Alþýðublaðið - 12.05.1990, Side 11

Alþýðublaðið - 12.05.1990, Side 11
Laugardagur 12. maí 1990 11 ÞÆTTI STÓR SÓKN Rœtt viö Lárus Þ. Guömundsson sendiráösprest í Kaupmannahöfn Síðastliðið haust hóf nýr prestur, Lárus Guð- mundsson, störf hér i Kaupmannahöfn. Hann hafði þó komið hér áður, bæði i afleysingum fyrir fyrrver- andi sendiráðsprest, Ágúst Sigurðsson, og til þriggja mánaðar dvalar i fræðimannsibúðinni. Við hittumst í prestsíbúðinni í Jónshúsi eitt kvöldið og á móti mér tók afskaplega notalegt fólk, Lárus og eiginkona hans, Sigur- veig Georgsdóttir. Lárus klæddur skyrtu og gallabuxum útötuðum í smurningu. Mér brá létt við. Ég veit eiginlega ekki hvort ég hafði gert mér í hugarlund að prestur- inn kæmi til dyranna í jakkafötum með prestkraga. ,,Ég var að gera við bílinn, var svo heppinn að komast í bílskúr úti í Charlottenlund," sagði Lárus. Friðarmál Hann kemur beint að vestan, nánar tiltekið frá Holti í Önundar- firði, þar sem Brynjólfur biskup Sveinsson sleit barnsskónum. Þar sinnti Lárus prestsstörfum frá því að hann lauk guðfræðinámi og þar til hann kom hingað, eða í tæp 26 ár. Það voru þó ekki eingöngu hin hefðbundnu prestsstörf, sem Lárus sinnti á Vestfjörðum, þar sem hann hefur ætíð verið áhuga- samur um ýmiss konar félagsstörf, því má skjóta hér inn í að Lárus var m.a. framkvæmdastjóri Al- þýðuflokksins 1958 til 1961. En förum aftur vestur. Þegar áhuga- mál prests verða pólitísks eðlis, telst það oft til tíðinda, sérstaklega þegar skoðanir eru viðraðar op- inberlega. ,,Það var fyrir nokkrum árum heit umræða um uppsetningu rat- sjárstöðvar á vegum bandaríska hersins í námunda við Bolungar- vík. Ég var afskaplega á móti þess- ari stöð ásamt flokki annarra manna. Skoðanabræðrum mínum fannst ekkert sjálfsagðara en að ég hefði skoðun á þessum málum, en öðrum fannst jrað kannski ekki alveg við hæfi. I minni sókn var mikil samstaða í þessu máli og gáf- um við m.a. út blað um málefnið, sem við dreifðum um alla Vest- firði. Þetta var mikið rætt í fjöl- miðlum á sínum tíma og endaði með þvi að stöðin var sett upp. Ýmis vandamál hafa síðan komið upp í sambandi við stöðina eins og kunnugt er, t.d. olíuleki og meng- un. Ég veit eiginlega ekki hvaða hlutverki þessi stöð hefur að gegna, þegar allt er að verða svo friðvænlegt í heiminum." En á kirkjan sem slík að vinna að friðarmálum í heiminum eða birtist hún meira sem hlutlaus að- ili í þeim efnum? „Kirkjan vinnur að öllu því sem lýtur að mannlegum samskiptum. Eg hef verið tiltölulega flæktur inn í friðarmálaumræðuna, bæði í sambandi við ratsjárstöðina og að einhverju leyti innleitt þá umræðu á kirkjuþingi." Stór sókn_____________________ Sem sendiráðsprestur í Kaup- Viðtal: Guðbjörg Kristín Arnardóttir Ljósmyndir: Hrafnhildur Skúladóttir mannahöfn er Lárus prestur Is- lendinga búsettra á Norðurlönd- um, en þeir munu vera 12—13.000 talsins. „Þessu starfi er engan veginn hægt að sinna fullkomlega, bara rétt fleyta ofan af. A íslandi gerast sóknir ekki stærri en 4.000 og það þykja stórar sóknir ef þær telja 2—4.000 manns. Það var, eða er að hætta, prestur með aðsetur í Uppsölum, en hann sinnti Uppsöl- um og Stokkhólmi. Hvernig því máli lyktar er ekki útséð um enn- þá. En að öllum líkindum bætist sú sókn við mitt starfssvið." Hérna í Kaupmannahöfn eru