flúið heimili sín vegna átakanna. BUDAPEST: Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa í hyggju að hækka verulega matvælaverð til aðstemma stigu við gíf- urlegum fjárlagahalla Ætlunin er að einkavæða 30 fyrir- tæki sem til þessa hafa verið í eigu ríkisins og leggja 35 nið- ur. SRINAGAR Indland. Herskáir Kasmírbúar réðust inn á heimili háttsetts dómara í borginni Srinagac í Kashmir-hér- aðrog'skutu hann til batia^að sögn lögreglu. JOHANNESARBORG: Afríska þjóðarráðið og helstu keppinautaj^ þeirra heyja nú mikið aróðursstríð um hylli blökkumanna. Hætta er talin á að þetta geti leitt til þess að átök núlli blökkumanna gjósi upp að nýju. BRUSSEL: Flugumferðastjórar á flugvellinum í Brussel framlengdu verkfall sitt í gær um 7 klukkustundir. Mörg stór alþjóðleg flugfélög brugðust við með því að hóta að hætta að lenda á flugvellinum. ERUNDAR FRÉTTIR Umsjón: Laufey E. Löve • •• • • • • • • • • • • • Þingið samþykkir frestun stiálfstæðisyfirlýsingar (VILNIUS, Reuter) Þing Lit- háa samþykkti í gær að frysta sjálfstæðisyfirlýs- ingu landsins frá 11. maí síðastliðnum um 100 daga frá því að samningavið- ræður við sovésk stjórn- völd hefjast. Þingið sam- þykkti tillögu Sovétmanna eftir að Vytautas Lands- bergis, forseti Litháen, hafði hvatt þingheim til þess fyrr um daginn. Landsbergis hefur til þessa tekið skýra afstöðu gegn öll- um slíkum tillögum en sagði Sovétríkin nú að með þessu stigu Litháir skref í átt til samkomulags. Hann lagði þó jafnframt á það áherslu að næsta skref yrði að koma frá Sovétmönn- um. Talið er aö stuðningur Landsbergis sem jafnframt er leiðtogi lýðræðishreyfingar- innar Sájudis við tillögu Sov- étmanna hafi vegið þungt. Vona menn nú að brátt verði bundinn endir á deilur Sovét- manna og Litháa sem staðið hafa í 15 vikur. Forsetinn tók þó skýrt fram að ekki kæmi Talið er að stuðningur Lands- bergis við tillögur Sovét- manna hafi ráðið miklu um samþykkt þingsins. til greina að fella yfirlýsing- una úr gildi fyrr en Sovét- menn hefðu hafið samninga- viðræður við Litháa um sjálf- stæði landsins. Sovétmenn hafa beitt Lit- háa víðtækum efnahags- þvingunum sem lamað hafa stóran hluta efnahagslífs landsins meðal annars vegna skorts á eldsneyti. Eru nú rúmlega 40 þúsund Litháir at- vinnulausir af þessum sök- um. Flokksþinginu ekki frestað (ULAN BATOR, Reuter) Helsti stjórnarandstöðu- flokkur Mongólíu, Mong- ólski lýðræðisflokkurinn, hefur ákveðið að taka ekki þátt í fyrstu frjálsu kosn- ingunum sem haldnar hafa verið í landinu. Kosn- in^arnar fyra fram í næsta manuði. Astæðuna segja embættismenn flokksins vera þá að kommúnista- flokkur landsins sem situr við völd hafi gróflega mis- (MOSKVA, Reuter) Komm- únistaflokkur Sovétríkj- anna hefur ákveðið að flokksþing flokksins hefj- ist á mánudag eins og ráð- gert hafði verið. Ákvörð- unina tók miðstjórn flokksins í gær þegar hún hafnaði tillögu umbóta- sinna um að fresta flokks- þinginu. Búist er við að til mikilla átaka komi milli harðlínumanna og um- bótasinna á flokksþing- inu. Tillaga um frestun þingsins kom frá umbótasinnuðum armi flokksins en þeir töldu ástæðu til að ætla að harð- línumenn myndu að öðrum kosti yfirgnæfa þá. Helst ótt- uðust umbótasinnar að harð- línumenn myndu leggjast gegn tillögum sem miða að því að endurskipuleggja innra skipulag flokksins. Fundur miðstjórnar sov- éska kommúnistaflokksins sem fram