Alþýðublaðið - 07.05.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.05.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. maí 1990 VIOHORF 5 „Það er árangur að tekist hefur aö lækka vexti. Verðbólgan er þegar komin undir 10% og stefnir í 6—7% á árinu. Nafnvextir af skuldabréfum hafa lækkað úr 35% um mitt ár i fyrra í 14% nú. Vaxtabyröi venjulegrar fjölskyldu af íbúð hefur lækkað um mörg þúsund á mánuði. Horfur eru að verðbólga veröi hin minnsta í tut- tugu ár," skrifar Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra m.a. í grein sinni. ÞAU ERU SUR — sagöi refurinn um vínberin sem hann náöi ekki til Nú, að loknu þingi, er eðlilegt að menn spy r ji: Fy r- ir hvað verður þessa þings minnst? Verður það fyrir málþóf þess hluta stjórnarand- stöðunnar sem sl og æ heimtar umræðum um þing- sköp — um umbúðir en ekki innihald? Eða verður þessa þings minnst fyrir ákvarðanir, sem hafa leitt til mesta stöðugleika i islensku efna- hagslifi i áratugi og fyrir virkjanafrumvarpið og nýja fiskveiðistefnu, sem gefa vonir um varanlegar framfarir og betri lifskjör á næstu árum. Jón Sigurdsson iönaöar- og viöskiptaráöherra skrifar Sagan mun skera hér úr. En það verður nú ljósara með hverjum degi að ríkisstjórnin er að ná verulegum árangri. Það er bjartara framundan. Lítum eitt og hálft ár aftur í tím- ann. Þá tefldi stjórnarandstaðan fram spámönnum sínum og spekingum og flutti þjóðinni kreppuboöskap: Það verður stórfellt atvinnuleysi og hrun. Þið missið vinnuna. Þið missið húsin. Árangur hefur náðst Það var spáð lokun fyrirtækja og allsherjarhruni atvinnuveg- anna um allt land, fjöldaatvinnu- leysi í stíl kreppuáranna og óða- verðbólgu. Sem betur fer hafa spárnar ekki ræst. Arangurinn af starfi stjórnarinnar er að koma í ljós á hverjum degi. Það er árangur, að komið hef- ur verið í veg fyrir fjöldatvinnu- leysi og rekstur atvinnuveganna tryggður. Nú eru batnandi at- vinnuhorfur. Það er árangur, að nú er minnsti viðskiptahalli, sem náðst hefur í samdráttarári um langt ára- bil. Batnandi viðskiptakjör munu einnig stuðla að jáí<væðri þróun efnahagsmála. Það er árangur, að nú er minnsti viðskiptahalli, sem náðst hefur í samdráttarári um langt ára- bil. Batnandi viðskiptakjör munu einnig stuðla að jákvæðri þróun efnahagsmála. Það er árangur, að tekist hefur að lækka vexti. Verðbólgan er þegar komin undir 10% og stefnir í 6—7% á árinu. Nafnvextir af skuldabréfum hafa lækkað úr 35% um mitt ár í fyrra í 14% nú. Vaxta- byrði venjulegrar fjölskyldu af íbúð hefur lækkað um mörg þús- und krónur á mánuði. Horfur eru á að verðbólgan verði hin minnsta í tuttugu ár. Þótt ótvíræður árangur hafi þannig náðst er Ijóst að víða er vandi á höndum. í einstökum landshlutum og atvinnugreinum er ástandið enn erfitt. En það sem upp úr stendur er að með sam- stilltu átaki ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins tókst að hnekkja hrakspám þeirra, sem ekki þorðu að hefja leikinn en kjósa nú sumir að tefja hann. Forysta og félagsmenn verka- lýðshreyfingarinnar sýndu sann- arlega hugrekki, styrk og ábyrgö sem tryggði skynsamlegustu samningagerð síðustu áratuga. En það er ekki nóg að ná tökum á vandamálum líðandi stundar. Við verðum að ná tökum á verk- efnum morgundagsins, búa í hag- inn fyrir framtíðina. En það er ein- mitt hægara nú vegna þess að viö höfum náð betra jafnvægi í efna- hagsmálum. Þá gefst svigrúm til að sinna langtímaverkefnum. Og á því sviði erum við einnig að ná árangri og þar eru stór verk- efni framundan. Látum verkin tala_______________ Við erum að gera mikilvægar breytingar á stjórn fiskveiða. Það er ítrekað að fiskistofnarnir eru sameign þjóðarinnar. Komið er til móts við það sjónarmið að rjúfa beri tengsl milli skips og kvóta og gjald komi fyrir veiðiheimildir til aukinnar hagkvæmni. Þá er fund- in skynsamleg leið til að bregðast við byggðavanda vegna sölu skipa eða kvóta úr byggðarlagi. Rökin sem Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og ýmsir aðr- ir forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins, hafa telft fram gegn þessum tillögum voru eingöngu