Alþýðublaðið - 04.05.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.05.1990, Blaðsíða 1
MMBUMMB STOFNAÐ 65.TOLUBLAÐ 71.ÁRGANGUR • • FOSTUDAGUR 4. MAÍ 1990 ALÞINGI: Óvíst er hvort tekst að ljúka þingstörfum á morgun, laugardag, eins og ráðgert var. Til greina kemur að þingmenn sitji í nokkra daga til viðbótar eða þá að slíta þinginu á laugardaginn og kalla síð- an saman þing í júní í sum- ar. Astæðan er sú að lítið gengur að ná samkomulagi um lög um Umhverhsmála- ráðuneyti. AKUnEYRI; Nokkrir íbúar í Lundarhverfi á Akureyri urðu fyrir miklu eignatjóni í töluverðum leysingum þar í bæ í fyrradag. Tjón eins húseigenda er t.d. metið hátt á fjórðu milljón króna. Viðlagatrygging bætir ekki þetta tjón en þolendur flóðanna hafa átt viðræður við bæjaryfirvöld þar í bæ um skaðabætur. nÆolInt I IUK; Sérstakur saksóknari í Hafskipsmál- inu, Jónatan Þórmundsson, heldur því fram að tap Utvegs- bankans vegna gjaldþrots skipafélagsins nálgist einn millj- arð króna á núverandi verðlagi. Saksóknari hefur flutt ræðu sína undanfarna sjö daga en búist er við að hann Ijúki sókninni síðar í dag. Þá gefst verjendum loksins tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri. DÆMDIRl Sex lögreglumenn voru dæmdir af herrétti í Prag í gær fyrir að hafa barið námsmenn í mótmælunum sem leiddu til falls kommúnistastjórnariannar í Tékkóslóv- akíu. Lögreglumennirnir voru dæmdir skilorðisbundið í sex til sextán mánuða fangelsisvist. JARÐÐGONG; Ef breytingatillögur meirihluta fjárveit- ingarnefndar að vegaáætlun ná fram að ganga verður allt að 47 milljónum króna varið til undirbúnings að jarða- gangagerð á Vestfjörðum á þessu ári. í ráði er að bora göng sem tengja saman Þingeyri, Suðureyri og ísafjarðar- kaupstað. Gert er ráð fyrír að framkvæmdir hefjist á næsta ári. HITTI BUSH: Forsætisráðherra Litháen, Kazimiera Prunnskiene, hitti Bush Bandaríkjaforseta að máli í 45 mínútur í Washington í gær. Forsætisráðherrann sagðist vona að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar varðandi frelsisbaráttu Litháa gegn Moskvu. „Það fer eftir þróun at- burða, hvort ég er ánægð með samræðurnar. Ég vil ekki vera of bjartsýn," sagði forsætisráðherrann eftir fundinn með Bush. Þetta er fyrsti fundur fulltrúa nýrrar ríkisstjórn- ar Litháens með Bush Bandaríkjaforseta. PÁFINNTILRÚMENÍU: Jóhannes Páll páfi mun heimsækja Rúmeníu innan þriggja ára, sagði utanríkis- ráðherra páfagarðs í gær. Fyrir fjórum dögum til- kynnti Vatíkanið að páfa- garður myndi taka upp aft- ur sambandið við Rúmeníu en það lagðist niður eftir að komrnúnistastjórnin tók við völdum 1950. Hinar 23 milljónir íbúa Rúmeníu eru allflestir í rúmensku rétt- trúnaðarkirkjunni en að sögn embættismanna páfagarðs eru um 2.8 milljónir Rúmena rómversk-kaþólskir eða grísk-kaþólskir. LEIÐARINNIDAG Leiöari Alþýðublaðsins í dag fjallar um skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál. Alþýöublaöiö er þeirrar skoöunar að skýrslan sé þungur áfellis- dómur á fjármálastjórn Þorsteins Pálssonar í ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar 1985—87. Blaðið telur ennfremur að skýrslan sé í reynd dauðadómur yfir ríkisumsvifum í atvinnumálum og peninga- og fjármagnskerfi á íslandi. Það er niðurstaða Alþýðublaðsins að aðeins einn stjórn- málaflokkur, Alþýðuflokkurinn, hafi á stefnuskrá sinni sömu lausnir og skýrsluhöfundar OECD-skýrslunnar benda á sem farsælustu leiðir út úr efnahagsvanda íslendinga. SJÁ LEIÐARA Á BLS 4: DAUÐADÓMUR YFIR RÍKIS- UMSVIFUM Atvinnulaus öðru sinni Einn þeirra mörgu „stjóra" sem ber nafnið Jón Sigurðs- son, er kenndur við Miklagarð og Stöð 2. — „Enginn já-mað- ur," segir Jón Óttar um nafna sinn, sem Verslunarbankinn sendi í raun honum til eftirlits um árið. 4 Heimsmynd hagsmunavörslu Sjálfstæðismenn eru með undarlegan málflutning í kvóta- málinu og opinbera margt um flokk sinn. — Guðmundur Ein- arsson skrifar um þessa heimsmynd hagsmunavörslu sem birtist þjóðinni í málflutn- ingi Sjálfstæðismanna. Snarpur skriffinnur Dagfinnur