Alþýðublaðið - 19.02.1985, Blaðsíða 4
alþýðu-
blaðið
Þriðjudagur 19. febrúar 1985
Útgefandi: Blað h.f.
Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson.
Ritstjórn: Friörik Þór Guömundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir.
Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð.
Sími:81866.
Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Jón Baldvin um bjórfrumvarpið:
Fræðslu frekar
en boð og bönn
Egill og ölið
Á Alþingi forðum fjörugt var,
flokkadrættir og stimpingar
og umræður ærið snarpar.
Sátu þeir þar meö sorfiö stál,
sömdu um grið og vigamál,
Egill og aðrir garpar.
Við höfum það fræga Alþing cnn
á því sitja nú spakir menn
og eru í ærnum vanda.
Með atkvæðabrask og orðatog
útreikninga á máli og vog
hve mjöð okkar megi blanda.
Aldrei hefði hann Egill nefnt
orðaskakið um tvö prósent
né daufum drykkjum að sinna.
Vísað hefði hann með brosi á bug
og bara iátið það standa á tug
svo bragð mætti að bjórnum finna.
Niðjar Egils um aldaröö
ómælt supu hinn sterka mjöö
og vóðu í svima og villu.
Okkur meö réttu er nú kennt
hve eitt eða jafnvel hálft prósent
má orka miklu og illu.
Brátt eru horfin brekin forn
brott hin stóru drykkjarhorn
margt er þar fleira falið.
Ymislegt mundi Agli nú
allgott þykja um föng og bú
en minna i mjöðinn varið.
Egill var sinnar aldar barn
ekki til sparðatinings gjarn
og viðskotaillur að vonum.
En handtökin snör við hlíf og stál
hornadrykkju og skáldamál
voru hundrað prósent hjá honum.
Baldur Eiríksson
frá Dvergasteini.
Nú líöur senn að því að bjór-
frumvarpið svokallaða kemur til
annarrar umræðu. Flutningsmenn
þessa frumvarps, sem heitir að
þingmáli, frumvarp til laga um
breytingu á áfengislögum, eru þau
Jón Baldvin Hannibalsson, Ellert
B. Schram, Guömundur Einarsson,
Guðrún Helgadóttir og Friðrik
Sóphusson.
Það hefur alltaf gerst með regiu-
legu millibili að frumvarp um sölu
áfengs öls, hefur verið flutt á Al-
þingi. Hingað til hafa alþingismenn
ekki þorað að taka afstöðu í þessu
máli, enda um mikið hitamál að
Jón Baldvin
ræða. Nú hefur hinsvegar þróun
mála tekið þá stefnu að bjórkrár
hafa risið upp á öðru hverju hús-
horni og ferðamenn, sem og aðrir
gestir sem koma til landsins, geta
keypt ákveðið magn af þessum miði
í fríhöfninni og flutt inn í landið.
Auk þess er vitað að þó nokkuð
magn af áfengu öli berst til landsins
eftir ólöglegum leiðum. Alþingis-
menn hafa því gert sér grein fyrir
því að ekki tjói lengur að stinga-
hausnum í sandinn einsog strútur-
inn. Allar líkur virðast því á því að
frumvarp þetta fái loksins af-
greiðslu frá Alþingi einhvern-
tímann með vorinu.
Tilgangur frumvarpsins
I ræðu sem Jón Baldvin hélt á Ai-
þingi 26. 11. ’84, við fyrstu umræðu
bjórfrumvarpsins, sagði hann
m. a.:
„Tilgangurinn með flutningi
þessa frv. er skilgreindur svo í grg.
1. Að draga úr hinni miklu neyslu
sterkra drykkja.
2. Aðbreytadrykkjusiðumþjóðar-
innar til batnaðar.
3. Að afla ríkissjóði tekna.
4. Að efla þann hluta íslensks
iðnaðar sem annast framleiðslu
á öli og gosdrykkjum.