þau, að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi vildu ekki samþykkja þær. í þessu felst mikill misskilningur á hlut- verki stjórnmálamanna. Þeir eru ekki kosnir til þess að gæta sér- hagsmuna heldur til að gæta al- mannahagsmuna. Við höfum látið verkin tala með markvissum undirbúningi að þátttöku Islands í Evrópusam- vinnu undir forystu utanríkisráð- herra. Þar er einna mikilvægast, að tryggja íslenskum útflutnings- vörum — ekki sist fiski — greiðan aögang að markaði en einnig að opna íslenskan fjármagnsmarkað og gefa íslenskum fyrirtækjum að- gang að fjármagni á heimsmark- aðskjörum eins og erlendum keppinautum þeirra. Við höfum látið verkin tala í húsnæðiskerfinu með breyting- um, sem loks gætu lagt grunn að eðlilegri lausn þeirra mála hér- lendis, með húsbréfum, kaup- leiguíbúðum og fleiri félagslegum íbúðum. Við höfum látið verkin taia i bankakerfinu og gert það færara um að sinna fólki og fyrirtækjum. í tuttugu ár var talað um að bank- arnir væru of margir og smáir. A tíu mánuöum höfum við fækkaö þeim úr sjö í þrjá. Landslag at- vinnu- og viðskiptalifs hefur gjör- breyst á síðustu misserum. Sam- eining og aukin hagkvæmni eru lykilorðin. Þessar breytingar koma í kjölfar umbóta á fjár- magnsmarkaði. Við höfum líka látið verkin tala með undirbúningi að nýju stórvirkjana- og stóriðjuskeiði á Is- landi. Virkjanafrumvarpið hefur veriö samþykkt. Það er að því stefnt að iáta drauminn um stór- virkjun á Austurlandi rætast um leið og haldið er áfram með Búr- fells- og Blönduvirkjanir og virkj- uð jarðgufa á Nesjavöllum. Undirstaða velferðar Nú er næstum aldarfjórðungur liðinn frá fyrstu framkvæmdum við álverið í Straumsvík og einn og hálfur áratugur frá því að járn- blendiverksmiðjan á Grundar- tanga var reist. Síðan hefur verið hlé í eflingu stóriðju. Meðal annars af þessum sökum hefur dregið úr hagvexti hér á landi. Þetta er allt of langt og dýrt hlé! Nú ætlum við að hefjast handa. A næstu vikum mun framhaldið ráðast. Vonandi nást samningar um byggingu álvers fyrir haustið. Alverið og framkvæmdir tengdar því geta aukið hagvöxt á ný og komið í veg fyrir að við drögumst aftur úr nágrannaþjóðum okkar með lífskjör. Orkufrek stóriðja er alls ekki allsherjarlausn í atvinnumálum, en hún verður að vera snar þáttur í atvinnuuppbyggingu til þess að tryggja að ísland haldi sínu fólki i samkeppni þjóðanna. Við megum aldrei gleyma því að traustur efnahagur er undirstaða velferðarkerfisins, sem við höfum byggt upp og þurfum að halda áfram aö efla og bæta. Það ætti að vera okkar þjóðar- stolt að viðhalda og efla heilbrigð- iskerfi sem án efa er með því allra besta í heiminum. Við þurfum líka á næstunni að snúa okkur að því af krafti að koma á sanngjörnu og samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn. Á sama hátt og góðar almanna- tryggingar og mannúðlegt heil- brigðiskerfi eru ómissandi hluti af hollu félagslegu umhverfi í nú- tímaþjóðfélagi er heilnæmt nátt- úrulegt umhverfi — hreint og fag- urt land — mikilvægur þáttur í góðum lífskjörum. Þess vegna er krafan um um- hverfisvernd sett á oddinn. Þess vegna hrífst þjóðin meö í átaki til landverndar og skógrækt- ar eins og nýleg dæmi sanna. Þess vegna hefur ríkisstjórnin stofnsett sérstakt umhverfisráðu- neyti og verk þess munu standa löngu eftir að allir eru búnir að gleyma ómerkilegu skæklatogi um verkefnaskrá þess. Súru vinberin___________________ Þið hafið öll heyrt málflutning stjórnarandstöðunnar á þingi og í fjölmiðlum í vetur. Um hann þarf í raun og veru ekki að hafa mörg orð. Um slíkan málflutning er fjallað í einni af frægustu dæmisögum Es- óps. Þar er lýsing, sem hæfir vel þeim mönnum sem í orðum gera lítið úr því sem þeir gátu ekki sjálf- ir. „Refur stalst inn í víngarð um uppskerutímann, til þess að gæða sér á sólbökuðum vínberjum. En þau héngu svo hátt uppi, að hann náði þeim ekki. Hann tók undir sig hvert stökkið á fætur öðru, en allt kom fyrir ekki. Loksins snautaði hann í burtu og sagði um leið og hann fór: „Þetta gerir ekkert til, þau eru súr.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.