Alþýðublaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 1
Fjárhagsáœtlun Reykjavíkur 1985:
Kolrangar áherslur
Laugardagur 9. febrúar 1985
28. tbl. 66. árg.
Afgreiðslu fjárhagsáætlunar
Reykjavíkurborgar fyrir 1985 lauk
á borgarstjórnarfundi í gærmorgun
eftir næturlangan fund.
Á fundinum sagði Sigurður E.
Guðmundsson, borgarfulltrúi Al-
þýðuflokksins, að greinilegt væri á
öllu að það væri rangt sem borgar-
stjóri héldi fram, að Sjálfstæðis-
flokkurinn héldi nú áfram að
Jón Baldvin um efnahagsráðstafanirnar:
Of lítið
I þessu stjórnarsamstarfi nœst
engin samstaða um nauðsynlegar
og róttœkar umbcetur
„Á þessar svo kölluðu efnahags-
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar ber
að líta í Ijósi þeirra fjölmörgu
vandamála sem nú bíða úrlausnar.
Frammi fyrir þessum vandamálum
býður ríkisstjórnin nú upp á hefð-
bundið kák, þetta er eins og venju-
lega of lítið, of seint,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður
Alþýðuflokksins um efnahagsráð-
Markaðsfærsla
innlendrar
vöru vanrækt
Einsog við greindum frá í Al-
þýðublaðinu í gær, þá hefur hlut-
deild íslenskra framleiðenda í fjór-
um iðngreinum farið minnkandi
hin síðari ár. Taki maður t. d. kaffi-
brennsluna fyrir, sem innlendir
framleiðendur nær einokuðu árið
1978 (92,6%), þá er markaðshlut-
deild innlendu framleiðslunnar
komin niður í 76,6% árið 1983 og á
þriðja ársfjórðungi 1984 er hún
komin niður í 76,6%.
Svipaða sögu var að segja af
tveim öðrum iðngreinum, hrein-
lætisvöruframleiðslu og málning-
arframleiðslu. Sælgætisframleið-
endur virðast aftur á móti standa
ívið betur að vígi og hafa þeir hald-
ið nokkuð í horfinu, eru með tæp-
lega 50 af markaðshlutdeildinni.
Hverju skyldi þetta sæta? Nú á
tímum þrenginga í þjóðarbúskapn-
um, þegar erlendar skuldir hafa
rokið upp úr öllu valdi og viðskipta-
halli við útlönd virðist ófrávíkjan-
leg regla, væri þá ekki nær að hvetja
fólk til að falast eftir íslenskri fram-
leiðslu en að ýta undir innflutnings-
braskið einsog núverandi ríkis-
stjórn hefur verið ötul við.
Hjörtur Hjartar, hagfræðingur
hjá Félagi íslenskra iðnrekenda,
hefur haft umsjón með þessari
könnun. Hann sagði að þessi könn-
un sýndi það greinilega að þróunin
væri í þá átt að markaðshlutdeild
íslenskra framleiðenda minnkaði
stöðugt. Þetta þýddi þó ekki að
framleiðslan hefði dregist saman,
Framhaid á bls. 2
seint
takar — þetta þarf að þjóðnýta.
Innflutningsverslun og skipafélög
sem framvísa þjóðinni allt of háum
reikningum í innflutningl. Listinn
gæti verið lengri.
Ef menn spyrja síðan hvort í
þeim ráðstöfunum sem ríkisstjórn-
in kýnnir nú séu fólgnar raunveru-
legar launsnir á þeim vanda sem við
búum við, þá er svarið að því miður
þetta er eins og venjulega bara hefð-
Framh. á bls. 2\
lækka gjöld á Reykjavíkurbúum.
Tölur frá Þjóðhagsstofnun sýndu
þvert á móti að 1984 hefði meiri-
hlutinn snarhækkað beinu gjöldin
— að ekki sé talað um þjónustu-
gjöldin. Útsvar hefði verið hækkað
og nú væri glöggt að stefnan væri
óbreytt. Borgarstjóri gæti með réttu
sagt að álögurnar færu nú „ekki
hækkandi", en rangt væri að þær
færu lækkandi. Nú hefði borgin
miklar tekjur til ráðstöfunar, en sá
galli væri á gjöf Njarðar að í út-
gjöldunum væru áherslupunktarn-
ir rangir.
