Alþýðublaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.05.1990, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 12. maí 1990 COÐA HELGI Málverka- og aðrar myndasýningar Vignir Jóhannsson opnar sýningu í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, í dag kl. 14.00—16.00. Vignir er fæddur á Akranesi áriö 1952. Hann stundaöi nám viö Myndlista- og handíðaskóla íslands 1974—'78 og framhaldsnám í Rhode Islandd School of Design í Bandaríkjunum. Vignir hefur búöið lengi erlendis og núna er hann búsettur í Santa Fe i Nýju Mexico þar sem hann vinnur alfarið að list sinni. Á sýningunni verða listaverk unnin úr ýmsum ef n- um á þessu og síðasta ári. Hann hef- ur haldið fjölda einkasýninga hér heima sem erlendis og tekið þátt i samsýningum víða um heim. Sýn- ingin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10.00—18.00, nema mánudaga og frá kl. 14.00—18.00 um helgar. Sýningunni lýkur 30. maí. í Safni Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, er verið að sýna eld- gosa- og flóttamyndir eftir Asgrím. A henni eru 28 verk, olíumálverk, teikningar og vatnslitamyndir. Sýn- ingin stendur til 17. júní og er opin mán., þri., fim., lau. og sunnudaga frá kl. 13.30—16.00. Sveinn Björnsson opnar i dag kl. 16.00 málverkasýningu í Hafnar- borg, Hafnarfirði. Þar sýnir hann 61 stóra mynd frá tímabilinu 1957—'85, en 40 ár eru liðin síðan hann byrjaði að mála. Þessi sýning er því yfirlits og afmælissýning og stendur hún til 27. maí. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14.00—19.00 nema þriðjudaga. Tryggvi Ólafsson sýnir nýjar akríl- myndir í Galleri Borg, Pósthússtræti 9, til 15. maí. Sýningin er opin virka daga f rá kl. 10.00—18.00 og um helg- arfrákl. 14.00—18.00. í dag verða opnaðar tvær sýning- ar að Kjarvalsstöðum. í vestursal opnar Steinunn Þórarinsdóttir sýn- ingu á höggmyndum. í austursal opnar Myndlista og handíöaskól- inn sýningu á útskriftarverkum nemenda. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11.00—18.00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Á ísafiröi sýnir Hollendingurinn Kees Visser i Slunkaríki og er þetta síðasta sýningar helgi. Myndverk hans tengjast pælingum um rýmiog lóðrétta og lárétta fleti. Hún er opin í dag og á morgun frá kl. 16.00—18.00. í Galleríi Sævars Karls , Banka- stræti 9, stendur yfir málverkasýn- ing Húberts Nóa Jóhannssonar. Sýningin stendur til 24. maí og er opin á verslunartíma. Síðast liðinn sunnudag opnaði Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis myndlistarsýningu í útibú- inu að Álfabakka ,14. Sýnd verða verk eftir Katrínu Ágústsdóttur. Sigrún Ástrós og Hótel Þingvellir Síðasta sýning á Hótel Þingvöll- um eftir Sigurð Pálsson verður i kvöld á stóra sviði Borgarleikhúss- ins. Leikritið gerist á einum haust- degi á Þingvöllum undir lok níunda áratugarins, dramatískt og spenn- andi verk. I helstu hlutverkum eru Guðrún Ásmundsdóttir, Sigríður Hagalín, Valdimar Örn Flyenring og fl. Leikritið „Sigrún Ástrós" er var frumsýnt 26. apríl sl. í hlutverki Sig- rúnar Astrósar er Margrét Helga Jó- hannsdóttir og er hún ein á sviðinu allan tímann. Verkið hefur farið sig- urför um heiminn síðustu misserin og biómynd sem byggð er á leikrit- inu nýtur nú þegar mikilla vinsælda. Leikstjóri er Hanna María Karlsdóttir og Þrándur Thoroddsen þýddi verk- ið. í kvöld eru nokkur sæti laus en sýningar eru einungis áætlaðar út maímánuð. Tónleikar íslenska Hljómsveitin heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun kl. 17.00. Á dagskrá eru fjögur tón- verk: Oktett fyrir blásara eftir Igor Stravinsky, Áttskeytla eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Appalachian Spring eftir Aaron Copland og The Ynanswered Question eftir Charles Ives. Stjómandi er Guðmundur Oli Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðmundur Óli stjórnar ís- lensku hljómsveitinni. í Langholtskirkju i dag kl. 16.00 eru 15 ára afmælistónleikar. Á þessum tónleikum eru 250 flytjendur á aldr- inum 7—17 ára. Þetta eru Skólakór Kársness, Bamakór Kársnesskóla og Litlikór Kársnesskóla. Stjórnandi er Þórunn Björnsdóttir. Ólína Þorvorðardóttir, bókmenntafr. Kristin A. Ólafsdóttir, borgarfullfrúi Guðrún Jónsdóttir, arkitekt Kristín Dýrfjörð, fóstra Rut L. Magnússon, tónlistarmaður Aðalheiður Fransdóttir, verkakona Hádegisfundur Kvenframbjóðendur H-listans halda fund í veitingahúsinu M IL Gauki á Stöng laugardaginn 12. maí nk. kl. 11.00 árdegis. Kvenframbjóðendur H-listans í Reykjavík flytja stutt ávörp. Fundarstjóri verður Valgeröur Gunnarsdóttir, sjúkxaþjálfari. í boði verður léttur hádegisverður, súpa og salat, fyrir kr. 600,-. Allir velkomnir. Valgerður Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfarí ¦í^m i * 1 \ Jwi ..