Alþýðublaðið - 07.05.1990, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.05.1990, Qupperneq 4
4 ViÐHORF Þriðjudagur 8. maí 1990 MPÍDMHÖIÐ Armúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Flákon Flákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið VIÐ ÞINGLOK Alþingi íslands hefur lokið störfum og þinglausnir farið fram. Það sem einkennt hefur liðiö þing er fyrst og fremst afgreiðsla mikil- vægra stjórnarfrumvarpa sem marka mikinn árangur stjórnarsam- starfsins. Þingið er ennfremur minnisstætt fyrir fádæma málefnafá- tækt stjórnarandstöðunnar; persónulegra árása og endalauss mál- þófs um þingsköp í stað málefnalegra umræðna. Ríkisstjórnin hefur náð verulegum árangri frá því að endurreisnar- starfið hófst eftir skipbrot ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Komið hefur verið í veg fyrir fjöldaatvinnuleysi og rekstur atvinnuveganna hefur verið tryggður. Viðskiptahallinn hefur farið minnkandi og er orðinn sá minnsti sem náðst hefur á samdráttarári um langan tíma. Vextir hafa lækkað og verðbólgan komin undir 10 % og stefnir enn neðar. Nafnvextir hafa lækkað úr 35 % um mitt ár í fyrra í 14 % í dag. Vaxtabyrði einstaklinga og fyrirtækja hefur stórminnkað. Verðbólg- an stefnir í að vera sú lægsta í 20 ár. I kjölfar betri aðstæðna og jafnara efnahagsástand hefur einnig náðst verulegur árangur á öðrum sviðum. Gerðir hafa verið söguleg- ir og skynsamlegir kjarasamningar sem marka tímamót í viðræðum aðila vinnumarkaðarins; sannkölluð þjóðarsátt. Mikilvægar breyt- ingar hafa verið gerðar á stjórn fiskveiða þar sem ítrekað er að fiski- stofnarnir eru sameign þjóðarinnar. Ný skref hafa verið stigin í utan- ríkismálum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur leitt viðkvæmar viðræður EFTA- og EB-ríkjanna með miklum sóma og hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir víða um heim. í kjölfarið hefur verið lagður grundvöllur að markvissri þátttöku Islands í Evr- ópusamvinnu. Bylting hefur verið gerö í húsnæðismálum íslendinga með lagasetningu að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra með húsbréfum, kaupleiguíbúðum og fleiri félagsleg- um íbúðum. Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur gjörbylt bankakerfinu á íslandi með umbótum á fjármagnsmarkaði og með því að undirbúa jarðveginn fyrir sameiningu banka; á undan- förnum tíu mánuðum hefur bönkum fækkað úr sjö í þrjá. Iðnaðarráð- herra hefur ennfremur undirbúið nýtt stórvirkjana- og stóriöjuskeið á íslandi með samþykkt svonefnds virkjanafrumvarps. I heild gefur ríkisstjórnin verið ánægð með árangurinn á liðnu Alþingi. NÆRMYND Árni Samúelsson bíókóngur: Ódrepandi vinnuþjarkur Árni Samúelsson er einn iþeirra manna sem byrjað hefur smátt og allt margfaldast í höndunum á. Það er eiginlega sama hverju hann kemur ná- lægt. Hann bryddaði upp á fjölda nýjunga í viðskipta- og verslunarlífinu í Keflavík þeg- ar hann bjó þar. Hann varð bíó- kóngur á skömmum tíma og nú er hann orðinn einn aðalmað- urinn í fjölmiðlarisanum sem verður til á næstu dögum og vikum. Lykillinn að þessari vel- gegni er vinnusemi og ósér- hlífni annarsvegar, dirfska og hraði hinsvegar. Árni er verslunarskólagenginn, og hlaut þar menntun sem komið hefur í góðar þarfir. Á skólaárun- um var Arni í hópi fremstu manna í handknattleik, Ármenningur í húð og hár, mikil skytta. Hann lék landsleiki með handboltalandslið- inu í kring um 1960, en auk þess var hann körfuknattleiksmaður, og þar í fremstu fylkingu. Árni flutti til Keflavíkur um miðjan 7da áratuginn, kona hans erfði Nýja Bíó í Kefjavík og þar urðu fyrstu kynni Árna af bíó- rekstri. Hann lét þó ekki þar við sitja og varð fljótlega einn um- fangsmesti maðurinn í viðskipta- og verslunarlífinu í Keflavík. Hann rak skemmtistað, stofnaði fyrstu verslunarmiðstöðina í Keflavík, Víkurbæ svo dæmi séu tekin. Og alltaf rak fjölskyldan bíóið með- fram. Árni vakti fyrst verulega athygli þegar hann reisti Bíóhöllina í Breiðholtinu og hóf þar rekstur ár- ið 1982 — þetta var og er stærsta bíó á landinu og Árni hefur ekki setið auðum höndum síðan. Hann keypti Austurbæjarbíó og gerði það upp og kallaði Bíóborgina. Á tíma leigði hann Nýja Bíó gamla í Lækjargötu þar sem hann gerði tilraun til að reka sal fyrir listræn- ar bíómyndir. Pað gekk ekki og Árni segir sjálfur að sér hafi þótt það miður að það skyldi ekki geta gengið. í stóru bíóunum hefur Árni Samúelsson hefur byggt upp veldi sitt með griðarlegri vinnu. Sumir segja að hann taki sér aldrei fri — „hann vinnur langan vinnudag og ráðstafar honum vel", segir mað- ur úr viðskiptalífinu við Alþýðu- blaðið. A-mynd: E.