Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. maí 1990 VIDHORF 5 Öll íþtóllafélögin í Kópavogi komi inn í„hú$" Stöndum vörd um velferdina Breiðablik ,,Forsenda fyrir því að hœgt vœri aö halda mótiö var aö sjálfsögdu sú, að viö hefð- um nægilega stórt íþrótta- hús. Auðvitað œtlaði Reykjavíkurborg að byggja húsið með stuðningi ríkis- ins, en þegar til kastanna kom, kallaði borgarstjórinn það geðveiki að byggja íþróttahúsið. Honum nœgði að brosa og bjóða í auglýs- ingabœkl ingi úti í Soul. “ bæinn. Það er ekki aðeins að ríkið leggi fram 300 milljónir í óaftur- kræfu framlagi heldur mun ríkið útvega bænum 350 milljón kr. lán á bestu fáanlegum kjörum, sem greiðast þarf á árunum 1996-2008. Kópavogsbúar verda hins vegar ad átta sig á því, ad ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í bænum, þá verður ekkert af þessari byggingu, því sjálfstæðismenn ætla að rifta þeim samningum sem gerðir hafa verið. Þáttur borgarstjórans í Reykja- vík hefur alveg gleymst í þessu máli. I auglýsingabæklingi sem íslenska sendinefndin hafði með sér til Soul, var mynd af brosandi Önnur iþróttafélög Hinn 13. júní 1989 gerði bæjar- stjórn Kópavogs svofellda sam- þykkt: Bæjarstjórn samþykkir þá meginstefnu um byggingu íþróttamannvirkja í samstarfi íþróttafélaganna og kaupstað- arins, að bæjarsjóður leggi fram 80% stofnkostnaðar þeirra, að fullnægðum tiltekn- um skilyrðum, þar til framlag ■þróttasjóðs ríkisins hefur bor- ist. Samningur um samstarf og eignarhlutföll liggi ávallt fyrir áður en framkvæmdir hefjast. í framhaldi af þessari stefnu- mörkun hefur íþróttafélögunum verið úthlutað athafnasvæðum. Kristján Guðmundur bæjarstjori vigir „puttvoir a Kutstuni siðastliðið sumar. Breiöablik fékk svæði austan við Kópavogsvöll niðri í Kópa- vogsdal. Þarna var félagið að skipuleggja ýmiss konar íþrótta- mannvirki, en eftir að samningur náðist viö ríkið um byggingu HM-hússins, munu áætlanir Breiðabliks að sjálfsögðu breytast. Búið var að gera samstarfs- samning við félagið, en þar var gert ráð fyrir 118 milijón króna framlagi frá bænum á næstu 5 árum. Þetta framlag rennur nú að mestu í HM-húsið, en í því húsi fær Breiðablik mjög góða félagsaðstöðu. Snemma á þessu ári var byrjað á byggingu sandgrasvallar á svæði Nokkrir ungir félagar úr hestamannafélaginu Gusti á heimavelli. Breiðabliks og mun hann verða til- búinn til notkunar á komandi hausti. Samningur um HM-húsið og Sjáifstædis-______________ fiokkarnir Þeir samningar sem gerðir voru milli Kópavogsbæjar og ríkisins eru mjög hagstæðir fyrir Kópa- vog, og má raunar segja að þeir séu hreinn lottó-vinningur fyrir Davið, þar sem hann bauð til heimsmeistaramótsins í hand- bolta í Reykjavík árið 1995. For- senda fyrir því að hægt væri að halda mótið var að sjálfsögðu sú, að við hefðum nægilega stórt íþróttahús. Auðvitað ætl- aði Reykjavíkurborg að byggja húsið með stuðningi ríkisins, en þegar til kastanna kom, kallaði borgarstjórinn það geðveiki að byggja íþróttahús- ið. Honum nægði að brosa og Á þvi kjörtimabili sem nú er senn liðið hefur orðið geysileg breyting ó högum og framtiðar- möguleikum iþróttafélaganna i Kópavogi. Það er örugglega ekki ofsagt, þegar sagt er, að þeirrar bæjarstjórnar er nú situr i Kópavogi, verði fyrst og fremst minnst fyrir það að koma öllum iþróttafélögum i ,,hús". Mér finnst ekki óliklegt, að önnur sveitarfélög muni fara svipaðar brautir og við fórum i Kópavogi, og sannast það i þessu móli, að i félagsmólum á Kópavogur sér engan jafningja. Alþýðuflokkurinn í Kópavogi hefur barist fyrir því, að hvert íþróttafélag i bænum fái sitt at- hafnasvæði og nú er því stefnu- marki náð að fullu. Það er sannar- lega ástæða til að óska Kópavogs- búum til hamingju með þann árangur. Lítum aöeins á hver niðurstaðan hefur orðið: Hestamannafélagið Gustur I ágúst 1988 var gerður leigu- samningur milli Kópavogsbæjar og Gusts til 50 ára. Þar er Gusti tryggð framtíöaraðstaöa, austan Reykjanesbrautar og norðan bæj- armarka milli Garðabæjar og Kópavogs. Síðan þessi samningur var gerö- ur hafa íélagar í Gusti unnið mikiö á svæðinu og eru staöráðnir í að gera þetta svæði þannig úr garði, að þaö verði þeim og bæjarfélag- inu til sóma. Nú er unnið að gerð kappreiðavallar og fjölgun hest- húsa, en í áðurnefndum samningi eru mjög skýr ákvæði um frágang og umhirðu svæðisins. Mjög góð samvinna hefur verið milli félagsins og bæjarins enda má segja að þar fari hagsmunir beggja vel