Alþýðublaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 1. maí 1990 E LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í smíði stálhluta í undirstöður, stagfestur o.fl. vegna byggingar 132 kV Blöndulínu í sam- ræmi vð útboðsgögn BLL-11. Útboðsgögn verða afhent frá og með mánu- daginum 30. apríl 1990 á skrifstofu Landsvirkj- unnar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000,- Smíða skal úr u.þ.b. 30 tonnum af stáli, sem Landsvirkjun leggurtil. Hluta stálsins skal heit- galvanhúða eftir smíði. Verklok eru 16. júlí og 15. ágúst nk. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjun- ar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 15. maí 1990 fyrir kl. 14.00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14.15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavik 25. apríl 199. Slys gera ekki £&> boð á undan sér! Œs UUMFEROAR RÁÐ Verkalýðsfélagið Eining Iðja, félag verksmiðjufólks Rafvirkjafélag Norðurlands Sjómannafélag Eyjafjarðar Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis Félag verslunarmanna og skrifstofufólks Skipstjórafélag Norðurlands Trésmiðafélag Akureyrar Félag málmiðnaðarmanna Alþýðusamband Norðurlands Byltingin. . . Framhald af bls. 5. að sjálfsögðu af hinu góða, ekki til að lasta heldur til að lofa. Hins vegar er það staðreynd að stjórn- málaflokkum hættir til þess að gera jafnan það sem auðveldast er og ef verkalýðshreyíingin heldur stjórnmálafokkum og stjórnmála- mönnum — einnig þeim sem eru velviljaðir og sammála baráttu- markmiðum hennar — ekki við efnið þá er hætt við því að þeir taki mið af hagsmunum annarra og óbilgjarnari afla.“ Gjaldþrot og bankagróði — Hver eru að þínu mati meginviðfangsefni samtaka launafólks? „Þótt margt hafi áunnist er ástandið og staðan hjá mörgu fólki og þúsundum heimila vægast sagt slæm. Nýlega ræddi ég við tals- mann G-samtakanna. Hann sagði mér að mjög mikið væri um að gjaldþrota einstaklingar væru lág- launamenn sem hefðu neyðst til þess að taka neyslulán — ekki get- að risið undir okurbyrðunum. Því má náttúrlega bæta við að margt þetta fólk hefur einnig fjölda inn- heimtulögfræðinga á sínu fram- færi. Það kostar sitt. Fjármagnskerfið hér á landi er með ólíkindum gírugt og óábyrgt. Og sú skylda hvílir á samtökum launafólks að leggja til atlögu við þetta kerfi. Þá er ljóst að kaup- máttur heimilanna er alltof lítill og óhugnanlega langt frá því að dag- vinnan dugi. Mér finnst fólk vera staðráðið í því að knýja fram kerf- isbreytingar og viðhorfsbreyting- ar svo þessi krafa gangi upp. Af hálfu almennings var samþykki síðustu kjarasamninga eins konar biðleikur, tilraun til að treysta grunninn sem við byggjum á bætt lífskjör. Nú fylgjast menn af athygli með stjórnvöldum, fjármagnskerfi og atvinnurekstri — hvernig þess- ir aðilar axla þá ábyrgð sem þeir hafa tekið sér á herðar. Á okkur hvílir sú skylda að halda þeim við efnið." — Áttu von á breytingum í áherslum hjá samtökum launa- fólks — kjörorð 1. maí að þessu sinni er samstaða um nýja sókn — hver er hin nýja sókn? „Við hljótum að spyrja margra spurninga. í Austur-Evrópu er ver- ið að taka staðnað valdboðskerfi úr sambandi. Þetta þarf að gera víðar — halda einhverjir virkilega að allt sé í himnalagi hér? Hér eru örfáir aðilar nánast ráðandi í öllu. — Halda menn kannski að þetta sé afrakstur frelsis og lýðræðis — ég held nú síður. Það hefur komið í Ijós — nú síðast í ítarlegri úttekt í tímaritinu Þjóðlífi að íslenska efnahagslífinu er að miklu leyti stjórnað af tiltölulega fámennum hópi manna sem ráða yfir öllum stærstu fyrirtækjum á íslandi með margháttuð vensl og tengsl í pen- ingastofnanir og stjórnkerfi. Hér er um að ræða pólitískt þröngan hóp sem þó nýtur stuðnings úr jafnvel ólíklegustu áttum, það er athygli vert að á því tímabili sem heimilin í landinu og flest smáfyr- irtæki hafa gengið í gegnum harkalegt samdráttarskeið þá hafa þessi fyrirtæki og stofnanir fitnað og eflst sem aldrei fyrr. Til dæmis er það umhugsunarvert að á þessu hörmungartímabili skilar Seðla- banki íslands milljarða hagnaði og eignarhaldsfélög bankanna hundruðum milljóna króna í hagn- að. Þurfa menn að leita að pening- unum sem heimilin og atvinnulífið sakna? Það má aldrei gleymast að peningar eru arður af vinnu fólks- ins. Hagnaður bankanna og stór- fyrirtækjanna er afrakstur af vinnu íslensks launafólks. Þegar spurt er um nýjar áhersl- ur, þá er svarið einfalt. Við viljum lýðræði. Við viljum jöfnuð. Við er- um lítið þjóðfélag og ríkt. Auðvit- að ætti það að vera einfalt mál að standa þannig að skiptunum að allir fái réttlátan hlut. Viljinn er fyrir hendi hjá almenningi. Til þess að tryggja jöfnuð þarf lýð- ræði í stað fámenningsveldis. Þetta er skýrt. Og þarna liggja nýj- ar áherslur. Á þessum grundvelli tölum við um nýja sókn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.