¦——.. '.W............* Kristrún Guðmundsdóttir, bonkastarfsm. Halldóra Jónsdóttir, menntaskólanemi Kristín B. Jóhannsdóttir, fóstrunemi Guðrún Ómorsdóttir, hjúkrunarfr. Ragnheiður Daviðsdóttir, ritstjóri Guðrún Jónsdóttir, félagsróðgjafi i Listasafni Sigurjóns kl. 14.30 heldur Tónskóli Sigursveins burt- faratónleika Halldóru Aradóttur, en hún spilar á píanó. Mosfellsskórinn heldur tónleika í Fólkvangi, Kjalarnesi, kl. 21.00 í kvöld. Stjómandi er Guðbjörg Magnúsdóttir. Á dagskrá eru inn- lend og erlend lög. Fimmtu tónleikar í Ijóðatónleika- röð í Gerðubergi verða mánudaginn 14. maí kl. 20.30. Á þessum tónleik- um syngur Viðar Gunnarsson, bassi, við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar sönglög eftir Árna Thorsteinsson, Schubert, E. Sjögren og rússnesk tónskáld. Viðar Gunn- arsson Stundaði nám við Söngskól- ann í Reykjavík 1978—81 og var Garðar Cortes kennari hans. Síðan hélt hann til Stokkhólms í fram- haldsnáms. Reynir Axelsson hefur annast þýðingu flestra Ijóðanna úr frumtexta og er vönduð efnisskrá innifalin í miðaverði. í kvöld verða hljómleikar í Dans- húsinu í Glæsibæ og þar verður þjóðlagahljómsveitin STOCKTONS WING. Hljómsveitin hefur annars komið fram með Michael Jackson og Sammy Davis JR. í ár hefur hljómsveitin verið á ferðinni um Bandaríkin, þar sem hún hefur með- al annars tekið þátt í hljómleikahá- tíðum í Chicago og Los Angeles og f ramundan er hljómleikaferð til Ástr- alíu. Þeir sem unna þjóðlagatónlist ættu ekki að missa af þessum hljómleikum. Á morgun kl. 16.00 í Gallerí Borg verða haldnir jasstón- leikar. Á tónleikunum leikur Tríó Guðmundar Ingólfssonar, Guð- mundur leikur á píanó og með hon- um leika Guðmundur Steingríms- son á trommur og Þórður Högnason á Bassa. Tónleikarnir eru liður í Nor- rænum útvarpsdjassdögum. í Borgarleikhúsinu verður í dag dagskrá í tengslum við Norræna út- varpsdjassdaga, en þar mun Sam- norræna stórsveitin halda tónleika. Stjórnandi er Jukka Linkolla. Útivist Á morgun verða farnar dagsferðir á vegum útivistar. Farin verður, ekki mjög erfið, fjallganga á báða Meitl- ana. Einnig verður farin Þórsmerk- urganga lagt verður af stað bæði kl. 10.30 og kl. 13.00. Árdegisgangan hefst við Skálmholt. Gengið niður með Þjórsá að Sandhólaferju. Stað- fróðir Arnesingar slást í hópinn með göngumönnum. Miðdegisferðin sameinast morgungöngunni við Villingaholt. Síðan verður farin skoðunarferð um Árnessýslu. Með þessu hefur verið komið á móts við óskir eldri borgara um skoðunarferðir í rútu fyrir þá sem ekki treysta sér til þess að ganga langar vegalengdir. Þessar ferðir verða skipulagðar í tengslum við Þórsmerkurgöngunar þannig að hægt verður að bjóða upp á þær á viðráðanlegu verði. Stansað verður á áhugaverðum stöðum í grennd við þær slóöir, sem Þórsmerkurgangan fer um í það og það skiptið, og geng- ið um í fylgd staðfróðra manna. Brottför er frá Umferðamið- stöð-bensínsölu kl. 13.00. Miðareru seldir í rútunni og það þarf ekki að skrá sig í ferðina. Tsjaíkovskíj í MÍR Um þessar mundir er þess minnst með ýms um hætti víða um heim, að 150 ár eru liðin frá fæðingu rúss- neska tónskáldsins Pjotrs Tsjaíkov- skíjs. I tilefni afmælisins verður sov- éska stórmyndin „TSJAÍKOVSKÍJ" sýnd í bíósal MÍR, Vatnastíg 10, á morgun kl. 16.00. Kvikmynd þessi er undir stjórn Igors Talankins og hlaut á sínum tíma ýmisskonar viður- kenningu. Með titilhlutverkið fer hinn frægi leikari I. Smoktúnovskíj, en hann var valinn besti leikarinn í karlhlutverki fyrir leik sinn í mynd- inni á kvikmyndahátíð í San Sebasti- an á Spáni. Skýringar með myndinni eru á ensku. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Þetta verður síðasta almenna kvikmyndasýningin í bíó- sal MÍR á þessu vori. Síðasti pöntunardagur í næsta hluta nýs ríkissamnings til kaupa á Macintosh tölvubúnaði með verulegum afslætti er é Apple-umboðið Radíóbúðin hf. •„•; Innkaupastofnun ríkisins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.