5. Að samræma áfengislöggjöfina.
Og mætti kannski bæta því við í
6. lagi að láta af þeirri hræsni og
þeim tvískinnungshætti sem ein-
kennt hef ur afstöðu stjórnvalda í
þessu máli.
Herra forseti. Þetta mál er endur-
flutt frá síðasta þingi. Þá voru flm.
hv. þingmaður Jón Magnússon,
sem þá gengdi starfi varaþing-
manns á vegum Sjálfstæðismanna,
og sá sem hér stendur.“
Um gildistöku laganna hafði Jón
Baldvin þetta að segja:
„Miðað við að lögin taki ekki
gildi fyrr en 1. október 1985, þessi
tímamörk eru sett til að veita inn-
lendum framleiðendum og þeim
sem hyggja á öl framleiðslu, ákveð-
ið svigrúm. Verði þetta frv. að lög-
um, þurfa stjórnvöld snemma á að-
lögunartímanum að leita nauðsyn-
legra lagaheimilda er kveði á um til-
högun, sölu, og dreifingar, skatta
og verðstefnu o. s. frví‘
Breyttar aðstæður
„í grg. með þessu frumvarpi er
saga áfengisneyslu á íslandi að
nokkru tíunduð. Og sérstaklega
vakin athygli á því að öldum saman
var neysla áfengs öls eða mjaðar
þjóðlegur siður á íslandi, en lagðist
því miður af, einkum fyrir tilstuðl-
an nýlenduherra Dana sem voru
langt komnir með að drekkja þjóð-
inni í brennivíni strax á sautjándu
öld. í annan stað er saga þessa máls
á Alþingi rakin allt frá því síðla á
nítjándu öld. Það er gerð grein fyrir
aðdraganda þess að íslendingar
gerðu tilraun með algert bann á
framleiðslu og innflutning á áfeng-
um drykkjum til landsins, hver
reynslan var af því og hvers vegna
íslendingar tóku að lokum þá
ákvörðun að láta af þeírri tilraun.
Loks er hér tíundað að aðstæður
allar í íslensku þjóðfélagi eru nú
mjög breyttar frá því sem var fyrir
nokkrum árum að því er varðar að-
gang þjóðarinnar að áfengu öli. Sá
kafli er það athyglisverður að ég
leyfi mér að árétta hann með því að
vitna til hans með leyfi forseta:“
Ástandið í dag
„Bruggun, sala og neysla áfengs
öls á sér stað meðal allflestra þjóða
heims. Styrkleiki ölsins er mismun-
andi eða upp að 13,2% að rúmmáli
sá sterkasti. Algengast er styrkileiki
áfengs öls sem neytt er mun vera um
eða undir 5% vínandi að rúmmáli í
Norður-Ameríku á Englandi og
Norðurlöndum mun algengast, að
styrkleiki áfengs öls sé um 3,2% til
5% af vínanda að rúmmáli. í öllum
nágrannalöndum okkar er neysla
áfengs öls mikil miðað við annað
áfengií1
Nú geta farmenn, flugliðar og
ferðamenn sem koma frá útlöndum
keypt takmarkað magn af áfengu
öli og flutt það með sér inn í landið.
Fullyrða má að verulegu magni af
áfengu öli sé á hverju ári smyglað
inn í landið. Því er raunar haldið
fram að bjórkassi með 24 flöskum
eða 32 centílítrum af millisterku
áfengu öli hafi hér ákveðið fast
markaðsverð og nokkurt framboð
sé af slíku öli þótt óleyfilegt sé mið-
að við núgildandi áfengislöggjöf að
flytja það inn. Af þessu áfenga öli
hefur íslenska ríkið engar tekjur og
innlendir framleiðendur eru dæmd-
ir úr leik.
