Alþýðublaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 1
Alþýðuflokks- félag Reykjavíkur Borgarafundur á Hótel Borg um húsbréfin Félagsmálaráðherra svarar fyrir- spurnum og kynnir h úsbréfakerfið Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur efnir til borg- arafundar um húsbréfakerf- ið, á Hótel Borg kl 20.30 næstkomandi þriðjudags- kvöld. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra, Kjartan Jóhannsson for- maður þingnefndar sem fjallaði um húsnæðismálin og Ingvi Örn Kristinsson hagfræðingur svara fyrir- spurnum og kynna húsbréfa- kerfið. Magnús Jónsson formað- ur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur sagði í samtali við blaðið, að fundurinn væri fyrst og fremst haldinn til að koma á framfæri upp- lýsingum um málið frá þeint aðilum sem mest og best þekkja til kerfisins. Fundur Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur sl. miðvikudag Ekki haft samráð við Jón Baldvin Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins var auglýstur sem frummæl- andi á fundi Alþýðuflokks- ins í Reykjavík án samráðs við hann. Þetta kemur fram í orðsendinu sem Jón Baldvin hefur sent Alþýðublaðinu. í orðsendinmgunni segir eftirfarandi: „Vegna fréttar á forsíðu Alþýðublaðsins föstudaginn 14. apríl um að formaður Alþýðuflokksins hafi ekki mætt til fundar á boðuðum fundi Alþýðu- flokksfélag Reykjavíkur sl. miðvikudagskvöld, er óhjá- kvæmilegt að taka eftirfar- andi fram: Formaður Al- þýðuflokksins var auglýstur sem frummælandi á þessum fundi án samráðs við hann. Þannig stóð til að mörgum vikum áður en fundurinn var haldinn, var formaðurinn með skuldbindingar að mæta annars staðar í skyldu- erindum. Formaðurinn reyndi að fá því breytt en það reyndist ekki gerlegt. Hann sendi skriflega orðsendingu til formanns Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur þar sem hann skýrði málið. Abyrgðin verður því að skrifast á þá sem auglýstu formann Al- þýðuflokksins sem fram- sögumann án þess að ganga úr skugga urn að hann gæti mætt.“ 10 nýjar fiskeldisstöðvar á Austfjörðum SLEPPA SEIÐUM f SJÓ EF EKKI FiEST LÁNSFÉ Landsbankinn neitar viðskiptum. Eigið framlag 60 millj- ónir, en 60-80 milljónir vantar fram að slátrun. „Ef ekki verður tekið á þessum málum mjög snar- lega þurfum við annað- hvort að sleppa seiðunum í sjóinn í vor, eða knýja áfram út persónuleg lán fram yfir slátrun, sem þýddi að við endurnýjuð- um ekki í kviunum, „ sagði Jón Guðmundsson fram- kvæmdastjóri á Reyðar- firði í samtali við Alþýðu- blaðið. 10 sjókvíaeldis- stöðvar á Austfjörðum sem hófu rekstur á s.l. sumri hafa enn ekki komist í við- skipti við banka og er svo komið að veð í húseignum margra þeirra einstaklinga sem standa að fyrirtækj- unum duga ekki lengur til að afla lánsfjár til fóður- kaupa. Hingað til hefur rekstur- inn verið að mestu leyti kostaður af eigin fé og hafa einstaklingar lagt hátt í 60 milljónir króna í fyrirtæk- in. Þeir hafa þurft að veð- setja húsin sín og taka lán út á persónuleg viðskipti í bönkum til fóðurkaupa síðustu mánuði. En nú verður ekki lengra komist i þeim efnum, að sögn Jóns Guðmundssonar. Talið er að fjármagnsþörfin fram að fyrstu slátrun sé um 60- 80 milljónir. Lengi vel var álitið að skilyrði fyrir eldi á Aust- fjörðum væru mjög óhag- stæð. Iðnþróunarfélag Austfjarða lét gera ná- kvæmari rannsóknir og var sérstök fyrirgreiðsla veitt fyrir tilraun með sjókvía- eldi á Norðfirði, sem hefur gefið nijög góða raun. Nið- urstöður virðast benda til þess, að aðstæður á Aust- fjörðum séu mjög ákjósan- legar þrátt fyrir lágan hita í sjónum, þar sem litlar sveiflur eru á hitastiginu. Því voru aðstandendur stöðvanna 10 mjög bjart- sýnir þegar reksturinn hófst á síðasta ári. Treyst var á fyrirgreiðslu hjá Landsbankanum, þar sem hann er langstærsti við- skiptabanki fiskeldisstöðv- anna, með um 80-90% af heildarlánum til fiskeldis. En stuttu eftir að nýju stöðvarnar á Austfjörðum hófu rekstur gaf bankinn þá yfirlýsingu að ekki yrði lánað til nýrra fyrirtækja á þessu sviði. „Eins og við vitum setti ríkisstjórnin á um 7 ntillj- ón heimilislaus laxaseiði í fyrra, þar sem ekki tókst að selja þau úr landi. í þetta voru heimilaðar erlendar lántökur upp á 800 millj- ónir króna. Það hefur sára- lítið sem ekki neitt af þessu fé farið i kvíaeldi. Nánast allt hefur farið í strandeldi á suðvesturhorninu,“ sagði Jón Guðmundsson. Stöðvarnar á Austfjörðum fá heldur ekki fyrirgreiðslu í gegnunt hinn nýstofnaða Tryggingarsjóð fiskeldis, því í ákvæðum í reglugerð eru skilyrði um að fyrir- tækin séu í viðskiptum við banka og með afurðalána- fyrirgreiðslu upp að 35,7% að lágmarki. BHMR félagar voru fjölmennir á þingpöllunum þegar umraeður fóru fram utan dagskrár á Al- þingi í gær. Aukin harka hefur nú færst i deilur samtakanna við ríkið og ekki sést fyrir endann á þeim. A-mynd/E.