Alþýðublaðið - 15.05.1990, Page 1

Alþýðublaðið - 15.05.1990, Page 1
Boðberí nýrra lima 71. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990 STEINGRÍMUR HER- MANNSSON — forsæt- isráðherra gagnrýndi Bandaríkjamenn og Breta fyrir að vilja ekki sam- þykkja bindandi yfirlýsingu á Umhverfisráðstefnunni í Bergen. Steingrímur var harðorður í garð þessara þjóða og sagði að ekki þyrfti að bíöa eftir niður- stöðum rannsókna til að sjá dauða fiska eða fallinn trjá- gróður víða um heim. ARNARFLUG — Það á ekki af Arnarflugsmönnum að ganga. Flugvélin sem félagið var búið að taka á leigu og átti að koma til landsins í gær kemur að öllum líkindum ekki fyrr en á morgun í fyrsta lagi. Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra hefur beint þeirri fyrirspurn til félags- ins hvernig það ætli að haga rekstri sínum þar til vélin kemst í gagnið. - AKUREYRI — Samkvæmt skoðanakönnun sem fyrir- tækið Kjarni gerði á Akureyri mun núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, falla í komandi kosn- ingum. Hringt var í 300 manns af handahófi og ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu mun Sjálfstæðis- flokkurinn fá fjóra menn kjörna, Framsóknarflokkurinn 3, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Kvennalisti og Þjóðar- flokkur einn fulltrúa hver. MORÐIÐÍSTÓRAGERÐI-Báðir mennirnir sem set- ið hafa í gæsluvarðhaldi vegna morðmálsins í Stóragerði hafa játað aðild sína að málinu. Hins vegar ber þeim ekki saman um hvor hafi banað bensínafgreiðslumanninum. LÍTIÐ FÉ í RANNSÓKNIR — Rannsóknarsjóður Rann- sóknarráðs hefur rýrnað um 40% á 5 árum. Þetta þýðir að sjóöurinn hefur getaö styrkt mun færri verkefni á hverju árinu sem líður. I ár fékk fyrirtækið Marel hæsta styrkinn, 8 miljónir, til að hanna tölvubúnað sem flakar og flokkar fiskflök til saltíiskvinnslu. IGULKER — Hafrannsóknarstofnun og Rannsóknarráð ríkisins hafa undanfarin ár kannað ígulkersmið hér við land. Nú hafa komið í ljós gjöful mið í Hvalfirði og víðar og má búast viö að hægt sé að flytja út töluvert magn af ígulkerjum til Frakklands, Bandaríkjanna og Japan á næstu árum. Það eru hrogn ígulkeranna sem eru boröuð og þykja þau losttæti. SLEIPNIR — félag langferðabílstjóra, situr nú á fundum hjá ríkissáttasemjara, en félagið hefur verið án samnings síðan um áramót. Ef ekki tekst að semja má búast við vandræðaástandi því nú fer í hönd mesti annatími lang- ferðabílstjóra. VOGUR í ERFIÐLEIK- UM — Á þessu ári leita að öllum líkindum hátt í 600 manns á aldrinum 16—29 ára hjálpar í sjúkrastöö SÁÁ á Vogi. Þórarinn Tyrf- ingsson yfirlæknir segir að Vogur eigi í verulegum rekstararerfiöleikum og um 20 miljónir vanti til að endar nái saman. LEIÐARINN í DAG Ráöhúsiö er nú aö koma úr byggingaskurn sinni og birtast Reykvíkingum. Alþýöublaöiö fjallar um ráöhúsiö í leiðara dagsins og telur jjaö mikla óprýði á heildarmynd miðbæjarins. Alþýöublaöiö bendir einnig á aö fjárhagsáætl- unin viö byggingu ráöhússins er komin gjör- samlega úr böndunum. Ritskoðun á Stöð 2 Matthías Á Mathiesen al- þingismaður virðist vera rit- skoðari á Stöð 2. Sárasaklaus mynd um hafnfirsk ungmenni var tekin af dagskrá umsvifa- laust. Ragnar Reykás ekki falur Meðal efnis í dálknum FÓLK má lesa um „borgarstjóraefn- ið" Ragnar Reykás. Margir sækjast eftir honum — en hann er ekki falur fyrir fé, sama hvað boðið er. Það á ekki af þeim að ganga Heildsalastéttin fellur stöðugt í sömu gryfjuna — þeir lána æv- intýramönnum varninginn i verslanir þeirra — og tapa síð- an tugum milljóna þegar ævin- týrunum lýkur. Hver borgar brúsann? Almenningur ÁSGEIR