Alþýðublaðið - 12.05.1990, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 12.05.1990, Qupperneq 2
2 Laugardagur 12. maí 1990 fólk Fer frá Kron og Miklagarði i eigið Birgir Georgsson er vanur maður í herrafatabrans- anum. Hann starfaOi ár- um saman vid fataversl- anir samvinnuhreyfini>ar- innar. Nú hefur hann sai>t skilið við samvinnuna og farið út i eiginn rekstur, Herrafataverslun Birgis, sem hann opnaði seint í vetur í Fákafeni í Skeif- unni. Meðeigandi hans er Guörún Björnsdóttir. Framararnir í KA hitta fyrrum félaga Á þriðjudagskvöldið má búast við snörpum leik á gervigrasinu í Laugardal — Islandsmeistarar KA og Bikarmeistarar Fram keppa þá í Meistara- keppninni. í þessari keppni hefur Fram ein- mitt unnið oftast allra fé- laga. Það vekur athygli að í liði KA eru þrír leik- menn sem áður hafa gert garðinn frægan hjá Fram, — þeir Htiukur Brut’usott. Gauti Laxdul og Ormarr Örlygsson. Vissu norrænir fjölmiðlar ekkeri um ,,sigur" Íslands I þeim norrænu blöðum sem við höfum flett að undanförnu hefur ekkert sést um þann ágæta ár- angur, sem íslenska liðið á Eurovision-söngva- keppninni náði þó óneit- anlega. Hverju sem um er að kenna hefur fjórða sætið engan áhuga vakið | í norrænum fjölmiðlum. Daginn sem keppnin fór fram sagði Arbeiderbla- det norska fjölmargt um horfur, — spár sem fóru út og suður eins og gengur. Mikið var að sjálfsögðu fjallað um norsku þátttök- una, og undir lokin um „hin Norðurlöndin". Þar gleymdu frændur vorir þó að minnast á Sigrídi Beinteinsdóttur og Grétar Öruarsson. Þau gerðu það samt betra en nokkr- ir aðrir þátttakendur Norðurlandanna. INNLENDAR FRETTIR Northropflugvélin sem bjargad uar úr Pjórsá: Er nú dýrgripur í nýju fíugsafni Dýrgripurinn i flugsafni norska vornar- mólaróðuneytisins sem var opnað i Gar- dermoen við Osló á dögunum er Northrop- flugvél sem var bjargað upp úr Þjórsá fyrir allmörgum árum. Þetta er eina flugvélin sem til er i heiminum i dag af þessari tegund. Ís- lendingar höfðu forgöngu um að bjarga vél- inni og var allt það starf unnið i sjálfboða- vinnu. Eina flugvélin af gerðinni Northrop N-3PB sem til er i heiminum var bjargað úr Þjorsa og er nú merkasti gripur nýs flugsögusafns í Gardermoen. „Þetta var mikið ævintýri sem margir höfðu vantrú á að tækist. Flugvélin hrapaði í Þjórsá árið I943 og lá þar óhreyfð til ársins 1979 að við ákváðum að finna flakið og bjarga því úr ánni,“ sagði Ragnar J. Ragnarsson, for- maður Flugsögufélagsins í samtali við Alþýðublaðið. Ekki var vitað nákvæmlega hvar flakið lá í aur og leðju en það tókst að finna það með málmleitartækjum. Við björgun flugvélarinnar unnu síðan 35 manns í 11 daga og lögöu fjöimörg fyrir- tæki þeim lið með því lána og gefa tæki og annað er til þurfti. „Vélin var auðvitað í eigu íslendinga eins og annað stríðsgóss sem hér var skilið eftir. Við fengum Northrop- verksmiöjurnar í Bandaríkj- unum í lið með okkur og þeir geröu vélina upp og smíðuðu i hana það sem vantaði. Það vorum því við og verksmiðj- urnar sem gáfum Norðmönn- um þessa einstæðu flugvél," sagði Ragnar J. Ragnarsson, sem stjórnaði björgunarstarf- inu. Sú eina sem eftir er Sem fyrr segir er þetta eina flugvélin af gerðinni Nort- hrop N-3PB sem eftir er í heiminum. Skömmu áður en heimstyrjöldin síðari braust út pöntuðu Norðmenn 24 flugvéiar af þessari gerð sem voru sérsmíðaðar fyrir þá. Northropvélar voru staðsett- ar á íslandi og önnuðust með- al annars fylgdarflug með skipalestum og voru notaðar gegn kafbátum Þjóðverja. I hópi áhugamanna um flugsögu er nú gjarnan sagt að Northropverksmiðjurnar hafi smíðað 24,6 vélar af þessari gerð. Flugvélin á safn- inu í Gardermoen sé nefni- lega 60% nýsmíði og taldi Ragnar J. Ragnarsson að það gæti vel staðist. Hann var við- staddur ásamt fleiri for- göngumönnum björgunarað- gerðanna við Þjórsá þegar Northropverksmiðjurnar af- hentu Norðmönnum flugvél- ina árið 1980. Hún hefur nú loks hlotið verðugan sess þar sem flugminjasafniö er. Þar er einnig að finna ýmsa aðra góða gripi svo sem Spitfire og Heinkel HE-111 P2. Ef allt það starf og kostnað- ur sem íslendingar lögðu fram við að bjarga flugvélinni úr Þjórsá hefði verið reiknað- ur í beinhörðum peningum er líklegt að sú upphæð hefði numið hálfri milljón dollara, sem samsvarar um 30 millj- ónum króna á núgildandi gengi. Gerísl undríð? Fer kannski að verða óhætt að leggja á minnið hvað mjólkurlitr- inn kostar án þess að þurfa að óttast aö sú vitneskja veröi hald- laus á morgun? Er undrið að gerast? Er