saman. Þessi samning- ur mun gera Gust að einu allra öfl- ugasta hestamannafélagi landsins og þá á félagið einhverja bestu fé- lagsaðstöðu sem til er. Guömundur Oddsson, forseti bœjarstjórnar Kópavogs, skrifar Frá undirritun starfssamningsins við Breiðablik á siðastliðnu ári. Frá vinstri: Heimir Pálsson, formaður bæjarráðs, Logi Kristjánsson, formaður Breiðabliks, Kristján Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Kópavogi, og Guð- mundur Oddsson, forseti bæjarstjórnar. bjóða í auglýsingabæklingi úti í Soul. ÞÁITUR SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS í REYKJAVÍK OG KÓPAVOGI ER ÖMURLEGUR í ÖLLU ÞESSU MÁLI OG HONUM TIL SKAMMAR. íþróttafélag Kópavogs IK fékk svæði í Fossvogsdal í grennd viö Sælandsskóla. Félagið hefur ekki fyrr en nú getaö hafist handa í Fossvogsdalnum. I dag 11. maí á 35 ára afmæli Kópavogsbæj- ar, mun verða undirritaöur rammasamningur milli félagsins og bæjarins. Þá um leið veröur hafist handa við að útbúa æfinga- svæði fyrir félagiö í dalnum og vonandi koma önnur mannvirki fljótlega. Það var fyrst eftir að fullur sigur vannst í Fossvogsdeilunni við Reykjavík að hægt var aö byrja á framkvæmdum á ÍK-svæðinu. Bæjarstjórn hefur samþykkt aö deiliskipuleggja Fossvogsdalinn sem íþrótta- og útivistarsvæöi, í samvinnu við Reykvíkinga og stjórn ÍK. Handknattleiksfélag Kópavogs I þeirri stefnumörkun bæjar- stjórnar sem gerð var í júní 1989 var gert ráö fyrir, að HK fengi sitt athafnasvæöi í Fífuhvammslandi, en það land fer ekki að byggjast fyrr en eftir nokkur ár. Eftir að samningarnir um HM-húsið voru gerðir og sýnt var að Breiðablik fengi þar sina aðstöðu, þá kom fljótlega upp sú hugmynd hvort ekki væri rétt að láta HK fá íþrótta- húsið Digranes til afnota þegar HM-húsið væri komið í notkun. Á fundi bæjarstjórnar hinn 8. maí sl. var samþykkt að HK fengi Digra- nes og iþróttaráði og íþróttafull- trúa falið að hefja samningsgerð. Með þessari samþykkt bæj- arstjórnar er alveg ljóst, að hún mun spara bæjarsjóði milljónatugi, því engin þörf verður á að byggja jafnstórt íþróttahús í Fífuhvammslandi og annars hefði orðið að gera. Ég vil nota þetta tækifæri til að óska HK til hamingju með þessa samþykkt bæjarstjórnar, því hún mun flýta um mörg ár að félagið komist í sitt eigið hús. Oorpla_____________________ Gert er ráð fyrir því, að í framtíð- inni verði athafnasvæði Gerplu í Fíluhvammslandi. Nú er félagiö í eigin húsnæði á Skenunuvegin- um. Óhætt er aö segja, að Gerpla hafi á sinn hátt verið frumkvöðull í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Kópavogi. Félagið sýndi mikinn dugnað við að kaupa húsið á Skemmuveginum, að vísu með góðum stuðningi bæjar og ríkis. Nú um síöustu áramót var vígð nýbygging við Gerplu-húsið en þaö er fimleikagryfja, sú besta og fullkomnasta á landinu. Samfara viðbyggingu var aðalsalur hússins endurbættur mikið og í dag hefur Gerpla mjög góða aðstöðu til sinn- ar starfsemi. Gerpla er í dag öflug- asta fimleikafélag landsins. Ýiwir__________________________ Það er að sönnu býsna merki- legt, að siglingar eru ekki ýkja gömul íþrótt hér á landi. Þó land- inn hafi að vísu mikiö siglt um æv- ina, og eigi raunar allt sitt undir sjósókn og siglingum, þá eru ekki nema um 20 ár síðan fariö var að æfa siglingar sem íþrótt hér á landi. Líta má á Kópavog sem vöggu þessarar íþróttar og alla tíð hafa félagar i Siglingafélaginu Ými ver- ið i fremstu röð siglingamanna. Það er því mjög ánægjulegt, að á fundi Hafnarstjórnar 30. maí sl. var einróma samþykkt að leggja til við bæjarráð að Siglingafélag- inu Ými verði gefinn kostur á fé- lagssvæði við Vesturvör. Síðan var óskaö eftir því að tæknideild myndi ákvarða nánari mörk svæðisins. Lokaorð________________________ Þar með hefur öllum íþróttafé- lögum verið afmarkað athafna- svæði og þegar veriö gerðar upp- byggingasamningar við sum fé- lögin. Kópavogur hefur í þessum málum algera sérstöðu. Það er einfaldlega skoðun okkar jafnað- armanna, að með því að hlúa að íþróttafélögum séum við að vinna mikið fyrirbyggjandi starf fyrir æsku þessa lands. Það er okkar skoðun, að þeir unglingar sem leggja stund á íþróttir séu miklu betur undir það búnir að mæta ýmsum freistingum lífsins og að þeir hafi betri möguleika á að var- ast alls konar óreglu. Með þessari stefnu okkar jafnað- armanna í Kópavogi sýnum við hug okkar til æsku bæjarins, en hún er jú framtíðin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.