haldnar messur síðasta sunnudag- inn í hverjum mánuði og deginum áður er kirkjuskóli fyrir börn og foreldra þeirra. ,,Ég vil taka það fram, að mér finnst mikið atriði að foreldrar séu með börnum sínum í kirkjuskól- anum og að úr þessum degi geti orðið eins konar fjölskyldudagur. Einnig er hér starfandi ákaflega öflugur kirkjukór með fyrirmynd- arfólki." í Óðinsvéum, Árósum og Ála- „Það væri sannarlega þörf á fleiri islenskum prestum á Nordurlöndum," segir séra Lárus Þ. Guðmundsson. borg hefur verið venjan að halda íslenskar messur tvisvar á ári og það sama gildir um aðrar stórar borgir í Svíþjóð og Noregi. í Einn- landi hefur sendiráðspresturinn ekki messað hingað til, þarsem fá- ir íslendingar eru búsettir þar. „Það væri sannarlega þörf á fleiri íslenskum prestum á Norður- löndum," „Ég ég gæti engan veg- inn sinnt þessu starfi sem skyldi, nema ég ætti svo ágæta konu, sem vinnur við hlið mér i sjálfboða- vinnu. Einnig hef ég verið hepp- „Þessu starfi er ekki hægt að sinna fullkomlega, bara rétt fleyta ofan af," segir séra Lárus Þ. Guðmundsson sendi- ráðsprestur í Kaupmannahöfn en söknin hans telur 12—13 þúsund íslendinga. Meðalsökn á Islandi er um 3000 manns. inn með að allir þeir íslendingar, sem ég hef leitað til hér í Kaup- mannahöfn, hafa sýnt mér hjálp- semi. Það er einnig ómetanleg hjálp, ekki síst á meðan ég er að komast inn í starfið. Einnig hef ég mætt afskaplegri velvild af hálfu sendiráðsfólksins." Sálusorgarastörl______________ En það eru ekki eingöngu mess- ur, sem tilheyra prestsembættinu. Mikið er leitað til prestsins hvað varðar mannleg vandamál. „Það er töluvert mikið leitað til mín með margskonar vandamál, sem ég reyni að hjálpa til með eftir bestu getu. Því fylgja mikil ferða- lög, þar sem vandamálin eru ekki eingöngu hér í Kaupmannahöfn. Það er að sjálfsögðu ýmiss konar mannlegur vandi, sem upp getur komið og oft gerist það að fólk kemur út með vandamálin á bak- inu og þarf að leysa þau í nýju landi. Einnig er töluvert um, að ungt fólk hafi þörf fyrir að tala við fullorðna manneskju. Það er óhætt að fullyrða, að sálusorgara- störf mín sem prests séu marg- slungnari hér en í minni gömlu sókn, sem orsakast m.a. af því, að sóknin er mun stærri. Þar sem heimili mitt er jafnframt vinnu- staður minn hefur mér dottið í hug að æskilegt væri, að ég hefði skrif- stofu á öðrum stað í borginni, þar sem ég hefði ákveðinn símatíma. Án þess að ég sé beinlínis að kvarta yfir því að mikið sé leitað til mín, verð ég að viðurkenna að lít- ið er um frítíma í starfi minum." Hafaalög______________________ Þeir íslendingar sem hafa eign- ast börn hér í Danmörku, þekkja allir það vandamál að fá börnin skráð samkvæmt íslenskum venj- um. „Ég hef unnið mikið í þessu máli frá því að ég hóf hér störf. Nu er ég að vonast til að þetta fari að skýrast, svo að foreldrar þurfi ekki að ganga í gegnum alla þá skrif- finnsku, sem að þessu lýtur. Fólk hefur leitað til mín með þetta mál og er skiljanlegt að það sé orðið þreytt á skilningsleysi yfirvalda. En allt bendir til að þetta fari end- anlega að leysast," segir séra Lár- us Þ. Guðmundsson. Það var langt iiðið á kvöld, þeg- ar ég yfirgaf prestshjónin t húsi Jóns Sigurðssonar. Þau er gott heim að sækja. AISLANDI

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.