ÓI. hann lagt mesta áherslu á banda- rískar afþreyingarmyndir sem reynst hefur honum giska vel. Páll Jónsson, sparisjóðsstjóri í Keflavík, sem þekkir Árna vel til margra ára, segir að hans helsta einkenni sé dugnaðurinn. Undir það tekur Lýður Friðjónsson for- stjóri Vífilfells, en þeir hafa staðið saman í samningaviðræðum um sameiningu Stöðvar 2 og Sýn hf., sem nú hafa gengið eftir. Páll seg- ist efast um að Árni taki sér nokk- urn tíma fri, nema tengt vinnunni, það er ef hann er á ferð í útlönd- uin, tekur hann kannski nokkra daga meðfram. „Hann er óbilandi vinnuþjarkur," segir Páll. Árni væri ekki þar sem hann er nema með mikilli vinnu — hann hefur alltaf unnið langan vinnu- dag og ráðstafað þeim degi vel segir einn af viðmælendum Al- þýðublaðsins í viðskiptalífinu. Hann er bráðduglegur, kann sitt; fag og er afar heill í viðskiptum bætir sami maður við. Þegar Árna ber á góma nefna allir vinnusemina og Páll Jónsson sagði við Alþýðublaðið að á þeim árum sem Árni var í Keflavík hafi sér virst sem lítið annað hefði komist að hjá honum nema vinn- an. Árni hefur skilað þeim anda til barna sinna og venslamanna því frægt er orðið að öll fjölskyldan stendur saman i bíórekstrinum og allir leggja þar sitt af mörkum, standa jafnt í dyrunum og rífa af miðum sem stjórna fjármálunum. Árni hefur gríöarleg sambönd í kvikmyndaheiminum. Hann viö- urkennir það sjálfur og undir það taka kunnugir í þessum bransa. Árni segir varðandi Sýn, að hann hafi alltaf vitað að þegar hann og Goði Sveinsson, fyrrum innkaupa- stjóri Stöðvar 2, myndu leggjast á eitt, þá næðu þeir góðum samn- ingum fyrir Sýn. Sem kom á dag- inn, Sýnarmenn voru snöggir að kippa frá Stöð 2 samningum við risastóra aðila á kvikmyndamark- aðnum, t.d. Time/Warner sem einnig eru með marga mjög vin- sæla framhaldsþætti á sínum snærum. Árni var lykilmaður í Sýn. Menn segja að hann geti í raun ráöið því hvort sjónvarpsstöð veröur góð eða vond, svo sterk séu viðskipta- tengsl hans. Árni gerir ekki mikið úr jjessu sjálfur en neitar því þó ekki. Hann segir hinsvegar frá því að undir hans stjórn hafi ísland orðið mikilvægara viðskiptaland sumum kvikmyndaverum en miklu mannfleiri lönd. Gróðinn hér er meiri, þrátt fyrir mannfæö- ina. Petta er í raun dæmigert fyrir Árna. Það virðist allt leika í hönd- unum á honum í viðskiptalífinu. Enda liggja ótaldar vinnustundir að baki hjá vinnuþjarknum og bíó- kóngnum. Vinnan hefur verið honum allt. RADDIR Hefur þú hugsaö þér aö gerast áskrifandi aö nýrri sjónvarpsrás Sýnar sem fyrirhugaö er aö hleypa af stokkunum nœsta haust? iGyða Dröfn Tryggvadóttir 27 ára dagskrárgeröarmaöur „Nei, ég býst alls ekki við því. Ástæðan er sú að ég hef nóg ann- að að við tímann að gera og sagði reyndar upp áskrift að Stöð 2 vegna þessa. Reyndar tel ég að markaðurinn sé fullmettur þannig að ég á eftir að sjá þriðju stöðina standa undir sér." Bernharöur Sturlaugsson 56 ára húsyöröur „Ég er ekki einu sinni með Stöð 2 þannig að ég á ekki von á því að bæta Sýnar-rásinni við. Reyndar skil ég ekki að fólk hafi tíma til að fylgjast með öllu þessu fjölmiðla- flóði þannig að ég skil varla að enn ein sjónvarpsrásin geti staðið undir sér." Hafsteinn Gunnarsson 26 ára raf- iðnaöarnemi „Námslánin duga varla til að lifa þannig að ég sé nú varla að ég fari aö bæta við mig kvikmyndarás. Reyndar hefði ég ekkert á móti því að hafa bæði Stöð 2 og Sýn-rásina en þetta er spurning um pening. Þetta bjargast að vísu alltaf nú því þegar eitthvað áhugavert er í Stöð 2 fer ég í heimsókn til foreldranna og fæ að horfa á sjónvarpið hjá þeim." Pétur Kristjánsson 56 ára leigu- bílstjóri „Það er spurning hvaða kjör þessi nýja sjónvarpsrás býður upp á. Ég er með Stöð 2 og ef þessi nýja stöð getur boðið upp á pakka á hagstæðu verði gæti ég vel trú- að að þessari þriðju rás verði bætt inn í heimilishaldið. Reyndar ætla ég að sjá til hvað rásin býður upp á áður en ég tek ákvörðun um það." Markús Örn Antonsson 47 ára utvarpsstjori „Ég er mjög vantrúaður á aö það verði nokkur þriðja rás á boð- stólnum hér í framtíðinni. Þess vegna verð ég að svara þessari spurningu neitandi. Hins vegar er ég með myndlykil og hef veriö með hann frá því að Stöð 2 hóf göngu síðan. Reyndar hefur það dregist að borga mánaðargjaldið að undanförnu þannig að mynd- lykillinn hefur nú ekki komið að miklum notum."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.