Alþýðublaðið - 11.05.1990, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 11.05.1990, Qupperneq 1
MÞYÐUBUfiD) FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAÐIÐ - hefur fengið heimild nærri allra aðildarfélaga sinna til að boða verkfall. Sjómannasambandið fyrirhugar að kalla saman formannafund efir rúma viku til að fá samskonar heimild frá sínum aðildarfélögum. JÚLÍUS SÓLNES - umhverfisráðherra hug- leiðir að fara til Tævan sem formaður sendinefndar en ekki í opinbera heimsókn. Hann segist þó ekki fara leggist utanríkisráðherra gegn því.Talið er að ferð ís- lensks ráðherra til Tævan geti spillt fyrir stjórnmála- sambandi Islands og Kin- verska Alþýðulýðveldisins. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR - teiur það ekki sæma borgarstjóra sem embættismanni allra borgarbúa að ráð- ast gegn ákveðnum framboðsflokkum í Reykjavik þegar hann svarar fyrir hagsmuni Reykjavíkurborgar og nota þannig aðstöðu sína fyrir kosningaáróður. MENGUN I SJO — Rannsóknir hér við land á geisla- mengun í þangi gefa til kynna að mun minni geislameng- un sé í hafinu hér við land en víðast hvar annars staðar t.d við Færeyjar. AÐSTÖÐUGJALD AF- LEGGIST - Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráð- herra og starfandi forsætis- ráðherra telur nauðsynlegt að leggja niður aðstöðu- gjöld á fyrirtæki sem eru verulegur hluti tekna sveit- arfélaga. Það sé nauðsyn- legt vegna samræmingar við skattalög nágranna- landanna og forsenda þess að Islendingar geti tekið þátt í sameiginlegu efna- hagssvæði Evrópu. FÆÐINGARHEIMILIÐ REYKJAVÍK — Yfirlæknir Fæðingarheimilisins í Reykjavík segist ekki sjá ástæðu til að loka heimilinu vegna starfsmannaskorts. Þaö hefur ver- iö haft eftir yfirljósmóður heimilisins aö öryggi sængur- kvenna og barna þeirra sé hætt vegna þess ástands sem nú sé á Fæðingarheimilinu. FUNDURMEÐ ARAFAT — Talsmaður ísraelsstjórnar hefur sagt að fyrirhugaöur fundur Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra með Arafat muni spilla fyrir friðar- liorfum fyrir botni Miðjarðarhafs. Steingrímur vísaði því algjölega á bug. MIKLIGARÐUR — hefur tekið við rekstri Garðakaupa í Garðabæ af Sanitas hf. Jens Olafsson i Grundarkjöri rak verslunina áður. LEIÐARINN Í DAG Á meðan Davíð eyðir skattpeningum borgar- búa í prjálbyggingar og fjárfestingar sem eru óskyldar hlutverki sveitarfélaga lengjast stöð- ugt biðraðirnar fyrir framan dagvistaheimilin og stofnanir fyrir aldraða. Á sama tíma er ekk- ert gert til að sporna gegn mengun í lofti og við strandlengjuna umhverfis Reykjavíkurborg. SJÁ LEIÐARA BLS. 4 MENGUNIN OG VASAPENINGAR DAVÍÐS 4 Galdrakarlinn í Kvos IGuömundur Einarsson fjallar í föstudagsspjalli sínu um Davíðssukk og Framsókn- arsukk. Davið skyldi þó aldrei vera Frammari inni við beinið. 2 Harðskeytt Ijúfmenni Gunnar Flóvenz hefur ver- ið framkvæmdastjóri Sildarút- vegsnefndar í 30 ár. Hann þykir harður samningamaður þegar kemur að því að selja síld. Lítið á nærmynd af Gunnari á bls. 2. Kosningarnar Norðurl. eystra Sér?takt fylgiblað um we'tarstjórnarkosningarnar í Norðurlandskjördæmi eystra fylgir Alþýðublaðinu í dag. M.a. er rætt við Gísla Braga Hjartarson sem skipar efsta sæti fista Alþýðuflokksins á Akureyri. Verösveiflur í fiskmörkudum: Soðningin lœkkar þó ekki Margir hugðu að verð á soðningunni Iækkaði í kjölfar verðlækkunar á fiskmörkuðum í vikunni. Svo er hins vegar ekki og kílóið af ýsuflökum selt á 430—440 krónur eins og að undanförnu. Fisksalar hafa keypt af