Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 4
Laugardagur 16. febrúar 1985
VANTRAUST
á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar
Pólitík er að vilja. Ef við vitum,
hvað við viljum, getum við í sam-
einingu breytt þjóðfélaginu. Þess
vegna hefur verið sagt að stjórn-
málaflokkur sé „skipulögð skoð-
un“. Þess vegna getur þátttaka í
stjórnmálum verið skapandi starf,
þrátt fyrir að ýmsir fjölmiðlar láta
ganga róginn um stjórnmálamenn
og stjórnmálaflokka. Minnumst
þess, að það er ekki ranglæti hinna
illviljuðu, sem er verst; það versta er
afskiptaleysi hinna góðviljuðu.
1. Að greina vandann
Hvernig vill Alþýðuflokkurinn
breyta þjóðfélaginu?
Áður en ég svara því þarf að skil-
greina vandamálin, sem okkur
varðar mestu að finna lausn á. Ég
nefni tvö:
1. Sl. 2 ár höfum við sameiginlega
orðið fyrir tekjumissi (vegna
minna sjávarfangs, óhagstæðari
aflasamsetningar og markaðs-
erfiðleika). Tekjutapið má áætla
á bilinu 5—6 milljarða króna.
Þessu tapi þarf að jafna niður á
þjóðina, eftir efnum og ástæð-
um. Það er af óviðráðanlegum
orsökum.
2. Hitt vandamálið þarfnast skýr-
inga. Beztu hagfræðingum okk-
ar ber saman um, að við erum nú
a. m. k. 25 milljörðum króna
fátækari en við værum, ef verð-
• bólgunni hefði ekki verðið
sleppt lausri á sl. áratug, ef er-
lendu lánin, sem við slógum eins
og nýríkir flottræflar í inn-
kaupaleiðangri, hefðu skilað
okkur lágmarksarði.
Sumir kalla þetta vitlausa áratug-
inn; aðrir framsóknaráratuginn.
Allavega var þetta „áratugur hinna
glötuðu tækifæra“.
EF Kröfluflokkarnir þrír hefðu
aldrei fengið að reisa íslenzku
hugviti níðstöng við Kröflu,
allt i skuld . . .
EF þessir fjárglæfrar hefðu ekki
kostað okkur jafn mikið í vöxt-
um og afborgunum á ári og að
reka Háskóla íslands . . .
EF seinustu 20 „Steingrímstogar-
arnir“, sem nú eru undir hamr-
inum, hefðu aldrei verið keypt-
ir . . .
EF við hefðum ekki sökkt helft er-
lendu lánanna í járnbentar
virkjanir í óbyggðum, án þess
að vita fyrirfram, hvernig við
breyttum þessum erlendu
skuldum i hvítagull . . .
EF líffræðingurinn frá Leipzig
hefði ekki í 5 ár haft af okkur
2,5 milljarða i erlendum gjald-
eyri frá erlendum auðhring . . .
EF við hefðum varið þeim 13—14
milljörðum, sem við höfum
greitt sl. 6 ár með offramleiðslu
og milliliðakerfi landbúnaðar-
ins á arðvænlegri hátt . . .
EF við hefðum í tæka tíð stöðvað
„fjárflóttann“ frá heilbrigðu
atvinnulífi í bankahallir, slát-
urhús (sem rekin eru einn mán-
uð á ári), undanrennumusteri,
verzlunarhallir og villur hinna
nýríku . . .
EF við byggjum ekki við fimm-
tungi hærra innflutningsverð
en aðrar Norðurlandaþjóðir,
þrisvar sinnum hærri farm-
gjöld, okurverð á olíu . . .
EF við hefðum ekki hegðað okkur
eins óg nýríkir olíufurstar í
gleðihúsi, værum við nú 25
milljörðum króna ríkari en við
erum.
Þá gætu íslenzkir atvinnuvegir
greitt laun fyrir heiðarlegt vinnu-
framlag, sem hægt væri að lifa af.
Þá gætu tryggingabætur til hinna
öldruðu og sjúku verið rausnar-
legri. Þá væru lífskjör okkar enn á
borð við það bezta sem þekkist með
öðrum þjóðum.
