Alþýðublaðið - 18.12.1990, Qupperneq 5
5
Þriðjudagur 18. desember 1990
FRÉTTIN BAK VIÐ FRÉTTINAI
Ég vafraði um Laugaveg á laugardaginn i leit að
einhverju sem óg gæti keypt eg pakkað inn til gjaffa
svo innihald jólanna ffæri nú ekki ffyrir offan garð og
neðan hjá minum nánustu. Segir ekki ffrekar af þeim
kaupskap, enda var hann ekki mikill né merkilegur.
Hins vegar varð gömul kunning jakena á vegi minum
þegar kom niður i Bankastræti. Við tókum tal sam-
an. Það sem hún haffði að segja heffur orðið mór um-
hugsunareffni. Hór efftir ffœ óg hálffgert óbragð i
munninn eff ég neffni orðið þjóðarsáH.
Pesemberuppbótin
langþráða___________________
Þessi kunningjakona mín er ein-
stæð tveggja barna móðir og berst
harðri baráttu til að sjá fyrir sér og
sínum á mánaðarlaunum sem
nema um 70 þúsund krónum. Hún
hefur hins vegar jafnan borið höf-
uðið hátt og verið hin hressasta í
viðmóti þegar við höfum mæst
einhvers staðar á hlaupum. En rtú
var hún dauf í dálkinn og ég spurði
hvað amaði að. Veikindi í fjöl-
skyldunni?
Nei, allir við bestu heilsu. Það
var ekki það. En hún hafði orðið
fyrir óskaplegum vonbrigðum
sem þýddi víst ekkert að ræða.
— Þetta er bara svona, sagði
hún og saug upp í nefið. Þagði um
stund og sagði svo: Það er þessi
desemberuppbót sem er að gera
mig brjálaða.
— Desember hvað? spurði ég
skilningsvana. Ertu sár yfir að fá
launauppbót í desember? Kom
það sér ekki vel að fá aukapening
fyrir jólin?
Er þeHa réHlæti?____________
Meðan á þessu samtali stóð
höfðum við þokast í skjól undan
regnúðanum að anddyri verslunar
Kristjáns Siggeirssonar. Ég spurði
hvort hún hefði ekki fengið tíuþús-
undkall í desemberuppbót á laun
eins og annað láglaunafólk. Ég
vissi ekki betur en um það hefði
orðið þjóðarsátt.
Hún fór þá í skjóðu sína og dró
upp velktan bréf miða og rétti mér.
Þetta reyndist vera Iaunaseðill
sem hún hafði fengið frá atvinnu-
rekanda sínum. Samkvæmt hon-
um hafði hún unnið \sér inn um
átta þúsund krónur í næturvinnu í
nóvember og síðan vár tilgreind
desemberuppbót að upphæð tíu
þúsund krónur.
Allt leit þetta vel út í upphafi, en
þegar ég las lengra fór að versna í
því. Frádráttur staðgreiðslu skatta
nam 39,79% af þessum samtals 18
þúsund krónum. Síðan kom ið-
gjald í lífeyrissjóð af þessum krón-
um og stéttarfélagsgjald. Útborg-
uð laun námu tæplega desember-
uppbót þjóðarsáttar.
Ég horfði á þessar tölur og varð
hugsi. Hún varð fyrri til að taka til
máls og sagði: „Veistu, að ég var
svo vitlaus þegar okkur var sagt
frá þessari tíu þúsund króna des-
emberuppbót þá hélt ég í einfeldni
minni að ég fengi þá upphæð
óskerta. Hvernig er hægt að ljúga
því að manni að það eigi að borga
tíu þúsund og svo fær maður bara
sex þúsund? Skatturinn hirðir hitt.
Er þetta eitthvert réttlæti?"
Jólahald i ágúsffmánuöi
Það skal játað að mér vafðist
tunga um tönn. Stóð þarna með
launaseðilinn og sá ekki betur en
þarna væri allt rétt reiknað af
hálfu fyrirtækisins sem greiðir
konunni laun. En það var þessi
spurning um réttlæti. Sú spurning
hefur jafnan verið afstæð og svör-
in ekki síður.
