Alþýðublaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 4
ÚCgefandi: Blað h.f.
Stjórnraálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson.
Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friöþjófsson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir.
Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvik, 3. hæö.
Sími:81866.
Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38.
Fimmtudagur 7. febrúar 1985 Prentun: Blaðaprent, Síöumúla 12.
alþýðu-
Áskriftarsíminn
er 81866
Rœða Jóhönnu Sigurðardóttur;
Nauðsynlegt að létta
greiðslubyrði íbúðakaupenda
Sl. mánudag mælti Jóhanna Sigurðardóttir fyrir frum-
varpi, sem hún flytur ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni
og Karvel Pálmasyni, sem fyrirbyggja á að versnandi
lífskjör auki greiðslubyrði verðtryggðra lána, langt um-
fram greiðslugetu fólks. í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að tillit sé tekið til þess við útreikning verðtryggðra lána,
ef lífskjör fara versnandi og verðmæti vinnulauna fylgja
ekki verðgildi annarra verðmæta í þjóðfélaginu. Hug-
myndin að baki frumvarpinu er að greiðslu sé frestað á
þeim hluta verðtryggingar, sem er umfram almennar
launahækkanir í landinu og það verði gert með lengingu
lánstímans þannig, að árleg greiðslubyrði sé ekki meiri
en nemur hækkun almennra launa á sama tíma.
Fyrst lagt fram 1982
Frumvarp þetta var fyrst lagt
fram á Alþingi 1982 en komst ekki
til 2. umræðu. í fyrstu umræðu
komu fram tvö nefndarálit, annað
frá meirihluta en hitt frá minni-
hluta.
í upphafi ræðu sinnar greinir Jó-
hanna Sigurðardóttir frá þessum
nefndarálitum. í áliti meirihlutans
segir m. a.:
„Nefndin hefur rætt frumvarpið
á nokkrum fundum og rætt það við
Seðlabankann, húsnæðismála-
stjórn og fulltrúa Sambands al-
mennra lífeyrissjóða og Landssam-
bands lífeyrissjóða. Einnig hefur
nefndin fengið meðfylgjandi um-
sögn frá Sambandi ísl. viðskipta-
banka og Sambandi ísl. sparisjóða.
Nefndin er sammála um það að
jafna beri greiðslubyrði full-
tryggðra fasteignalánagreiðslna
einstaklinga í samvinnu og með
samþykki þeirra sjóða og stofnana
er hlut eiga að máli. Visast í þvi
sambandi til stefnumörkunar í
bráðabirgðaákvæðum 33. gr. laga
nr. 13/1979, að samhliða verðtrygg-
ingu verði lánstími almennt lengd-
ur.
Ber einnig í þessu sambandi að
stuðla að samræmingu verð-
tryggðra lánskjara þannig að skuld-
arar njóti annúitetskjara við endur-
greiðslu lána sinna, einnig í þeim
skuldasamningum sem þegar er bú-
ið að stofna til. Nefndin telur ekki
fært að fara löggjafarleið að
greindu marki. Hún leggur til að
ríkisstjórnin í samráði við húsnæð-
ismálastjórn setji reglur um þetta
efni um þegar veitt lán og ný lán við
Byggingarsjóð ríkisins og Bygging-
arsjóð verkamanna. Jafnframt er
vísað í 4. mgr. 33. gr. laga nr. 51/
1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins,
um fjölgun gjalddaga lána og lögð
áhersla á það að því ákvæði sé
framfylgt. Gagnvart öðrum skulda-
bréfaeigendum: sjóðum, stofnun-
um og þar með töldum bönkum og
sparisjóðum — þarf að fara sam-
komulagsleið eins og áður greinir.
Hefur nefndin þegar beint tilmæl
um til þess að ná til Sambands líf-
eyrissjóða og mjög jákvæð viðhorf
koma fram í umsögn bankanna.