í stað þess að mæta brýnum
þörfum borgarbúa er farið af stað
með önnur verkefni sem ekki geta
talist brýn, brú yfir Bústaðaveg,
gervigrasvöll og fleira. Áherslan
væri kolröng: Það yrði að leysa það
neyðarástand sem ríkir í húsnæðis-
málum gamla fólksins, unga fólks-
ins og þá væri dagvistun barna í
lamasessi, jafnvel þó um örlitlar úr-
bætur væri að ræða. Ekki væri
sýndur sá skilningur á þessunt
vandamálum sem bæri. Benti
Framh. á bls. 2
Jón Baldvin Hannibalsson
stafanir þær sem forsætisráðherra
og fjánnálaráðherra hafa nú opin-
berað.
„Listinn yfir þau vandamál sem
brýnt er að leysa gæti verið mjög
langur, en þau helstu eru þessi:
Áframhaldandi aukning erlendra
skulda, allt of mikill viðskiptahalli,
sívaxandi verðbólguþensla — verð-
bólgan er nú um 50% —, ónýtt
skattakerfi og hrikaleg skattsvik,
húsnæðislánakerfið er sokkið í
skuldir, er greiðsluþrota og lántak-
endur síðustu 4 ára orðnir að von-
lausu vanskilafólki. Hluti sjávarút-
vegsins er sokkinn í skuldir og
rekstrargrundvöllurinn ekki fyrir-
finnanlegur. Ónýtt stjórnkerfi í
fjárfestingamálum. Og dýrt og
óskilvíst ríkisbákn. Útþensla og
sólund í bankakerfinu. Stjórnleysi í
peningamálum og röng vaxtapóli-
tík. Allt of dýrt vinnslu- og dreif-
ingakerfi í landbúnaði. Algjör
vöntun á markvissri atvinnustefnu.
Viðamikil bákn eins og hinn þríeini
olíuhringur og íslenskir aðalverk-
Sædýrasafnið
berst í bökkum
I hraunjaðrinum fyrir sunnan
Hafnarfjörð, með golfvöllinn á
Hvaleyri á aðra hönd og álverið í
Straumsvík á hina, er Sædýrasafn-
ið. Þangað sækir hópur ungmenna
árlega sín fyrstu kynni af skepnum,
sem þau eiga annars bara kost á að
upplifa á myndum; dýr sem í huga
barnanna tilheyra ævintýraheimi
fjarlægra landa. Ljónið ygglir sig
framan í gestkomandi og urrar
grimmilega en barninu er óhætt því
rimlarnir sjá til þess að heimur
ævintýrsins er ekki raunverulegur.
Því er óhætt í fylgd pabba og
mömmu.
Aparnir steypa sér í kollskít og
þjóta einsog byssubrendir upp og
niður trén í búrinu, eða gæða sér á
banana spekingslegir á svip, einsog
í öðrum heimi, óvitandi um þá
kátínu, sem mannleg framkoma
þeirra kveikir í barnshugum ungra
sem aldinna.
Þetta er sannarlega undraheim-
ur, sem veitt hefur mörgum
ómælda ánægju. En nú er allt útlit
Framh. á bls. 2
-RITSTJÓRNARGREIN-"
Moggi ræðst að Albert
Morgunblaðið ræðst með offorsi á Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra í forystugrein
í gær. Þar er Albert tekinn á beinið fyrir „varð-
hundavald á öllum sviðum“ eins og blaðið orð-
ar það. Segir Morgunblaðið, málgagn Sjálf-
stæðisflokksins, eða a. m. k. ákveðinna hópa
sjálfstæðismanna, að varðhundavald hins
opinbera kerfis hefði því miður ekki minnkað í
ráðherratíð Alberts Guðmundssonar, þótt
menn hefðu bundið vonir við störf fjármálaráð-
herra, þegar hann tók við embætti.
