Alþýðublaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 5
5 Miðvikudagur 14. nóvember 1990 HIHHi UMRÆÐA Manneskjan í hagfrædi> þjóöfélagi frjálshyggjunnar Margir hafa lýsl þeim miklu þjóðfélagsbreyting- um sem hafa átt sér stað undanfarna áratugi. Hvort- sem litið er til þéttbýlis eða dreifbýlis gefur að lita nýtt samfélag miðað við það sem áður var. Margir vilja segja, að breytingarnar tákni þjóðfélagsfram- farir, en þegar betur er að gáð, má sjá, að þeim fylgja margir ékostir. Það kemur œ betur i Ijós, að þjéðfélagsbreytingar þœr sem hér um rseðir hafa jafnvel kostað férnir og ekki sér fyrir endann á til hvers þær kunna að leiða. „Það er vitað, að ef barn vex úr grasi án þess að hljóta ást umhyggju og tilflnningalega örvun í uppeldinu, þá er það oft upphafið að geðrænum kvillum, ofbeldi, vímuefnaneyslu, óhamingju og sjúkdómum, ekki aðeins hjá næstu kynslóð, heldur jafnvel einnig þarnæstu," segir Skúli Johnsen m.a. í grein sinni. Hjénaskilnaðir_____________ þrefaldast_________________ Hvers vegna þrefaldaðist fjöldi hjónaskilnaða á árunum 1960—1983? Hvað felur það í sér, að á hverju ári bætast 700 börn í hóp þeirra, sem ekki alast upp hjá báðum kynforeldrum? Er fólki það Ijóst, að árið 1985 voru 25% allra barnafjölskyldna hér á landi einstæðir foreldrar? Hvers vegna fannst svo mikil tilfinningaleg röskun hjá 25% af 200 barna úrr taki í fjögurra ára barna í Reykja- vík að þau töldust þurfa sérfræði- lega aðstoð? Hvers vegna kvört- uðu 25% fólks á aldrinum 34—44 ára um vinnustreitu árið 1985 en aðeins 12—13% fimmtán árum áð- ur? Hvernig má það gerast, að 64% barna einstæðra foreldra á aldrinum 7—12 ára voru árið 1986 án nokkurrar umsjónar utan skólatíma meðan foreldri var í vinnu? Þessar rannsóknarniðurstöður og fjöldamargar aðrar, sem koma fram í heilbrigðisskýrslum frá ár- inu 1988, sýna afleiðingar breyttra þjóðfélagshátta. Með því að auka rannsóknir í fjölskyldufræði væri unnt að afla mun meiri vitneskju um þessi mikilvægu mál en gera má ráð fyrir að margt af því liggi í þagnargildi, vegna skorts á rann- sóknum. Afturför i_________________ veHerðarmálum______________ Það er skoðun mín, að þrátt fyrir miklar efnalegar framfarir hafi okkur ekki tekist að tryggja þær framfarir í velferðarmálum, sem nauðsynlegar eru, og þar má jafn- vel greina vissa afturför. Þannig hafa uppeldisskilyrði barna farið versnandi og fjölskylduhættir hafa breyst til hins verra. Þó marg- ir hafi bent á þessar staðreyndir þá hefur ekki verið brugðist við þeim sem skyldi. Nú er eins með félagslegu vandamálin og sjúkdómana að þau má ýmist fyrirbyggja eða bæta úr, lækna. Lækning félags- legra vandamála er hins vegar síð- ur en svo auðveldari en lækning sjúkdóma vegna þess m.a. að fé- lagsleg vandamál eru oft upp- spretta neikvæðra viðhorfa og geðrænna vandamála. Þegar litið er á ástand velferðar- ríkisins í dag og borið saman við markmið um alhliða velferð, and- lega, líkamlega og félagslega, þá er sýnilegt, að við eigum ennþá mjög langt í land. Eins og áður segir er jafnvel ekki unnt að neita því, að ýmsum þáttum velferðar hefur farið hrakandi. SKýringar á því eru áreiðanlega mjög flóknar en ein gæti verið sú, að við höfum villst einhvers staðar á leiðinni, e.t.v. var markmið okkar ekki nægilega skýrt. Helst kemur til greina að við höfum glatað okkur í vímu efnalegrar velsældar, tapað áttum og eftir það keppt að einu þröngu markmiði, meiri efnum, meiri þjóðartekjum og meiri neyslu. Heintillsiðjan er horfin Það er ekki vafi, að sú almenna breyting á heimilishögum fólks, sem hefur orðið síðustu áratugi, hefur leitt til þess, að hagur for- eldra og barna hefur farið versn- andi. Það hlýtur að hafa áhrif þeg- ar heimilisiðjan, stærsti atvinnu- vegur þjóðarinnar, fellur niður að stórum hluta.