Alþýðublaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 15. apríl 1989 ÞINGFRETTIR Ríkisprentsmiðjan Gutenberg Verður henni breytt í hlutafálag? Allir nema Sjálfstœðisflokkurinn Ein málstofa og stjórnsýslunefnd Páll Pétursson og þingmenn úr öllum þingflokkum nema Sjálf- stæðisflokknum (og nú frjáislynd- um hægrimönnum) hafa lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga, um að gera þá breytingu á stjórnar- skránni að Alþingi verði ein mál- stofa og að meðal annars verði stofnuð stjórnsýslunefnd er ltafi rétt til að rannsaka mál að eigin frumkvæði. Frumvarpið er lagt fram til að gera alla málsmeðferð á Alþingi nú- tímalegri og einfaldari. í öðru lagi til að efla sjálfstæði og eftirlit þingsins með framkvæntdavaldinu. Að verulega leyti hefur verið höfð hliðsjón af tillögum'stjórnarskrár- nefndar frá því í janúár 1983. Lagt hefur verið fram stjórnar- frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að ríkisprentsmiðjan, Gut- enberg verði gerð að hlutafélagi. Ríkisstjórnin á að leggja fram prentsmiðjuna með öllu fylgifé hennar til hins nýja hlutafélags. Við stofnun verða öll hlutabréfin eign rikissjóðs en hinsvegar er heimilt að selja prentsmiðjuna, eða ákveð- inn fjölda hlutabréfa í hcnni, að fenginni samþykkt Alþingis. Hlutverk prentsmiðjunnar á eftir sem áður að verða prentverk fyrir Alþingi. Félaginu er hinsvegar einn- ig leyfilegt að prenta fyrir aðra sam- kvæmt nánari samþykktum. Náist þetta frumvarp gegnum þingið breytist reksturinn töluvert. í fyrsta lagi mun ábyrgð ríkissjóðs á rekstrinum takmarkast við hluta- fjáreign og þar með eykst ábyrgð stjórnenda. Fyrirtækið á ekki að hafa neina sérstöðu fram yfir önnur fyrirtæki í Iandinu, reksturinn verð- ur sveigjanlegri, t.d. þarf prent- smiðjan, ef hún verður hlutafélag, ekki að leita heimilda fyrir fjárfest- ingar. Skattagreiðslur myndu og breytast því fyrirtækið þyrfti eftir- leiðis að greiða eignarskatt, að- stöðugjöld og væntanlega tekju- Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1989. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi 21. apríl 1989. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: að Ölfusborgum að Húsafelli í Borgarfirði • að Svignaskarði í Borgarfirði að lllugastöðum í Fnjóskadal í Vatnsfirði, Barðaströnd að Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu íbúðir á Akureyri að Flúðum Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tíma- bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 19. maí n.k. fellur úthlutun úrgildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 6. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækj- endur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því ad umsóknir verda ad berast skrifstofu VR í síöasta lagi föstudaginn 21. apríl n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis. skatt. Aðstöðugjald yrði ámóta mikið og greitt er nú þegar. í fjórða lagi munu málefni starfsmanna verða með nokkuð öðrum hætti þar eð hlutafélagið hefði meira sjálf- ræði um ákvarðanir launa. Kvennalistinn Heilsufarsbók frá frá vöggu til grafar Guðrún Agnarsdóttir og aðrir þingmenn Kvennalistans hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra í samráði við landlækni að láta hanna heilsu- farsbók sem fylgi hverjum einstakl- ingi frá vöggu til grafar. í heilsufarsbók þessa á að skrá jafnóðum allar þær upplýsingar um heilsufar einstaklingsins sem máli skipta, svo sem sjúkdóma, læknismeðferð og Iyfjanotkun. Flutningsmenn telja upplýsinga- öflun hvað þetta varðar óskipu- lagða, sjúklingana sjálfa skorta yfirsýn og að í þeim efnum geti heilsufarsbók komið að góðum notum, enda þær í framkvæmd víða erlendis með góðum árangri. Sauðfjárrækt tak- mörkuð í þéttbýli Þær Margrét Frímannsdóttir Al- þýðubandalagi og Málmfríður Sig- urðardóttir Kvennalista hafa lagt frant þingsályktunartillögu þar sem mælt er með takmörkun á sauð- fjárbúskap í þéttbýli. Þær stöllur leggja til að landbún- aðarráðherra, floksbróðir Margrét- ar, setji reglur um þetta í ljósi þess að nú þegar samdráttur er ákveðinn i framleiðslu á kindakjöti skuli bú- fjáreign frístundabænda standa óhögguð og í raun skerða mögu- leika þeirra sem eru háðir sauðfjár- rækt um lífsviðurværi. Landbúnaðarráðherra Kindur Reykjaness í örugga vörslu! Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem lýtur að því að hólfa sauðfé á Reykjanesskaga. Með öðrum orðum er öllum þeim eigendum og forráðamönnum búfjár í landi Gullbringusýslu, kaupstöðum innan hennar svo og í landi Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps, sem er vestan girðingar sem lögð verður úr Höf- uðborgargirðingu við Kaldársel um Kleifarvatn og í sjó við Krísuvík skylt að hafa allt búfé á þessu svæði, sem ekki er geymt í húsum, í öruggri vörslu á Iandi sínu eða innan sérstakra beitarhólfa allt ár- ið. Brot gegn lögum þessum varða sektum, en lögin eiga að taka gildi um næstu áramót, ef samþykkt verða. Allir nema kratar Burt með bifreiðaskoðun Islands Pálmi Jónsson og þingmenn úr öllum flokkum nema Alþýðu- flokknum (og nú Borgaraflokkn- um) leggja til með frumvarpi til laga að ríkisjóður taki ekki þátt í hlutafélagi sem skyldi samkvæmt nýjum lögum taka við hlutverki Bifreiðaeftirlits ríkisins. Þeir vilja að ríkið dragi sinn hluta úr fyrirtækinu, það verði lagt niður, en að til bráðabirgða verði heimilað að semja um kaup á þeim hluta af eignum Bifreiðaskoðunar íslands sem við slit þess félags mundu henta fyrir Bifreiðaeftirlit ríkisins. ! Kvennalistakonur Námsbækur verði söluskattsfrjálsar Þær Danfríður Skarphéðins- dóttir og Guðrún Agnarsdóttir hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að námsbækur verði undan- þegna söluskatti. Þær telja augljóst að niðurfelling söluskattsins muni draga verulega úr kostnaði nemenda við kaup á námsbókum, jafna möguleika þeirra til náms og lækka hlut bóka- kostnaðar við útreikninga á fram- færslu þeirra nemenda sem njóta námslána.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.