Þarf ríkisstjórnin að fylgja því eft-
ir“
í áliti minnihlutans, sem Sighvat-
ur Björgvinsson undirritaði, sagði
hins vegar:
„Nefndin hefur haft frumvarp
þetta til skoðunar í allan vetur, enda
er það eitt af fyrstu málum þings-
ins. Lengi var beðið eftir umsögn-
um opinberra aðila og fengust þær
ekki fyrr en eftir ítrekaðan eftir-
rekstur. Af þessum ástæðum var
það fyrst nú fyrir fáum vikum, sent
raunveruleg skoðun málsins gat
hafist í nefndinni. Við þá athugun
kom í Ijós, að áhugi og vilji var fyrir
því hjá mörgum nefndarmönnum
að afgreiða málið, enda var hér um
að ræða mál, sem skipta mun sköp-
um fyrir fjölmarga aðila, einkum
húsbyggjendur sem eru að kikna
undan greiðslubyrði lána, þar eð
lánskjaravísitala hefur hækkað
talsvert umfram kaupgjald. Allar
greiðsluáætlanir húsbyggjenda og
annarra lántakenda hafa þar með
farið úr skorðum.
Eins og vænta mátti höfðu lána-
stofnanir og fulltrúar þeirra ýmsar
úrtölur fram að færa um efni frum-
varpsins við nefndina. Allir voru
þeir sammála um að sjálft úrlausn-
arverkefnið væri brýnt og knýjandi
og sú hugmynd um lausn, sem í
frumvarpinu er gerð tillaga um sé
skynsamleg. Úrtölurnar beindust
hins vegar að framkvæmdinni, á
henni væru tæknilegir örðugleikar
og vafasamt sé hvort hægt sé að
ráða slíkum máium til lykta með
löggjöf o. s. frv. Urðu þessar úrtöl-
urtilþessaðhafaþau áhrif ánefnd-
armenn sem áður höfðu Iýst sig
fylgjandi ákvæðum frumvarpsins
að þeir treystu sér ekki til þess leng-
ur, en vilja afgreiða málið með vís-
un til ríkisstjórnarinnar með yfir-
lýsingum og vilyrðum um skilning
og góðan vilja. Þó ekki sé efast um
þann skilning og góðan vilja sem
fram kom í þessari afgreiðslu og lát-
in hefur verið í Ijós af ýmsum full-
trúum lánastofnana, þá er hætt við,
að á framkvæmdinni geti orðið bið
komi ekki til atbeina A.lþingis sem
lögin setti um verðtryggingu fjár-
skuldbindinga og ætlaðist til þess
þá við afgreiðslu, að greiðslubyrði
færi ekki fram úr launaþróun í
landinu. Vart eru meiri fram-
kvæmdaörðugleikar á máli því, sem
frumvarpið fjallar um en voru í
verðtryggingu skv. lánskjaravísitölu
þegar hún var upp tekin og er ekki
vitað, að lánastofnanir hafi kvartað
mjög undan tæknilegum örðugleik-
um í þvi sambandi. Þá fellst minni-
hluti nefndarinnar ekki heldur á
þær röksemdir, að með samþykkt
frumvarpsins væri verið að skerða
réttmæta verðtryggingu útlána-
krafna lánastofnana þar sem aðeins
er um að ræða tiltekna lengingu
lánstímans að hluta til en enga
skerðingu verðtryggingar. Minni-
hluti nefndarinnar leggur til að
frumvarpið verði samþykkt
óbreytt."
Síðan sagði Jóhanna, að þó
frumvarpið næði ekki fram að
ganga, þá sé ljóst, að það hafði þau
áhrif, að gripið var til vissra að-
gerða, sem þó voru aðeins tíma-
bundnar. 25% af samanlagðri fjár-
hæð afborgana, verðtryggingaþátta
og vaxta verðtryggðra lána Bygg-
ingarsjóðs ríkisins og Byggingar-
sjóðs verkamanna og verðtryggðra
íbúðalána banka og annarra lána-
stofnana, er gjaldféllu á tímabilinu
1. maí 1983—aprílloka 1984, var
frestað ef lántaki óskaði þess. 2850
einstaklingar notfærðu sér þennan
frest.
