Alþýðublaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. maí 1990 VIÐHORF v ................ Olína Þorvaröardottir Vorhreingerningar í borgarsijórn! Um hvað verdor lcosið i Reykjavikurborg 26. mai næstkomandi? spyr Olína Þorvarðardóttir, efsti maður á lista Nýs vettvangs, i eftirfarandi grein. Olína er þeirrar skoðunar, að meirihluti sjálf stæð- ismanna i höf uðborginni styðji við brask og spillingu og nefnir sem dæmi að almennir byggingaverktak- ar séu sniðgengnir við byggingar i borginni en borg- aryfirvöld hampi ákveðnum verktakag»ðingum. Ólina vikur ennf remur að f élagsmólum og umhverf- ismólum i grein sinni og telur að þar sé mikið verk ógert. Ólína er ennfremur þeirrar skoðunar að mið- baerinn sé að grotna niður i höndum Daviðs og meiri- hluta sjálfstæðismanna. Um hvað verður kosid í Reykja- víkurborg þ. 26. maí nk.? Hvaða valkostir felast í hinni nýju hreyf- ingu sem við köllum Nýjan vett- vang? í áraraðir hefur þessari borg ver- ið stjórnað af meirihluta sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Á þeim tíma hefur húsnæðisverð í höfuðborg- inni rokið upp úr öllu valdi og sér- staklega á síðustu árum. Allir sem til þekkja vita, að búseturéttar- íbúðir, kaupleiguíbúðir eða leigu- íbúðir á vegum borgarinnar eru af skornum skammti, enda hafa sjálf- stæðismenn það ekki á sínum óskalista að úthluta lóðum undir fjölbýlishús. Og þá sjaldan sem það er gert að úthluta slíkum lóð- um hafa borgaryfirvöld sett það sem skilyrði að ákveðnir verktak- ar — ákveðnir gæðingar — annist framkvæmdir. Þetta þýðir að al- mennir byggingaverktakar eru látnir sitja hjá við húsbyggingar í borginni á meðan braskið og spill- ingin fær að þrífast í skjóli borgar- yfirvalda. Er þetta eðlilegt ástandð? Nei. Lítum síðan á það hvernig borg- in sinnir sínu eigin leiguhúsnæði. Hvernig er viðhaldið til dæmis? Þeir sem búa i bæjaríbúðum borg- arinnar geta sjálfir sagt til um það. Hvernig eiga börnin að læra að bera virðingu fyrir umhverfi sínu þegar þeim er boðið upp á það að alast upp í lélegum húsakynnum sem yfirvöld hirða ekki um að við- halda? Ég bara spyr, En á meðan borgaryfirvöld sýna slíkt skeytingarleysi í húsnæðis- málum rýkur fasteignaverð upp úr öllu valdi og leiguverð á frjálsum markaði sömuleiðis. Hvar eiga börnin_______ að vera?_______________ A sama tíma og fólki í Reykjavík bjóðast mjög takmarkaðir kostir í húsnæðismálum — eiru velflestir vinnandi Reykvíkingar á hrakhól- um með börnin sín. Börn sem eiga engan samastað fram að þriggja ára aldri, og alls ekki eftir að skólagangan hefst. Skóladagur barna er um það bil fjórir klukku- tímar á dag — hvar eiga börnin að vera aðra tíma dagsins? Á biðlist- um borgarinnar eða á götunni? Það er ekki nóg með að Reykja- vík sé full af litluni lyklabörnum sem enginn getur hugsað um, hún er líka full af umhirðulausum ungl- ingum. A sama tíma er vímuefnanotk- iiii unglinga orðin alvariegt áhyggjuefni, og ofbeldi þeirra á meðal færist stöðugt í vöxt — aðal- lega á höfuðborgarsvæðinu. Goðsögn um stjórnvisku Eitt dæmið um stjórnvisku íhaldsins er Fæðingarheimilið í Reykjavík. Nú hefur verið þrengt þannig að starfsemi fæðingar- heimilisins að hjúkrunarforstjóri þess hefur lagt til, að heimilið verði lagt niður — þar sem ekki sé forsvaranlegt