Alþýðublaðið - 19.02.1985, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 19. febrúar 1985 34. tbl. 66. árg.
Öllum auglýstum fundum á vegum Alþýöuflokksins, sem
haldaátti í dag ogámorgun, erfrestaö vegnaandláts bræðr-
anna Fannars Karls og Brynjars Freys Guömundssona.
Alþýöuflokkurinn
Fátt gerist í sjómannadeildu:
Veruleg tilslök-
un sjómanna
Fátt benti til þess að sjómenn og
útgerðarmenn myndu nálgast
hvorn annan er sáttafundur hófst
síðdegis í gær.
Sjómenn lögðu í fyrrakvöld fram
tilboð, þar sem þeir slógu verulega
af sínum fyrri kröfum um 35 þús-
und króna kauptryggingu, en
ekkert gagntilboð kom hins vegar
frá útgerðarmönnum og staðan í
deilunni því mjög óljós er fundur
hófst í gær hjá sáttasemjara. Sjó-
menn eru af þeim sökum mjög
óánægðir með gang mála og reiðir
Kristjáni Ragnarssyni fyrir villandi
yfirlýsingar. Kristján hefur lýst því
yfir að síðasta tilboð sjómanna
samsvari 65°7o launahækkun, en
sjómenn benda aftur á móti á, að
hann gleymi því að hækkunin á að
koma á mjög löngum tíma og þessi
tala því út í hött. Kauptrygging sjó-
manna er nú 19.410 krónur, en í síð-
asta tilboði sjómanna var kveðið á
um 32 þúsund
hækkunum.
krónur í áfanga-
Þriðjungi meiri
kaupmáttur
Kaupmáttur kauptaxta ætti um
þessar mundir að vera að minnsta
kosti þriðjungi meiri en hann er, ef
hann hefði nokkurn veginn verið í
samræmi við þróun þjóðartekna.
Fram til og með 1974 má segja að
kaupmátturinn hafi þróast nokkuð
í takt við þróun þjóðarteknanna og
árið 1974 var kaupmátturinn í há-
marki. Miðað við kaupmáttinn 100
stig árið 1961 var hann þá kominn í
um 185 stig, en þjóðartekjurnar á
föstu verðlagi í um 235 stig á sama
tíma. Þjóðartekjurnar höfðu því
vaxið meir en kaupmátturinn, en
fylgnin þó töluverð. En með til-
komu ríkisstjórnar Geirs Hall-
grímssonar jókst bilið þarna á milli
töluvert. 1975 fóru þjóðartekjurnar
— ef hann hefði fylgt
þjóðartekjunum frá
1974
úr 235 stigum í um 218, en kaup-
mátturinn var lækkaður úr 185 í
160 stig og síðan í 158 stig árið eftir
þó þjóðartekjurnar hafi aukist það
árið upp fyrir 230 stig.
Árið 1982 voru þjóðartekjurnar
komnar í yfir 265 stig, en kaup-
mátturinn í 182 stig. Þá kemur til
kasta ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar. Þjóðartekjurnar
minnka í rúmlega 250 stig, en
stjórnin sér ástæðu til að lækka
Framh. á bls. 2
Úrskurður kjaradóms:
Aukið rými fyrir
sérkj arasamninga
Nú fyrir helgina úrskurðaði
Kjaradómur í máli Bandalags há-
skólamanna gegn fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkissjóðs. Samkvæmt
dómi þessum á sér stað heilmikil
uppstokkun á launaflokkum há-
skólamanna. Forystumenn BSRB
og ASÍ hafa tjáð sig um þennan
dóm í ríkisútvarpinu og eru þeir
þeirrar skoðunar að með honum sé
ýtt undir misskiptingu launa í þjóð-
félaginu, auk þess sem hann sé bein
viðurkenning á misskiptingunni.
Hafa þeir gagnrýnt niðurstöðu
kjaradóms. En hver er skoðun fors-
svarsmanna Hins íslenska kennara-
félags á dómnum. Við höfðum
samband við Ómar Árnason, fram-
kvæmdastjóra félagsins.
„Við erum ekki enn búnir að stilla
okkur inn á þetta nýja kerfi. Það
sem Kjaradómur gerir með þessu er
að hann vísar málinu til sérfélag-
anna, og á nú eftir að reyna á hvern-
ig sérkjarasamningarnir ganga“
Þá sagði Ómar að HÍK væri ekki
enn búið að ganga frá álitsgerð í
málinu. 1 gær var fundur hjá launa-
málaráði HÍK, þar sem átti að ræða
um þessi mál og seinna um kvöldið
var almennur félagsfundur hjá fé-
laginu í Menntaskólanum í Hamra-
hlíð.
„Það hversu fljótt Kjaradómur
brást við hefur það í för með sér, að
við vinnum tima og hægt verður að
fara út í sérkjarasamninga viðræð-
ur strax. Það er líka greinilegt á
dómnum að í honum er tekið undir
kröfur launamálaráðs um að bæta
Framh. á bls. 2
Fjölsóttur fundur á Suðurnesjum
Vörn snúið í sókn
Verkalýðsfélögin á Suðurnesj-
um, litvegsmannafélag Suðurnesja,
Vinnuveitendafélag Suðurnesja og
Atvinnumálanefnd Suðurnesja,
héldu sameiginlegan fund um at-
vinnumál og stöðu sjávarútvegs á
Suðurnesjum, sl. laugardag í Fé-
lagsbíói í Keflavík.
