Alþýðublaðið - 11.07.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. júlí 1990
NÆSTAFTASTA SÍDAN
Hávaxnastí maður
Bangladesh í vanda
Parimal Chandra Barman er
28 ára og hávaxnasti íbúi
Bangladesh eða um 2 metrar og
52 sentimetrar á hæð. Hann hef-
ur fengið óbeit á mat og hefur af
þeim sökum veikst heiftarlega
svo ekki er sýnt hvort hann
heldur lífi.
,,Ég er svanguren get ekki borð-
að vegna þess að ég hef ógeð á mat.
Vegna þessa er ég orðinn mjög
máttfarinn. Ég vil ekki deyja eða
vaxa enn frekar, ég bið ykkur að
hjálpa mér“, sagði hann við frétta-
menn í Dhaka. Faðir Parimals óttast
um líf hans og segir að hann ennþá
stækka þó heldur hafi dregið úr
vaxtarhraðanum. Parimal er yngst-
ur í hópi sex systkyna og var eðlileg-
ur drengur allt til ársins 1973 en þá
fór hann skyndilega að stækka
svona hrikalega. Nú er hann orðinn
svo máttfarinn að hann getur ekki
staðið í fæturna óstuddur en faðir
hans er of fátækur til að fara með
hann tii sérfræðinga eða til að
kaupa lyf. Læknar segja Parilmal
þjást af næringarskorti og blóðsjúk-
dómi sem veldur því að fætur hans
bólgna.
Lánið veldur úlfa-
þyt
Sú ákvörðun Japana að veita Kín-
verjum lán hefur valdið miklum
úlfaþyt víða um heim. Haft er eftir
japönskum embættismanni að for-
setisráðherra landsins, Toshiki
Kaifu, hafi tilkynnt þessa ákvörðun
Japana á fundi sjö helstu iðnríkja
heims sem nú stendur yfir í Houston
í Bandaríkjunum.
Ástæðu þessarar miklu andstöðu
við lánveitinguna má rekja til mót-
mælanna á Torgi hins himneska
friðar fyrir um ári síðan. Þeir at-
burðir sem áttu sér þar stað ollu
DAGFINNUR
Gogpi og Siagi — það eru sko
mínir menrií
t*að er nú meira hvað menn geta
verið ósanngjarnir! Ég er svo
hneykslaður á þessum pólitísku
ofsóknum sem menn verða að
sæta á Islandi að mér er skapi
næst að flýja land, og er þó pólit-
ískt meðvitaður eins og alþjóð
veit. Ef sú verður raunin er alveg
öruggt að ég mun fara til ein-
hverra siðmenntaðra landa langt í
burtu en ekki náiægra landa eins
og t.d. Vestmannaeyja. Þar býr
greinilega jafn-andstyggilegt fólk
og á meginlandinu.
Allir skulu jafn-lágir, ætti að
vera fyrsta grein íslensku stjórnar-
skrárinnar.
Það kastaði þó tólfunum þegar
dugandi maður í Vestmannaeyj-
um vinnur það þrekvirki að láta
kjósa sig í bæjarstjórn auk þess
sem hann gegnir ábyrgðarstarfi
hjá einhverju stöndugasta fyrir-
tæki landsins. Auk alls þessa gefur
hann sér tíma til að standa í örlitl-
um innflutningi og býður félögum
sínum, eyjaskeggjum, ódýrara vín
og reyk. Nú skyldi maður ætla að
slíkum manni yrði boðið að gerast
heiðursfélagi slysavarnadeildar-
innar á staðnum og fengi stórridd-
arakross hinnar íslensku fálka-
orðu fyrir störf sín að verslunar-,
félags- og menningarmálum. En
það er nú öðru nær. Þess í stað
vilja menn gera hann brottrækan
úr mannlegu samfélagi
Hvað hefur þessi maður eigin-
lega til saka unnið? Ég bara spyr.
Ég sem hélt að Vestmannaeyingar
væru annálaðir gleði- og skemmti-
menn. Ég trúi því ekki að óreyndu
að þeir slái hendinni á móti ódýr-
ari sjúss á þeirri þjóðhátíð sem nú
stendur fyrir dyrum.
Nú er það svo að konan mín er Ey-
japæja. Ég hitti hana á balli og ...
hm, skiptir ekki máli, og hún segir
þetta alls ekki vera „normið" í
Vestmannaeyjum heldur sé hér sé
um hreinar pólitískar ofsókmr að
ræða. Harðsoðin pólitisk hags-
munaklíka stendur að baki þessu
upphlaupi, ég segi bara ekki ann-
að.