Áður starfaði um helmingur fólks á starfsaldri við þennan atvinnuveg og að auki átti eldra fólkið sér oft starfsvettvang við sitt hæfi inni á heimilunum, þar sem það miðlaði dýrmætri reynslu til yngri kynslóða. Þessi atvinnuvegur, sem nú er varla svipur hjá sjón, fól einkum í sér þrjú verkefni. Þar voru unnin margháttuð framleiðslu- og iðnað- arstörf. Þar fór fram umönnun sjúkra og fatlaðra og síðast en ekki síst voru heimilin uppeldisstofn- anir þjóðfélagsins. Er nokkur furða þótt eitthvað raskist þegar þessi starfsemi er flutt af heimilun- um í verksmiðjur eða á vist- eða hjúkrunarheimili. Þótt verksmiðja geti tekið við iðnaðarframleiðsíu heimilanna þá er alls ekki víst að unnt sé, að flytja önnur verkefni burt þaðan án áfalla. Það hefur ótrúlega lítið verið um þetta fengist, og meira að segja enginn reiknað út þá hag- vaxtarrýrnun, sem af hefur hlot- ist. Sú rýrnun væri augljós í pen- ingum, en hins vegar var heimilis- iðjan aldrei reiknuð með í þjóðar- tekjunum. Það má því styðja með rökum að aukning þjóðartekna hafi í raun ekki verið jafnmikil og af er látið síðustu áratugina, því vinnan hefur flust úr einum at- vinnuvegi, þar sem tekjurnar voru ekki reiknaðar, yfir í annan þar sem vinnuframlagið er reiknað inn í þjóðartekjur. TilHnningaleg_________________ röskun barna__________________ Hinar félagslegu afleiðingar breyttra heimilishátta eru að ýmsu kunnar, en það sem helst virðist vekja viðbrögð er vitneskjan um afleiðingarnar fyrir hagvöxtinn. Við erum e.t.v. aðeins að byrja að súpa seyðið af því til hvers hag- fræðiþjóðfélagið með oftrú á pen- ingalegar stærðir, hagvöxt og neyslu hefur leitt. Skyldi það al- mennt vera ljóst, að tilfinningaleg röskun hjá barni vegna skilnaðar foreldra kemur ekki einungis nið- ur á hjónabandi því, sem sá ein- staklingur stofnar til, heldur einn- ig niður á börnunum sem fæðast í því hjónabandi? Það er vitað, að hjónabönd skilnaðarbarna endast mun skemur en önnur. Skyldi það vera almennt ljóst, sem áður var sagt, að við rannsókn á fjögurra ára börnum á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur fyrir nokkrum árum kom í ljós, að hjá fjórðungi þeirra fannst svo mikil tilfinningaleg röskun, að talið var að þau þyrftu sérfræðilega aðstoð? Það er vitað, að ef barn vex úr grasi, án þess að hljóta nóga ást, umhyggju og til- finningalega örvun í uppeldinu, þá er það oft upphafið að geðræn- um kvillum, ofbeldi, vímuefna- neyslu, óhamingju og sjúkdómum, ekki aöeins hjá næstu kynslóð, heldur jafnvel einnig þarnæstu. „Skyldi það uera al- mennt Ijóst, að uið rann- sókn á fjögurra ára börnum á Heilsu- uerndarstöð Reykjauíkur fyrir nokkrum árum kom í Ijós, að hjá fjórðungi þeirra fannst suo mikil til- finningaleg röskun, að talið uar að þau þyrftu sérfræðilega aðstoð? spyr Skúli Johnsen í grein sinni um mann- eskjuna í hagfrœðiþjóð- félagi frjálshyggjunnar. Skúli segir að hagfrœði- þóðfélagið hafi drepið framtíðarsýn í uelferðar- málum í dróma. Öfug- mœlin í stjórnun þjóð- félagsins eru orðin slík, að jafnuel er sagt að dragh þurfi úr uelferð til að greiða fyrir hag- uöxtinn. Ýmsar aðgerðir koma til greina til að berjast gegn þeim ósigri í vel- ferðarmálum, sem þetta felur í sér. Það er nauðsynlegt að skerpa áherslur í velferðarmálum og hefja baráttu á því sviði af endur- nýjuðum krafti. Það þarf að afla skilnings á því, að öflugt efnahags- og atvinnulíf og velferð þjóðarinn- ar