Alþýðublaðið - 07.05.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.05.1990, Blaðsíða 6
6 SMÁFRÉTTIR Þriðjudagur 8. maí 1990 Eiga íslendingar að kaupa erlend verðbréf? Fjárfestingarfélagið gengst fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 17. maí nk. um erlend verð- bréfaviðskipti og þá nýju möguleika sem slíkar fjárfest- ingar gætu haft í för með sér fyrir íslendinga. Sérfróðir aöilar, innlendir og er- lendir, munu koma fram og varpa ljósi á þessa möguleika, sem sjóðs- stjórnendur, fyrirtæki og einstak- lingar standa frammi fyrir í dag. Erlendis hefur þróunin í verð- bréfaviðskiptum veriö hröð, miklu hraðari en hérlendis. Hefur þetta Hæöir hafa yf irleitt þýtt blitt og sólrikt veöur — en ekki lengur. Nú virðist þykk þoka allsráöandi i hæðinni. Þokan er þéttust úti viö ströndina, en nær skammt inn á landiö, en hefur þó kælandi áhrif. Inn til landsins er reiknað meö heiðríkju í dag. Veðurstofan reiknaöi meö aö búast mætti viö 16 stiga hita viöa á landinu þar sem þokan er ekki að angra fólk. Myndin er af þokunni að læöast inn frá Fossvogi, — það rétt grillir i háhýsin i Hamraborg í Kópa- vogi. A-mynd: E.ÓI. gerst í takt við stórbætta fjar- skiptatækni og aukið frjálsræði í viöskiptum milli þjóða. ,,Eigi íslenskt viðskiptalíf að dafna verða íslendinga að taka þátt í því að rjúfa viðskiptahömlur og auka frelsi í viðskiptum. Með slíkum breytingum munu fjöl- breyttari ávöxtunarmöguleikar standa íslendingum til boða og tækifæri gefast til að ávaxta fjár- muni í erlendum verðbréfum jafnt sem innlendum", segir Gunnar Óskarsson hjá Fjárfestingarfélagi íslands. Með kaupum á erlendum verö- bréfum á áhætta í ávöxtun fjár- muna að minnka, sem hlýtur aö vera keppikefli í sveiflukenndu þjóðfélagi. Avöxtun fjármagns á að aukast innanlands, erlend ávöxtun á að geta gefið mun meiri arð en innlend, t.d. er meðalávöxt- un hlutabréfa í Bretlandi um það bil 10%. Erlend bréf á markaði hér gætu ennfremur komið á meira jafnvægi í efnahagslífi okkar. Meðal fyrirlesara verða Jón Sig- urðsson, viðskipta- og iðnaðarráð- herra, Sten Westerberg frá En- skilda Securities og John Ster frá Lloyds Investment Int'n. Hafnfirdingar mœla mengun: Hverfandi mengun á Hvaleyrarholti Undanfarna mánuði hafa Hafnfirðingar verið með meng- unarmælingar á Hvaleyrarholt- inu til að kanna hvaða áhrif ál- verið í Straumsvík hefur hvað varðar brennisteinstvíildið í andrúmloftinu þar. í þeim nið- urstsöðum sem fyrir liggja er brennisteinstvíildiðsmengun á Holtinu langt fyrir neðan ströng- ustu viðmiðunarmörk. Niðurstöður mælinga frá því í nóvember fram í mars sýna mesta mengun 12.6 míkrógrömm á rúm- metra á dag en stöngustu viðmiðun- armörk eru 50 míkrógrömm. Það vekur athygli að þá tvo daga sem brennisteinsmengunin nær 12 míkrógrömm er suðvestanátt en ál- verið er suðaustur af Hvaleyrarholt- inu. Reyndar fer mengunin aðeins ör- fáadaga á þessu tímabili yfir 5 míkrógrömm og af þeim stendur átt af álverinu í fimm daga. Þá daga mældist brennisteinsmengunin frá bilinu 5,4—11,6 míkrógrömm. Sam- kvæmt þeim niðurstöðum sem að þegar liggja fyrir er því langur veg- ur frá því að brennisteinstviildiðs- mengun á Hvaleyrarholtinu nálgist stöngustu viðmiðunarmörk. RAÐAUGLÝSINGAR ^ RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í lagn- ingu 11 kV jarðstrengs á milli aðveitustöðvar við Hóla í Hornafirði og ratsjárstöðvar á Stokksnesi. Lengd strengs er u.þ.b. 12,7 km. Verktími: Júní og júlí. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins við Álaugareyjarveg 11, Höfn og Laugavegi 118, Reykjavík frá og með mánudegin- um 7. maí 1990 gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Þrátt fyrir að útboðið sé opið eru einungis tilboð tekin til greina frá verktökum, sem taka þátt í skoð- unarferð um væntanlegt vinnusvæði þann 11. maí nk. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitn- anna á Höfn fyrir kl. 14.00, mánudaginn 21. maí 1990, og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóð- enda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK-90004, Strenglögn Hólar — Stokksnes". Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Floldksitarfið Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Tillaga uppstillingarnefndar til stjórnarkjörs í Al- þýðuflokksfélagi Reykjavíkur liggur frammi á skrif- stofu flokksins, Hverfisgötu 8—10 frá 8—10. maí 1990. Á þessum tíma geta félagsmenn komið með við- bótartillögur studdar af 10 fullgildum félagsmönn- um. Uppstillingarnefnd. Garðabæjarkratar og aðrir velunnarar Kosningaskrifstofa A-listans í Garðabæ, Goðatúni 2, verður opinn þessa viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.00—22.00 og laugardag 13.00—16.00, sími 43333. FUJ Reykjavík Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 8. maí kl. 20.30 í Félagsmiöstöð jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10. Fundarefni: Sveitarstjórnarkosningarnar, önnur mál. Sýnum samstöðu og mætum öll. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn, þriðjudaginn 15. maí nk. kl. 20.30 á Holiday Inn. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning stjórnar 3. Önnur mál. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.