Alþýðublaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 14. nóvember 1990 AMÐUBMÐIÐ Armúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið MIKILVÆGUR FUNDUR í MADRID Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, er nýkominn heim úr stuttri för til Madrid, höfuðborgar Spánar, þar sem hann var gestur spænskra jafnaðar- manna á flokksþingi þeirra. En för Jón Sigurðssonar var ekki einungis flokkslegs eðlis, heldur átti hann óformlegar viðræður við forsætisráðherra, utanríkis- ráðherra og fiskimálastjóra auk annarra framámanna í spænsku stjórnkerfi og stjórnmálum svo og ýmsa forystumenn úr stjórnmálaheimi Evrópubandalags- ins. För viðskiptaráðherra er einkar mikilvæg vegna þess að þarna gafst íslendingum einstakt og dýr- mætt tækifæri til að kynna helstu forsvarsmönnum Spánar og talsmönnum spænsku þjóðarinnar í sjáv- arútvegsmálum hjá Evrópubandalaginu, sjónarmið okkar íslendinga varðandi tolla- og fiskveiðimál. Eins og fram hefur komið í fréttum Alþýðublaðsins, hafa Spánverjar krafist þess að fá að veiða 38 þúsund tonn af fiski í íslenskri fiskveiðisögu í skiptum fyrir tollfrelsi sjávarafurða frá íslandi á mörkuðum Evrópu- bandalagsins. Þessi krafa liggur nú á borðum fram- kvæmdastjórnar EB. Sömu kröfu gera Spánverjar til Norðmanna. íslendingar hafa margsinnis hafnað kröfu EB um aðgang Evrópubandalagsríkja að ís- lenskum fiskimiðum gegn aðgangi íslendinga að mörkuðum EB. Evrópubandalagið mun ekki heldur vera í aðstöðu til þess að leggja fram kröfu Spánverja þar sem viðræður EFTA og EB um sameiginlegt evr- ópskt efnahagssvæði standa nú yfir og þar eru sér- hagsmunir íslendinga margtíundaðir. Hað er því mikilvægt að íslensk sjónarmið séu út- skýrð fyrir spænskum valdamönnum í sjávarútvegi, ekki síst með síðari samninga við EB-ríki í huga. Slíkar viðræður eru einkar heppilegar á óformlegum nótum þar sem styrkt eru tengsl þjóðanna. Hið alþjóðlega samstarf jafnaðarmanna hefur í þessu tilviki byggt brú milli íslandsogSpánar. íslenski jafnaðarmaðurinn Jón Sigurðsson á greiðan aðgang að spænsku jafnað- armönnunum Gonzales, sem gegnir embætti forsæt- isráðherra, Ordonez utanríkisráðherra, Rua fiskimála- stjóra og Marin, sjávarútvegsframkvæmdastjóra EB. Hin alþjóðlegu tengsl Alþýðuflokksins við bræðra- flokka sína, hafa oftsinnis auðveldað viðræður og samninga milli íslands og erlendra ríkja á þeim tímum sem flokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjórnum ís- lands. Alþýðuflokkurinn hefur mikið samstarf við jafnaðarmenn um heim allan og í gegnum þrjár meg- inleiðir; Alþjóðasamtök jafnaðarmanna, Samtök nor- rænna jafnaðarmanna (SAMAK) og hreyfingu evr- ópskra jafnaðarmanna (sósíaldemókratar í EFTA- og EB-ríkjum). Af íslenskum stjórnmálaflokkum hefur Alþýðuflokkurinn þá sérstöðu að hafa verið lang- lengst í tengslum og samstarfi við alþjóðlega bræðra- flokka og hreyfingar jafnaðarmanna. Jafnaðarmanna- flokkar í Evrópu og víða um heim eru geysilega sterkir og iðulega í forystu ríkisstjórna fjölda ríkja heims. Hin mikilvægi fundur í Madrid hefði ekki verið mögulegur nema vegna beinna tengsla Alþýðuflokksins við al- þjóðlega jafnaðarmenn, í þessu