Alþýðublaðið - 07.05.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.05.1990, Blaðsíða 8
MBlIIiBD Þriðjudagur 8. maí 1990 RITSTJÓRN «y 681866 - 83320 FAX 82019 •••• •••• • • • • • •••• •••• • • • • • • • •••• a • • •••• •< • • • • •• • KAIRO — Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra átti fund með leiðtogum Egiptalands um málefni Miðaust- urlanda og samskipti íslands og Egiptalands í Kaíró, höfuð- borg landsins í gær. Steingrímur hitti fyrst Hosni Mubarak forseta Egiptalands að máli og síðar,samstarfsmann hans Atef Sedki. Sedki sagði fréttamönnum eftir fundinn að Steingrími hefði verið kynnt afstaða stjórnvalda í Kaíró til lausnar á deilum Araba og Israelsmanna. Sedik sagði Stetngrím hafa lýst yfir stuðningi íslendinga við stefnu Egipta í málefnum Miðausturlanda þegar hann ræddi við Mubarak. Steingrímur fundar með Yasser Arafat, leiðtoga Palistínumanna í Túnis síðar í vikunni. MOSKVA— Þing Lettlands kaus sér nýjan forsætisráð- herra, Ivar Godmanis, aðalverkefni ríkisstjórnar hans verður að fara fyrir þjóðinni í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins. BEIRUT — Sautján manns voru myrtir, þar af fimm manns sem leitað höfðu skjóls í sprengjuskýli í austurhluta Beirút þegar fylkingar kristinna bárust á banaspjótum í borginni í gær. Heimildir segja að auk þess hafi og 31 særst í átökunum. WASHINGTON — Sameinað Þýskaland á ekki aðeins að vera hluti Atlantshafsbandalagsins heldur er eðlilegt að þar verði áfram staðsett kjarnorkuvopn er haft eftir aðal- ritara Atlantshafsbandalagsins Manfred Woerner. Woern- er gaf þessa yfirlýsingu skömmu áður en hann gekk á fund með George Bush til að ræða framtíð NATO. Hann taldi eðlilegt að kjarnorkuvopn sameinaðs Þýskalands yrðu undir eftirliti NATO eins og kjarnorkuvopn Vestur-Þýska- lands eru nú. WASHINGTON - Fulltrúar fátækra og ríkra þjóða heims áttu fund í gær þar sem rætt var um aukið framlag efnaðari þjóða til Alþjóða gjaldeyrissjóösins. Bandaríkja- menn og bandamenn peirra hafa haldið fram mjög ósveigj- anlegri stefnu gagnvart skuldugum löndum sem neitað hafa að greiða lán sín. LOÍMDUN — Flugvél Díönnu prinsessu af Wales þurfi að nauðlenda á Gatwick flugvelli í gær vegna rafmagnsbilun- ar í stjórnbúnaði flugvélarinnar stuttu eftir að vélin hóf sig á loft. Prinsessan var á leið til ítalíu þar sem hún hittir eig- inmann sinn Charels Bretaprins en þaðan munu þau halda til Búdapest í opinbera heimsókn. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar fara í opinbera heimsókn til Austur-Evrópu. BONN — Stjórnvöld í Bonn leiða nú hugann að því að flýta allsherjarkosningum í Þýskalandi eftir að úrslit sveit- arstjórnarkosninganna í Austur-Þýskalandi og afstaða Sov- étmanna til sameiningar landsins lá fyrir. Líkur Helmut Kohls á kanslarasæti í sameinuðu þýskalandi eru taldar hafa aukist. VESTUR-BERLIN — Nasistaveiðarar segja Vestur-Þýsk stjórnvöld hafa varið miklu fé til þess að fanga Josef Schwammberg, fyrrum yfirmanns fangabúða SS sveíta Nasista. Þá kemur fram í yfirlýsingu þeirra að Hermann Abs, mikilvirtum bankamanni hafi verið meinað að stíga á bandaríska