Alþýðublaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. apríl 1989 11 ÚTLÖND Af götunni upp á stjörnu- himininn og til baka aftur Shafiq Syed var einn þeirra heimilislausu drengja, sem fengnir voru til að leika í indversku kvikmyndinni „Salaam Bombay“. Leikstjórinn, Mira Nair, segir að drengurinn ,,sé í ótrúlegu andlegu jafnvægi og hafi sérstakan hæfileika til að einbeita sér“. Drengurinn sem varð stjarna fyrir leik sinn í kvik- myndinni „Salaam Bombay“ vill helst gleyma kvik- myndahlutverki sínu — og verða vélvirki. Menn skyldu ætla að þetta tækifæri yrði til þess að hann losnaði frá lífi götudrengsins, sú varð þó ekki raunin. Hann er enn eitt dæmið um hinn óþekkta, sem siglir hraðbyri upp stjörnuhimininn — en hrapar jafnfljótt aftur niður eftir að hafa verið „uppgötvaður". Shafiq virðist ákaflega raunsær 12 ára drengur. Hann sagði í við- tali við International Herald Tri- bune: „Ef mér verður boðið ann- að hlutverk í kvikmynd segi ég OK. En ég er ekki Ieikari — ég er daglaunamaður, sem vinnur til þess að hafa í sig og á.“ Shafiq var einn af aragrúa drengja, sem eiga athvarf sitt á götunni, þegar hann var „upp- götvaður“ fyrir tveimur árum. Athvarf hans er ennþá gatan í Bombay. „Eftir frumsýningu myndar- innar glápti fólk á mig eins og ég væri einhver hetja, sem ekki þyrfti að hafa meiri áhyggjur af brauð- striti. Reyndin er önnur; ég verð að vinna til þess að borða. Svo einfalt er það.“ Shafiq átti heima í fátækra- hverfi í bænum Bangalore. Faðir hans reyndi að þvinga hann til að vinna á hjólaverkstæði . . . með Shafiq lék götu- dreng i þessari indversku kvik- mynd, en það er einmitt það, sem hann var og er. „Fólk heldur að ég þurfi ekki að vinna meira en þvi skjátl- ast. Ef ég vinn ekki svelt ég,“ segir Shafiq. því að hlekkja hann fastan. Shafiq strauk þá í burtu — til Bombay, þar sent hann lifir frá degi til dags, án framtíðaráforma — eins og milljónir fátæklinga á Indlandi gera. Leikstjórinn Mira Nair — sem er kona — segir Shafiq eiga það eitt sameiginlegt með drengnum sem hann lék, að þeir hafi báðir strokið að heiman, „allt annað er skáldskapur", segir hún. Raunveruleikinn______________ „Allar persónur í þessari kvik- mynd eru raunverulegar.“ Þetta er hin fræga setning sern fylgdi kvikmyndinni frægu „Los Oliva- dos“, í leikstjórn Luis Bunuels, úr hlaði. Kvikmynd þessi fjallaði um götubörn í Mexíkóborg árið 1950. Frá þeirri stundu hefur það verið eftirsótt og einskonar „stöðu- tákn“ að fá þá sent verst eru settir í hinum ýntsu þjóðfélögunt til að leika sjálfa sig í kvikmynd. „Ógleymanlegur — óhugguleg- ur Ieikur 10 ára drengs nteð ung- barnalegt útlit!“ Þetta er sagt i kvikmyndahandbókum um Fern- ando Ramos da Silva, sem varð heimsfrægur skamman tíma árið 1981. Hann varð „stjarna" í kvik- myndinni „Pixote", undir stjórn leikstjórans brasilíska Hectors Babenco, en myndin fjallar um 10 ára dreng sem er melludólgur, sniffari og glæpai,drengur“, sem myrðir þrjár manneskjur í kvik- myndinni. „Pixote“ fjallar um götudrengi í Brasilíu og allir voru sammála um, að ekki hefði getað tekist bet- ur til um val aðalleikarans. Eftir þetta fékk Fernando nokkur smá- hlutverk í sjónvarpsþáttum, en síðan hvarf hann aftur í fjöld- ann . . . Þar til árið 1987 þegar nafn hans birtist á forsíðum blað- anna. Árið 1985 sagði Fernando nokkrum blaðamönnum að Iíf sitt hefði verið martröð eftir að hann lék í myndinni. „Lögreglan telur mig vera eins og þann sem ég lék í kvikmyndinni." Ýmislegt bendir til að hann hafi haft rétt fyrir sér, því þegar hann komst á forsíður árið 1987 var það vegna þess aðhann féll fyrir byssukúlum — lögreglunnar — við tilraun til innbrots . . . segir lögreglan. (Det fri Aktuelt) BORGARAFUNDUR um húsbréfakerfið á Hótel Borg nk. þriðjudag kl. 20.30 íbúðakaupendur — íbúðaseljendur komið og kynnið ykkur húsbréfa- kerfið hjá þeim sem þekkja það Jóhanna Sigurðardóttir Félagsmálaráðherra Kjartan Jóhannsson Alþingismaður Ingvi Örn Sigurðsson Hagfrœðingur Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.