Alþýðublaðið - 12.05.1990, Page 12

Alþýðublaðið - 12.05.1990, Page 12
12 Laugardagur 12. maí 1990 Minning Sigursveinn D. Kristinsson Fœddur 24. apríl 1911 — Dáinn 2. maí 1990 Sá maður sem fyrst og fremst stóð fyrir stofnun Sjálfsbjargarfé- laganna var Sigursveinn D. Krist- insson. Sjálfur var hann mikið fatl- aður. Hann fékk mænuveikina að- eins 13 ára gamall og lamaðist á báðum fótum og var síðan bund- inn hjólastól og haföi því kynnst því af eigin raun að vera mikið fatl- aður. Það var fyrir tæpum 32 árum sem ég kynntist Sigursveini. Hann var búinn að hafa samband vestur á Isafjörð og nokkrir fatlaðir ein- staklingar höfðu undirbúnið komu hans og stofnun félags fatl- aðara. Það var kalsaveður daginn sem hann kom. Gekk á með éljum og vafasamt með flug til Isafjarðar og líka vafasamt hvort Sigursveinn, svona mikið fatlaður maður legði í að koma vestur. Þá voru að sjálf- sögðu allt aðrar aðstæður fyrir flugið, en eru í dag. Þegar „Kata- línan" gamla lenti á Pollinum á ísa- firði vorum við nokkur mætt á Bæjarbryggjunni til að taka á móti Sigursveini. Allir farþegarnir, að undanskildum einum, flýttu sér úr „snurpubátnum" upp á bryggj- una. Þessi eini sem sat eftir hlaut að vera okkar maður og það reyndist svo. Sigursveinn var kom- ' inn vestur. Hann var svo borinn upp á bryggju og í bíl og beint heim til Ingu Magnúsdóttur. Þar var svo gengið frá lokaundirbún- ingi að stofnun félagsins, og stofn- fundur haldinn kvöldið 29. sept- ember 1958, í einni kennslustofu Barnaskólans. Þessi stutta frásaga er eitt lítið dæmi um dugnað og áræði Sigur- sveins. Hann var eldhugi og mikill baráttumaður fyrir bættum kjör- um fatlaðra, sem þá voru allt önn- ur en eru í dag og fatlaðir Iifðu við mjög slæm kjör og lítil félagsleg réttindi. Hann var talsmaður þeirra sem höllum fæti stóðu í lífs- baráttunni. Því fengum viö að kynnst, sem störfuðum með hon- um að málefnum Sjálfsbjargar frá upphafi og allt til ársins 1986. Hann stjórnaði öllum þingum samtakanna frá stofnþinginu 1959 til þingsins 1986. Af sama dugnaði stofnaði hann Tónskóla Sigursveins, en hann var vel menntaður tónlistarmaður og naut virðingar á þeim vettvangi sem ég fer ekki nánar út í hér. Það gerir ábyggilega einhver sem þekkir enn betur til. Sigursveinn var varaformaður landssambandsins 1959—1982. Hann átti sæti í stjórn Öryrkja- bandalagsins og gegndi marghátt- uðum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfs- björg. Eiginkona Sigursveins var Ólöf Gríma Þorláksdóttir, en hún lést 1988. Störf Sigursveins fyrir Sjálfs- björg eru ómetanleg. Hann stofn- aði samtökin og sá þau verða að því afli, sem haft hefur veruleg áhrif á bætt lífskjör fatlaðra í land- inu. Við Sjálfsbjargarfélagar kveðj- um einn af forystumönnum okkar. Minningin um góðan félaga, eld- huga og baráttumann lifir. Eg votta syni og stjúpsyni Sigur- sveins og öðrum ættingjum hans dýpstu samúð. Trausti Sigurðsson „Byrjun sólmánaðar. Skollasál- in var ennþá alhvít og Skútudalur- inn, eni. klettapeysan hægra meg- in á Hólshyrnunni var svört með hvítum röndum. Suðrið andaði þýðvindum og þegar sólin skein á klettana roðnuðu þeir strax á vangann. Tveir menn hittust í góð- viðrinu á tröppunum við Gránu- götu 14, annar handarvana, hinn með bilaðar fætur. Þeir ræddu um það, hvort ekki væri hægt að koma á fót samtökum til þess að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks." Þannig reit eldhuginn og baráttumaðurinn Sigursveinn D. Kristinsson í fyrsta