grund. JERUSALEM — Yitzhak Shamir, forsætisráðherra segir ísraeli aðeins geta átt vinsamleg samskipti við þau ríki sem lýsa sig andvíg Frelsissamtökum Palestínu. Shamir sagðist líta á höfnun ríkja á PLO sem mælikvarða á vináttu við ísraelsmenn þegar hann ræddi við gestkomandi hollenska þingmannanefnd í gær. SEATTLE — Sex fjallgöngumenn frá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína sem vilja beita sér fyrir friði á jörð og klífa nú Mount Everest eru komnir í 8,847 metra hæð að sögn talsmanns hópsins. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Laufey E. Löve Lettland: Sovéskir skríðdrekar keyra um götur Rigu (MOSKVA, Reuter) Sovésk- ir skriðdrekar keyrðu grá- ir fyrir járnuin gegnum Rigu, höfuðborg Léttlands í gærmorgun á mesta anna tíma, rétt ádur en lett- neska þingið átti að koma saman í fyrsta sinn eftir að sjálfstæði landsins var lýst yfir á föstudag. Sovétmann sögðu herfylk- inguna þátt í æfingu til undir- bunings hátíðarhaldanna á morgun í tilefni af því að þá eru liðin 45 ár frá því banda- menn báru sigurorð af Þjóð- verjum í seinni heimsstyrj- öldinni. Lettar telja heræfing- ar sovétmanna hins vegar yf- irskin og til þess eins ætlaða að ógna lettneskum stjórn- völdum. Anatolijs Gorbunov, forseti Lettlands kvað yfirlýsingu þingsins um sjálfstæði Lett- lands í áföngum gefa svigrúm til umræðna bæði innanlands og við yfirvöld í Moskvu í ræðu sem útvarpað var um stóran hluta Sovétríkjanna á sunnudag. Ekki lá fyrir í gær hver við- brögð Sovétmanna við sátta- viðleitni Letta yrðu en Gor- bunov, forseti Lettlands sagði engar breytingar á stjórnar- farslegri stöðu eða á efnahagi landsins yrðu teknar án sam- ráðs við þegna landsins. Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna sem hefur for- dæmt sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa og Eistlendinga, segir yfirlýsingu Letta brjóta í bága við stjórnarskrá Sovétríkj- anna. Gorbatsjov hefur ítrek- að bent á að Eystrasaltslýð- veldin þrjú geti nýtt sér rétt sinn samkvæmt stjórnar- Lettar eru teknir að óttast efnahagsþvinganir Sovét- manna og f regnir fara af því að fólk sé tekið að hamstra ýms- ar nauðsynjavörur. skránni til að ganga úr sov- éska ríkjasambandinu með því að boða til þjóðarat- kvæðagreiðslu þar sem sam- þykki tveggja þriðju hluta íbúa þarf til að úrsögnin öðl- ist gildi. Að sögn lettneska útvarps- ins er talsverðs ótta tekið að gæta meðal íbúa höfuðborg- arinnar og er fólk farið að hamstra vörur til að undirbúa sig undir efnahagsþvinganir Sovétmanna. Lettar eru líkt og nágrann- ar þeirra Litháar og Eistlend- ingar háðir Sovétríkjunum um olíu, gas. Talsmaður lettneska þings- ins hvatti íbúa Rigu til að leiða hátíðahöldin þann 9 maí hjá sér og bætti við að þannig mætti komast hjá uppþotum. Genscher, utanríkisrádherra Vestur-Þýskalands: Vesturhluti sameinaðs Þýskalands verður í A tlantshafsbandalaginu (BONN, Reuter) Vestur- hluti sameinaðs Þýska- lands verður aðili að N ATO burt séð frá því hvað kann að semjast um hernaðar- lega stöðu landsins í fram- tíðinni sagði Hans-Diet- rich Genscher, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýska- lands