Svo eru menn að tala um að
þessi ágæti, framtakssami bæjar-
fulltrúi segi af sér! Hvílík endemis
vitleysa. Enda ætlar þessi góði og
gegni íhaldsmaður hreint ekki að
segja af sér og maður skilur hann
vel.
Eyjapeyjar eru svo menn að mínu
skapi, enda vann íhaldið stórsigur
þar í bæ í síðustu kosningum, með
fínan mannskap. Siggi sem var í
efsta sætinu er til dæmis næstum
öruggur með að vinna sig upp í að
verða bæjarstjóri í Njarðvík, hann
þótti allt of góður í svoleiðis í Vest-
mannaeyjum. Og svo er það hann
Goggi, hann hefur nú aldeilis sýnt
hvað í honum býr.
Goggi og Siggi eru mínir menn,
ég segi nú ekki meira.
Yfirlýsing Kaifus um
lánveitingu til Kínverja
hefurfariðfyrir
brjóstið á mörgum
um sínum að gosd rykkja- og sleikip-
innaframleiðslu þjóðarinnar. Þeir
telja nefnilega mikla hættu á að
þessar framleiðsluvörur standist
engan veginn þær gæðakröfur sem
erlendir gestir gera til þeirra.
Sleikipinnarnir og gosdrykkirnir
gætu því orðið þjóðinni til megn-
ustu skammar. Háttsettur embættis-
maður hefur látið hafa það eftir sér
að nú verði gert stórátak í þessum
málum en á hverjum degi seljast um
300 tonn af gosdrykkjum og fjórar
milljónir sleikipinna í Kína.
hryllingi víða um heim og margar
þjóðir hættu að veita kínverskum
stjórnvöldum lán fyrir vikið. Nú
virðist sem menn séu farnir að
gleyma hryllingnum og lánsfé er
farið að berast víða að til Kína. Tals-
menn Japansstjórnar segjast ekki
geta gengið á bak orða sinna við
Kínverja en kínverskir andófsmenn
um allan heim hafa mótmælt harð-
lega. Um 20 þeirra hyggjast fara í
hungurverkfali fyrir framan jap-
anska sendiráðið í Washington og
einnig eru áætlaðar miklar mót-
mælaaðgerðir í Tokyo. Talið er að
japanskir bankar og útflytjendur
muni hagnast vel á lánveitingunni.
Embættismenn Japansstjórnar
segja ástæðuna fyrir lánveitingunni
ekki viðskiptalegs eðlis heldur vilja
þeir með henni flýta fyrir umbótum
í Kína. ,,Við lítum öðrum augum á
Kína. Vesturlönd geta hunsað Kína
en við ekki. Stöðu gt og gróskumikið
efnahagslíf í Kína er lífsnauðsynlegt
fyrir Japan.“
Kínverjar bæta
ímyndina
Kínversk yfirvöld rembast nú eins
og rjúpan við staurinn að bæta
ímynd landsins fyrir Asíuleikana en
þeir verða haldnir þar í landi í sept-
ember.
Nú hafa embættismenn alþýðu-
lýðveldisins beint haukfránum aug-
Efitff
með kaffínu
Eiginkonan fórá miðilsfund og
náði sambandi við látinn maka
sinn.
Eiginkonan: — Elskan, ertu
hamningjusamur hinum meg-
in?
Sá framliðni: — Já!
Eiginkonan: — Hamingjusam-
ari en þú varst á jörðunni?
Sá framliðni: — Miklu ham-
ingjusamari!
Eiginkonan: —- Himnaríki hlýt-
ur að vera dásamlegur staður!
Sá framliðni: —Hver er í
Himnaríki?
KROSSGÁ TA N
DAGSKRÁIN
Sjónvarpið
17.50 Síðasta risaeðlan 18.25
Þvottabirnirnir 18.50 Táknmálsfréttir
18.55 Úrskurður kviðdóms 19.20
Umboðsmaðurinn 19.50 Maurinn og
jarðsvínið 20.00 Fréttir og veður
20.30 Grænir fingur 20.45 Kýrnar i
Kastilíu 21.35 Kínversk áþján 23.00
Ellefufréttir og dagskrárlok.