tölublaði árs- rits Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra árið 1959. Sigursveinn var einn af frum- kvöðlum að stofnun Sjálfsbjargar- félaganna hérlendis og gekkst fyr- ir stofnun fjögurra þeirra fyrstu. Með Sigursveini er genginn einn skeleggasti baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra hérlendis. Sig- ursveinn hvikaði aldrei né sofnaði á verðinum. Hann stefndi ótrauð- ur að settu marki og þegar rétt- indamál fatlaðra bar á góma þá neistaði af eldhuganum. Það var ekki einasta í ræðu og riti sem Sig- ursveinn barðist fyrir málefnum Sjálfsbjargar heldur einnig með list sinni. Eins og alkunna er var Sigur- sveinn tónskáld gott og mikill hljómlistarmaður. Sigursveinn samdi fyrir Sjálfsbjörg söng Sjálfs- bjargar sem á táknrænan hátt lýsir í tali og tónum þýðingu baráttu Sjálfsbjargarfélaganna fyrir fatl- aða. Við Sjálfsbjargarfélagar minnumst Sigursveins m.a. frá þingum okkar sem hann sat lang- flest og stýrði gjarnan. Þar tókst honum á undraverðan hátt, með lipurð sinni og krafti að ná þeim árangri sem þurfti og vekja baráttu- glóð og anda í hugum félaga sinna. Sigursveinn vann geysimikið og óeigingjarnt starf í þágu Sjálfsbjarg-' ar og hefur það reynst Sjálfsbjörg ómetanlegur styrkur að eiga slíkan félaga til að plægja akurinn. Við sjálfsbjargarfélagar munum halda áfram að sá í þennan akur sem hann og aðrir frumkvöðlar Sjálfsbjargar hafa plægt. Á þann hátt heiðrum við best minningu þeirra. Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra vottar syni Sigursveins og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Minningarorö: Sigriður Halla Sigurðardóttir Fœdd 17. júlí 1932 - Dáin 5. maí 1990 Tíminn er skammtaður. Hann er allt í einu búinn, vegferðinni á þessari jörð er lokið. Manneskja er farin yfir landamæri lífs og dauða. Vinir sitja eftir hissa og sorgbitnir. Þeir hafa ekki gert sér grein fyrir, að hratt flýgur stund. Já, okkur er skammtaður tími, hverju og einu. Það er gömul og kunn staðreynd sem við í rauninni vitum öll um. Samt er þessi stað- reynd alltaf að koma okkur á óvart. Við höfum kannski árum saman verið á leiðinni að heimsækja vin okkar, til þess að eiga með honum ómetanlega samverustund, rifja upp gömul og góð kynni, blása í giæður vináttu, sem þrátt fyrir ailt lifir góðu lífi í huga okkar og hjarta. En heimsóknin dregst frá einum degi til annars. Leiðin er stutt, allt- af hægt að fara þetta. Svo er tíminn allt i einu liðinn, lífshlaupið á enda og heimsóknin sem alltaf var geymd til morguns, af því að leiðin var svo stuttl, hún verður aldrei farin. Tíminn var skammtaður og við vissum ekki hvenær kallið kæmi. Þetta flaug í gegn um huga minn laugardagskvöldið 5. maí, þegar Friðbjörn, vinur minn og skóla- bróðir, hringdi í mig og sagði mér lát konu sinnar en vinkonu minn- ar og skólasystur, — hennar Sissu. Samúð, söknuður og sorg — orðavant. Þannig var það þá og þannig er það enn. Nú er bara eftir að þakka og kveðja. Sigríður Halla Sigurðardóttir hét hún fullu nafni. Hún fæddist í Kúvíkum í Strandasýslu hinn 17. júlí 1932, dóttir hjónanna ínu Jensen Sigvaldadóttur og Sigurð- ar Péturssonar póst- og símstöðv- arstjóra á Djúpuvík, síðar útgerð- armanns í Reykjavík. Sigríður, eða Sissa eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp í stórum systkinahópi og naut ástríkis og umönnunar ágætra foreldra. Fyrstu árin var hún mikið hjá afa sínum Carli Friðrik Jensen kaup- manni í Kúvíkum og sú taug varð traust og sterk