Alþýðublaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 7
7 Miðvikudagur 14. nóvember 1990 ERLEND FRÉTTASKÝRING Frakklandsforseti nýtir sér námsmannaóeiröirnar í París í valdaltafli gegn forsœtisrádherranum VILL MITTERRAND STEYPA ROCARD? Stuðningur Francois MiHerrands Frakklandsforsetn við mótmœli stúdenta i París, hafa komið af stað út- breiddum sögusögnum um að forsetinn hyggist steypa hinum frjúlslynda sósialista, forscetisrúðherranum Michel Rocard, úr stóli til að trygg ja stöðu sina og koma „alvöru'^sósialistastjórn til valda i Frakklandi. Michel Rocard forsætisráöherra er nú sagður í verulegrifallhættu, bæði vegna nýs skattafrumvarps sem afgreitt verður í franska þinginu á morgun og vegna óvildar Mitterrands Frakklandsforseta. A-mynd: im Mitterrand Frakklandsforseti hef- ur senn setið í 10 ár í embætti. Frakklandsforseti er sagður hafa mikinn áhuga á því að stýra ríkis- stjórn sinni meira í átt til vinstri hug- mynda í stað hinna frjálslyndu stefnu Rocards forsætisráðherra. Forswtisróðherranum fómað?_________________________ Háttsettir embættismenn í franska Sósíalistaflokknum hafa á undanförnum dögum sagt frétta- mönnum, að forsetanum sé í mun að búa til stjórnarkreppu nú þegar til að komast hjá henni næsta vor. Forsetinn er sagður vera reiðubúinn að fórna forsætisráðherranum Ro- card í því skyni að bjarga eigin skinni. Forystumenn í Sósíalistaflokkn- um hafa bent á að 10 ára afmæli Mitterrands sem Frakklandsforseta í maímánuði 1991 sé rétti tíminn að hafa lokið öllum hreinsunum, því þá verði verk hans undanfarinn áratug lögð fyrir almenning og framtíðar- áætlanir hans vegnar og metnar með gagnrýnum augum. Hónumewn skipta um sökudólg eftir fund með MiHerrand__________________ Mitterrand Frakklandsforseti tók á móti stúdentum í fyrradag (mánu- dag) í Elysee-höll til að ræða kröfur þeirra en mikil ólga hefur verið meðal námsmanna í Frakklandi. Eftir klukkutímalangan fund með Frakklandsforseta, sögðu náms- mennirnir að það væri undir Rocard forsætisráðherra komið hvort frið- samleg lausn næðist í deilu náms- manna við yfirvöld. Þetta þóttu tíðindi, vegna þess að hingað til hefur aðalsökudólgur námsmannanna verið Lionel Jo- spin, menntamálaráðherra Frakka og dyggur félagi í Sósialistaflokkn- um og af mörgum talinn líklegur arf- taki Mitterrands árið 1995. Náms- mennirnir nefndu ekki Jospin á nafn eftir fundinn með Mitterrand en beindu spjótum sínum aðaliega að Rocard og ríkisstjórn hans. Á morgun verður____________ erfiðasti dagur Rocards Michel Rocard forsætisráðherra hefur hins vegar ekki átt kost á því að bera hönd fyrir höfuð sér undan- farna sólarhringa vegna þess að hann hefur verið í Japan þar sem hann var viðstaddur krýningu Aki- hitos Japanskeisara. Rocard kom þó til Parísar í gær, þriðjudag, og hans bíða ekki sérlega skemmtileg verk- efni. Auk þess að standa frammi fyrir ógnum Frakklandsforseta, (hann er reyndar sjálfur nefndur sem hugs- anlegur arftaki forsetans), bíður for- sætisráðherrans eitt erfiðasta verk- efnið á ferli hans. Á morgun, fimmtudag, reynir á, hvort honum tekst að koma í gegnum franska þingið nýjum og óvinsælum skatta- lögum. Rocard er með nauman og óstöð- ugan þingmeirihluta á bak við sig, þar sem sósíalistar hafa treyst á stuðning Kommúnistaflokksins. En kommúnistar hafa lýst því yfir að þeir muni svíkja lit og ganga til liðs við hægri menn í stjórnarandstöð- unni í skattamálinu. Stuðningsmenn Rocards eru þó vongóðir um að frumvarpið komist í gegnum þingið og verði að lögum. Rocard treystir aðallega á stuðning frjálslyndra og miðjumanna til að ná frumvarpinu í gegn og afstýra þar með vantrauststillögu á stjórn- ina frá stjórnarandstöðunni. En þingfréttaritarar og stjórn- málamenn í Frakklandi eru á einu máli um að skattafrumvarpið verði erfiðasta verkefni Rocards frá því að hann settist í stól forsætisráðherra árið 1988. Valdalafl Frakklandsforsefa____________ Talsverðar breytingar hafa orðið á samstarfi vinstri flokkanna eftir að Rocard tók við völdum í Frakklandi. Rocard hefur boðað umbætur og frjálslyndi í anda markaðsbúskapar, en þær hugmyndir hafa ekki gengið alltof vel í sósíalista. Sjálfstæðar og frjálslyndar jafnaðarmannahug- myndir hans hafa ekki átt upp á pall- borðið hjá hefðbundnum sósíalist- um og Rocard hefur oftsinnis orðið fyrir harðri