Alþýðublaðið - 07.05.1990, Síða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1990, Síða 3
Þriðjudagur 8. maí 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR j HNOTSKURN SKOÐAR ALUMAX: Jón Sigurðsson iðnaöarráð- herra er á fundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í Washington. Mun hann ávarpa fundinn fyrir hönd Norðurlandanna og fjalla um þróunarverkefni bank- ans og aðstoð við lönd í S-Afríku. Á morgun mun ráðherr- ann halda til Suður Karólínu þar sem hann skoðar álver Al- umax í Mount Holly. Á fimmtudag heldur Jón Sigurðsson síðan til Atlanta í Georgíufylki og mun eiga viðræður við Paul E. Drack, aðalforstjóra Alumax. Heim kemur ráð- herra á föstudag. H-STUÐNINGUR: Birtingarmenn héldu aðalfund sinn á laugardag. Fundurinn lýsti yfir stuðningi við sameiginleg framboð jafnaðar- og félagshyggjumanna um land allt. Birting styður framboð Alþýðubandalagsins og annarra jafnaðarmanna utan höfuðborgarinnar þar sem ekki tókst að koma á sameiginlegu framboði. Sérstaklega er lýst yfir stuðningi við H-listann í Reykjavík, lista Nýs vettvangs, sem verður helsta andstöðuaflið gegn flokksræði sjálf- stæðismanna. í stjórn Birtings: Árni Páll Arnason, Hrafn Jökulsson, Kjartan Valgarðsson, Margrét S. Björnsdóttir, Mörður Árnason, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Svan- fríður Jónasdóttir. DYR MATVARA: Það er dýrt að vera Vestfirðingur —• að maður tali ekki um að vera Áustfirðingur. Verðlagsstofnun hefur kannað verðlag í matvöruverslunum úti á landi og borið saman við verðið á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstað- an er sannast sagna hrikaleg. Austfirðingar borga 6.2% meira en Reykvíkingar, Vestfirðingar 6.1% meira fyrir mat- vöru sína. Svo bregður við að Skagamenn greiða 0,7% minna fyrir mataraðdrættina en Reykvíkingar og ná- grannar. Skýring mun sú að á Akranesi eru hugsandi kaup- menn, sem staðgreiða vöruinnkaup sín, — og taka ekki viö plastkortum sem greiöslu. 105TONN ASTONG: Á síðasta ári veiddu veiðimenn landsins 30.082 laxa á stöng og vó aflinn rétt um 105 tonn. Tvær ár sem renna i Faxaflóa voru aflasælastar í fyrra, Laxá í Kjós (2133 laxar) og Elliðaár (1773). Laxá í Aðaldal með 1619 veidda laxa var i þriðja sæti. I ám við Faxaflóa bar sem fyrr talsvert á eldislaxi, mest í Botnsá 47%, 30% í Flliðaám. GRUNDARKJÖRSÆVINTÝRI ÚTI: Verslunarrekst- ur Grundarkjörsbúðanna, sem voru orðnar. 6 talsins í tæp- lega tveggja ára sögu fyrirtækisins er búinn að vera. Kaup- menn i Reykjavík hafa talið reksturinn „ótrúlegan" og sagði einn þeirra í samtali við Alþýðublaðið í gær að slík ævintýri í rekstri gætu einfaldlega ekki blessast, allra síst í verslun með matvörur. Of lítið eigið fé — of stór lán af gráa markaðnum, — útkoman væri síðan gjaldþrot, sagði þessi kaupmaður. DAUÐASLYS : Tveir ungir menn létu lífiö í slysi á Suður- landsvegi í fyrrakvöld. Voru þeir á ferðinni skammt frá Hveragerði, þegar þeir lentu á langferðabifreið sem var að beygja af aðalveginum inn á veginn upp að Ölfusborgum. Hinir látnu voru ungir menn, 20 og 21 árs gamlir. KOSNINGASLAGUR: í Hafnarfirði er kosningaslagur hafinn af kappi, — og hófst í raun eins og vera ber, með knattspyrnuleik Guðmundar Árna, bæjarstjóra og liös Þor- gils Óttars, minnihlutans. Fóru leikar svo aö lið bæjarstjóra burstaði minnihlutaliðið með 5 mörkum gegn einu. Á myndinni er Magnús Jón Árnason að sýna Ellerti Borgari, sjálfstæðismanni, hvernig á að afgreiða boltann í netið. Ný lög um félagslega íbúdakerfid: Býðuruppá nýja valkosti Merkt frumvarp um fé- lagslega húsnæðiskerfið var samþykkt sem lög frá Alþingi á laugardaginn. Þar eru samræmd lög um féleglegar íbúðarbygging- ar og í þeim að finna ýmis nýmæli. Félagsmálaráð- herra, Jóhanna Sigurðar- dóttir, hefur beitt sér fyrir því að koma þessu máli í höfn. Nýju lögin taka til bygging- ar félagslegra kaupleigu- íbúða, félagslegra eignar- íbúða (verkamannabústaða), félagslegra leiguíbúða og al- mennra kaupleiguíbúða. Stjórnir verkamannabústaöa verða lagðar niður en i þeirra stað koma húsnæðisnefndir sveitarfélaga og verða þá all- ar félagslegar ibúðirbygging- ar undir sömu stjórn. Samkvæmt