fór í gær samþykkti éinróma nýjar reglur sem meðal annars taka til breyt- inga á forystu flokksins. Að sögn frjálsu fréttastofunnar Interfax fór fundurinn frið- samlega fram og engin gagn- rýni kom fram í raeðum full- trúa miðstjórnarinnar á Mik- hail Gorbatsjov, forseta lands- ins og leiðtoga flokksins. En á stofnfundi nýs rússnesks Bandaríkin Bush hækkar skatta kommúnistaflokks í síðustu viku gagnrýndu ýmsir flokks- menn harðlega frammistöðu Gorbatsjovs sem leiðtoga sovéska kommúnistaflokks- ins. Aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins hafa sýnt flokksþinginu mikinn áhuga en talið er að á því muni styrkur Gorbatsjovs í valda- stóli koma í ljós. Vesturlönd- um er mikilvægt að Gorbat- sjov hafi nægan styrk innan sovéska stjórnkerfisins til að geta tekið ákvarðanir í samn- ingaviðræðum við vestræn ríki um afvopnunarmál og framtíð Evrópu. NATO ríkin hafa mikilla hagsmuna að gæta að því er sameiningu þýsku ríkjanna varðar því samþykkt Sovétmanna er for- Mongólía Kosningar hundsaðar munað þeim flokkum sem hugðust bjóða fram í kosn- ingunum. Meðlimir í mongólska lýð- ræðisflokknum og systur- flokks hans, Samtökum lýð- ræðissinna, hafa sakað stjórnvöld um að hygla kommúnistaflokknum á kostnað annarra flokka í kosningabaráttunni. Þeir segja kommúnistaflokkinn hafa fengið mun meira fé en aðrir flokkar úr kosninga- sjóðum og að stjórnarand- stæðingar hafi verið útilokað- ir frá kosninganefndum í hér- uðum landsins. Þá benda stjórnarandstæðingar á að kosningakerfið sé kommún- istum í hag þar eð atkvæði í landsbyggðarkjördæmum vegi þyngra en í öðrum kjör- dæmum og kjósendur þar séu hollir undir kommúnista. Stjórnvöld í Mongólíu, sem er næst elsta kommúnistaríki heims, afsöluðu sér valdaein- okun í maí síðastliðnum eftir mikil mótmæli þegna sem kröfðust lýðræðislegra um- bóta. Þá hétu stjórnvöld því að efna til frjálsra fjölflokka- kosninga, þeirra fyrstu sem haldnar hafa verið í Mongól- íu. (WASHINGTON, Reuter) George Bush, Bandaríkja- forseti, hefur tilkynnt að hann muni hækka skatta og þar með ganga gegn einu helsta kosningalof- orði sínu. Bush sagðist þess þó fullviss að banda- rískur almenningur mundi fyrirgefa honum ef honum tekst á þennan hátt að minnka gífuriega fjár- lagahalla Bandaríkjanna og glæða bandarískan efnahag nýju lífi. „Mér er ljóst að þessi ákvörðun mætir andstöðu margra bandarískra þegna en mér ber skylda til ao gera Með því að hækka skatta hef- ur Bush gengið á bak einu helsta kosningaloforði sínu. það sem ég tel vera rétt áður en ég fer fram á stuðning al- mennings við þær ákvarðan- ir,“ sagði Bush á fundi með blaðamönnum. Hann sagði að hækkun skatta væri nauð- synleg til að tryggja atvinnu og hagvöxt í landinu og til að brúa hinn mikla fjarlaga- halla. Þetta væru atriði sem almenningur gerði kröfu til og því væri hækkun skatta nú nauðsynleg. Fjárlagahalli Bandaríkj- anna er áætlaður 160 millj- arðar bandaríkjadala eða 9600 milljarðar íslenskra króna á þéssu ári. Fulltrúar á fundi miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins fóru blíðum höndum um Gorbatsjov leiðtoga flokksins í gær. senda þess að Þýskaland framtíðarinnar geti orðið meðlimur í NATO. Hernaðar- leg staða Þýskalands hefur verið eitt helsta deilumál Sov- étríkjanna og Vesturlanda í samningaviðræðum um sam- einingu þýsku ríkjanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.