í útvarpsviðtali síð- asta sunnudag. Genscher sagði leiðtoga- fund helgarinnar þar sem fjórveldin og þýsku ríkin tvö funduðu um framtíð samein- aðs Þýskalands, marka tíma- mót. Þar lýsti Eduard She- vardnadze því yfir að Sovét- menn féllust aldrei á að af sameiningu þýsku ríkjanna gæti orðið, án þess að ákvörðun um hernaðarlega stöðu landsins hefði verið tekin. Genscher kvað þetta þó ekki breyta afstöðu stjórn- valda í Bonn um að Vest- ur-Þýskaland verði áfram hluti Atlantshafsbandalags- ins. Sovétmenn hafa til þessa haldið þeirri kröfu til streitu að sameinað Þýska- land verði hlutlaust en báru á fundinum fram tillögu um að sameinað þýskaland yrði hluti beggja hernaðarbanda- laganna, NATO og Varsjár- bandalagsins. Tillaga Sovét- manna var felld af hinum fimm ríkjunum sem sátu við- ræðurnar í Bonn. Genscher tók fram að sam- einað Þýskaland muni standa við allar skuldbindingar Austur-Þýskalands við Sovét- ríkin og að hagsmunir Sovét- ríkjanna yrðu virtir hvort sem um væri að ræða öryggis eða efnahagslega hagsmuni. Austur-Þýskaland: Kristilegir demo- kratar tapa fylgi Genscher fullyrðir að staðið verði við skuldbindingar Aust- ur-Þýskalands við Sovétríkin. (AUSTUR-BERLIN, Reuter) Kristilegir demókratar, flokkur Lothar de Maizi- ere, forsætisráðherra Austur-Þýskalands hélt stöðu sinni sem stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins í sveitarstjórnarkosn- ingunum sem fram fóru á sunnudag. Flokkurinn tapaði þó fylgi frá því í þingkosningunum sem fram fóru 18 mars. Kristilegir demókratar töp- uðu fylgi til jafnaðarmanna, Þingkosningar í Króatíu: Siórsigur Þjóðernissinna (ZAGREB, Júgóslavía, Reuter) All útlit er fyrir stórsigur Þjóðernissinna í júgóslavneska lýðveldinu Króatíu í síðari hluta þing- kosninganna sem fram fóru á sunnudag. Flokkur Þjóðernissinna sem er hægriflokkur er fylgj- andi aðskilnaði lýðveldisins Króatíu úr júgóslavneska ríkjasambandinu. Kommúnistaflokkurinn sem nú situr að völdum miss- ir mikið fylgi samkvæmt kosningaspám, en ekki er bú- ist við endanlegum úrslitum fyrr en á morgun. Allt útlit er fyrir að flokkur Þjóðernissinna geti myndað meirihluta stjórn án þátttöku annarra flokka og þar með bundið enda á 45 ára stjórn- artíð kommúnistaflokksins. ýmissa grasrótarsamtaka og sjálfstæðra frambjóðenda. Mest varð tap flokksins í syðri héruðum landsins þar sem íbúar eru mjög íhalds- samir, en tapið var þó ekki meira en svo að flokkurinn fór með sigur af hólmi í þess- um héruðum. Kommúnistaflokkur lands- ins sem nú bauð fram í nýjum búningi og undir nýju nafni, Lýðræðislegi sósíalistaflokk- urinn, fékk aðeins 13,3% at- kvæða en það er um fimmt- ungi minna en flokkurinn fékk í kosningunum 18 mars. Þess má geta að kommúnista- flokkur Austur-Þýskalands fékk 98,85% atkvæða í sveit- arstjórnarkosningunum sem haldnar voru í fyrra. Kosningaþátttaka í sveitar- stjórnarkosningunum var tæp 80% á einum heitasta degi maímánaðar sem um getur í Austur-Þýskalandi.en það er nokkru lakara hlutfall en var í þingkosningunum þegar 93% atkvæöabærra þegna kaus.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.