að viðhalda þar lengur starfsemínni. I fyrstu tóku sjálfstæðismenn sig til og leigðu aðra hæð Fæðingarheimilisins ell- efu sérfræðingum undir rándýra sérfræðiþjónustu með þeim afleið- ingum að fæðingarþjónustunni allri var þjappað saman á eina hæð hússins. Síðan sá borgin sig um hönd og leigði hluta húsnæðis- ins aftur af sérfræðingunum til þess að klóra yfir mistökin. Þar með bættust við sjö rúm sem úti- lokað er að nota. Vegna þess að þeim fylgir engin hreinlætisað- staða, ekki einu sinni salernisað- staða, þeim fylgir engin aðstaða til þess að matast og alls ekki aðstaða fyrir vaktfólk hvað þá ungbarna- herbergi. Sængurkonurnar áttu bara að liggja umhirðulausar, og barnlausar á neðri hæð hússins, án þess að komast á klósett eða geta þvegið sér, hvað þá að þær ættu aðgang að starfsfólki heimil- isins. Meðferð þessa máls frá upphafi til enda er hreint hneyksli! Fæð- ingarþjónusta við konur er sjálf- sagt réttlætismál fyrir allar reyk- vískar fjölskyldur, ekki síst í ljósi þess að Landspítalinn annar eng- an veginn öllum þeim sængurkon- um sem þangað íeita og starfsfólk- ið þar er orðið verulega uggandi um öryggi og heilsu barna og kvenna. Við á Nýjum vettvangi krefjumst þess fyrir hönd kvenna að hér rísi nýtt Fæðingarheimili — búið nú- tíma tækjabúnaði í rúmgóðu hús- næði þar sem konur geta sjálfar valið sér fæðingarmeðferð! Það er grunnskylda sveitarfélagsins að búa sómasamlega að ungviði sínti strax við fæðingu og fylgja því síð- an eftir út í lífið. Morðið á miðbænum En það er ekki bara að Reykja- víkurborg hafi algjörlega vanrækt það hlutverk að sinna sjálfsagðri þjónustu við borgarbúa. þjónustu sem allt nútímafólk á eðtilega kröfu til — heldur hefur markvisst verið unnið að því að eyðileggja og brjóta niður þær minjar sem Reykvíkingar eiga um uppruna þessa byggðarlags. Ég er að tala um gamla miðbæinn í Reykjavík. Davíð Oddsson er búinn að drepa miðbæinn í Reykjavík. M.a. með því að færa alla verslun og þjón- nánasta umhverfi, og þýðir það, að borgin verður að eyða hundr- uð milljónum króna í það að kaupa upp aðrar húseignir í ná- grenni ráðhússins til þess að mölva þær niður! Er þetta stjórn- viska — eru menn yfir höfuð að hugsa? Menn sem eiga atvinnu og versl- unarhúsnæði í miðborginni standa frammi fyrir gjaldþroti, vegna flumbrugangsins og óráðsí- unnar í sambandi við skipulag miðbæjarins. Þetta fólk situr uppi með verðlausar eignir sem það getur hvorki leigt né selt. Gangið bara um Austurvöll og Austur- stræti og lítið upp í tóma glugg- ana, gangið niður Laugaveg. Hvað blasir við? Tómar gluggatóftir á öðru hverj horni. Olína Þorvardardóttir „Davíð Oddsson er búinn að drepa miðbasinn i Reykjavík ... Menn sem eiga atvinnu- og verslunarhúsnæöi í miðborginni standa frammi fyrir gjaldþroti vegna óráðsíu i skipulagsmálum. Þetta fólk situr uppi með verð- lausar eignir sem það getur hvorki leigt né selt," segir Ólina Þorvarðardótt- ir m.a. í grein sinni. ustu í nýja miðbæinn með þeim af- leiðingum að miðbæjarkjarninn er _að veslast upp! Ég er ekki að segja að það eigi ekki að efla þjónustu og verslunar- miðstöövar annars staðar í borg- inni — það er sjálfsagt að sinna hverfum borgarinnar hvað það varðar. En hamagangurinn hefur verið slíkur að miðbærinn er dæmdur til þess