ÓI. ■Kjaradeilur í hnút Verkfall BHMR dregst á langinn Engir fundir um helgina Deila BHMR og ríkisins er í hreinum hnút. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins bíða menn nú niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu BSRB á þeim samningum sem sam- tökin gerðu fyrir skemmstu. Jafnvel er talað um að við- ræður ASÍ og VSÍ sem mögulegan áhrifavald á stöð- una í samningunum. Sáttatil- laga kemur ekki til greina í stöðunni enda staðan ekki til þess og því myndi hún draga verkfall verulega á langinn, meðan atkvæðagreiðsla stæði yfir. Atkvæðagreiðslu BSRB lýkur um 20. apríl, þ.e. eftir tæpa viku. Fari svo að BFfMR og ríkið bíði niður- stöðu hennar er Ijóst að verk- fall varir a.m.k. næstu tvær vikur, því ólíklegt verður að teljast að samningar takist skjótt eftir að niðurstaða at- kvæðagreiðslu innan BSRB verður skýr. Verulega aukin harka hef- ur færst í deilu BHMR og ríkisins. Ekki þó endilega í sjálfum samningaviðræðum heldur fyrst og fremst í þeim yfirlýsingum sem ráðherrar og forráðamenn rikisins hafa gefið. Steingrímur Her- mannsson segir kröfur BHMR vitfirrtar. í frétta- bréfi HÍK, Veggjalúsinni, segir að fólk skuli ekki taka þessa yfirlýsingu nærri sér: „Hann (forsætisráðherra) hefur sjálfsagt ekki lesið kröfugerðina og þótt svo væri man hann örugglega ekki hvernig hún hljóðar." Heyrst hefur að deilan verði tekin fyrir i þingflokki Alþýðubandalagsins á mánudaginn. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins hafa forráðamenn Alþýðu- bandalagsins reynt að hafa áhrif á samflokksmenn sína innan BHMR í þeim tilgangi að leysa deiluna. Þetta hefur að sögn hleypt illu blóði i fólk innan BHMR. Deilan er því ekki síður áróðursstríð en stríð við samningaborðið. í því stríði er erfitt að meta sigurvegara. Skyrsla utanríkisráðherra Skipulagsbreyt- ingar á utanrík- isversluninni „Að því er utanríkisþjón- ustuna og ráðuneytið varðar er það meginbreyting að við hefur tekið stjórn utanríkis- verslunar og miklu meiri hluti af starfinu fer í að sinna viðskipta- og markaðsmál- um. í undirbúningi eru skipulagsbreytingar sem inæta þessum auknu kröfum mcð skilvirkari hætti. í ann- an stað, er stærsta einstaka vcrkefnið á sviði utanríkis- viðskipta samstarfið innan EFTA og aðlögun okkar að samruna Evrópuþjóðanna á nýjum Evrópumarkaði," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra í samtali við Alþýðublaðið um þær áherslubreytingar sem er að finna í skýrslu hans um utanríkismál, sem lögð var fram á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra flytur skýrsluna á Alþingi eftir helgi. ‘Grundvallarþættir í utanríkisstefnu þjóðarinnar eru ekki þess eðlis að þeir hafi breyst við stjórnar- skipti,“ sagði Jón Baldvin. „Þeir byggja á skuldbygging- um sem eru viðvarandi. Að- ildin að Atlantshafsbanda- laginu og varnarsamningur- inn við Bandaríkin eru föstu punktarnir í öryggisstefnu þjóðarinnar. Það hefur ekki breyst." Þriðja meginatriðið sem er að breytast, er að sögn ráð- herrans fólgið í virkari þátt- töku í Nato-samstarfinu, ekki síst í afvopnunarstarf- inu: „Við erum nteð sérstak- an sendiherra í afvopnunar- málum og framundan er eitt meginverkefnið á því sviði, þ.e. að íslendingar auki frumkvæði sitt í afvopnun á og í höfunum,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra. A Iþingi Ekkert mál frá Þorsteini Pálssyni Þegar litið er yfir flutn- ingsmenn þingmála á því lög- gjafarþingi sem nú er að ljúka vekur athygli að for- maður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, aðalmað- ur stjórnarandstöðunnar og fyrrverandi forsætisráð- herra, flutti ekkert mál á þinginu í vetur. Aldrei steig formaðurinn í pontu og flutti mál til að styðja stefnu síns flokks og bera fram frum- vörp í þeim anda. Nokkrir fleiri þingmenn eru reyndar í þessum hópi. Sjá bls. 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.