tilviki við spænska jafnaðarmenn. ÁHUGALEYSI Á VELFERÐ Alþingismenn hafa ekki áhuga á „mjúkum málum." Það sannaðist illilega í vikunni þegar Guðrún J. Hall- dórsdóttir, Kvennalista, mælti fyrir athyglisverðri til- lögu til þingsályktunar um aðstoð við ungmenni sem flosna upp úr skóla. Af 63 þingmönnum voru aðeins 9 viðstaddir. Að baki þessu mjúka máli búa þó gler- harðar staðreyndir. Um 30—40 ungmenni eru á ver- gangi í þjóðfélaginu. Æ stærri hópar ungmenna flosna upp úr skólum og verða vímuefnum að bráð. Fimmti hver unglingur segist ekki hlakka til framtíðar- innar. Þessi umkomulausu, ógæfusömu ungmenni eru fórnarlömb hins harða þjóðfélags þar sem pen- ingahyggja frjálshyggjunnar ræður ríkjum. Þessi ung- menni eru afkvæmi hagfræðingaþjóðfélagsins sem hefur steypt allri umræðu í sama mótið og þar sem mannlegri samheldni, hlýju og umhyggju erá dyr vís- að. Þar sem valdamenn og stjórnmálamenn geta ekki lokið upp munni án þess að tala efnahagstungum. Og þegar velferðarmál eru til umræðu í þingsölum, ganga þingmennirnir út. Stendur okkur virkilega á sama um þjóðfélagsgerð okkar? Stendur okkur virki- lega á sama um náungann? Skipta peningar orðið öllu? Snúum við öll orðið baki við þeim sem minna mega sín og göngum út? ÖNNUR SJÓNAMID að kemur glöggt fram í eiðara Þjóðviljans í gær að höfundur var á launum hjá bændasamtökunum áður en hann settist í ritsjórastól. Leiðarinn ber heitið Líflömbin og er lagt út af vanda bænda á haustin að verða að velja þau lömb sem eru á vetur setjandi: Eitt vandasamasta verk bændanna á haustdögum hefur jafnan verið það forval eða prófkjör sem felst í því að velja líflömbin. Undir vei heppnuðu úrvali er afurðasemi og framlegð hjarðarinnar kom- in. ... Þótt sauðfjárræktarlög samtímans njóti þess að tölvur geymi urmul upplýsinga um ætterni og eðliseinkenni fjár- stofnsins á búinu, er ævinlega nokkurt happdrætti fólgið í forvalinu í fjárhúsunum. ... UppstiIIingar, forval og prófkjör hjá stjórnmálaflokk- unum eru nokkur hliðstæða þessarar fornu lífsnauðsynjar í sveitum, vali liflamba og und- aneldisgripa almennt,...“ Það vekur nokkra athygli þegar kemur að því að finna þær aðferð- ir sem stjórnmálaflokkarnir hafa beitt til þess að velja „líflömbin," reynist sauðkindin ekki ná yfir for- val framsóknar. Ritstjórin segir að í Reykjavík hafi Framsóknarflokk- urinn farið á valhoppi — a.m.k. Guðmundur G. Þórarinsson, sem ekki undi því að aðrir voru valdir umfram hann. í stjórnmálagrein- ingu sinni kemst ritstjórinn enn- fremur að því að ekki var haft for- val eða prófkjör, t.d. hjá krötum á Suðurnesjum, vegna þess að val líflambanna hefði með forvali get- að farið á „allt annan veg en flokkseigendur á hverjum stað óskuðu.