lögunum hækkar framlag Húsnæðis- stofnunar úr 85% í 90% af verði félagslegra íbúða og sveitarfélögin sem leggja fram þau 10% sem upp á yantar fá nú hlut sinn endur- greiddan sem þau fengu ekki áður. Með þessum nýju lög- um gefst mun betra ráðrúm en áður að mæta þörf og ósk- um hvers og eins hvað varöar búsetuform. Breytingar á lögum um raforkuver: Virkjanaáform fyrirliggjandi rísi hér á landi nýff álver Breytingar á lögum um raforkuver voru sam- þykktar á Alþingi á á síð- asta degi þingsins. Um er að ræða breytingar á lög- unum vegna fyrirhugaðr- ar nýrrar álbræðslu á ís- landi og að hægt verði að mæta aukinni raforkuþörf verði af samningum. Verði af því að hér á landi verði reist 200 þúsund tonna álver er gert ráð fyrir að auk Blönduvirkjunar verði ráðist í Fljótsdalsvirkjun, stækkun Búrfellsvirkjunar, 5. áfanga Kvíslarveitu og stækkunar miðlunar i Þórisósi. Þá er gert ráð fyrir stækkun Kröflu- virkjunar og 1. áfangi Nesja- vallarvirkjunar, takist samn- ingar við Hitaveitu Reykja- víkur um samrekstur virkjun- arinnar við raforkukerfi landsins. Jón Sigurðsson iðnaðarráö- herra hefur lagt áherslu á að takist samningar við Atlan- tal-hópinn um að reisa hér ál- ver verði virkjanaáform fyr- irliggjandi. Með breytingun- um á lögunum um orkuver er hægt að hefjast handa um undirbúning og framkvæmd- ir við virkjanir um leið og/ef fyrir liggur að hér verði reist álver. Alþingi: 30 lög afgreidd á tveimur dögum Alþingi Islendinga lauk seint á laugardaginn með því að forseti ísland Vigdís Finnbogadóttir sleit 112. löggjafarþingi íslendinga. Miklar annir voru síðustu dagana á þingi og um 30 mál afgreidd sem lög tvo síðustu daga þingsins. Þrátt fyrir titring og óvissu um afgreiðslu ýmissa þing- mála fór svo að lokum að það tókst að afgreiða flest þeirra sem mikilvægust þóttu. Af stóru málunum sem afgreidd voru má nefna; frumvarp um stjórn fiskveiða og frumvarp tengt þvi um Hagræðingar- sjóð sjávarútvegsins, frum- varp um yfirstjórn umhverfis- mála, frumvarp um Húsnæð- isstofnun ríkisins er tekur til félagslega íbúðakerfisins, frumvarp um raforkuver og frumvarp um heilbrigðisþjón- ustu. Þingið i vetur er búið aö vera æöi stormasamt og gengið á ýmsu. Mjög óljóst var um meirihlutastuöning við ýmis stjórnarfrumvörp en svo fór að lokum að þau náðu í gegn, sum hver eftir víðtæk- ar breytingar og málamiðlan- ir. Einkum hefur mikill styrr staðið um frumvarp um yfir- stjórn umhverfismála. Eins hafa lög um stjórn fiskveiöa verið umdeild en það tókst samstaða um nokkurs konar millilendingu með ákvæöi um endurskoöun laganna. Tom Jones á íslandi: ,,Lofa fólki mjög góðri skemmtun" Hinn fimmtugi Tom Jon- es er mættur til landsins og heldur fimm tónleika á næstunni á Hótel íslandi. Hann virkaði afslappaöur og yfirvegaður á blaða- mannafundi í gær og kvaðst geta lofað áhorf- endum góðri skemmtun á þessum tónleikum. „Ég blanda saman gömlum og nýjum lögum þannig að sem fiestir ættu að fá eitt- hvað við sitt hæfi,“ sagði söngvarinn heimsfrægi. Með hjartaknúsaranum frá Wales eru hvorki fleiri né færri en 26 aðstoðarmenn, þar af níu tónlistarmenn og þrír söngvarar. Fyrstu tón- leikarnir verða í kvöld en söngvarinn síglaði heldur síð- an af landi brott eftir ná- kvæmlega viku. Tom Jones býr nú í Banda- ríkjunum ,,af hagkvæmnis- ástæðum", eins og hann orð- aði það, en bætti því síðan við að skattastefna stjórnvalda í Bretlandi hefði á sínum tíma hálf-hrakið hann frá Bret- landi. Hann hefur hins vegar ekki sagt skilið við fæðingar- land sitt, Wales, því á síðasta ári keypti hann þar hús og þangað fer hann til tveggja vikna dvalar eftir að hafa glatt eyru íslenskra söng- áhugamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem söngarinn kemur til Islands. Hann sagðist ekki vita mikið um landið en kvaðst þó muna eftir því að í landaíræðitím- um í barnaskólanum hefði verið rætt um að allur ísinn væri á Grænlandi en það græna væri á íslandi. ,,Þó er ekki hægt að segja annað en mér lítist vel á landið þegar sólin skín í heiði,“ sagði söng- arinn víðfrægi sem brætt hef- ur hjörtu kvennaá tæp þrjátíu ár.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.