Alþýðublaðið - 04.05.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.05.1990, Blaðsíða 8
Föstudagur 4. maí 1990 MÞYBUBUBIB •••• •••• • • • • • •••• •••• • • • • • • ••••• ••• •••••••••• •••• • • • • • • • •••••••• • • • • • • • • • • • • BRUSSEL — NATO ríkin ákváðu á fundi í Brussel í gær að falla frá áætlunum um að endurnýja skammdrægar kjarnorkuflaugar í Evrópu því Ijóst væri að lok kaldastríðs- ins svonefnda myndu gera uppsetningu þeirra óhugsandi. Utanríkisráðherrarnir höfnuðu einnig hugmyndum sov- éskra stjórnvalda um að sameinað Þýskaland verði hlut- laust og ítrekuðu þá stefnu sína að það verði hluti Atlants- hafsbandalagsins. Þá var boðað til leiðtogafundar NATO ríkjanna seinni hlutann í júní eða byrjun júlí. RIGA Sovétríkin, — Lettneska þingið stefnir að sjálfstæði landsins en forseti lýðveldisins Anatoly Gorbunov varaði Eystrasaltsríkin við því að þau gætu ekki treyst á stuðning annarra ríkja. „Ríki heims munu ekki fórna því sem unnist hefur í afvopnunarviðræðum fyrir fimm milljónir Eyst- iendinga," sagði Gorbunov. Forsætisráðherra Litháen, Kazimiera Prunskiene sagði hins vegar í Washington í gær að Litháar myndu ekki fórna öllu því sem áunnist hefði til að bjarga stöðu Gorbatsjov. BEIRUT — Iran og bandamenn þeirra í Líban- on, Hisbollah samtökin hafa ásakað Bandaríkja- menn og Breta um að beita sér ekki sem skyldi til að auðvelda frelsun vest- rænna gísla sem nú eru í haldi mannræningja. Haft er eftir embættismönnum í Wiesbaden í Vestur-Þýska- landi að bandaríski gíslinn Frank Reed sem nýlega var leystur úr haldi mannræn- ingja snúi á ný til Bandsríkj- anna í dag eftir að hafa ver- ið undir læknishendi á her- sjúkrahúsi. TREBLINKA Pólland, — Forseti Vestur-Þýskalands, Ri- chard von Weizsaecker, vottaði fórnarlömbum helfarar Nasista virðingu sína í fangabúðunum í Treblinka þar sem 800,000 Gyðinga voru myrtir. M0SKVA — Að minnsta kosti 34 særðust í mótmælum sovéskra ungmenna í borginni Uzbek í Andizhan sem er í sovéska hluta Mið-Asíu þegar gestkomandi fótboltaliö mætti ekki til leiks. Hópar óeirðaseggja fóru um og eyði- lögðu og brenndu verslanir, heimili og opinberar bygging- ar, þar með talið höfuðstöðvar kommúnistaflokksins í Uzbek. CAPE T0WN Suður Afr- íka, — De Klerk, forseti landsins og Nelson Man- dela, leiðtogi þjóðarráös blökkumanna gáfu yfirlýs- ingu þess efnis að þeir hefðu átt árangursríkan fund þar sem mörg af deilu- efnum svartra og hvítra íbúa Suður Afríku hefðu skýrst. GENF — Forseti OPEC Sadek Boussena sagði aö samtök- in hefðu samþykkt að draga saman olíuútflutning um 1445 milljónir tunna á dag til að ná fram hækkun olíuverðs. Verð hækkaði um 15 sent á tunnu þegar fréttin barst um að til stæði að draga úr olíuútflutningi en hækkaði aftur þegar Ijóst varð að þessi samdráttur svaraði enganveginn minnkandi eftirspurn eftir olíu. JERUSALEM — Fyrrum varnarmálaráðherra landsins, Yitzhak Rabin skoraði opinberlega á stjórn Shimon Peres, formanns Verkamannaflokksins að ná sáttum við Palest- ínumenn. M0SKVA — Pimen, yfirbiskup rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar, síðustu í tvo áratugi lést í gær 79 ára að aldri. BUCHAREST Móðir Teresa, friðarverlaunahafi Nóbels Tlvatti menn til að sýna 20 þúsund munaðarleysingum í Rúmeníu mannlegan kærleika. Mjög illa var búið að mun- aðarlausum börnum í stjórnartíð Nicolae Ceausescu. QLAIAAT Libanon, — Líbanskir borgarar setn haldið hafa til á svonefndum mannlausu svæðum hafa hótað að halda áfram friðarbaráttu þar til hersveitir verða dregnar til baka. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Laufey E. Löve Bush óttast að Gorbatsjov kumtí að verða settur af (WASHINGTON, Reuter) George Bush, forseti Bandaríkjanna hefur lýst í gær yfir áhyggjum sínum yfir því að svo kunni að fara að Gorbatsjov verði bolað frá völdum. Hann vildi þó ekki kannast við að hafa séð skýrslu um að sovéskar herfylkingar hafi farið í kröfugöngu til að mótmæla stjórnar- stefnu Gorbatsjovs. Bush sagðist votta Gorbat- sjov virðingu sína fyrir þær miklu umbætur sem honum hefði tekist að koma í fram- kvæmd en sagði hann jafn- framt vera undir miklum þrýstingi heimafyrir, sérstak- lega hvað efnahagsmál varð- aði. Þá sagði Bush þær stund- ir koma að hann óttaðist að Gorbatsjov yrði settur af en það