Með auknum ferðalögum til út-
landa hafa íslendingar í síauknum
mæli komist í kynni við neyslu
áfengs öls og saman gildir um þá
námsmenn sem stunda nám erlend-
is. Ljóst er að töluvert stór hópur
þjóðarinnar kýs að hér sé áfengt öl
á boðstólum. I því sambandi má m.
a. benda á að í Reykjavík er nú selt
áfengt öllíki á allmörgum stöðum
og þeim fer fjölgandi þar sem
sterku áfengi er blandað í ölið
þannig að styrkleikur drykkjarins
er sagður svipaður eða meiri en ger-
ist um áfengt öl í grannlöndum
okkar. Þeir sem neyta þessa öllíkis
vita í reynd ekki um hvaða áfengis-
styrkleika er að ræða eða hvers kon-
ar áfengis þeir neyta. Ekkert eftirlit
eða prófun á sér stað á þessu áfengi
skv. því sem næst hefur verið kom-
ist er styrkleiki þessa öllíkis al-
mennt um 5% af vínanda að rúm-
máli. Einnig má benda á að ölgerð-
arefni eru seld í matvörubúðum og
innflutningur og sala þessara öl-
gerðarefna er töluverð.
Aðstaðan er því breytt í veiga-
miklum atriðum frá því sem hún
var þegar síðast var lagt fyrir Al-
þingi frv. til laga um bruggun og
sölu áfengs öls. Það er því ekki
vansalaust fyrir Alþingi að horfa
upp á þessa þróun án þess að móta
löggjöf, sem er í samræmi við tíðar-
andann og er til þess fallin að vinna
gegn drykkjusýki. Mikilvægast er
að horfast í augu við staðreyndir.
Nú getur hver sem eldri er en 20 ára
keypt öllíki sem er um eða yfir 5%
vínanda að rúmmáli. Veikustu
áfengistegundir í Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins eru um eða
undir 9% að vínanda að rúmmáli.
Þessar staðreyndir tala sínum máii
og sýna glögglega hversu ófullkom-
in áfengislöggjöfin er og hversu frá-
leitt það er að meina bruggun
áfengs öls og sölu þess hér á landi
miðað við þá þróun, sem orðin er í
áfengismálum er það alveg ljóst, að
spurning er ekki hvort innflutning-
ur, bruggun og sala áfengs öls verð-
ur leyfð heldur hvenær þessi síðasti
angi bannlaganna verður afnum-
inn“
Óþarfa áhyggjur
Þá talaði Jón Baldvin um áhyggj-
ur þeirra, sem eru andvígir því að
hér á landi sé seldur áfengur bjór:
„Ég vil aðeins segja að því er
varðar áhyggjur og kvíða þeirra
manna sem halda því fram að fram-
leiðsla eða innflutningur á áfengu
öli á íslandi muni leiða til aukinnar
drykkjusýki eða leiða til þess að ís-
lendingar muni í stórum stíl reynast
ófærir til vinnu vegna ölvímu, um
þetta geta menn rökrætt fram og
aftur. Ég vil aðeins láta mér nægja
að benda á, að Alþingi og stjórn-
völd hafa í hendi sér að stýra því að
verulegu leyti hvernig fer, sérstak-
lega með því að beita þeim tækjum
sem stjórnvöld hafa í hendi sér og
heita verðstýring, en hér er auðvitað
Framh. á bls. 3
MOLAR
Negrahvað?
Það hefur vakið athygli mola að
nú eru auglýstir grimmt einhverjir
Negra-kossar, sem ku fást í
bakaríum. Þar voru til fyrir Gyð-
ingakökur eins og allir vita. Nú
spyrjum við: Hvað kemur næst?
Annars hefur önnur auglýsing
einnig vakið óskipta athygli
okkar, en það eru sjónvarpsaug-
lýsingarnar um Victory-V brenni.
„Brennið er heitt“ segir þar og
sýndur frosinn markmaður í fót-
boltaleik. Nú, honum er gefið
brenni og honum hitnar, en því
miður þá dugar það honum ekki
því andstæðingarnir skora mark
þá er hann gýs beint í loft upp. Og
á eftir leiknu auglýsingunni kem-
ur svo mynd af hauslausum búk
þar sem aðeins reykur er í stað
höfuðs, væntanlega af því að
aumingja maðurinn hefur étið
brenni og við það hefur hausinn
bráðnað af. Ekki langar okkur í
svona nokkuð. Við kjósum heldur
að halda höfði og lífi . . .