Yfirskrift fundarins var „Snúum
vörn í sókn“, en ástæðan fyrir því
að þessir aðilar ákváðu að halda
sameiginlegan fund um atvinnuást-
andið á Suðurenesjum er að mikill
samdráttur hefur átt sér stað i tisk-
vinnslu á svæðinu, Sjávarútvegur-
inn hefur barist í bökkum, svo til
hruns horfir og fyrirtækjum hefur
fækkað mikið í atvinnugreininni.
Síðan í haust hafa einnir þrír togar-
ar verið seldir burt af svæðinu og
með þeim hefur horfið 9000 tonna
kvóti. Afleiðing þessa er mikið at-
vinnuleysi. Þegar ástandið var hvað
alvarlegast voru um 600 manns at-
vinnulausir, nú í kringum áramót-
Framh. á bls. 2
Verður Stóri
bróðir haminn?
Híö eiginlega ár Stóra Bróður er
nú Iiðið, en það þýðir auðvitað
ekki að þar með sé boðskapur
sögu Orwells gleymdur, nema síð-
ur sé. Nýverið fengu sjónvarps-
áhorfendur að sjá fréttaskýringa-
mynd um njósnir stórveidanna og
þá mikilvirku tækni sem þau hafa
yfir að ráða til að fylgjast með
öðrum löndum og þegnum þeirra.
Fyrir ofan okkur svífa gervihnett-
ir sem eru svo fullkomnir að þeir
geta tekið mynd úr órafjarlægð,
þar sem nánast má sjá fyrirsagnir
á dagblöðum og andlit manna.
Það er fylgst með okkur. Það
eru aðilar sem vilja vita hvað við
erum að gera og hvernig okkar
einkalífi er háttað. Myndir eru
teknar og upplýsingar skráðar.
Með eða án okkar vitundar.
1. janúar 1982 hóf störf hér á
landi tölvunefnd um kerfis-
bundna skráningu á upplýsingum
er varða einkamálefni. Nefndina
skipa Benedikt Sigurjónsson
(form.), Bjarni P. Jónasson, Bogi
J. Bjarnason og til vara Bjarni K.
Bjarnason (varaform.), Gunn-
laugur G. Björnsson og Benedikt
Jónmundsson. Ritari Hjalti Zop-
haníasson. Fyrir rúmu ári skilaði
nefndin tillögum að breytingum á
lögum er varða einkamálefni og
nú liggur fyrir Alþingi frumvarp
til laga um „kerfisbundna skrán-
ingu á upplýsingum er varða
einkamálefni“.
zEviskrárritun og ættfræði-
rannsóknir eru reyndar utan
marka þessa lagafrumvarps, en
lykilinntak þess er: „Óheimilt er
að skrá upplýsingar, er varða
þjóðflokk manna, kynþátt og
litarhátt, svo og skoðanir þeirra á
stjórnmálum eða einstökum
stjórnmálalegum efnum og á trú-
málum, nemasérstök lagaheimild
standi til þess. Skráning er þó
heimil, ef hinn skráði hefur látið í
té upplýsingar eða þeirra er aflað
með samþykki hans og við þær
aðstæður, að honum getur eigi
dulist, að ætlunin er að skrá þær
með þeim hætti er greinir í 3.
grein. Það er enn fremur skilyrði
að aðila sé brýn nauðsyn vegna
starfsemi sinnar að skrá upplýs-
ingarnar. Ákvæði 1. málsgreinar
eiga einnig við um upplýsingar
varðandi brotaferil manna, kynlíf
þeirra og heilsuhagi, notkun
þeirra á áfengi og öðrum vímu-
gjöfum og svipuð einkalífsatriði.
Opinberum aðilum, þeirra á með-
al læknum og sjúkrahúsum, er þó
heimil skráning án vitundar eða
samþykkis hins skráða, standi til
þess sérstök lagaheimild eða
skráning sé ótvírætt nauðsynleg
vegna notagildis skránna“.
Þá verður að biðja tölvunefnd
um leyfi til að skrá upplýsingar er
varða fjárhag manna og lögper-,
sóna eða lánstraust og ekki má
veita öðrum slíkar upplýsingar
nema bréflega, nema í sérstökum
tilfellum. Þá er þess getið að
óheimilt sé að tengja saman skrár
nema um sé að ræða skrár sama
aðila er skráir. Þó má tengja sam-
an skrár um almenn atriði, svo
sem heimilisfang, póstnúmer o. s.
frv.
9. grein frumvarpsins er for-
vitnileg: „Nú geyma tilteknar
skrár upplýsingar, sem líklegt
þykir, að muni hafa notagildi fyrir
erlend ríki, og skal þá koma við
öryggisráðstöfunum, sem gera
kleift að eyðileggja skrár án tafar,
ef styrjöld brýst út eða uggvænt
þykir að til styrjaldarátaka komi“.
Hver og einn á að hafa rétt til að
óska eftir því, að telji hann upp-
lýsingar um sig skráðar fái hann
að vita efni skrárinnar án ástæðu-
lausrar tafar. Réttur einstaklinga
er í frumvarpinu tíundaður nokk-
uð rækilega, meðal annars er
komið inn á rétt hans til að fá
skráðar upplýsingar afmáðar eða
leiðréttar. Varðandi þau tilvik er
upplýsingar éru látnar í té öðrum
en hinum skráða segir i 16. grein:
„Eigi má skýra frá upplýsingum
úr skrám, er lög þessi taka til,
nema með samþykki hins skráða
aðila eða skráðra upplýsinga hafi
verið aflað með vitund þess
Framh. á bls. 3