sem tengdi þau ávallt saman. Snemma komu í Ijós ágætir námshæfileikar Sissu og löngunin til þess að nema og læra. Umhverf- ið í kringum hana, menn og mál- efni, atvik og atburðir vöktu spurningar sem kröfðust svara. Hún vildi skilja lögmál þess sem hafði gerst og var að gerast. Og það breyttist ekkert fram á hinsta dag. Alltaf vildi hún fræðast og síðan miðla öðrum þeim fróðleik og lífsreynslu sem hún hafði öðlast hverju sinni. Að loknum barnaskóla lá leið hennar í Héraðsskólann á Laugar- vatni og þaöan lauk hún gagn- fræðaprófi vorið 1950. „Snemma beygist krókurinn til þess er verða vill," segir máltækið. Haustið 1950 fer Sissa til Hríseyjar og kennir við barnaskólann þar skólaárið 1950-1951. Haustið 1951 kemur Sissa svo í Kennaraskólann og sest þar í 2. bekk. Þar hófust kynni okkar og vinátta, sem ég þakka nú að leið- arlokum. Þessi bekkur okkar í Kennara- skólanum verður ávallt í hugum okkar bekkjarsystkinanna merki- legasti bekkurinn sem uppi hefur verið í veraldarsögunni, bekkur drauma og vona æskumannsins, bekkur vina sem lifðu og hrærðust í kviku hins daglega lífs, bekkur ærsla og áræðis, bekkur þar sem allir stóðu saman og allir voru vin- ir sem höfðu svo mikið að gefa hverjir öðrum frá degi til dags. Þetta var Bekkurinn með stórum staf. Það var mikið spjallað á þessum árum, spurt og spáð. Og bráðlega skipaði Sissa góðan sess í hópi þessara vina og bekkjarsystkina. Hún var glöð og kát, spurul og leit- andi, hiklaus og hlý í athöfn og orði, góður félagi, vinur sem hald var í. Þetta fundum við fljótt og kunnum vel að meta. Friðbjörn Gunnlaugsson var einn af okkur í bekknum. Fljót- lega felldu þau Sissa hugi saman og bundust þeim böndum sem entust þeim gegnum lífið. Þá og alltaf síðan hafa þau þolað saman sætt og súrt, verið hvort öðru stoð og stytta í ólgusjó lífsins. Þær voru ófáar stundirnar, sem ég og aðrir bekkjarfélagar nutu gestrisni og samveru við þau hjónaleysin í litlu íbúðinni sem þau Sissa og Bjössi leigðu á Hverf- isgötunni, þegar við vorum í 3. og 4. bekk Kennaraskólans. Þar fór mörg umræðan fram og ekki voru menn alltaf á eitt sáttir um lífið og tilveruna. En um eitt var ekki að efast: Við ætluðum okkur öll góð- an hlut í því að frelsa heiminn, tak- ast á við vandamál samfélagsins, láta gott af okkur leiða. Þetta voru góðir dagar, dagar vona og vonbrigða, skina og skúra. Við vorum lifandi ungt fólk, sem lét sig varða um veröldina, þar sem tilfinningin logaði, þar sem sársaukinn og gleðin vógu salt, — þar sem samkenndin og vináttan skipaði fyrirrúmið. Sissa og Bjössi. Þetta var eitt af þeim samheitum sem bekkurinn átti, skynjaði og skildi, var þakk- látur fyrir og vildi ekki missa. Þetta allt viljum við þakka nú. Sigríður lauk kennanraprófi 1954 og síðan lá leið þeirra Frið- bjarnar vestur á Patreksfjörð, en þar stunduðu þau kennslu við barna- og unglingaskólann til 1959. Árið 1959—1971 áttu þau Sissa og Bjössi heima á Stokkseyri, í Grindavík 1971—1979 og síðan í Reykjavík. Alls staðar þar sem þau áttu heima fékkst Sissa við kennslu ásamt húsmóðurstörfun- um og reyndist farsæll og góður kennari. Hún lét sér annt um nem- endur sína, náði vel til þeirra og eignaðist traust þeirra og vináttu. 