SIGURVINSSON á fullri ferö i leiknum gegn Homburg á laugardag, — þetta eru síöustu mínútur glæsilegs ferils. Jafntefli varð í leiknum 2:2. A-mynd: Hinrik Gunnar Hinriksson. Síðuslu minútur vel heppnaðst teríls Ásgeirs (Frá Kristjáni Kristjáns- syni, Alþýðublaðið, Stuttg- art) ÁSGEIR SIGURVINS- SON hefur tvímælalaust verið íslendingum góð landkynning þau 17 ár sem hann hefur starfað sem atvinnuknattspyrnu- maður í Evrópu. Á laugar- dag lauk hann glæstum ferli — í toppformi — menn munu minnast hans sem slíks. Stemmningin á leikvangin- um, þegar Stuttgart lék gegn Homburg á laugardag var ógleymanleg. Ásgeir fór af leikvelli upp úr miðjum seinni hálfleik eins og fyrir- fram hafði verið ákveðið. Var hann hylltur af áhorfendum sem kölluöu: ,,Við þökkuð þér, Sigi”. Á vellinum voru fjölmargir íslendingar með íslenska hvatningarboröa og hvöttu þeir sinn mann ákaft. Að leik loknum færði mjólkursamlag héraðsins Ásgeiri forláta, rauðan mjólkurbrúsa með skreytingu að gjöf. í samtali við Alþýðublaðið sagði Ásgeir Sigurvinsson að hann væri í alla staði hættur við að hætta nú. Hann hefur tilboð frá 5 löndum, en hygð- ist engu þeirra taka. Ásgeirs bíða ýmis störf hjá Stuttg- art-félaginu, fyrst í stað mun hann annast um samskipti aðdáendanna og félagsins og huga að ungum knattspyrnu- mannsefnum framtíðarinnar. Grímur Sœmundsen lœknir á aöalfundi Útflutningsráds: . Skera burt biðlistana og flytja inn sjúklinga „Því ekki að setja fjár- magn í að hreinsa íslenska biðlista eftir bæklunar- skurðaðgerðum og greiða fjárfestinguna niður auk þess að hagnast vel, með því að gera samninga við t.d. bresk heilbrigðisyfir- völd um að stytta milljón manna biðlista þar eftir bæklunarskurðaðgerð- um. Hvað með að setja upp sérhæfða aðstöðu til að sinna fegrunaraðgerðum fyrir útlendinga?" Svo spurði Grímur Sæ- mundsen læknir meðal ann- ars í erindi sem hann flutti á aðalfundi Útflutningsráðs á dögunum. Mitt í allri umræð- unni um lokun sjúkradeilda hér vegna fjárskorts og ann- arra - aðhaldsaðgerða kvað við annan tón i ræðu Gríms. Hann ræddi um fjárfestingu í vellíðan og kom þar með ýmsar athyglisverðar tillögur og ábendingar. Hann sagði að fyrsta einka- sjúkrahús sinnar gerðar á Norðurlöndum væri nú risið við Árósa í Danmörku. Það muni sinna þjónustu á ýms- um sviðum skurðlækninga. Markaðssvæði þess væri Danmörk, Svíþjóð og Noreg- ur og sjúkrahúsið fengi greiðslur fyrir þjónustu sína frá þeim sem nytu hennar og frá tryggingafélögum þeirra. I Þýskalandi væru 950 slík sjúkrahús og iðgjöld til trygg- ingafélaga vegna heilsu- trygginga þar næmu 16 millj- örðum marka á ári. Ennfrem- ur sagði Grimur Sæmundsen: „Það hefur ekki verið minnst á útflutning íslenskrar sérþekkingar á heilbrigöis- þjónustu. Svíar og Danir sjá um uppbyggingu og rekstur margra heilbrigðisstofnana í Austurlöndum nær og manna þær með löndum sín- um. Miðað við gylliboð í at- vinnuauglýsingadálkum læknablaða virðast menn hagnast „eitthvað" á því að selja slíka þjónustu. Islenskir augnlæknar fljúga til Svíþjóð- ar og gera þar aðgerðir á einkasjúkrahúsum. Má ekki snúa dæminu við? Sjúkling- arnir komi hingað!" í þessu sambandi minnti Grímur á að menn hefðu ekki setið auöum höndum og komið á fót áfengismeðferð fyrir útlendinga og væri það spennandi tilraun sem fylgst væri með af athygli. Grímur Sæmundsen ræddi einnig um ísland sem alþjóð- lega heilsulind og var þeirrar skoðunar að hægt væri að markaðssetja ísland á þeim vettvangi og hafa af því um- talsverðar gjaldeyristekjur þegar fram liðu stundir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.