að grotna niður. Meðal annars vegna þess, að þar var byggt steinsteypuskrímsli ofan í Reykjavíkurtjörn. Skrímsli sem er í hrópandi andstöðu við allt Borgorbúor fjórmagnu finheitin_______________ Fagrar skrauthallir og glitrandi íburður eru mál sem mega bíða. Borg sem ekki sér sóma sinn í því að búa þokkalega að þegnum sínum, ekki einu sinni þeim sem helst eru hjálpar þurfi, stendur ékki undir nafni sem höf- uðborg. Borg sem ekki þykist hafa efni á því að borga starfsmönnum sínum laun til jafns við önnur sveitarfélög hefur ekki efni á að kasta þremur milljörðum í mont- verkefni. Hér hefur auk þess verið kastað hundruðum milljóna i að kaupa eignir í borginni til þess að bjarga gæðingunum, eitt dæmið er Glymur í Breiðholti — hús sem engan veginn nýtist sem skyldi. Annað dæmi er Oskjuhlíðin — fal- legt hús —- en átti borgin að byggja það? Hvar eru nú hróp og köll sjálfstæðismanna um einkavæð- ingu og einkarekstur? Þessir menn hika ekki við að tala um frelsi, samkeppni og einkavæðingu en þegar til á að taka er hlaupið í sameiginlega sjóði borgarbúa til þess að fjármagna fínheitin. Reykvikingqr kosta kosningabaráttu Daviðs Sama gildir um kosningabaráttu sjálfstæðismanna fyrir þessar kosningar. Nú streyma út úr prent- vélum áróðursbæklingar íhaldsins kostaðir af borgarsjóði. Blár bækl- ingur frá félagsmálastofnun með kærri kveðju frá borgarstjóra var sendur í hvert einasta hús um dag- inn — og nú er verið að dreifa öðr- um eins um miðbæinn í Reykjavík. Eiga Reykvíkingar að kosta kosn- ingabaráttu sjálfstæðismanna? Gerir Davíð Oddsson engan grein- armun á sjálfum sér sem embætt- ismanni og frambjóðanda? Nei, hann gerir ekki greinarmun á því. Hann notar sitt embætti, og fréttatíma fjölmiðlanna til þess að ausa út úr sér óhróðrinum um höf- uðandstæðing sjálfstæðismanna, Nýjan vettvang, þegar hann er spurður sem embættismaður um álit á ummælum eins af ráðherr- um í ríkisstjórn. Það er tími til kominn sð borgarstjórinn í Reykja- vík geri sér grein fyrir því að hann hefur skyldum að gegna við alla borgarbúa en ekki bara sjálfstæð- ismenn. Önnur eins vinnubrögð munu aldrei líðast í Nýjum vett- vangi. Opnum glugganal______ Það er ekki að ástæðulausu sem sjálfstæðismönnum er órótt þegar skapast hefur Nýr vettvangur fyrir hugsandi fólk sem er orðið þreytt á að fylgjast með einræðistilburð- um núverandi borgarstjóra. Sjálf- stæðismenn eru skelkaðir við þetta nýja afl sem krefst nýrrar áherslu í málum borgarinnar — við ætlum að opna gluggana á stjórnarkerfinu og lofta út. Við ætlum að gera vorhreingerningu í borgarstjórn. Draga frá gluggum og taka til í skúmaskotum. Skoðanakannanir hafa leitt í ijós, að Nýr vettvangur er eina raunhæfa mótvægið við ofurveldi j Sjálfstæðisflokksins — enda eina lýðræðislega hreyfingin í Reykja-j vík. Við vorum eina stjómmálaafl- ið sem hélt opið prófkjör og gaf Reykvíkingum öllum kost á því að raða upp sínum eiginn lista. H-list- inn er valinn af fólki úr öllum flokkum, hann er listi fólksins og Hitt framboðið í vor! ÞAD ER EKKI UM NEMA TVENNT AD VEUA: BIÐLISTA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS EÐA H-LISTA NÝS VETTVANGS! H- LISTINN ER OKKAR KOSTUR. - ÞAD VERÐUR HALDIN HÁTÍÐ í REYKJAVÍK í VOR!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.