Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. maí 1990 IMNUNDAR FRETTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN SVIPUÐ GRASSPRETTAlVeöurstofa íslands segir aö af langri reynslu megi ráða aö grasspretta sumarsins verði svipuð og í fyrra og hitteðfyrra. Þetta ræðst af því að þrír síðustu vetur hafa verið svipaöir um hitafar, um 0.2 gráö- um hlýrri en meðaltal 140 ára, 1846 til 1985. En hvað um veöur til heyskapar? ,.Um heyvinnuveður í sumar er ekk- ert aö segja. Ráðlegging veðurfræöinga í vætusömu landi er því sú að bændur hraði þeirri þróun síðustu ára að verka sífellt meiri hluta heyjanna í votheyshlöður eöa rúllu- bagga", segja þeir hjá Veðurstofunni. HORNSTEINN NESJAVALLAVIRKJUNAR: oav.ð Oddsson borgarstjóri leggur hornstein að Nesjavallavirkj- un á sunnudag kl. 16. Virkjunarframkvæmdir eru langt komnar og ætlunin að gangsetja hana í sumar. Frá virkjun- inni eiga að koma 800 gígawattstundir orku eða sem nem- ur 25—30% orkuþarfar Hitaveitunnar á næstu árum. TÖLVA LÆKNAR TALMEIN: Meö iBM-töivu og sér- stökum búnaði til talþjálfunar, eru sjúklingar með alls kon- ar málskerðingu þjálfaðir í því skyni að færa þeim málið að nýju. Lionsklúbburinn Freyr gaf Borgarspítalanum bún- að þennan og hefur hann verið reyndur í Grensásdeild og reynst vel. Um er að ræða mörg mismunandi kerfi og þyngdarstig, en búnaðurinn gefur sjúklingi á sjónrænan hátt til kynna hvernig geta hans og framfarir eru. Mál- skerðing er algeng meðal sjúlinga sem fengið hafa heila- blóðfall, heilaæxli og slys ýmisskonar. Talmeinafræðingur Grensásdeildar er Þóra Sæunn Úlfsdóttir. Myndin er frá af- hendingu tækjanna. ÆFT FYRIR LISTAHÁ- TIÐ : Hér á myndinni sjáum við Sylvíu von Kospoth æfaAstu Henriksdóttur í „Palli & Palli", sem er barna- og fjölskyIduballett byggður á barnasögunni ,.Palli var einn í heiminum". Kospoth er hollensk og hef- ur starfaö hjá íslenska dansflokknum í vetur og samdi hún ballettinn. Frumsýning varður 14. júní á Listahátíð í íslensku óper- unni. SÓLARLÖND FYRIR 30 KALL: Eigendur krítarkorta eru dregnir í dilka af ferðaskrifstofunum og Farklúbbi þeirra. Aðeins Farkorta- og Gullkortahafar Visa eiga þess kost að verða þess aðnjótandi að verða dregnir út og fá keyptar sólarlandaferðir fyrir 30 krónur. Dregið er tvisvar á ári úr kortum þeirra sem slík kort bera og 30—40 manns fá tilboð þetta. B0RGARAR FAGNA SÍNU RÁÐUNEYTI: Borgara- flokkurinn í Hafnarfirði hefur lýst yfir ánægju með stofnun Umhverfisráðuneytis og óskar Júlíusi Sólnes til hamingju með lyktir málsins og lýsir yfir trausti og stuðningi við ráð- herrann. VILJAÁL 0G ÁBURÐ N0RÐUR: „Fundurinn telur það sanngirnismál aö ný áburðarverksmiðja verði reist á Norðurlandi vestra", segir í ályktun frá aðalfundi Iðnþróun- arfélags Norðurlands. Er bent á yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar frá í janúar 1982 um sérstakar aðgerðir í uppbygg- ingu atvinnu til aö koma i veg fyrir stórfellt atvinnuleysi í kjördæminu eftir að framkvæmdum við Blönduvirkjun lýkur. Iðnþróunarfélagið skorar ennfremur á ríkisstjórnina að sjá til þess að næsta álver veröi reist í Eyjafirði. SAMVINNUHASKOLA FÆRÐ ST0RGJ0F: „Þetta er stórkostleg hvatning og ómetanlegur stuðningur", sagði