•
Úr Birtingnum
Aldrei þessu vant kom sl. föstu-
dag út Lögbirtingablað sem ekki
var sneisafullt af nauðungarupp-
boðsauglýsingum. Það hafði sem
sé safnast upp bunki af nýskrán-
ingum og aukatilkynningum. Þar
kemur margt fróðlegt í Ijós.
Vissuð þið t. d. að Bræðurnir
Ormsson hf., eru ekki lengur til??
Það er sem sé búið að breyta lög-
formlegu nafni fyrirtækisins í
Lágmúli 9 hf. Og búið að gefa út
jöfnunarhlutabréf, þannig að nú
er hlutafé ekki lengur 40 þúsund
krónur, heldur 8000 þúsund kr.
eða 8 milljónir! Með öðrum orð-
um var hlutaféð tvöhundruðfald-
að.
Fleiri hafa gefið út jöfnunar-
bréf. Veltir hf., er þannig ekki
lengur 55 þúsund króna fyrirtæki
heldur 5,5 milljón króna fyrir-
tæki. Gunnar Asgeirsson hf., er
ekki lengur 5 þúsund króna fyrir-
tæki heldur 5 milljón króna fyrir-
tæki. Stór stökk þetta!
Og það hafa verið stofnuð
mörg ný hlutafélög á undanförn-
um mánuðum, alls 27 tilkynning-
ar í þessu eintaki blaðsins. Og
hvers konar fyrirtæki eru þetta?
Þau eru af ýsmsum toga, en um-
boðs- og heildverslanir eru vin-
sælar og þarna eru fleiri en eitt
fasteignafyrirtæki og verktaka-
fyrirtæki . . .
•
Vísindi og skáldskapur
Meðal erinda sem stjórn félags
háskólakennara barst á liðnu ári
var umsókn eins félagsmanna um
að hann fengi að uppfylla rann-
sóknarskyldu sína með þvi að
iðka skáldskap. Stjórnin gaf um-
sögn um þetta og segir í niðurlagi
hennar:
Niðurstaðan er því sú að vísindi
skulu ekki geta komið í stað
skáldskapar né skáldskapur í stað
vísinda. Stjórn FH telur því að
ekki sé skynsamlegt að líta svo á
að með skáldverkum sínum geti
kennari sýnt fram á ótvíræðan
hátt að hann hafi uppfyllt rann-
sóknarskyldu sína.
Á hinn bóginn skal á það bent
að æskilegt kann að vera að há-
skólakennurum sé gert kleift að
iðka skáldskap. Ákvörðun um
slíkt þarf þá að grundvalla á öðr-
um forsendum en þeim að skáld
skapur komi í stað vísindaiðk-
unar.“
•
Undirboð
Já, samkeppnin, hún er stundum
miskunnarlaus. Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna var að gera sér
von um góða sölu á frystri loðnu
til Japans, en eins og Eyjólfur ís-
feld segir í fiskifréttum: „Hins
vegar kom í ljós í þessari ferð, að
annar íslenskur aðili, fslenska
umboðssalan, hafi gert samning
við Japanina um miðjan janúar
sl. um eitt þúsund tonn af frystri
loðnu á mun lægra verði en við
getum sætt okkur við“
En Japanirnir og ísl. umboðs-
salan, gátu þeir sætt sig við verð-
ið? Eyjólfur og þeir í S. h., ætla að
klaga í hann Matta Matt við-
skiptaráðherra . . .
Hin norræna arfleifð
í Yellowknife við Greet slave lake
(Gulihnífur við Miklaþrælsvatn )
í Kanada fer í haust fram ráð-
stefna á vegum Minja- og sögu-
safns Dawson city, Yukon, undir
nafninu Heritage North 1985.
Fjallað verður um auðlindir, sam-
göngur, menningarsamskipti og
stjórnarfar á norðursvæðum og
arfleifð almennt.