1 kennarastarfinu var hún ávallt leitandi, fylgdist vel með nýjung- um og hafði glögga dómgreind um það hvað við átti á hverjum tíma. Sissa var alltaf viðbúin að rétta þeim hönd, sem höllum fæti stóðu í lífsbaráttunni. Það var kannski m.a. þess vegna sem síðasti starfs- vettvangur hennar í skóla var ein- mitt í Öskjuhlíðarskóla. Þar var verk að vinna, henni vel að skapi. Það var líka oftast svo í þeim skólum þar sem Sissa kenndi, að í hennar hlut kom að kenna erfið- ustu bekkjunum. Menn vissu það af reynslu að þannig var þessum börnum best borgið og einnig það að Sissa var fús til starfsins. Hún bar sérstaka umhyggju fyrir þess- um nemendum og vildi svo fegin verða þeim að liði. Og það gerði hún svo sannarlega. Réttlæti, jöfnuður og félags- hyggja voru Sissu í blóð borin. Hún þoldi ekki ranglætið í þjóðfé- laginu og misréttið. Hún skipaði sér í sveitir þeirra sem breyta vildu samfélaginu og bæta aðstöðu þeirra sem verst voru settir. Jafnaðarstefnan setti mark sitt á lífsviðhorf hennar og gerðir. Fyndist henni menn eða flokkar hvika frá stefnunni til réttlætis og jafnaðar, þá átti hún ekki lengur samleið með þeim. Hugsjónin var hafin yfir flokka og menn. Þannig var Sissa. Það var þess vegna eðlilegt og sjálfsagt, að menn leituðu til Sissu að taka að sér ýmis trúnaðarstörf. Hún vfir t.d. hreppsnefndarmaður á Stokkseyri 1966—1970. Einnig lét Sissa að sér kveða í ýmsum fé- lagsmálum og var m.a. formaður Kvenfélags Stokkseyrar 1966— 1967. Sissa hafði næma tilfinningu fyr- ir íslensku máli, var skýr og rökvís í hugsun og einbeitt og ákveðin í málflutningi. Þessir eiginleikar nýttust hennar vel bæði í kennslu og á félagslegum vettvangi. Sissa varð að hætta kennslu árið 1982 vegna vanheilsu. Síðan hefur hún háð baráttu við veikindi sín, stundum verið þungt haldin en verið sæmilega hress á milli. Hún bar þessi veikindi sín með mikilli hugprýði og þeir sem í kringum hana voru gleymdu þvi oft á tíðum að þarna var sjúklingur á ferð. Það átti sinn þátt í því að kallið var óvænt þegar það kom. Hvar sem Sissa kom var eins og allt lifnaði. Gamansemin og góð- vildin fylltu andrúmsloftið. Þetta fylgdi henni alla tíð. Þetta fundum við æskufélagar hennar. Þetta fann fólkið sem var meö henni, hvort heldur á sjúkrahúsi, í Hvera- gerði eða hjá Sjálfsbjörgu. Oft var gripið í spil. Þá var glatt á hjalla og Sissa hrókur alls fagn- aðar. Þess vegna var hún aufúsu- gestur, sem hafði einstakt lag á að skapa í kring um sig andrúmsloft Ijúfmennsku og lífsgleði. Það var hinn 2. október 1954, sem þau Sigríður og Friðbjörn gift- ust. Hjónabandið færði þeim bæði gæfu og gleði. Þau eignuðust fjög- ur börn, þrjár dætur og einn son. Og barnabörnin voru orðin 9, þeg- ar dauða Sigríðar bar að höndum. Og auðvitað var það sama sag- an sem fylgdi Sissu þar sem annars staðar. Glettnin, hlýjan, umhyggj- an einkenndi samskiptin við þau. Bæði börn hennar og barnabörn fundu að þau skiptu hana miklu máli. Orð þeirra og gerðir, viðhorf þeirra og lífsgleði voru ávallt undir vökulu og viðkvæmu móður- eða ömmu auga. Barnabörnin sóttu ástúð og yl til ömmu sinnar, sem alltaf var tilbú- in að gefa hið besta að sjálfri sér. Þannig var Sissa, heil í verki, sönn í athöfn og orði. Fyrir það erum við þakklát. Við bekkjarfélagarnir hennar Sissu í Kennaraskólanum þökkum henni samfylgdina nú að leiðar- lokum. Þökk, góðar óskir og fyrir- bænir fylgdu henni áleiðis yfir móðuna miklu. Friðbirni, börnunum, tengda- börnunum, barnabörnunum og aldraðri móður sendum við hjarta- hlýjar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd bekkjarsystkina þeirra Sigríðar og Friðbjarnar í Kennaraskólanum og Asthildar konu minnar, Hörður Zóphaníasson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.