Alþýðublaðið - 05.05.1990, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 05.05.1990, Qupperneq 1
MWIHBUDH 66. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990 SAMEINING SJÓNVARPSSTÖÐVANNA: Ákveð- ið hefur verið að sameina rekstur Stöðvar 2, Sýnar og ís- lenska útvarpsfélagsins. f framtíðinni er fyrirhugað að þessi nýi fjölmiðlarisi reki tvær sjónvarpsrásir og tvær út- varpsstöðvar. Hlutafé í hinu nýja fyrirtæki á að verða 800 milljónir og verður það rekið sem almenningshlutafélag. Áætlað er að starfsfólk sjónvarpsstöðvanna tveggja veröi 80—90 manns, en til samanburðar má geta þess að nú starfa um 140 manns á Stöð 2. JÓN BALDVIN ÁNÆGÐUR MEÐ SVÍA: Anita Gradin viðskiptautanríkisráðherra Svía hefur fengið bréf frá Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra þar sem hann lýsir yfir fullu trausti á störf Svía í forystu EFTA. Af- tenposten í Noregi sagði frá því í fyrradag að íslendingar væru óánægðir með forystu Svía í viðræðum EFTA og EB. Þetta bréf íslenska utanríkisráðherra ætti því að róa Svía. HORNAFJÖRÐUR: Enn er straumurinn í Hornafjarðarósi að hrekkja Hornfirðinga. Að undan- förnu hefur verið dælt um 40—50 þúsund rúmmetr- um af möl upp úr innsigl- ingunni en nú á að hætta dæluvinnu. íbúar Hafnar hafa að sjálfsögðu áhyggjur af þessu máli og nú um helg- ina ætla þingmenn kjör- dæmisins og samgöngu- málaráðherra aö líta á aðstæður í Hornafirði. Einnig eru nú staddir á Hornafirði Vita og hafnamálastjóri og starfs- menn hans til að líta á aðstæður. EVRÓPUKRAFTUR Á ÍSLANDI: Evrópumeistara- mót í kraftlyftingum hófst í Valsheimilinu í Reykjavík í gær. Þar etja sterkustu menn álfunnar við lóðin og meðal ís- lenskra keppenda eru Magnús Ver Magnússon, Hjalti Árnason og Kári Elíson. ÞINGILYKURIDAG: Að öllum líkindum tekst aö Ijúka þingstörfum í dag því samkomulag náðist um að lög um verkefni ráðuneytis umhverfismála. Þar með komast þing- menn í sumarfrí á réttum tíma. ÍSLENSK MENNING í ÞÝSKALANDI: íslensk menningarsýning var opnuð í í Köln í V-Þýskalandi í fyrra- dag. Þessi sýning mun síðan flakka á milli fleiri þýskra borga á næstunni. í Köln eru sýnd verk eftir rúmlega 40 íslenska myndlistarmenn. ZAGBREB: íslendingar ásamt fjórum hinum Norður- löndunum sendu inn mótmæli til forráðamanna Evrópu- söngvakeppninnar vegna þess að Lúxemborg og nokkur önnur lönd notuðu segulbandsupptökur á æfingu en það er bannað samkvæmt reglum keppninnar. Annars hlaut ís- lenska lagið góðar viðtökur á lokaæfingu í gær og var m.a. kosið besta lagið af fjölmiðlafólki. Sjá nánar um Söngva- keppnina á bls. 3. UFFE ELLEMAN JENSEN: utanríkisráðherra Dana dró það mjög í efa í gær að samkomulag væri innan ráð- herranefndar EB að hefja viðræður við EFTA í sumar. ítalski starfsbróðir hans var hins vegar á öðru máli og kvaðst ekkert sjá því til fyrirstöðu að hefja viðræður í júní- mánuði. LEIÐARBNN Í DAG Er kalda stríðinu lokið? spyr Alþýðublaðið í leiðara í dag. Alþýðublaðið spyr þessarar spurningar í kjölfar ákvörðunar fundar utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsins í fyrradag. Alþýðublaðið er þeirrar skoðunar að NATO hafi með þessari ákvörðun tekið ákveðið forystuhlutverk í afvopn- unarmálurn sem áður var í höndum Gorbatsjovs. Samtímis varar Alþýðublaðið við of mikilli bjart- sýni, einkum vegna versnandi stöðu Gorbatsjovs heima fyrir. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: ER KALDA STRÍÐINU LOKIÐ? 