Ég hef hins vegar reynt að líta
björtum augum á vandamál ann-
arra og reynt að gefa góð ráð eða
leiðbeiningar þegar náunginn á í
vandræðum. Því var það, að ég
segi við konuna að auðvitað sé
þetta hið versta mál. En hún megi
ekki gleyma því, að hún hljóti að
fá endurgreiðslu frá skattinum þar
sem hún hafi lág laun og tvö börn
á framfæri. Hún skuli horfa á
björtu hliðarnar og þar fram eftir
götunum. Talaði mig heitan og
lýsti fjálglega því öryggi sem al-
mannatryggingakerfið veitti okk-
ur.
Hún hlustaði þegjandi á þetta
bjartsýnisraus. Leit svo beint fram-
an í mig og sagði:
„Það er rétt. Ég fæ endurgreiðslu
frá skattinum — í ágúst á næsta
ári. Á ég kanski að fresta jólunum
fram í ágúst? Var það ekki Kastró
sem ætlaði einu sinni að fresta jól-
unum? Ég vissi ekki að Kastró
væri tekinn við völdum hér á
landi. En málið er einfaldlega það,
að ég má ekki við því að missa
neitt af mínum tekjum, allra síst í
desember. Og ég var þessi hálfviti
að reikna með tíu þúsund krónun-
um óskertum. En auðvitað hefði
ég mátt vita betur. Þegar var verið
að segja frá samningunum við há-
skólafólkið á sínum tíma í útvarpi
og sjónvarpi var alltaf tekið fram
hvað það fengi miklar hækkanir í
launum eftir skatt. Þeim samningi
var svo rift. En það hefur víst
gleymst að segja hver desember-
uppbót okkar þrælanna er mikil —
eftir skatt.“
Gleðilogt jólaböl_____________
Það slummaði í mér við þessa
skorinorðu ræðu. Við ræddum
þetta eitthvað frekar án þess að ég
fari nánar út í það hér. Ég óskaði
henni gleðilegra jóla þegar við
kvöddumst. Hún glotti út í annað
og sagði: „Af hverju segir þú ekki
frekar gleðilegt jólaböl," og var
þar með horfin fyrir hornið.
Þetta samtal varð mér sem sagt
umhugsunarefni helgarinnar. Eg
veit að þessi kona hefur aldrei
óskað opinberrar aðstoðar. Ég veit
líka, að á þessu ári greiðir Félags-
málastofnun Reykjavíkurborgar
að meðaltali tæpa eina milljón
króna á dag til fjárhagslegrar
framfærslu þeirra borgarbúa sem
standa höllum fæti í lífsbaráttunni.
Við getum því barið okkur á brjóst
og sagt að hér þurfi enginn að Ííða
skort. Borg og ríki sjái til þess.
Sofnað með hreina samvisku á
kvöldin vegna þessarar vitneskju-
eða hvað? Þjóðarsátt um aukna fá-
tækt sumra en stóraukið ríkidæmi
annarra sem skammta sér laun og
skattgreiðslur getur ekki enst til
frambúðar. Auðvitað er ekki hægt
að skipta meiru en til er. En það er
ekki sama hvernig skiptingin fer
fram. Aukin framleiðni, aukin
verðmætasköpun á að færa okkur
betri lífskjör. En spurningin er
hverjir njóta afraksturs þessa.
Þjóðin öll eða bara hluti hennar?
Vart getur það verið ætlun ríkis-
stjórnar jafnaðarmennsku og fé-
,,Vart getur þad veriö
œtlun ríkisstjórnar
jafnaðarmennsku og
félagshyggju að fjölga
þurfalingum, niður-
lœgja einstaklinga sem
biðja ekki um annað
en að fá að fœða sig
og klœða með
afrakstri vinnu
sinnar?“ segir
Sœmundur Guðvins-
son meðal annars í
grein sinni.
lagshyggju að fjölga þurfalingum,
niðurlægja einstaklinga sem biðja
ekki um annað en fá að fæða sig
og klæða með afrakstri vinnu
sinnar?
Eða er þetta einhver tegund
frjálshyggju og frjálsrar sam-
keppni? Kannski að Hannes
Hólmsteinn geti svarað þessu.
Alla vega ætti hann að hafa efni á
að skrifa eina grein í viðbót. Mað-
urinn sem lifir á ríkinu og Jóni
heitnum Þorlákssyni.
é* * *
' 4. ■
Smmundur GuðvinMMon
Mkrífar
DESEMBERUPPBOT
ÞJÓÐARSÁTTAR