“ Sjálfstæðismenn á Reykjanesi hafi hins vegar haldið sig við kynbótafræðina, „þar sem Ritstjóri Þjóöviljans segir Guð- mund G. hafa valhoppað. niðjar sögufrægra og þaul- reyndra einstaklinga geisast fram á sjónarsviðið og hlamm- ast fyrirhafnarlítið í óðalssæti sín á Alþingi, Iíkt og þekkist á hestamannamótum og hrúta- sýningum." Hér skal ógetið við hvern er átt af prófkjörslista Sjálfstæðisflokks- ins á Suðurnesjum, en sá sem um er rætt kvað það m.a. til síns ágæt- is fyrir prófkjör að hann hefði góða undirstöðu (menntunar) til að gerast þingmaður. DAGFINNUR Arafat til hjálpar Guðmundi G. Þá er skoðanakönnun framsókn- armanna í Reykjavík lokið. Framsóknarmenn í höfuðborg- inni hafa þá skoðun, að Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, sé vænlegasti framsóknarmaðurinn í Reykjavík en Guðmundur G. Þórarinsson sé næstbesti kosturinn. Þetta segir Guðmundur G. að sé tóm della, hann sé í raun vinsæl- asti maðurinn en Finnur hafi með klíkuskap haft áhrif á skoðana- könnunina. Guðmundur sé í raun gísl klí- kunnar í kringum Finn Ingólfsson. Annar vinsæll framsóknarmað- ur, Steingrímur Hermannsson, hefur öðrum hnöppum að hneppa í augnablikinu en að taka þátt í prófkjörum. Steingrímur hefur nefnilega uppgötvað að íslenskur læknir er í gíslingu í írak og hefur brugðið á sérkennilegt ráð til að frelsa lækn- inn úr gíslingu. Steingrímur hefur nefnilega haft samband við sinn gamla vin Arafat og beðið hann um að ræða við Saddam Hussein og fá íslenska lækninn lausan úr gíslingunni. Steingrímur sagði við fjölmiðla í fyrradag, að töluverðar líkur væru á að þetta tækist, vegna þess að íslenski herinn væri ekki að ógna Hussein við Persa- flóa og þess vegna liti ógnvaldur- inn velvildaraugum til okkar ís- lendinga. Það má því kalla það lán í óláni að varðskipin hafi ekki verið köll- uð á vettvang og send til Persaflóa. Nú finnst mér sem pólitískum hugsuði að Guðmundur G. Þórar- insson ætti að biðja flokksbróður sinn Steingrím að hafa samband við Arafat til að hræða Finn til hlýðni. Eins og Guðmundur G. hefur bent á í útvarpsviðtali voru þeir Finnur búnir að semja um úrslit skoðanakönnunarinnar yfir kaffi- bolla í Kringlunni í Alþingishús- inu. Síðan tekur Finnur upp á því að setjast í fyrsta sætið. Finnur brá hins vegar fyrir sig óminnishegra forsætisráðherra og sagðist ekkert muna eftir neinu samkomulagi. Guðmundur svarar þá einnig að hætti Steingríms og segist hafa verið gabbaður. Hvað um það, ég er sannfærður um að Finnur myndi setjast í ann- að sæti ef Arafat sendi honum ósk um að gera svo. Annars er skoðanakönnun Fram- sóknarflokksins í Reykjavík ein- hver mesta bylting sem gerð hefur verið í flokknum. Um land allt setj- ast sömu mennirnir í sömu sætin. Þetta er íhaldssemi ef íhaldssemi er til. Og þess vegna er með öllu óþol- andi að Guðmundur fái ekki að setjast í friði í sitt fyrsta sæti eins og allir hinir. Bara vegna þess að einhverjir framsóknarmenn eru með einhverjar skoðanir á lofti. Skoðanakannanir eða prófkjör eiga auðvitað að vera þannig gerð, að fyrst geri menn samkomulag um hvernig röðin eigi að vera á listunum og síðan sé kosið í sam- ræmi við það. Það er náttúrulega alveg út í hött að láta þátttakendur í próf- kjöri eða skoðanakönnunum um það að stilla upp. En ef svo illa vill til að þessi mál fara úr böndunum, eins og í skoðanakönnun Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, má alltaf kalla til Arafat. Hvernig væri að gera Arafat að framkvæmdastjóra Framsóknar- flokksins? Eða að yfirmanni Land- helgisgæslunnar?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.