Þetta gekk meðan sjávarútvegur-
inn malaði gull. En ekki lengur. En
pólitík er að vilja. Þetta sýnist vera
það, sem meiri hlutinn vildi. Við
jafnaðarmenn vöruðum við í tæka
tíð. En þjóðin vildi ekki trúa við-
vörunarorðum okkar. Því fór sem
fór.
2. Leið ríkisstjórnar-
innar
Áður en ég lýsi stefnu og úrræð-
um jafnaðarmanna er nauðsynlegt
að meta, hvernig ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar, sem hér er
borin vantrausti, hugðist leysa
vandann:
1. Hún hefur ekki hróflað við rót-
um vandans. Þær liggja í hinu
pólitíska fyrirgreiðslukerfi kerf-
isflokkanna; þessu samábyrga
„velferðarkerfi fyrirtækjanna",
sem okkur hefur reynzt svo dýrt.
Enda eru það ær og kýr fram-
sóknarmanna í báðum stjórnar-
flokkunum.
2. Ríkisstjórnin brást við 5—6
milljarða tekjutapi þjóðarbús-
ins með því að færa 7—8 millj-
arða úr launaumslögunum, til
fjármagnseigenda. M. ö. o.,
launafólk hefur þegar greitt fyr-
ir skakkaföllin — og 40% í við-
bót, upp í skuld frá stjórnartíð
þeirra fjandvina Steingríms og
Svavars.
3. Ríkisstjórnin hefur horft í hálft
annað ár aðgerðalaus á hið hrip-
leka tekju- og söluskattskerfi.
Því til viðbótar hefur hún lækk-
að skattbyrði fyrirtækja um
1—2 milljarða; og annarra fjár-
magnseigenda um 6—700 millj-
ónir. Á sama tíma hefur skatt-
byrði launafólks, vegna hreinna
skatta, útsvara og óbeinnar
skattlagningar, hækkað um
rúma 2 milljarða.
En ekki nóg með það: hluti útgerð-
ar og fiskvinnslu er sokkinn í skuld-
ir. Ríkisstjórnin býður smávegis
greiðslufrest og ný lán. Það er eins
og að lengja á hengingaról hins
dauðadæmda. Þessu fylgir hún eft-
ir með ránsvöxtum a la Reagan.
Þannig hefur hún gert fjármagns-
8. nóvember á síðastliðnu ári fóru fram útvarps-
umræður um vantrauststillögu stjórnarand-
stöðunnar á ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar. Þetta var í kjölfar umfangsmikils verk-
falls opinberra starfsmanna og allar umsamdar
kjarabætur höfðu verið teknar aftur með einu
pennastriki. Vikum saman hafði forsætisráð-
herra ekki getað flutt stefnuræðu — hún fannst
ekki.
8—10 dögum síðar átti að halda flokksþing
Alþýðuflokksins. Alþýðuflokknum hafði ekki
vegnað vel í stjórnarandstöðunni og í október
verið spáð 6% fylgi og 3 þingmönnum.
í þessum vantraustsumræðum töluðu Jón
Baldvin Hannibalsson og Kjartan Jóhannsson
af hálfu Alþýðuflokksins. Eftir á var sagt að Jón
Baldvin hefði ekki aðeins flutt vantraustsræðu á
Steingrím, heldur líka stefnuræðu sem ætluð
hafi verið flokksþingi Alþýðuflokksins.
Þetta var sígild stjórnarandstöðuræða.
Ræðumaður lét sér ekki nægja að tíunda ávirð-
ingar ríkisstjórnarinnar, heldur setti fram
stefnu lið fyrir lið um hvað eigi að gera og hvern-
ig Alþýðuflokkurinn eigi að bregðast við. Ef
þessi ræða er lesin vandlega kemur á daginn, að
þarna er sett fram sú stefna sem flokksþingið
gerði að stefnu Alþýðuflokksins og nú hefur
skilað flokknum fylgi samkvæmt skoðana-
könnunum upp á 20% og 13 þingmönnum, á
aðeins 2 mánuðum.
FALCON CREST
Frábœrir fram haldsmyn daþættir
2 nýir þœttir koma á hverjum fimmtudegi
Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins
Dreifing: MYNDBÖND HF.
Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310.