Alþýðublaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.05.1990, Blaðsíða 12
MMÐUBLMÐ Laugardagur 5. maí 1990 RITSTJÓRN » 681866 - 83320 FAX 82019 • •• •••• • • ••••• •••• •••• • • •••• •• ••• •••• • • • •••• •••• • • •••• •• • •••• ••• • •••• • • AÞENA — Gríska þingið kaus Constantine Karamanlis, forseta landsins i gær. Karamanlis hlaut 153 atkvæði af 300 í seinni umferð kosninganna, en honum nægði einfaldur meirihluti. Karamanlis sem er 83 ára á langan feril að baki sem stjórnmálamaður. Hann hefur tvívegis verið forsætis- ráðherra landsins og var forseti þess á árunum 1980 til '85. Karamanlis er að miklu leyti þakkað það að lýðræði var komið á að nýju í Grikklandi 1974 eftir sjö ára einræði. Hann er jafnframt stofnandi Nýja lýðræðisflokksins sem vann meirihluta á gríska þinginu í kosningunum 8 apríl síðastliðinn. BONN — Utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Kduard She- vardnadze og James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna komu til Bonn í gær þar sem þeir munu taka þátt í svokölluðum tveir plús fjórir viðræðum sem hefjast á morgun. Shevardnadze sagði að hann myndi þrýsta á að sameinaö Þýskaland verði hlutlaust en lét að því liggja að málamiðlun af hálfu Sovétmanna kæmi til greina. ST0KKH0LMUR — Sænsk yfirvöld hugleiða nú að af- henda indverskum stjórnvöldum hluta leyniskýrslu þar sem sænsku hergagnaframleiðendurnir, AB Bofors, eru sakaðir um að hafa mútað indverskum embættismönnum til að tryggja að vopnasamningur gerður árið 1986 kæmist örugglega í höfn. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem sæti eiga í stjórnarskrárnefnd sænska þingsins sameinuðust á fimmtudag um að leggja til að skýrslan verði afhent. Til þessa hefur minnihlutastjórn jafnaðarmanna endurtekið hafnað beiðni indverskra stjórnvalda um að fá skýrsluna afhenta. Forsvarsmenn AB Bofors hafa staðfastlega neitað ásökunum um að mútum hafi verið beitt. AUSTUR-ÞÝSKALAND — Sveitastjórnarkosningar verða haldnar á morgun sunnudag í Austur-Þýskalandi og þar með lýkur breytingum í átt til lýðræðis. BONN — Vestur-Þýskum iðnaði var forðað frá örkumlun þegar samnið var við verkalýðsfélög um nýjan taxta og vinnutíma. Samningurinn leiddi til hækkunar á verðbréfa- markaðinum í Frankfurt. Opinberir embættismenn og hagfræðingar hafa þó varað við að spilin kunni að snúast á ný, sérstaklega með tilliti til eftirgjafar Kohls kanslara við Austur-Þjóðverja vegna sameiningar þýsku rikjanna. BELGRAD — Þúsundir mótmæltu í gær persónudýrkun fyrrum leiðtoga kommúnista, Josip Broz Tito, þegar hans var minnst er 10 ár voru liðin frá dauða hans. Sírenur vældu þegar klukkan var fimm mínútur yfir þrjú síðdegis í gær en fáir fótgangendur eru sagðir hafa numið staðar til að votta Tito virðingu sína. WESTERPLATTE — Pólland, Forseti Vestur-Þýska- lands, Richard von Weizsaecer, sem staddur er í Póllandi til að leggja fram sáttatillögu Þjóðverja við Pólverja, lagði blóm á þann stað þar sem Þýskar hersveitir hófu seinni heimsstyrjöldina. STILLWATER — Oklahoma, Bush, forseti Bandaríkj- anna, gerði ýtarlega grein fyrir tillögum um hvernig leggja megi niður öll kjarnorkuvopn í Evrópu, þegar hann ræddi framtíð NATO við háskólanemendur í Oklahoma i gær. BUKAREST — Sovéska lýðveldið Moldavía hyggst opna landamærin til Rúmeníu í einn dag til að gera þegnum landanna kleift að hitta vandamenn sína eftir 45 ára að- skilnað. BUDAPEST — Hernaðarbandalög NATO og Warsjár- bandalags ríkjanna hafa fallið frá þvi opna lofthelgi sína fyrir gagnkvæmu eftiriitsflugi 12 maí eins og gert hafði verið ráð fyrir í svo nefndum „Open Skies" sáttmála. EKLENDAR FRETTIR Umsjón: Laufey E. Löve Eyðing skammdrægra flauga i siónmáli Hernaðarmálaraðherrar NATO-ríkjanna munu meðal annars ræöa um kjarnorkuvopn í Evrópu á fundi í Kanada í næstu viku. Líklegt er talið að NATO muni fallist á að eyða öll- um skammdrægum kjarn- orkuvopnum sem nú eru staðsett í Evrópu í viðræð- um við stjórnvöld i Moskvu á næsta ári. Þetta er haft eftir háttsettum embættismanni hjá At- landshafsbandalaginu eft- ir að bandalagið sam- þykkti á fimmtudag að falla frá endurnýjun skammdrægra kjarnorku- flauga sem flestar eru staðsettar í Vestur-Þýska- landi. Breytta stefnu bandalags- ríkjanna 12 má rekja til breyt- inganna í Austur-Evrópu og þess að Sovétríkin eru ekki lengur talin sú hernaðarlega ógn sem