gagnrýni í eigin flokki og forsætisráðherratíð hans talin tímabundin af mörgum. Það hefur víða komið fram í frétt- um, að Mitterrand hafi tilnefnt Ro- card sem forsætisráðherra 1988 sem „plott“ gegn andstæðingum sínum en hafi alltaf haft í huga að steypa honum síðar af stóli, til að koma á laggirnar „alvöru-vinstri stjórn. Embættismenn í Sósíalistaflokkn- um sem eru þessa dagana að leita að arftaka Mitterrands, segja, að for- setinn sé að tefla Rocard og Jospin hvorum gegn öðrum, og neyða for- sætisráðherrann til að taka á sig sökina fyrir námsmannauppreisn- unum sem hafa skekið Frakkland á undanförnum mánuði. Slík deiia myndi greiða götuna fyrir eftirlætisframbjóðanda Mitterrands til forsetaembættisins; fyrrverandi forsætisráðherrann Laurent Fabius. Ingólfur Margeirsson skrifar Mitterrand Frakklandsforseti: Óttast frjálslyndar hugmyndir forsætisráðherr- ans og vill „alvöru"-sósíalistaríkisstjórn. A-mynd: E.ÓI. DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Töfraglugginn 18.50 Tákn- málsfréttir 18.55 Mozart-áætlunin 19.25 Staupasteinn 20.00 Fréttir og veður 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn 21.50 Gullið varðar veginn 23.00 Ell- efufréttir 23.10 B.B. King 00.10 Dag- skrárlok. Sföð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Glóarnir 17.40 Tao Tao 18.05 Draugabanar 18.30 Vaxtarverkir 19.19 19.19 20.10 Framtíðarsýn 21.05 Lystaukinn 21.35 Spilaborgin 22.25 ítalski bolt- inn 22.50 Sköpun 23.40 Dion-bræð- urnir (The Dion Brothers) 01.10 Dag- skrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 07.32 Segðu mér sögu 07.45 Listróf 08.00 Fréttir 08.30 Fréttayfirlit og daglegt mál 09.00 Fréttir 09.03 Laufskálinn 09.45 Laufskálasagan 10.00 Fréttir 10.03 Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Árdegistónar 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Endurtekinn Morgunauki 12.20 Há- degisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48 Auölindin 12.55 Dánarfregnir 13.05 I dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan: Undir gervitungli 14.30 Miðdegistónlist 15.00 Fréttir 15.03 í fáum dráttum 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Hvundagsrispa 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síö- degi 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 20.00 í tónleikasal 21.30 Nokkrirnikkutónar 22.00 Frétt- ir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir 22.20 Orð kvöldsins 22.30 Úr Horn- sófanum í vikunni 23.10 Sjónaukinn 24.00 Fréttir 00.10 Miðnæturtónar 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturút- varp á báðum rásum til morguns. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Níufjögur 11.30 Þarfa- þing 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur 14.10 Gettu þetur! 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gullskifan úr safni Joni Michell 20.00 Lausa rásin 21.00 Úr smiðjunni 22.07 Landið og miðin 00.10 í háttinn 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónssons09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Valdís Gunnarsdóttir 14.00 Snorri Sturlu- son 17.00 ísland í dag 18.30 Þor- steinn Ásgeirsson 22.00 Hafþór FreyrSigmundsson 23.00 Kvöldsög- ur 02.00 Þráinn Brjánsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Geðdeild Stjörnunnar 12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson 14.00 Sigurður Ragn- arsson 17.00 Björn Sigurðsson og sveppavinir 20.00 Jóhannes B. Skúlason 22.00 Arnar Albertsson 02.00 Næturbrölt Stjörnunnar. Aðalsteðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 07.10 Orð dagsins 07.15 Veðriö 07.30 Hvað er i fréttum 07.45 Fyrra morg- unviðtal 08.10 Heiðar, heilsan og hamingjan 08.20 Hvað er að gerast hjá öldruðum? 08.30 Hvað gerð- ist...? 08.45 Málefnið 09.00 Morg- unverk Margrétar 09.30 Húsmæðra- hornið 10.00 Hvað gerðir þú við pen- ingana sem frúin í Hamborg gaf þér? 10.30 Mitt útlit — þitt útlit 11.00 Spakmæli dagsins 11.30 Slétt og brugðið 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 13.30 Gluggað í síðdegisblaðið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dagsins 15.00 Topparnir takast á 15.30 Efst á baugi vestanhafs 16.30 Mitt hjartans mál 18.30 Smásögur 19.00 Kvöld- tónar 22.00 Sálartetrið 24.00 Nætur- tónar Aðalstöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.