Greiðslubyrðin eykst
stöðugt
Eftir apríl 1984 hefur þessi
möguleiki ekki verið fyrir hendi
fyrir lántakendur, jafnvel þó að á
þeim tíma sem eftir kom hafi enn
verið mikið misvægi milli lánskjara
og launa. Frá 1. júní 1979 þegar
verðtrygging var sett á lán til 1. jan.
1985 hefur greiðslubyrðin aukist
um 30,3%.
„Þegar almennt var tekin upp
verðtrygging 1979 átti samhliða
verðtryggingunni að lengja lánstím-
ann til að mæta greiðslubyrði sem
leiddi af verðtryggingunni. Segja
má að stjórnvöld hafi að verulegu
leyti heykst á að framkvæma þetta
þó að einstakir lífeyrissjóðir hafi
lengt lánstímann eitthvað. Það segir
sig sjálft að í þeirri miklu verðbólgu
sem við höfum þurft að búa við
hefur það sýnt sig að það er ógern-
ingur að gera langtímaáætlanir um
fjárskuldbindingar. Sá sem tekur
verðtryggt lán til langs tima veit í
raun og veru lítið um hvaða skuld-
bindingar hann er að leggja á sínar
herðar nema honum séu tryggð
jafnverðmæt laun á lánstímanum
því þá verður lánið ávallt sama hlut-
fall af árstekjum hans. Á sama hátt
og það er sjálfsagt réttlætismál að
menn endurgreiði jafnmikil verð-
mæti og þeir fá að láni ásamt sann-
gjarnri þóknun þá er líka sanngirn-
iskrafa að lántakendur geti treyst á
að greiðslubyrðin fari ekki langt
fram úr hækkun launa. Ef lífskjör
fara versnandi í þjóðfélaginu um
lengri eða skemmri tíma þá er sann-
gjarnt að skuldabyrði almennings
sé dreift á lengra timabil fremur en
að hætta á greiðsluþrot fólks með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir
margar fjölskyldur í landinu.
Það er ljóst að almennt hefur
fólk ekki gert sér nægilega góða
grein fyrir áhrifum verðtryggingar
verðskuldbindinga, margir hafa því
teflt á tæpasta vað með fjármögnun
íbúðarhúsnæðis, enda hefur komið
á daginn að miðað við þá langvar-
andi kjararýrnun sem fólk hefur
þurft að búa við, ekki síst eftir að
hætt var að reikna verðbætur á
laun en lánskjaravísitalan samt sem
áður fær að æða óheft áfram þá
segir það sig sjálft að lántakendur
geta ekki staðið undir fjárhagsleg-
Framhald á bls. 2
MOLAR
Hundar eða laun?
Fljótt á Iitið sýnist okkur að það
sé 57,1% boðlegra að gerast
launafulltrúi hjá Akraneskaup-
stað en að gerast hundaeftirlits-
maður þar í bæ, eða þannig sko.
Jafnvel þó mikið sé um flækings-
hunda í bænum.
Réttara sagt hafa 11 manns sótt
um starf. launafulltrúa á Akra-
nesi (6 karlar og 5 konur), en 7
manns vilja verða hundaeftirlits-
menn (reyndar frestur ekki allveg
útrunninn).
