Alþýðublaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. apríl 1989
9
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra skrifar
Atlantshafsbandalagið er ekki síður póli-
tískt bandalag en hernaðarlegt. Hin breytta
stefna Sovétríkjanna í innanríkis- og utan-
ríkismálum hefur ennfremur vakið nýjar
spurningar um hlutverk Atlantshafsbanda-
lagsins.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra rœðir þessa þcetti og aðra í eftirfar-
andi grein. Fyrri grein utanríkisráðherra um
Atlantshafsbandalagið birtist í Alþýðublað-
inu sl. miðvikudag, þ. 12. apríl.
Harmel-skýrslan______________
Breyttar aðstæður á hernaðar-
sviðinu höfðu djúpstæð áhrif á
pólitíska sviðinu einnig. Árið
1967, sex mánuðum fyrir hinn
sögulega utanríkisráðherrafund,
sem haldinn var í Reykjavík, lét
Atlantshafsráðið gera yfirgrips-
mikla könnun á framtíðarverk-
efnum bandalagsins. Þessa könn-
un, sem kennd hefur verið við
höfund hennar, þáverandi utan-
ríkisráðherra Belga, Pierre Har-
mel, hefur Atlantshafsbandalag-
ið haft að leiðarljósi æ síðan. Eins
og oft hefur verið bent á, leggur
Harmel skýrslan áherslu á tvo
megin þætti í starfsemi banda-
hálfu Atlantshafsbandalagsins
hefur það margsinnis verið ítrek-
að að öryggi á tímum kjarnork-
unnar verður ekki tryggt í skjóli
vopnavalds einvörðungu. Einmitt
af þessum sökum hefur Atlants-
hafsbandalagið lagt mikla áherslu
á pólitíska samninga til að draga
úr tortryggni og auka stöðugleika,
ekki aðeins í vígbúnaðarmálum,
heldur einnig á öðrum sviðum
Helsinki-samþykktarinnar, ekki
síst mannréttindasviðinu.
Hér að framan hef ég stiklað á
stóru í sögu Atlantshafsbanda-
lagsins á síðustu fjörutíu árum.
En ástæða þess að ég hef kosið að
gera þessari sögu skil í fáeinum
„Ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað í Sovétrikjunum á aðeins fjórum
árum. Aöildarriki Atlantshafsbandalagsins hafa fagnað þeim án undan-
tekninga, enda sýna þær svo ekki verður um villst að óréttlæti og kúgun
er á undanhaldi en lýðræði og frelsi i sókn. En ýmsum spurningum er
enn ósvarað áður en komist verður að endanlegri niðurstöðu um mark-
mið Gorbatsjovs og áætlanir og hvort Sovétleiðtoginn muni yfirvinna
ihaldsöflin heima fyrir,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráð-
herra m.a. í grein sinni um Atlantshafsbandalagið. Myndin sýnir
Gorbatsjov Sovétleiðtoga ávarpa þing Kommúnistaflokksins í júni i
fyrra.
hafsbandalagið leggi verkfæri sín
á hilluna. Hér virðist skorta yfir-
vegun og raunsæi.
Þrátt fyrir hinar óumdeilanlegu
framfarir, er vert að hafa hugfast
að grundvallarvandinn í sam-
skiptum austurs og vesturs er enn
óleystur. Meirihluti íbúa í Austur-
Evrópu býr enn við ófrelsi. Yfir-
burðir Sovétmanna á sviði hefð-
bundinna árásarvopna í Mið-Evr-
ópu eru enn um 3:1 og verða 2:1
eftir að einhliða niðurskurður
Gorbatsjovs hefur komið til
framkvæmda. Á sviði skamm-
drægra kjarnavopna nema yfir-
burðir Sovétmanna um 16:1. Eng-
in mekri eru enn sjáanleg um að
dregið verði úr framleiðslu lang-
drægra kjarnavopna eða stýri-
flauga í lofti og á sjó. Uppbygging
sovéska norðurflotans hefur hald-
ið áfram óhindrað og ekkert
bendir til að Gorbatsjov hafi enn
skorið framlög til hermála.