Jón Sigurðsson, rektor Samvinnuháskólans um stórglæsi- lega gjöf sem Vilhjálmur Jónsson færði skólanum fyrir hönd Olíustöðvarinnar í Hvalfirði. Olíustöðin er eign ()líu- félagsins hf. sem ákvað að gefa hinum nýja háskóla þriðj- ung allra fasteigna á Bifröst. Sambandið og Samvinnu- tryggingar eiga síðan sinn hvorn þriðjunginn í eignum þar efra. Skólastjórinn sagði að verðmæti gjafarinnar næmi hátt á annan tug milljóna króna. Með þessu væri í raun grundvöllur Samvinnuháskólans á skólasetrinu á Bifröst tryggður. Ólína Þorvaröardóttir aö koma sér fyrir viö upphaf vinnustaöafundar hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð. A-mynd: E.ÓI. Undirtektir eru mjög jákvæðar — segir Ólína Þorvardardóttir um viöbrögö á vinnustadafundum Nýs vettvangs Frambjóðendur er skipa fimm efstu sætin á fram- boðslista Nýs Vettvangs hafa að undanförnu verið með þrjá vinnustaðafundi á dag í höfuðborginni. Ætl- unin er að halda þessum fundum áfram fram að kosningum auk þess sem haldnir eru opnir fundir víðs vegar um borgina á kvöldin og um helgar. „Þeir vínnustaðafundir sem haldnir hafa verið til þessa hafa tekist með ágæt- um. Margir þeirra hafa verið mjög líflegir og ágætar um- ræður skapast. Fólk hefur áhuga á borgarmálum og þaö fer ekki milli mála aö Nýr Vettvangur hefur góðan meðbyr," sagöi Ólína Þor- varöardóttir, efsti maður á listanum er Alþýðublaðið spurðist fyrir um viðbrögð við vinnustaöafundunum. Kvenframbjóðendur Nýs Vettvangs verða með opinn fund aö Gauki á Stöng klukk- an II á laugardagsmorgun. Sama dag veröur fundur hjá Kvenréttindafélagi Islands ásamt konum af öðrum fram- boöslistum. Hálfur þingflokkurinn frá ísafiröi á Isafirdi: Kratar kaupa Útvegsbankahúsið Alþýðuflokkurinn á ísa- firði hefur keypt Útvegs- bankahúsið á staðnum undir starfsemi sína. Hús- ið er stórt og glæsilegt, þrjár hæðir og ris. Kratar á Isafirði hafa löngum ver- ið stórhuga og eflaust mun þetta nýja húsnæði duga flokknum bæði vel og lengi. í tilefni af því aö húsið var keypt brá hálfur þingflokkur Alþýðuflokksins sér vestur á Isafjörð en hálfur þingflokk- urinn mun vera fæddur á ísa- firði. Heimildir herma að for- maöur flokksins og utanríkis- ráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, hafi fæðst í Alþýöu- húsinu á Isafirði. Eins er iðn- aðar- og viðskiptaráðherra Jón Sigurðsson fæddur á ísa- firöi. Alþingismaðurinn Sig- hvatur Björgvinsson þing- maður Vestfjarða er fæddur ísfirðingur en auk þess eru þau Rannveig Guðmunds- dóttir, þingmaöur Reykja- ness, og Arni Gunnarsson, þingmaður Noröurlands vestra, bæði upprunnin frá Isafiröi. Sighvatur Björgvinsson sagði við Alþýðublaðið aö ís- firðingar bindu miklar vonir við að þetta nýja húsnæöi hleypti nýju blóði og enn meiri krafti í flokksstarfið á isafirði. Hann vildi ekki gefa upp kaupverö húsins. Útvegs- bankinn sem hefur sameinast Islandsbanka hefur hins veg- arflutt starfsemi sína í stjórn- sýsluhúsið á ísafirði. Hálfur þingflokkur Alþýðuflokksins, Jón Sigurösson, Arni Gunnarsson, Rannveig Guðmundsdótt- ir, Sighvatur Björgvinsson og Jón Baldvin Hannibalsson, öll fædd á ísafiröi, fyrir framan nýja hús- næði Alþýðuflokksins á ísafiröi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.