Alþýðublaðið - 07.05.1990, Síða 1

Alþýðublaðið - 07.05.1990, Síða 1
JUHUUBD 67. TOLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR Z. MAÍ 1990 HJÚKRUNARFRÆÐINGAR standa nú í samninga- viðræðum við ríki og bæ um kjaramál. Hjúkrunarfræðing- arnir vilja fá tryggingu inn í samninga sína þannig að laun þeirra hækki, ef sambærilegi hópar í þjóðfélaginu fá launa-' hækkun. TEKKAR vilja komast inn í Evrópubandalagiö. Þeir hafa undirritað samninga við Bandalagiö og lýstu tékknesku fulltrúarnir yfir áhuga á að verða meðlimir í EB fyrir alda- mót. NORSK KREPPA: Hægri flokkurinn hefur lýst yfir stuðningi við aðild landsins að EB. Þetta hefur hleypt illu blóði í samstarfsflokkana í ríkisstjórninni, Kristilega þjóð- arflokkinn og Miöflokkinn, því þeir telja þessa yfirlýsingu stríða gegn stjórnarsáttmálanum. Þar er gert ráð fyrir við- ræðum EFTA og EB en ekki inngöngu í EB. Jan P. Syse, for- sætisráðherra og formaður Hægri flokksins, hefur dregið úr yfirlýsingunni og segir hana ekki skipta máli. AGREININGUR I EB: Deila er komin upp á milli Ráð- herraráðs EB og Framkvæmdaráðs Bandalagsins um af- stöðuna til EFTA. Ráðherrarnir telja framkvæmdastjór- ana, með Jaques Delors í fararbroddi, bafa haldið uppi harðlínustefnu gegn EFTA og vilja hraða viðræðum þess- ara tveggja bandalaga um evrópskt efnahagssvæði. TAPINORSKU FISKELDI: Tap í norsku fiskeldi nam á milli 15—20 miljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Þetta hefur komiö mjög illa við mörg byggöarlög og marga banka en tap hefur verið á fiskeldinu allar götur síðan 1988. MÝGRÚTUR AF NEFNDUM: Það eru starfandi 560 nefndir á vegum íslenska ríkisins. Flestar þeirra eru á veg- um Menntamálaráðuneytisins, 153, Heilbrigðisráðuneytið er með 56 á sínum snærum og Alþingi er með 42 nefndir. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Mál- fríðar Sigurðardóttur og Danfríðar Skarphéðinsdóttur rétt fyrir þinglok. HAFIS : Landsins forni fjandi er enn að ergja sjómennina. Vegna þrálátrar vestanáttar hefur hafísinn þröngvað tog- urunum frá grálúðumiðunum fyrir vestan og eru þeir flest- ir farnir á aðrar veiðar. GUNNAR FLOVENZ hefur verið skipaður formaöur Sildarútvegsnefndar. Hann hefur veriö framkvæmdastjóri nefndarinnar síðan 1959. Við- starfi hans sem fram- kvæmdastjóri tekur Einar Benediktsson. HÆSTIRETTUR ákveður í dag hvort ástæða sé til þess að staðfesta ákvörðun undirréttar um gæsluvarðhald yfir manni vegna morðsins í Stórageröi. Tveir mannanna kærðu úrskurðinn en fyrir helgi játaði annar mannanna aö hafa verið á staönum og dró síðan kæru sína til baka. Komið hefur fram að sá sem játaði vann eitt sinn á bensín- stöðinni við Stórageröi. BÍLBELTI í AFTURSÆTI: Frá og með 1. október næst- komandi verða allir farþegar í aftursætum bifreiða að vera með spennt bílbelti. Það voru þingmenn úr öllum flokk- um, með Salome Þorkelsdóttur í fararbroddi, sem fluttu þessa tillögu á þingi og var þetta samþykkt rétt fyrir þing- lok. Þess má geta að Salome var einnig í fararbroddi þeirra þingmann sem komu bílljósanotkun 24 tíma á sólarhring i gegnum þingið fyrir nokkrum árum. LESÐARSNNIDAG Alþýðublaðið fjallar um þinglausnir í dag. Alþýðu- blaðið telur að fráfarandi þing hafi afgreitt mörg og mikilvæg stjórnarfrumvörp sem marka tíma- mót í sögu þjóðarinnar. Alþýðublaðið telur árang- ur ríkisstjórnarinnar mikinn í heild og að lagður hafi verið grundvöllur að nýju framfaraskeiði á ís- landi. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: VIÐ ÞINGLOK. Hin súru vínber Nýr fjölmiölarisi Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir í um- ræðugrein söguna af refnum sem gekk i víngarð um upp- skerutímann og náði ekki að klófesta vínberin og sagði þau súr. Jón segir að þessi saga gildi um stjórnarandstööuna, Árni Samúelsson heitir mað- ur, fyrrum landsliðsmaður i handbolta, bióeigandi í Kefla- vík, síðan bíókóngur í Reykja- vík, — nú haslar hann sér völl sem risi í nútíma fjölmiðlun. Við drögum upp nærmynd af Árna í blaðinu í dag. 500 og 1000 ára fundi Ameríku fagnad: 5 Aukablað um Suðurland Aukablað um Suðurland fylgir Alþýðublaðinu í dag. Kynnt eru þau helstu mál sem heitast brenna i Suðurlands- kjördæmi fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar. , Leifur-heppni