Vandi Gorbatsjovs____________
Tilgangurinn með slíkri upp-
talningu er auðvitað ekki að varpa
rýrð á einlægni Sovétleiðtogans,
heldur einungis að vekja athygli á,
í fyrsta lagi, að ýmsum spurn-
ingum er enn ósvarað áður en
komist verður að cndanlegri nið-
urstöðu um markmið hans og
áætlanir. Jafnvel þótt enginn vafi
léki á um friðarvilja Gorbatsjovs,
mætti spyrja, í öðru lagi, hvort
ekki sé of snemmt að dæma um
hvort Gorbatsjov muni takast yf-
irlýst ætlunarverk sitt. Tekst hon-
unt að yfirvinna íhaldsöflin?
Tekst honum að stjórna þeim öfl-
um sem „glasnost“ og „peres-
trojka“ hafa leyst úr læðingi?
Tekst honurn að uppfylla þær eft-
irvæntingar sem vaktar hafa verið
hjá almenningi í Sovétríkjunum?
Hversu langt geta önnur Austur-
Evrópuríki gengið í frjálsræðisátt
áður en Sovétmenn skerast í leik-
inn? Með öðrum orðum, geta ríki
ER ATLANTSHAFSBANDA-
LAGIÐ TÍMASKEKKJA?
lagsins: nauðsyn öflugra varna
'annars vegar og viðræður til að
draga úr spennu hins vegar. í
rauninni má því segja að skýrsla
Harmels, hið nýja testament
bandalagsins, hafi verið í beinu
framhaldi af skýrslu „vitringanna
þriggja“, í gamla testamentinu.
Þar sem „vitringarnir" lögðu
áherslu á samráð ríkja bandalags-
ins í sínum hópi, ákvað Harmel að
ekki væri nóg að treysta hin innri
bönd, heldur þyrfti einnig að
reyna að hafa áhrif á þróun mála
í ríkjum Austur-Evrópu. Ég hika
ekki við að fullyrða að þessi seinni
þáttaskil í sögu Atlantshafs-
bandalagsins hafi öðru fremur
orðið til að ryðja braut fyrir slök-
unarstefnu áttunda áratugarins
þ.m.t. Ostpolitik vestur-þýska
jafnaðarmannsins Willy Brandts
og fyrir Ráðstefnunni um öryggi
og samvinnu í Evrópu, sem hófst
í Helsinki 1973.
Pólitiskir samningar__________
Aldrei verður nógsamlega
áréttað að þessir tveir þættir, sem
ég hef nú lýst, annar hernaðarleg-
ur, hinn pólitískur, fylgjast að í
allri starfsemi Atlantshafsbanda-
lagsins og eru í rauninni óaðskilj-
anlegir. Þannig má til sanns vegar
færa að Atlantshafsbandalagið
hafi þegar fyrir löngu svarað
spurningu Davíðs Stefánssonar
um það hvort öll vor heill ætti að
hvíla á stálsins stoðum og svarað
þeirri spurningu neitandi. Af
orðum er einföld. Ef draga má
lærdóm af sögu Atlantshafs-
bandalagsins, hygg ég að hann sé
fyrst og fremst sá að Atlantshafs-
bandalagið er ekki einvörðungu
hernaðarbandalag, heldur pólit-
ískt bandalag sem verið hefur í sí-
felldri endurnýjun og sífelldri að-
lögun að breyttum aðstæðum frá
byrjun.
NATO og Perestrojkan__________
í umfjöllun fjölmiðla um At-
Iantshafsbandalagið á afmælisár-
inu skýtur sú spurning oft upp
kollinum hvort bandalagið hafi
verið undir það búið að mæta
þeim miklu breytingum, sem orð-
ið hafa á stjórnarstíl í Sovétríkj-
unum á síðustu fjórum árum.
Eins og ég bent á hér að framan
ráðast svör manna einkum af
þeim hugmyndum, sem þeir gera
sér unt tilgang og eðli þessara
samtaka. Sjáfur mun ég ekki hika
við að lýsa þeirri skoðun minni að
þróunin í Sovétríkjunum hafi
fyrst og fremst orðið til að árétta
það sjónarmið að núverandi
stefna bandalagsins hafi reynst
bæði farsæl og árangursrík.