heitir sá snarpi skriffinnur sem lesa má á 7. síðu blaðsins daglega. Dag- finnur er maður með skoðanir, staðfastar sköðanir. Hann er maðurinn með línuna, sem þú hefur ekki efni á að vera án í þínu daglega lífi. Fundur utanríkisráöherra Atlantshafsbandalagsins Vopnin kvödd (BRUSSEL, Reuler) Fondor ulanrikisráðherra rikja Allanlshafsbandalagsins samþykkli i gær að hætta við viðamiklar áæt lanir um að endurnýja skammdrægar kjarnallaugar i Evrópu. Fundur Allantshaffsbandalagsins staðfesti ennffremur fyrri yfirlýsingar um að sameinað Þýskaland ætti að vera i Atlants- haffsbandalaginu. Niðurstöður ff undarins eru taldar hafa eflt einingu innan Atlantshafs- bandalagsins og skjéta enn frekari stoðum undir þá kenningu að kalda striðinu sé lokið. Eftir fund utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalags- ríkja í Brussel í gær, kynntu Manfred Wörner fram- kvæmdastjóri NATO og Jam- es Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna niðurstöður fundarins á fréttamanna- fundi. Wörner sagði m.a. að leiðtogar Atlantshafsbanda- lagsins myndu hittast til fund- ar í London í júnímánuði eða í byrjun júlí þar sem drög yrðu lögð að hinni stjórn- málalegu og hernaðarlegu framtíð Atlantshafsbanda- lagsins. Wörner sagði enn- fremur á fréttamannafundin- um að ákvörðun NATO-fund- arins að hætta við endurnýj- un skammdrægra kjarna- vopna myndi auðvelda lausn á vandamálum samfara fyrir- hugaðri sameiningu Þýska- lands. Bush Bandaríkjaforseti sagði í Washington í gær, að Bandaríkin myndu hætta við að þróa svonefnda Lance-áætlun (kjarnaflugar) og leggja á hilluna allar áætl- anir um endurnýjun á banda- rískum kjarnavopnum í Evr- ópu. Flestallar hinna 88 Lance-flauga eru staðsettar í Vestur-Þýskalandi. Heimildir innan Atlants- hafsbandalagsins hafa bent á, að endurnýjun skamm- drægra kjarnavopna í V-Evr- ópu hefðu enga þýðingu lengur þar er drægi þeirra (500 km) væri svo stutt að þær myndu aðeins hitta ríki í A-Evrópu sem nú eru að verða lýðræðisríki. Ákvörðun NATO-fundarins í Brussel í gær hefur dregið mjög úr ágreiningi ríkja Atl- antshafsbandalagsins um stefnuna gagnvart Sovétríkj- unum. Bandaríkin og Bret- land lögðu á það mikla áherslu í fyrra að endurnýja kjarnorkuvopn Atlantshafs- bandalagsins en önnur NATO-ríki lögðust eindregið gegn þeirri stefnu og vildu frekari samningaviðræður við Sovétríkin um eyðingu kjarnorkuvopna. Talið er ennfremur að ákvörðun NATO-ríkjanna um að hætta við endurnýjun kjarnavopna muni hraða eyðingu kjarna- vopna í Austur-Evrópu. James Baker utanríkisráð- herra Bandarikjanna hittir Wörner: Ákvörðun NATO- fundarins auöveldar samein- ingu Þýskalands. Eduard Shevardnadze í Bonn, V-Þýskalandi nk. föstu- dag á undan svonefndum „tveir plús fjórir" — samn- ingaviðræðum um öryggis- mál varðandi sameiningu Þýskalands. Engin viðbrögð höfðu komið frá Moskvu þeg- ar blaðið fór í prentun. Pravda, málgagn Kommún- istaflokksins í Sovétríkjunum varaði hins vegar í gær við því, að sameinað Þýskaland yrði aðili að NATO og sagði það yrði mesti ósigur Sovét- ríkjanna frá lokum heims- styrjaldarinnar. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sat NATO- fundinn í Brússel fyrir hönd íslands. Svmaríð Br komið Sumarið gekk i garð í gær með blíðviðri og blómum sem ríma við aesku landsins sem á eftir að auðgast og blómgast í þeirri sól og því góða sumri sem vonandi er framundan. A-mynd: E.ÓI. BREYTT ALÞYÐUBLAÐ Alþýðublaðið kemur út í breyttri mynd í dag. Breytingarnar eru í anda þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað á Alþýðublaðinu á undanförnum misserum og miða að því að gera blaðið aðgengi- legra, efnismeira og læsilegra fyrir lesendur. Auk styttri og yfir- gripsmeiri frétta hefur lesefni verið aukið og erlendar fréttir feng- ið meira vægi. Með þessum breytingum viljum við færa Alþýðu- blaðið nær nútíma blaðamennsku og þörfum lesenda nútímans. Ritstjórn Alþýðublaðsins vonarað lesendur kunni þessum breyt- ingum vel.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.