Alþýðublaðið - 11.07.1990, Page 4
4
VIOHORF
Miðvikudagur 11. júlí 1990
mdmðiii
Ármúli 36 Sími 681866
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blaö hf.
Hákon Hákonarson
Ingólfur Margeirsson
Jón Birgir Pétursson
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Siguröur Jónsson
Leturval, Ármúla 36
Oddi hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið
AIIKIÐ FRJÁLSRÆÐI
GEGN VERÐBÓLGU
Verðbólga er ögn meiri en gert var ráð fyrir við undirritun
kjarasamninga í febrúar sl. Ef markmið samninga eiga að
haldast um að verðlag haldist innan viðmiðunarmarka 1.
sept. næstkomandi mega engar verðhækkanir eiga sér
stað fram að þeim tíma. Fjármálaráðherra segir að ríkið
geti tekið á sig helming ábyrgðar en aðilar vinnumarkaðar-
ins verði að axla hinn hlutann. Formenn ASÍ og VSÍ segjast
staðráðnir í að finna leiðir að settu marki.
Tekist hefur að halda verðlagi niðri undanfarna mánuði.
Enn líkist þó glíman við verðbólguna mest baráttu sjúk-
lings við hitamælinn. Það má halda hitanum í skefjum með
því að hrista mælinn niður. Aðgerðir hafa að verulegu leytí
falist í því að halda aftur af eða greiða niður verðhækkanir
sem ella yrðu. Með samningum á vinnumarkaði í febrúar
gáfu stéttarfélög t.d. eftir og ríkisstjórninni skapaðist „svig-
rúm" til að geta smíðað undirstöður efnahagslífsins.
Samningar við BHMR eru líka talandi dærni um vanda sem
ekki á að leysa að sinni, en vitað erað verðuraðtaka á síðar.
Pó að nokkuð hafi miðað fram á veginn með aðhaldi í ríkis-
rekstri og auknu frjálsræði í peningamálum, hafa stjórn-
völd vikist undan því að taka á skipulagi í sjávarútvegs-,
landbúnaðar- og byggðamálum. Þau hafa ekki þorað að
gefa markaðsöflum frjálsari tauminn enda stutt í miðstýr-
ingarhugmyndir hjá ýmsum stjórnarherrum. Meðan svo er
veitist ríkisstjórninni ekki sá heiður að hafa komið verð-
bólgu á kné til frambúðar.
Lyftubros
Fólk sem ferðast saman í
lyftu er ákaflega alvörugef-
ið. Fæstir kasta orðum til
samferðarmanna. Lyftan er eins
og tilveran.
Hvort sem okkur líkar betur eða
verr, lifum við í þessari fallegu en
brjáluðu veröld og verðum að
gera það besta úr öliu.
Það gengur misvel.
Líf er lúxus segja sumir. lífið er
hábölvað segja aðrir. lífið er dá-
samiegt segja þeir bjartsýnu.
Við erum eins og farþegar í lyftu
og það segir sig sjálft að við verð-
um að taka tillit til annarra. Ekki
endilega þegja til þeirra. Það er
óþarfi að vera með hávaðaröfl
sem fylgir oft bældri þörf fyrir
athygli.
Það er óþægilegt í þessari lyftu
ef undanvillingar í nútíma heilsu-
staðreyndum vilja ekki viður-
kenna nauðsyn á reyklausu um-
hverfi en byrja að púa reyk framan
í fólk og segja með svip sínum; ég
á mig sjálfur og mitt tóbak.
Það er óþægilegt í þessari lyftu
ef einhverjir í hópnum byrja að
olnboga sér meira rými en aðrir
fá. Ferðalagið væri þægilegra ef
lyftufólk hummaði fallegt stef
saman eða færi upp á brosi og fall-
egum augum.
Mikið hefur gengið á síðan
boðið var til fótbolta- •
veislu heimsins. Það er
talið að færri haf i tekið þátt í henni
en áætlað var og átvöglin halda
fram. Menn fengu líka nýtt rifrild-
isefni sem var hvort fréttir sjón-
varpsins ættu að koma á réttum
tima eða eftir dúk og disk. Þeir
veisluglööu fullyrtu að fótboltinn
ætti að sitja fyrir, því hverjum væri
ekki sama um ræður á þingi
kommúnistaflokksins eða nýjasta
gjaldþrotið á þessu auma landi.
Þeir veisluglöðu fullyrtu að fót-
boltinn væri útrás fyrir tilfinning-
ar, þjóðarstolt og rembu, sigur-
vímu og ofbeldi milljóna manna
og gott ef fótboltinn væri ekki
heimsstyrjaldir nútímans.