Engum blandast hugur um að
sovésk utanríkisstefna hefur tekið
verulegum stakkaskiptum frá inn-
rás Sovétmanna í Afghanistan
fyrir einum áratug. E.t.v. væri
ekki orðum aukið að segja að með
tilkomu Gorbatsjovs hafi birst yf-
ir sjónhringnum pólitískur Sput-
nik, sem kornið hafi ríkjum At-
Jón Baldvin Hannibalsson
Síðari hluti
lantshafsbandalagsins fullkom-
lega í opna skjöldu.
lnnan Sovétríkjanna hefur
Gorbatsjov þegar lyft Grettistaki
með úrbótum í frjálsræðisátt.
Hann hefur reynt að losa ríkið úr
þrúgandi viðjum staliniskra
stjórnarhátta, aukið mannrétt-
indi og skapað aukið svigrúm í
efnahagsmálum. í utanríkismál-
um eru aðgerðir Sovétleiðtogans
ekki síður lofsverðar. Herir Sovét-
manna eru á brott frá Afghanist-
an. Frjálsræði, sem virtist óhugs-
andi fyrir aðeins fáeinum árum,
blómstrar nú óhindrað í einstök-
um ríkjum Austur-Evrópu, eink-
um Ungverjalandi og Póllandi.
Sovétmenn hafa lýst yfir veruleg-
um einhliða niðurskurði hefð-
bundinna vopna í Evrópu. Þeir
lofa því að í framtíðinni muni víg-
búnaður þeirra einungis miðast
við varnarþarfir og að dregið
verði úr útgjöldum til hermála.
Hindrunum hefur verið rutt úr
vegi í samskiptum við Kína.
Áhuga er lýst á að leysa úr málefn-
um Mið-Austurlanda og Samein-
uðu þjóðunum ætlað veigamikið
hlutverk við alþjóðlega friðar-
gæslu.
Ótrúlegar framfarir hafa átt sér
stað á aðeins fjórum árum. Aðild-
arríki Atlantshafsbandalagsins
hafa fagnað þeim án undantekn-
inga, enda sýna þær svo ekki verð-
ur um villst að óréttlæti og kúgun
er á undanhaldi, en lýðræði og
frelsi í sókn. Málstaður vestrænna
ríkja hefur sigrað.
Óleystur vandi
Það skýtur óneitanlega skökku
við að einmitt á þeim tíma sem
ríki Atlantshafsbandalagsins eru
að uppskera ávexti erfiðis síns og
þrautseigju á undanförnum ár-
um, skuli vera uppi háværar radd-
ir sem krefjast þess að Atlants-
Atlantshafsbandalagsins verið
viss um að sá árangur sem náðst
hefur verði ekki gerður að engu
eða að haldið Verði áfram á sömu
braut? Tíminn einn getur úr því
skorið.
Festa og sveigjanleiki_________
Ég hef raynt að færa fyrir því
rök, að sá árangur sem náðst hef-
ur í baráttunni fyrir friði og stöð-
ugleika, sé að miklu leyti Atlants-
hafsbandalaginu að þakka.
Óbreytt stefna bandalagsins, sem
einkennist af hvort tveggja festu
og sveigjanleik, er einmitt sú
stefna sem best er til þess fallin að
örva þá þróun sem átt hefur sér
stað í Sovétríkjunum og festa
hana í sessi. Að hvika frá þeirri
stefnu nú í skjóli þess að ógnin
fari dvínandi, mætti líkja við þá
ákvörðun húseiganda að segja
upp brunatryggingu á þeirri for-
sendu að þar sem ekki hefði
kviknað í hefði tryggingin sjálf
reynst óþarfi.
Atlantshafsbandalagið er því
ekki „tímaskekkja". Með virkri
þátttöku okkar í pólitísku starfi
og varnarsamstarfi Atlantshafs-
bandalagsins leggjum við okkar
af mörkum til að stöðugleiki
haldist í okkar heimshluta.
Greinin er að hluta til byggð á
ræðu sem greinarhöfundur flutti
á hátíðarfundi SKS og Varðbergs
þ. 8. apríl sl. Millifyrirsagnir eru
Alþýðublaðsins.