áður. Að sögn emb- ættismannsins er sú afstaða nú ríkjandi innan bandalags- ins að ekki verði þörf á skammdrægum skotvopnum í Evrópu þegar til lengri tíma er litið þar eð skotmörk þeirra eru ríki Austur-Evr- ópu. Til þessa hefur NATO talið viðræður við Moskvu um eyðingu skammdrægra vopna lítt fýsilegar vegna þess hversu takmarkað vop- anmagn um er að ræða og jafnframt tekið fyrir alla ein- hliða fækkun vopna. Hernaðarmálaráðherrar NATO ríkjanna funda í Kan- ada í næstu viku. Verður stað- an í afvopnunarmálum á dag- skrá ráðherranna og er talið hugsanlegt að samþykkt verði að fækka fallbyssum búnum kjarnaoddum stað- settum í Evrópu. Leiðtogar kjarnorkuvelda Evrópu, Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands og Mitt- errand, forseti Frakklands, lýstu yfir í lok sameinginlegs fundar í gær að ríkin tvö ætli að auka hernaðarsamvinnu landanna. Mun samvinnan taka til allra hernaðarsviða þar með talin kjarnorku- vopna. Fram kom í yfirlýsingu leið- toganna að þeir styddu tillög- ur Bush um að skammdræg- ar kjarnorkuflaugar staðsett- ar í Vestur-Þýskalandi verði ekki endurnýjaðar. Thatcher sem hefur til þessa verið fylgjandi endurnýjun vopn- anna sagði að þessa fækkun kjarnorkuvopna í Evrópu yrði að vinna upp með öðr- um hætti. Þriggja daga viðræðum Nelson Mandela og F.W. Klerk lauk i gær. Sudur-Afríka Lausn pólitískra fanga í sjónmáli (CAPE TOWN, Reuter) Nel- son Mandela, leiðtogi Afr- íska þjóðarráðsins féllst á tillögu F.W. de Klerks, for- seta landsins um leið til að leysa pólitíska fanga úr haldi. í tilkynningu leiðtoganna kom fram að sett yrði á stofn nefnd beggja aðila til að semja um frekari útfærslu málsins. Stefnt er aö því að nefndin ljúki störfum fyrir 21 þessa mánaðar. Þá féllust stjórn- völd i Pretoríu á það skilyrði Afríska þjóðarráðsins að end- urskoða öryggislög sem nú eru í gildi þannig að tryggður verði réttur til eðlilegrar pól- itískrar þátttöku. Ekkert var látið uppi um hvort ætlunin væri að af- nema 4 ára neyðarástandslög í landinu. Né um skæruhern- að þjóðarráðsins gegn hvíta minnihlutann en de Klerk hafði áður en viðræðurnar við Mandela hófust sagt það forgangsmálefni af sinni hálfu. Lettar lýsa yfír sjálfstæði sínu (RIGA, Sovétríkin, Reuter) Lettneska þingið lýsti Lett- land sjálfstætt iýðveldi í gær. Yfirlýsingin er fyrsta skrefið í átt að sambands- slitum við Sovétríkin. Atkvæði féllu þannig að 138 voru hlynntir, enginn á móti og einn sat hjá þegar greidd voru atkvæði um hvort taka ætti í gildi fjögur ákvæði úr stjórnarskrá lands- ins sem var i gildi þegar Eystrasaltsrikin þrjú voru innlimuð í sovéska ríkjasam- bandið árið 1940. Fyrsta grein gömlu stjórnarskrár- innar hljóðaði þannig: „Lett- land er sjálfstætt lýðveldi." 57 þingmenn sniðgengu at- kvæðagreiðsluna. Til að koma til móts við stjórnvöld í Moskvu ákvað lettneska þingið að láta frek- ari útfærslur á sjálfstæði landsins bíða tvíhliða við- ræðna við Moskvu. Þá hafa Eistlendingar frest- að því að lýsa Eistland sjálf- stætt ríki en hafa þess í stað tilkynnt að þeir séu að hefja aðlögunarskeið sem endi með því að Eistland verði lýst sjálfstætt ríki. Bresku sveitastjórnarkosningarnar Thatcher bíður afhroð (LONDON, Reuter) Breski Ihaldsflokkurinn undir forystu Margarétar Thatc- her bauð mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosning- unum sem fram fóru á fimmtudag. Stjórnmála- skýrendur kenna nýjum mjög óvinsælum nefskatti Thatchers um ósigur íhaidsflokksins. Thatcher sagðist þó telja niðurstöður kosninganna já- kvæða fyrir flokk sinn þar sem Verkamannaflokkurinn fékk ekki það mikla fylgi sem honum hafði verið sjjáð í skoðanakönnunum. Ihalds- flokkurinn stæði að hennar mati vel og hefði möguleika á að sigra næstu þingkosning- ar. Fulltrúi Verkamanna- flokksins, Peter Mandelson sagði úrslitin stórkostlegan sigur fyrir flokkinn. Hann benti á að hefðu þetta verið þingkosningar hefðu úrslitin þýtt að íhaldsflokknum hefði verið bolað frá völdum. Thatcher segist engu að síður bjartsýn á að Ihaldsflokknum takist að halda velli í næstu þingkosningum. Kosningabaráttan snérist að miklu leyti um nýja nef- skattinn sem er arftaki eign- arskatts. Nýja skattinum sem er ætlað að fjármagna stað- bundna þjónustu er af mörg- um talinn mjög óréttlátur þar sem hann leggst jafnt á alla óháð tekjum manna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.