draumurinn loks að rætast? Það sem enginn hefur þorað að trúa i þrjátiu ár virðist e.t.v. vera að verða að veruleika. Verðbólgan er komin á svipað stig og i nágrannalöndunum og virðist jafnvel enn fara lækkandi. Það mun þurfa að leita aftur til áranna kringum 1960 til að finna ár sem verðbólgan mældist innan við 10%. Orðið óðaverðbólga sást i fyrsta sinn á prenti einhvern tima á árunum upp úr 1960 þegar verðbólgan fór að mælast i tveggja stafa tölu. Fyrir tæpum tveim áratugum tók hún svo nýtt stökk og síðan hefur verðlag i land- inu yfirleitt hækkað um a.m.k. 20—25% á ári hverju og i einstaka tilvikum hefur verð- bólguhraðinn mælst yffir 100%. EFTIR JÓN DANÍELSSON Samkvæmt nýjustu tölum um þróum framfærsluvísi- tölu, sem birtar voru fyrr í vikunni, samsvarar hækkun hennar síðustu þrjá mánuð- ina aðeins 8,5% verðbólgu á heilu ári. Þetta er raunar ekki besti árangur sem náðst hef- ur á undanförnum árum því hækkun framfærsluvísitöl- unnar síðustu þrjá mánuði ársins 1988 svaraði aðeins til 2,4% ársverðbólgu. Undir rauða strikinu Sé litið á lengra tímabil, síð- ustu sex eða tólf mánuði, þá fara metin að fjúka. Hækkun framfærsluvísitölu síðasta hálfa árið svarar til 13,2% verðbólgu, samkvæmt út- reikningum Hagstofu íslands og síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 18,1%. Óneitanlega gefa þessar tölur til kynna að verðbólgan sé á niðurleið. Sjálfsagt hafa margir orðið hissa þegar í Ijós kom að framfærsluvísitalan hélt sig undir þeim viðmiðunarmörk- um sem sett voru í kjara- samningana fyrr í vetur. Rauða strikið í maí var sett við 144,5 vísitölustig en vísi- talan sjálf nam staðar á töl- unni 144,4. Launanefnd samningsaðlinna þarf því ekki að setjast á rökstóla að þessu sinni til að ákveða hvort, eða hve mikið laun skuli hækka vegna þess að verðbólguspáin hafi ekki staðist. Hún stóðst að þessu sinni og e.t.v. gæti þetta orðið fyrsti vísirinn að því að ís- lenskar hagspár ávinni sér það orð að vera heldur meira traustvekjandi en bollaspá- dómar eða lófalestur. Eru góðærin____________ erfiöust?______________ Enn er þó of snemmt að fullyrða að tekist hafi að ná stjórn á verðbólgu og við sé- um á leið inn i nýtt tímabil jafnvægis og stöðugleika í efnahagsmálum. Fjölda- margt getur orðið til þess að svipta grunninum undan þeim árangri sem náðst hef- ur. íslenskum ríkisstjórn- um virðist oftast hafa veist hvað erfiðast að ráða við þensluskeiðin. í því sam- bandi má sem hægast vitna til nýútkominnar skýrslu OECD þar sem segir m.a.: „Á því leikur enginn vafi að ekki var rétt staðið að hagstjórn á uppgangstímabilinu 1985— 1987. Sérstaklega má benda á að þjóðhagslegur sparnað- ur dróst saman og erlendar ,,Ætlar draumurinn um stödugt uerdlag loks ad roetast? Verdbólguþróun síöustu þriggja mánaöa svarar til þess aö ársveröbólga mœlist meö einum tölustaf. Viss hœttumerki má þó sjá framundan.“ skuldir fóru vaxandi við mjög hagstæðar ytri aðstæður." Nú virðast ytri aðstæður þjóðarbúsins vera aftur að skána eftir kreppu undan- genginna ára. Nýtt þenslu- tímabil gæti þess vegna verið í uppsiglingu. Þá má líka nefna að ýmsir hafa orðið til að vara við þensluástandi sem gæti skapast vegna byggingar nýs álvers og virkj- unarframkvæmda í sam- bandi við það. Trúiw flytur fjöll______ Trú almennings, eða öllu heldur þess hluta almennings sem ræður því hvernig hann verðleggur vinnu sína, vöru eða þjónustu, á því að verð- bólgan muni raunverulega hjaðna, skiptir líka höfuð- máli. I þessu sambandi má segja að trúin flytji fjöll. Þeir sem ekki hafa trú á því en gera í staðinn ráð fyrir því i Ijósi reynslu undanfarinna áratuga að allt tal stjórnmála- mannanna um hjöðnum verðbólgu muni þegar upp er stðaið reynast orðin tóm, þeir ieitast nefnilega við að hækka í trássi við verðbólgu- spár til aö vera fremur á und- an verðbólgunni en á eftir. Þetta þekkja þeir sem vinna að verðlagseftirliti og verð- lagseftirlit verkalýðsfélag- anna hefur á undanförnum mánuðum rekist á allmörg dæmi um hækkanir af þessu tagi. Það er sem sagt ekki sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. En þróun undanfarinna mán- aða gefur þó fegurri loforð en lengi hafa sést um tiltölulega stöðugt verðlag og verðbólgu á svipuðu stigi og í nágranna- löndunum. Kannski gerist undrið og draumurinn rætist. Þá gætum við t.d. farið að leggja á minnið hvað mjólk- urlítrinn kostar, án þess að þurfa að óttast að sú vitn- eskja verði haldlaus á morg- un.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.