línubátum og nú netabátum og er verð til þeirra svo til fast eða 88—90 krónur af ýsunni hvort heldur hún er slægð eða óslægð. Þeir hjá fiskbúðum Sæ- bjargar sögðu okkur að verð- lækkun ýsunnar á fiskméirk- uðum skýrðist af |)ví að hér væri um að ræöa smáýsu sem togbátarnir hefðu verið að veiöa út af Garðskaga. Fram til þessa hefði veriö hægt að senda flökin af þess- um kóðum flugleiðis til Am- eríku og fengist gott verö fyr- ir. Nú hefði tekiö fyrir þá eftir- spurn og þá hryndi verðið. Samt væri þetta rusl ekki enn komiö niöur í raunverð, sfigðu þeir hjá Sæbjörgu og voru lítt hrifnir af þessu siná- fiskadrápi. I febrúar og mars var al- gengt að selja kílóið af ýsu- flökum út úr búð á um eða yf- ir 500 krónur og þótti að von- um óheyrilega hátt. Veröiö he,fur síðan veriö að síga fram til þessa, en búist er við að það haidist í núverandi verði á næstunni. Fisksalar segjast merkja aukna sölu á ferskum laxi eftir aö farið var að bjóða hann á svipuöu verði eða iviö lægra en er á ýsunni. Bær hins mikla byggingaævintýris I Kopavogi fór fram einhver mesta uppbygging bæjar sem um getur hér á landi. Sumarbústaöa- og landbúnaöarlandi var umbylt á tiltólulega stuttum tíma. Þar fengu lóöalausir Reykvikingar heimili fyrir fjölskyldur sinar. A stuttum tíma varö Kópavogur annar stærsti bær landsins. í dag er bærinn 35 ára. Þessir voru i Hliðargaröi í gærdag aö leika sér i vorgolunni. Meira um Kópavog á bls. 2. A-mynd: E.ÓI. Evrópsk flugfélög í eina stóra og flókna fléttu: fíugleiðir vekja áhuga innan SAS (Frá Guðbjörgu Arnardótt- ur Kaupmannahöfn) „Enn eru mörg flugfélög sem áhugavert er að semja við,“ segir Mikael Mörk, forstjóri SAS ■ Danmörku í viðtali við Berlingske Ti- dende. Meðal þeirra segir hann að sé lcelandair, þ.e. Flugleiðir. Sameiningarmál og sam- flétting flugfélaga er mjög á dagskrá hér í Danmörku sem og annars staðar i Evrópu. Hér er um að ræöa talsvert flóknar viöskiptafléttur. Þannig samdi SAS á fimmtu- daginn var við Austrian Air- lines um samstarf og eignar- aðild, áður hafði SAS samiö um 3% eignaraðild aö Finna- ir. Swissair og SAS munu eignast 7,5% hvort í öðru, en Swissair á fyrir 10% í Austri- an Airlines þannig að SAS tengist austurríska félaginu á þann hátt einnig. Mörk segir að samningar milli flugfélaga í líkingu við þessa muni færast í aukana. aðalatriðin í gjörningum sem þessum séu nú meira á hreinu en áður. Þá nefnir Mörk að brydda megi upp á mun meira samstarfi flugfélag- anna en áður hefur tíðkast. Nefnir hann þar flotaskipu- lagningu félaganna, viðhald á flugflota og rekstur flug- hafnaverslana. SAS vilji fyrir alla muni eignast sem flesta og besta viðskiptafélaga á sínu sviði. Elda sallfísk láfr lausl I hundrað líma UNGFRÚ SALFISKUR verður kjörin á disk- óteki í Barcelona á næstunni, — ennfrem- ur HERRA SALTFISK- UR. Þetta þætti víst ekki mikið sæmdar- heiti hér á landi — en sinn er siður í hverju v landi. Þetta er gert að undirlagi SÍF, spænskra kaupmanna, borgaryfirvalda, hús- mæðrafélaga og fleiri aðila í Barcelona. Er þetta einn margra liða í átaki SIF í að auka enn sölu saltfisks á Spáni, sem er þó talsverð fyrir. 10 þúsund tonn á háu veröi, — 2,2* milljarða gáfu spánskir fyrir góð-.. J|j-^ gætið. Saltfiskvikan fer víða fram, m.a. á skyndibita- stöðum og á torgi einu þar sem mannfjöldi mikill er á ferli. Þar stendur til aö elda saltfisk viðstöðu- laust í 100 klukkutíma og komast þannig í Heims- metabók Guinnes.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.