Augljóslega fer mest fyrir brjóstið á Morgun-
blaðinu, að fjármálaráðherra hefur sett af stað
mikla herferð í fjölmiðlum gegn skattsvikum
og ennfremur í þeirri auglýsingaherferð bent á
kosti samneyslunnar. Þessi málflutningur er
ekkiaðskapi Morgunblaðsins. Þarnaerhoggið
of nærri ýmsum skjólstæðingum Sjálfstæðis-
flokksins í fyrirtækjarekstri, sem hafa átt þess
kost að draga umtalsveröar tekjur undan
skatti. Ennfremur vill Morgunblaðið ætla að
það sé alvarleg kórvilla hjá Albert, þegar hann
viðurkennir nauðsyn samneyslunnar og sam-
hjálþar í þjóðfélaginu.
Og Morgunblaðið sendir Albert aðvörun:
Hann skal ekki þjófkennaskattsvikaraog hann
má ekki syngja ríkisrekstrinum lof og dýrð. Að
vísu lætur Morgunblaðið, stóri bróðir, þess
ógetið hvernig fjármálaráðherra verði refsað ef
hann lætur ekki segjast, en það er þungi í
Morgunblaðsvaldinu. Það má öllum Ijóst vera
að Albert á ekki sjö dagana sæla, ef hann tekur
ekki sönsum. Þá mun refsivöndur Morgun-
blaðsins fara af stað fyrir alvöru. Hvað er þá
Albert til varnar?
Það er vitanlega ekkert nýtt að það kuli á
milli fjármálaráðherra og Morgunblaðsins.
Albert Guðmundsson hefur ekki átt upp á pail-
borðið hjá flokkseigendafélaginu í Sjálfstæð-
isflokknum, sem hefur mátt sinn og megin úr
Morgunblaðinu. Morgunblaðiö og fyrrverandi
formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall-
grímsson, voru eitt. Þar gekk ekki hnífurinn á
milli og studdi blaðið Geir af blindni á erfið-
leikatlmabilum ( formennskutíð hans, þegar
hinir fjölmörgu sérhagsmunahópar f Sjálf-
stæðisflokknum réðust að formanninum. Á
sama hátt tók Morgunblaðið Þorstein Pálsson
núverandi formann flokksins upp á sína arma,
enda sagði ritstjóri Morgunblaðsins hreint út,
þegar Þorsteinn náði kjöri, að nýi formaðurinn
væri Morgunblaðsungi, sem hefði hafið feril
sinn á Morgunblaðinu. Og vitanlega hefur
hænan ungann sinn undir vængnum. Það er
því fyrirliggjandi að árásir Morgunblaðsins á
hendur fjármálaráðherra fyrr og ekki síður nú
eru runnar undan rótum flokksformannsins,
Þorsteins Pálssonar. Mörgunblaðið hefur
sömuleiðis grafið undan rikisstjórnarsam-
starfinu leynt og Ijóst og vill augijóslega að
málin verði gerð upp með hávaða og látum á
komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins í
apríl næstkomandi.
Þær hafa margar atlögurnar verið gerðar að
Albert Guðmundssyni af flokksbræðrum hans.
Flestar hafa geigað. Albert hefur sprottið upp
jafnharðan aftur, eftir að Morgunblaðið og for-
ystuklíkan i flokknum hefur traðkað á honum.
Hitt er alveg fyrirliggjandi að árásir Morgun-
blaðsins og þarmeð flokksforystunnar á hend-
ur fjármálaráðherra nú, eru aðeins liður í
ófrægingarherferð á hendur ríkisstjórninni og
tilteknum ráðherrum flokksins. Sú herferð á að
ná hámarki á landsfundinum. Þá á að lyfta
Þorsteini uppástallinn fræga. Ekki verðurhins
vegar séð fyrir endann á þeim átökum. Spurn-
ingin er hvort ægivald Morgunblaðsins yfir
flokksforystunni verði ofan á, eða hvort ráð-
herraliðið nær að spyrna við fæti. Spurt er að
leikslokum.
—GÁS.