Stöð 2
16.45 Nágrannar 17.30 Skipbrots-
börn 17.55 Albert feiti 18.20 Funi
18.45 í sviðsljósinu 19.19 19.19 20.30
Murphy Brown 21.00 Okkar maður
21.15 Njósnaför II 22.05 Rallakstur
23.05 Ógnvaldurinn
Rás 1
06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir
07.03 I morgunsá rið 09.00 Fréttir
09.03 Litli barnatíminn: Litla músin
Píla pína eftir Kristján frá Djúpalæk
10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu-og neyt-
endahornið 10.10 Veðurfregnir 10.30
Úr bókaskápnum 11.00 Fréttir 11.03
Samhljómur 11.53 Á dagskrá 12.00
Fréttayfirlit 12.01 Úr fuglabókinni
12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veður-
fregnir. Dánarfregnir. Auglýsingar
13.00 I dagsins önn 13.30 Miðdegis-
sagan: „Vatn á myllu Kölska" eftir Ól-
af Hauk Símonarson 14.00 Fréttir
14.03 Harmonikkuþáttur 15.00 Frétt-
ir 15.03 Sumarspjall 16.00 Fréttir
16.03 Að utan 16.10 Dagbókin 16.15
Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið
17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á síðdegi
18.00 Fréttir 18.03 Sumaraftann
18.30 Tónlist 18.45 Veðurfregnir.
Auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30
Auglýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Fá-
gæti 20.15 Samtímatónlist 21.00 í
heimsókn á Barðaströnd 21.30 Sum-
arsagan: „Dafnis og Klói" í þýðingu
Friðriks Þórðarsonar 22.00 Fréttir
22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir.
Orð kvöldsins 22.25 Úr fuglabókinni
22.30 Birtu brugðið á samtímann
23.10 Sjónaukinn 24.00 Fréttir 00.10
Samhljómur 01.00 Veðurfregnir
01.10 Næturútvarp.
Rás 2
07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg-
unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03
Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit. Aug-
lýsingar 12.20 Hádegisfréttir 14.10
Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03
Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32
Zikk Zakk 20.30 Gullskífan 21.00 Úr
smiðjunni 22.07 Landið og miðin
23.10 Fyrirmyndarfólk 00.101 háttinn
01.00 Næturútvarp.
Bylgjan
07.00 Hallur Magnússon og Kristín
Jónsdóttir 09.00 Fréttir 09.10 Páll
Þorsteinsson 11.00 Ólafur Már
Björnsson 14.00 Helgi RúnarÓskars-
son 17.00 Síödegisf réttir 17.15
Reykjavík síðdegis 18.30 Hafþór
Freyr Sigmundsson 22.00 Ágúst
Héðinsson 02.00 Freymóður T. Sig-
urðsson.
Stjarnan
07.00 Dýragarðurinn 09.00 Á bakinu
í dýragarðinum 10.00 Bjarni Haukur
Þórsson 12.00 Hörður Arnarsson
15.00 Snorri Sturluson 18.00 Kristó-
fer Helgason 21.00 Ólöf Marín Úlf-
arsdóttir 01.00 Björn Sigurðsson.
Aðalstöðin
07.00 Á nýjum degi 10.00 Kominn
timi til 13.00 Með bros á vör 16.00 í
dag, i kvöld 19.00 Viö kvöldverðar-
borðið 20.00 Á yfirborðinu 22.00 í
lífsins ólgusjó 24.00 Næturtónar.
□ 1 3 4
5 ■
6 □ 7
8
10 ■ 11
■ 12
13 , □
Lóðrétt: 1 ódæðis, 5 skjól, 6 ævi-
skeið, 7 leit, 8 alltaf, 10hreyfing, 11
fugl, 12 óánægja, 13 fjöldi.
Lóðrétt: 1 glennt, 2 hjálp, 3 reið, 4
innmatur, 5 tærs, 7 mikli, 9 sýll, 12
íþróttafélag.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 flokk, 5 krók, 6 víf, 7 Su,
8 asnanum, 10 Ik, 11 ólm, 12 ótti,
13 neita.
Lóðrétt: 1 frísk, 2 lofa, 3 ok, 4
krummi, 5 kvalin, 7 sulta, 9 nótt,
12 ói.
,;iJ .-islæbni oít-ív stsrt m pinnscj tnsv osn .muxivJB ims t
höjfin
.ferib 'iiil'i.