Það er rótleysi á fleiri stöðum,
þannig hefur Einar Jónsson aðal-
féhirðir bæjarins sagt starfi sínu
lausu og ábtlar í útgerð, og hefur
starfið verið auglýst laust til um-
sóknar. Og það er fleira að gerast
á Skaganum: Búið að selja Harald
AK til Vestmannaeyja, búið að
stofna hlutafélag um ferðaþjón-
ustu, búið að stofnsetja kjúkl-
ingabú í nágrenninnu, Bæjar-
blaðið flutt (heimild okkar), nýtt
iðnaðarhús risið við Kalmans-
velli, búið að stofna þjónustu-
fyrirtæki sem vaktar fyrirtæki og
stofnanir, vinna er hafin í Heima-
skaga, staða iþróttavallarvarðar
laus til umsóknar og rúmlega eins
árs blár Silver Cross barnavagn til
sölu . ..
Margt stórt gerir risastórt
Rafeindatæknin verður æ stærri
þáttur í atvinnustarfsemi á mörg-
um sviðum og gott að vera við öllu
búinn. Það vita stóru fyrirtækin
og í lok síðasta árs var stofnað
hlutafélagið SNÚ, en tilgangur
þess er „að eiga hluti í félögum
sem ætlað er að vinna að rann-
sóknum á sviði rafeindatækni og
hanna, þróa og framleiða búnað á
því sviði“.
Það eru sem sé engir aukvisar
e'r standa að baki Snú hf., því
stofnendur og framleggjendur 6,5
milljón króna hlutafjár eru meðal
annars B. M. Vallá, BYKO, Eim-
skipafélagið, Hampiðjan, Heimil-
istæki, Iðnlánasjóður, íslenska
álfélagið, Kristján Ó. Skagfjörð,
Málning hf., Ofnasmiðjan hf.,
Pharmaco hf., Plastprent hf.,
Smjörlíki hf., og Skeljungur
(Shell). Stjórnarformaöur Snú
hf., er Víglundur Þorsteinsson.
•
Stútur undir stýri
Alkóhóldeild rannsóknarstof-
unnar fékk árið 1983 alls 2490
blóðsýni úr ökumönnum og far-
þegum vegna gruns um ölvun. Var
það lítið eitt minna en árið áður.
í Lögreglublaðinu er að finna
fróðlega töflu þar sem hægt er að
sjá annars vegar hvaðan af land-
inu sýnin berast og hversu mikið
alkóhól var í sýnunum. Miðað við
höfðatölu virðist sem þeir á
Patreksfirði séu manna dugleg-
astir að aka um ölvaðir og /eða
lögreglumenn þar manna dugleg-
astir að við að taka menn og senda
blóðsýni. Þannig kemur í ljós að
þetta árið komu frá Patreksfirði
44 sýni, en það eru 18 sýni á hverja
1000 íbúa. Samsvarandi tala fyrir
Reykjavík er 12,4, fyrir Vest-
mannaeyjar 13,5, fyrir Borgarnes
13,9, en aðeins 4,9 fyrir Hafnar-
fjörð, 6,6 fyrir Akureyri, en
meðaltalið á landinu 10,6 sýni á
hverja 1000 íbúa.
Já það virðast sem sé hlutfalls-
lega fáir úr Hafnarfirði teknir í
blóðsýni, en hins vegar virðast
þessir fáu vera aldeilis útúr-
drukknir þegar þeir setjast undir
stýri fullir á annað borð, því af
þeim 126 sýnum sem ættuð voru ú'r
Hafnarfirði reyndust 9 þeirra eða
7,1% vera með alkóhólmagn yfir 3
prómill. Kunnugir segja að með
þvilíkt magn í blóðinu ættu við-
komandi vera nær (alvöru) dauða
en lífi! Að meðaltali á landinu
voru 1,7% sýna með slíku inni-
haldi. Þess skal svo getið að ekki
reynast öll sýni með alkóhólmagn
sem er yfir leyfilegum mörkum,
0,49 prómillum (ef mola rámar
rétt), af 2490 sýnum reyndust
þannig 283 undir þessum mörk-
um eða 11,4% (sem sé rúmlega
tíunda hvert sýni), en til dæmis
sjötta hvert sýni á Húsavík og 10
af alls 42 sýnum frá Stykkis-
hólmi . . .