2 Hjartaknúsari til Reykjavíkur Tom Jones, sá frægi popp- ari kemur til Reykjavíkur eftir helgi, — hann er með meiri háttar hjartaknúsurum heims- ins. Lesið FÓLK á næstu síðu. Morðmálið Er eitthvað bogið 3 upplýst 4 við íslenska stálið? Telja má víst að morðmálid í Reykjavík sé upplýst. Einn gæsluvarðhaldsfanganna, annar þeirra sem kærði til Hæstaréttar, játaði á sig sök í gær. ISvo virðist sem stálfram- leiðsla á íslandi orki tvímælis — Það er einfaldlega of lítið framboð af brotamálmumhér Hollustuuernd og Heilbrigdiseftirlitid deila JARDVEGSSÝNI EYÐILÖGÐUST Eftir að upp komst um PCB mengun í rafspennum á athafnasvæði endur- vinnslufyrirtækisins Hringrásar við Kletta- garða í Reykjavík á síðasta ári, var ákveðið að veita fyrirtækinu hvorki endan- legt starfsleyfi né heldur byggingarleyfi, en fyrir- tækið hefur sótt um að fá að byggja á svæðinu. Fyrst þurfti að taka jarðvegs- sýni áður en byggingar- leyfi yrði veitt. Jarðvegs- sýnin voru tekin á síðasta ári, en þegar til kom voru hvorki Hollustuvernd rík- isins né heldur Heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkurborg- ar tilbúin að borga fyrir sýnatökuna né heldur greininguna á henni. Sýn- in eru orðin ónýt, fyrir- tækið bíður eftir leyfi til að hefjast handa, Hollustu- verndin og Heilbrigðiseft- irlitið karpa enn um fram- kvæmd sýnatökunnar. Katrín Fjeldsted, formaður heilbrigðisráðs Reykjavíkur, segir að Hollustuverndin hafi tekið sýnin, komið svo til borgarinnar og heimtað að hún borgaði. Það hafi ekki verið hægt að fallast á það. Fiugieiðir fá nýja Boeing-vél Flugleiðir tóku í gær á möti annarri Boeing 757 vél sinni. Það var Vigdís Finnbogadótt- ir forseti sem gaf vélinni nafn- ið Fanndis. Vigdisi var boðið til Seattle að taka móti vélinni en þar notaði forsetinn einnig tækifærið að heilsa upp á fé- laga í íslendingafélaginu þar í borg. a.m.k. ekki fyrr en skorið væri úr því formlega í hvers verkahring málið væri. Holl- ustuverndin á ekki peninga til að framkvæma verkið seg- ir Birgir Þórðarson. Ef Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur á að sjá um málið verður það að vera án afskipta Hollustu- verndar segir Katrín Fjeld- sted. Hollustuvernd vill meina að það sé eðlilegt að fyrirtækið beri kostnaðinn að hluta. Stanslausar bréfaskriftir hafa farið fram á milli þessara aðila í allan vetur a.m.k., án þess að lausn hafi fengist. Enda er hér um dýrt verk að ræða, rándýra sýnatöku og enn dýrari greiningu, sum- part hérlendis, sumpart er- lendis. Á meðan bíður fyrir- tækið eftir byggingarleyfi, hefur enn ekkert formlegt starfsleyfi, en starfar sam- kvæmt óformlegu leyfi. Starfsleyfið hefur tafist vegna þessa máls með jarðvegssýn- in segir Birgir Þórðarson. En hann segir um leið að í raun komi starfsleyfið jarðvegs- sýnunum ekki beint við. Glötuðu synirnir snúa heim Mikill fögnuður virtist ríkja hjá þingflokki Sjáfstæðisflokksins þegar glötuðu synirnir, þeir Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson, sneru heim til föðurhúsanna. Þeir gengu til liðs við Borgarflokkinn eftir að faðir Inga Björns, Albert Guðmundsson, sagði skilið við Sjálfstæðisflokk- inn vegna deilna við formanninn Þorstein Pálsson. Þeir félagar sem á sinum tíma sögðu sig úr Borgarf lokknum og stof nuðu nýjan flokk, Frjálsly nda hægrimenn, tilkynntu það siðdegis í gær að þeir væru gengnir i Sjálfstæðisflokkinn. Af myndinni að dæma eru þeir hæst ánægðir með að vera komnir inn í þingflokk Sjálfstæöisflokksins. A-mynd: E.ÓI. Þessir hressu krakkar, voru meöal þeirra fjölmörgu grunnskólanemenda í Reykjavík, sem tóku þátt í íþróttahátíð grunnskolanna í Reykjavík í gær. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.