A meðan heimurinn telur sér trú
um að ineð fótboltanum séum viö
að at'stýra styrjöldum og virkja ja-
kvætt þörf manna fyrir ofbeldi, er
engin von um betri veröld, bara
betri fótboltalið.
Fótboltabullurnar láta óhemju
sína ekki kyrra við leikvanginn.
Strax að leik loknum byrja þeir að
brjóta og bramla og lúskra á stuðn-
ingsmönnum andstæðinganna í
leiknum sem var. Þar með er hann
ekki leikur lengur. Þegar hætt er
að berjast á leikvellinum byrja
bullurnar sínar styrjaldir. Það
minnir dálítið á okkur. íslendingar
slógust fyrst fyrir alvöru á friðar-
daginn 1945.
✓
g horfði á nokkra fótbolta-
leiki en varð ekki heltekinn
sigurvímu eða fann fyrir
vonbrigðum tapsins. Ég hélt dálít-
ið með Kamerúnliðinu og lét þar
til leiðast af rakaranum mínum
sem fullyrti að leikmennirnir
væru fallegastir á litinn.
Það truflaði mig að ég velti því
fyrir mér hvað hægt væri að gera
gott fyrir allaþá peningasem færu
í þessa fótboltaveislu og hvort
heimurinn ætti sér engin háleitari
markmið en markstangirnar og
netin. Heimurinn hefur efni á
glæstum íþróttaleikvöngum á
meðan milljónir manna svelta,
sjúkdómar hrjá mannkyn og jafn-
vel við íslendingar höfum ekki
efni á því að reka fullskipaða spít-
aia.
Heimurinn er að kafna í eigin
sorpi og eitri, hin græna veröld er
að breytast í sviðna skóga og föln-
aða akra. Verksmiðjur iðnríkjanna
halda áfram að spúa óþverra sín-
um út í andrúmsloftið því að heim-
urinn hefur ekki efni á að leggja
þær niður.
Fótboltaveisiunni er lokið, Iitlu
guðirnir farnir úr takkaskónum.
Lýðurinn sem forðum hyllti Hitler
er hættur að öskra sjálfum sér.
Hvar finnum við næst leikvöll
til að gleyma ósköpum lífsins?
Lyftan er á leiðinni upp.
Ferðalagið er misiangt því
sumir fara stutt. En ferða-
lagið allt gæti verið dásamleg lif-
um, ef við aðeins lærum að trúa
rödd hjartans og byrjum að elska
náungann eins og okkur sjálf. Þá
finnum við enga þörf fyrir að
lúskra á honum eða myrða hann.
Brosandi land heitir vinsæl og
falleg óperetta. Mikið væri yndis-
legt ef til væri brosandi lyfta.
Ert þú ekki til í að brosa dálítið
næst þegar þú ferðast í lyftu?
MÍN SKOÐUN
Jónas Jónasson
skrifar
RADDIR
Hver af heimssöngvurunum fannst þér bestur í beinni útsendingunni
á laugardagskvöldiö?
Árni Njálsson, 54 ára, kennari við
FB:
Mér fannst þetta allt frábært.
Pavarotti var bestur. Hann kom
mér nú samt á óvart hann Carrer-
as, maður vissi nú hvernig Dom-
ingo var.
Hrefna Pálsdóttir, 70 ára, heima-
vinnandi;
Ég sá þetta nú bara rétt aðeins
en leist Ijómandi vel á.
Pavarotti er nú alveg Ijómandi. Ég
er að vona að þátturinn verði end-
ursýndur.
Guðrún Alfonsdóttir, 50 ára, at-
vinnurekandi:
Ég missti nú af þessu en
tengdamóðir mín var óskaplega
hrifin af þessu.
Sigríður Hjartardóttir, 31 árs, lif-
fræðingur:
Mér fannst þessi útsending al-
veg meiriháttar. Placido Domingo
virtist hafa minnst fyrir þessu en
annars finnst mér Pavarotti hafa
ákaflega fallega rödd og hann
syngur ákveðin lög mjög vel, eins
og O sole mio. Fyrir minn smekk
mætti vera meira af svona efni í
sjónvarpinu.
Sigrún Hjálmtýsdóttir söng-
kona:
Mér fannst þetta alveg stór-
kostlegt, miklu betra en fótbolt-
inn. Pavarotti var bestur að mínu
mati og kom það mér mikið á
óvart því að ég hafði heyrt að
stjarna hans væri farin að hnigna
en það var ekki að heyra eða sjá.
Carreras er ekki ennþá búinn að
ná upp þrótti eftir veikindin, rödd-
in er ekki eins og hún var. Þeir eru
allir mjög góðir en auðvitað ólíkir.