eru samhliða markmið sem styðja hvort annað. Það er beinlín- is rangt að halda því fram að þessi markmið stangist á. Þessi atriði þyrftu að komast nær þungamiðj- unni í stjórnmálabaráttu samtím- ans heldur en nú er. Mannvernd i_______________ veHerðarþiéðfélagl Mannvernd í velferðarþjóðfé- lagi felur í sér skipulegar aðgerðir til að draga úr þeim ókostum sem fylgja þjóðfélagsbreytingum síð- ustu áratuga. Þar duga ekki að- gerðir á einu tilteknu sviði heldur þarf að tryggja framgang margra mála á breiðum grunni. Það þarf í fyrstu að viðurkenna og gera sér grein fyrir breyttri þjóðfélagsgerð og móta mann- verndarstefnu, sem tekur mið af fjölskyldunni í nútímasamfélagi. Áuknar rannsóknir á fjölskyldu- málum eru nauðsynlegar og í því skyni þarf að hefja rannsóknir og kennsíu á því sviði við Háskóla ís- lands. Aðgerðir í húsnæðismálum eru undirstöðumál, ekki síst aukning félagslegs húsnæðis. Þá þarf að setja sérstaka löggjöf um fjöl- skyldumál og þjónustu hins opin- bera á því sviði. Foreldrafræðsla og hjónabandsráðgjöf verði tekin upp á heilsugæslustöðvum og fé- lagsmálastofnunum og kirkjunni fengið mun stærra hlutverk á þessu sviði. Það þarf að móta nýja vinnu- staðapólitík og laga vinnustaði betur að þörfum einstaklingsins en nú er gert. Yfirvinnuáþján þarf að hverfa. Það þarf að gefa meiri gaum að menntun, starfsþjálfun og starfsanda á vinnustöðum. Það á að vera forgangsmál að auka gæði skólastarfsins í landinu. Viðhalds- og endurmenntun kennara, bætt vinnuskilyrði þeirra, samfelldur skóladagur, stóraukin námsgagnagerð, þar á meðal í skólunum sjálfum og skólamáltíðir, verði allt forgangs- verkefni. Sérstakt átak verði gert í byggingu skóla. Á öllum stigum menntakerfisins verði tekin upp kennsla, sem hef- ur það markmið, að búa einstakl- inginn undir lífið, þ.e. taka ábyrgð á sjálfum sér, læra samskipti við aðra, lifa í hjónabandi, eignast börn og ala þau upp. Þar verði ný kennslugrein, fjölskyldufræði, tekin upp og hún fyrst um sinn fléttuð saman við heimilisfræði, sem verði stóraukin. Það þarf að viðurkenna hlut trú- arinnar í velferð allra manna. Hlutur kirkjunnar í velferðar- stefnu nútímans komi til skoðunar og starfsháttum hennar verði breytt til enn meiri þátttöku í trú- aruppeldi landsmanna, m.a. með námskeiðshaldi og mjög auknu kynningarstarfi. Þá er stóraukin heilsuverndar- starfsemi undirstaða aukinnar vel- ferðar og þeirri starfsemi þarf að beina jafnt að verndun líkamlegr- ar og andlegrar heilsu. Skipulag heilsuverndarmála þarf að koma til endurskoðunar og auka þarf menntun starfsfólks á því sviði. Þá þarf að nýta til fulls launa- jöfnunarmöguleika tekjuskattsins á þann hátt, að framfærsla fjöl- skyldunnar komi á undan kvöð- inni við sameiginlegan sjóð og verði persónuafsláttur því miðað- ur við framfærslu fjölskyldunnar og mismunandi eftir fjölskyldu- stærð. Það er eins og hagfræðiþjóðfé- lagið hafi drepið framtíðarsýn í velferðarmálum í dróma. Sífelld efnahagsvandamál hafa dregið úr nýsköpun í hugmyndafræði á þessu sviði. Það er jafnvel sagt að það þurfi að draga úr velferð til að greiða fyrir hagvextinum. Öfug- mælið um að velferðarframlög stofni hagvextinum í hættu þarf að kveða niður. Gagnstætt því sem margir halda þá er velferðarríkið aðeins búið að stíga sín fyrstu skref. Framundan er það verkefni, að bæta úr þeim ágöllum, sem fylgja hagfræði- og neysluþjóðfélaginu og síðan þarf að feta sig áfram til alhliða velferð- ar öllum til handa. I því felst hið viðurkennda markmið um heil- brigði manna. Skútt Johnstm borgariœknir skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.