og Kolumbus voru báðir synirNorðmanna Rómanskar þjóðir hyggjast fagna því árið 1992 að þá eru liðin 500 ár frá því að Kólumbus fann Ameríku. A sama tíma eru Islendingar og Norðmenn að hugsa um að halda á lofti minningu Leifs- heppna Eiríkssonar og fundi hans á Vínlandi hinu góða um það bil 500 árum áður. Hér er um afar viðkvæmt „diplómatískt" mál að ræða. ísléndingar og Norömenn hafa löngum hvorir um sig viljað eigna sér Leif-heppna. Norömenn viðurkenna að Leifur sé fæddur á íslandi og því Islendingur að því leytinu til og virðast því leggja meiri áherslu á að hann sé norrænn landkönnuður. Þó svo að Norömenn og íslendingar geti sameinast um að halda Fjáraukalög 1990: Breyttar forsendur —nývinnu- brögð Það heyrir til nýmæla að fjáraukalög séu samþykkt á því ári sem þau taka tii. Það var í fyrsta skipti í haust að fjáraukalög voru samþykkt fyrir yfirstand- andi ár. Nú eru þau sam- þykkt að vori og því fengin leiðrétting á þeim liðum fjárlaga sem þegar hefur orðið breyting á eða breyttar forsendur liggja fyrir. Áður fyrr voru fjáraukalög iðulega samþykkt löngu eftir aö fjárlagaáriö var liðið. I raun var þingið með því ein- göngu að leggja blessun sína yfir þá umframeyðslu ríkisins sem þegar var orðin stað- reynd. Þá hefur þaö komiö oft og iðulega fyrir að Alþingi hefur samþykkt lög sem hafa í för með sér kostnað umfram gildandi fjárlög án þess aö þau hafi verið tekin formlega til endurskoðunar. Með þeim kjarasamning- um sem voru gerðir í vetur breyttust forsendur fjárlaga en í þeim var áætlað að verð- bólgan á árinu yrði um 16—17%. Nú er hins vegar reiknað með aö veröbólgan verði um 2,0—3,5% minni en ráögert var fyrir kjarasamn- inga. minningu Leifs Eiríkssonar á loft er málið engu að síður viðkvæmt gagnvart Róm- önsku þjóðunum og þá sér- staklega Itölum og Spánverj- um. Suður-Evrópuþjóðirnar hyggjast sigla eftirlíkingum af skipum Kolumbusar frá Spáni til Ameríku í tilefni minning- ar fundar Kolumbusar á Am- eríku. Hugmyndir hafa veriö á lofti um að samhliöa þeirri skipalest yrðu send tvö, þrjú víkingaskip. Samkvæmt heimildum blaðsins er nú þó frekar hugað að senda vík- ingaskip norðurleiðina frá Noregi með viðkomu á Is- landi og Grænlandi til Amer- íku. Norrænir höfðingar vilja ekki spilla gleði ítala og Spán- verja beggja vegna Atlants- ála þegar þeir fagna fundi Kólumbusar. Umræddar þjóðir vinna nú aö því bak viö tjöldin að ná samkomulagi um hvernig þessara tíma- móta verði minnst svo ekki komi til árekstra. Það er kannski Norðmönn- um huggun harmi gegn að þrátt fyrir íslenskt þjóðerni Leifs Eiríkssonar hefur komið fram að Kolumbus var sam- kvæmt heimildum blaðsins sonur Norðmanns. Sá á að hafa verið frá Bergen og flust til Genoa á Spáni. Þrátt fyrir að Norðmenn geti nú eignað sér Kolumbus aö nokkru eins og Leif Eiríksson eru þeir staðráðnir i að halda minn- ingu Leifs á lofti með Islend- ingum þegar blóðheitir Suð- ur-Evrópubúar fagna fundi Kolumbusar á Ameríku. Þeir vilja bara ekki egna sunnan menn um of né spilla veislu- gleði þeirra. Það mun því væntanlega reyna á diplóma- tíska hæfileika viðkomandi þjóða svo þetta geti allt fariö fram í mesta bróðerni. — I sjöunda himni — Þau Sigriður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson eru aö sjálfsögðu í gleðivimu eftir glæsilegan árangur i Zagreb i Evrópusöngvakeppninni. Fjóröa sætið er besti árangur íslands til þessa og það sæti var ekki sist þeim Sigríði og Grétari að þakka. Skúfí heitir nú Sir Watter Gissur Sigurðsson fréttamaður útvarps- ins náði stuttu samtali við landa vorn einn í Seattle í Washington í Bandaríkjunum í síð- ustu viku. Sá maður heitir í raun Skúli Jóns- son, er fjallríkur fram- leiðandi tilbúinna húsa, sem hann selur m.a. til Japan. Skúli þessi átti í erfiðleikum með nafnið, Kanar gátu ekki sagt Skúli. Fór hann því að kalla sig Sir í staðinn, bætti við Walter, sem er gott og gilt enskt nafn. Loks tók hann upp nafnið Lindal, enda ættaður úr Línakradal í Húna- þingi. Útkoman var því góð, — í stað þess að heita Skúli Jónsson hét maðurinn Sir Walter Lindal. Landar okkar vestra hitta Sir Walter þann mæta öldung á góðum stundum, — en kalla hann ævinlega Valda!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.