kynni að hafa neikvæð áhrif á áframhaldandi um- bætur í Sovétríkjunum. Haft er eftir breskum fjöl- miðlum að vestrænir hernað- arsérfræðingar hafi á fundi NATO ríkjanna í Brussel sagt frá mótmælagöngu 6000 her- deilda í úthverfi Moskvu 25 febrúar síðastliðinn. Þar munu hermenn hafa skotið úr byssum sínum í mótmæla- skyni við fyrirhugaðan niður- skurð Gorbatsjovs til her- mála. Hersveitir mótmæltu stefnu Gorbatsjovs 25. febrúar síðastlið- inn er haft eftir vestrænum hernaðarsérfræðingum. Kohl i vandræðum með kjósendur (BONN, Reuter) Helmut Kohl, kanslari Vest- ur-Þýskalands á í erfið- leikum heimafyrir með að afla loforðum við Aust- ur-þjóðverja fylgi vest- ur þýskara kjósenda. Kohl hefur fallist á að ganga mjög langt til að auðvelda þegnum Austur-Þýska- lands breytingarnar sem fylgja sameiginlegu mynt- bandalagi ríkjanna. Þá þrýsta stjórnvöld í Bonn á Austur-Þjóðverja um að hraða því að komið verði á frjálsu markaðskerfi í fram- haldi af samningum um myntbandalag. Svo virðist sem Vest- ur-Þjóðverjar sýni stöðugt minni áhuga á aö rétta bræðrum sínum í austri hjálp- arhönd og hafi jafnframt sí- fellt meiri áhyggjur af kostn- aði við sameiningu ríkjanna. Taliö er að ástæða eftirláts- semi Kohls við Austur-Þjóð- verja í samningum um mynt- bandalag ríkjanna hafi verið að gera samherjum hans, hin- um austur-þýska Kristilega demókrataflokki auðveldara fyrir í sveitarstjórnakosning- unum sem fram fara næsta sunnudag. Ljóst er að kostnaður við breytingarnar verður greidd- ur, úr vösum vestur-þýskra kjósenda en kosningar verða haldnar þar í desember og þá fæst úr því skorið hvort Oskar Eftirlátssemi Kohls viö Austur- Þjóðverja fellur ekki í góðan jarðveg meðal kjósenda. Lafontaine, kanslaraefni jafn- aðarmanna tekst að fella Kohl úr sessi. Goncz nýkjörinn þjóöhöfdingi Ungverjalands HA VEL ~LA USNIN segir leidtogi samtaka frjálsra lýörœöissinna Ný kjörið þing Ungverjalands kom saman á miðvikudag eftir fyrstu frjálsu kosningarnar i landinu i nær hálfa öld. (BUDAPEST, Reuter) Ungverska þingið hefur kosið Arpad Goncz, 68 ára rithöfund, þjóðhöfð- ingja landsins en hann sat 6 ár í fangelsi eftir að sovéski herinn bældi niður uppreisnina í Ung- verjalandi árið 1956. Goncz tekur við embætti forseta Ungverjalands þegar stjórnarskrár- breytingar hafa tekið gildi síðar á þessu ári en þar til mun hann gegna hlutverki þingforseta. Goncz hefur falið Jozsef Antall, leiðtoga Ung- verska lýðræðisvett- vangsins sigurvegara kosninganna í síðasta mánuði að mynda ríkis- stjórn. „Þetta er Havel-lausnin," sagði Miklos Haraszti, leið- togi samtaka frjálsra lýð- ræðissinna, því segja má að með þessu hafi Ungverjar fylgt fordæmi nágranna sinna Tékkóslóvakíá sem kusu leikritaskáldið Václav Havel í forsetastól. Sem kunnugt er sat Havel einnig í fangelsi í stjórnartíð kommúnista. Goncz, sem jafnframt er forseti Ungversku rithöf- undasamtakanna er einn af stofnendum samtaka frjálsra lýðræöissinna. Flokkurinn er í stjórnar- andsstöðu gegn íhalds- samri samsteypustjórn sem var mynduð af sigurvegara kosninganna, Ungverska lýðræðisvettvangnum. Lýðræðisvettvangurinn studdi Goncz engu að síður í forsetaembættið gegn því að hann héti þeim pólitískri samvinnu. Goncz sagði í blaðavið- tali eftir að hann hafði ver- ið kosinn forseti Ungversku rithöfundasamtakanna að hann væri ekki atvinnu- stjórnmálamaður. Hann sagði ennfremur: „Ég sem stjórnmálamaður og ég sem rithöfundur eru ekki tveir aðskildir menn. Þær breytingar sem nú eiga sér stað i Ungverjalandi eru uppfylling drauma minna sem stjórnmálamanns, ekki sem rithöfundar." Goncz er fæddur 10. febrúar 1922ogerkvæntur og fjögurra barna faðir. Hann er lögfræðingur að mennt og ritstýrði blaði ungra ISP í þrjú ár eða þar til hann var neyddur til aö láta af störfum eftir valda- töku kommúnista 1948. Á árunum 1949 til 1951 starfaði Goncz sem log- suðumaður og stálsmiður en hóf síðan nám við land- búnaðarháskóla en lauk ekki prófi þaðan þar sem honum var vikið úr skólan- um eftir uppreisnina 1956. Gancz var dæmdur í fangelsi 1957 en var síðan leystur úr haldi 1963 þegar honum var veitt almenn sakaruppgjöf. . Síðan hefur hann að mestu unnið fyrir sér sem þýðandi en hefur einnig skrifað skáldsögu og leikrit.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.