Alþýðublaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 2
SNNLENDAR FRÉTTIR Þriðjudagur 15. maí 1990 Könnun Félagsvísindastofnunar: Ragnar Reykás er ekki tíl sölu — jafnvel þóli mikið fé sé i boai Fyrirtæki hafa boðiö gull og græna skóga fyrir að fá Raiinar Ríykás í sjón- varpsauglýsingar sínar — án árangurs. Einnig hafa stjórnmálaflokkáf viljað fá hann til að koma íram á kosningaskemmtununi sínum, m.a. s.jálfstæðis- menn í Reykjavík og Al- þýðuflokkurinn í Hafnar- firði, en svarið er alltaf neitandi, þrátt fyrir góð boð. Sigurdur Sigurjóns- son', leikari, er greinilega á því að spara þennan skemmtilega persónu- leika til seinni tíma. Ovenjuleg afstaða í því peningaumhverfi sem við nú búum við í dag. Arnarflugs- maðvr vill stöðva halla- reksfur — Hafnarfjarðar Magitús Bjarnason, ann- ar maður á lista Fram- sóknar í Hafnarfirði vill stöðva hallarekstur — Hafnarfjarðarbæjar. Magnús er annars aðstoð- arframkvæmdastjóri Arnarflugs og veit því um heilmargt um hallarekst- ur. Á forsíðu Hafnfirb- ings, blaðs Framsóknar er falleg mynd af Magnúsi — með Arnarflugsflugvél bak við sig. Þetta þótti Göflurum bráðfyndið að vonum, — ekki síst þar sem Hafnarfjarðarbær á ekki við neinn sérstakan fjárhagsvanda að stríða samkvæmt opinberum, pottþéttum upplýsingum. Johnny Cash tíl landsins íslendingar fá um þ'essar mundir að kynnast mörg- um af gömlu, góðu popp- urunum, sumir komnir til ára sinna, en fjári sprækir samt. Nú er von á Johnny Cash til Reykjavíkur. Heldur hann tvenna tón- leika í Laugardalshöll 7. og 8. júní. Cash heldur um þessar mundir upp á 35 ára starfsafmæli sitt og er á ferðinni vítt og breitt um hnöttinn í tilefni af því. Hann er sannarlega ekki dauður úr öllum æð- um, karlinn, hlaut Grammy-verðlaunin síð- ast 1987. Hann er auk þess ókrýndur kóngur kántrí-tónlistarinnar. Aldraðir Gafíarar ánægðir ,,Um 80% svarenda eru ánægðir með fjárhagslega afkomu sína. Fólk virðist fá margar heimsóknir og fáir eru einmanna," segir í skýrslu sem Félagsvís- indastofnun hefur gert á högum aldraðra í Hafnar- firdi. Skýrslan er úrdráttur úr stærri skýrslu sem Félagsvís- indastofnun vann fyrir Fé- lagsmálastofnun Hafnar- fjarðar. Um er að ræða ein- hverja viðamestu könnun sem gerð hefur verið hér á landi um hagi aldraða. I niðurstöðum skýrslunnar segir enn fremur: ,,'1'æp 90% svarenda búa í eigín hús- næði. Meðaltekjur þeirra sem stunda launaða vinnu eru rúmar 93.000 krónur fyrir febrúarmánuð 1990 og með- altekjur þeirra sem ekki stunda launaða vinnu eru rúmar 45.000 krónur. Meðal- tekjur allra sem svara eru tæpar 57.000 krónur,' Aldraðir Hafnfiröingar við opnun nyrrar Strandgötu i fyrrasumar - aldraða í bænum og almenn ánægja með hana. • miklar og góðar breytingar hafa orðið á félagsmálaþjónustu fyrir A-mynd: E.ÓI. Þá kom fram í könnúninni að óskir varðandi öldrunar- þjónustu bæjarins beíndust að aukinni heimilishjálp. ferðaþjónustu og hand- og fótsnyrtingu. Þá óskuðu 7% svarenda eftir þjónustuílníð- um á hagstæðu verði til kaups eða leigu. Um 79% svarenda eru mjög eða frem- ur ánægöir með fjárhagslega afkomu sína meðan um 13% voru mjög eða fremur óánægðir. Hlutlausir voru 8%. BAK VIÐ FRÉTTIRNAR Harmkvæfí heildsala Brúnaþungir menn stiga nú fram i kastljós ffjölmiðla hver á ffœtur öðrum og lýsa þvi yffir að heildverslunin í landinu hafi orðið ffyrir enn einu áfallinu með hruni Grundarkjörs. Heildsalar tapi tugum ef ekki hundruð millj- óna króna á ári vegna varnings sem þeir f ái ekki greiddan sökum gjaldþrota i smásölu- versluninni. Þessir ábúðarfullu segja að það gangi ekki lengur að menn kaupi endalaust vörur ffró heildsölum og f ramleiðendum uppá krít,fari að versla útum allt og ffari svo á hausinn einn góðan veðurdag. Efftir sitji heildsalar með sárt ennið. EFTIR: SÆMUND GUÐVINSSON Kkki veit ég hverjum er ætl- að að vikna undir þessum harmatölum. Ég vissi ekki betur en mennirnir væru í sjálfstæðum atvinnurekstri og hegðuðu sér samkvæmt því. Ef þeir vilja lána fólki varning uppá milljónir og aft- ur milljónir án þess að krefj- ast nokkurrar tryggingar hafa þeir ekki við neinn að sakast nema sjálfa sig ef illa fer. Það þýðir ekkert að koma vælandi í fjölmiðla í von um samúð almennings. Vilji menn taka áhættu þá þeir um það. Gjaldþrot koma ekki ¦á óvart______________ Það er ekkert nýtt af nál- inni aö verlsanir leggi upp laupana af ýmsum orsökum og höndlarar oröið gjald- þrota af og til allar götur síð- an sögur hófust. Ef litið er til allra síðustu ára hafa verslan- ir í einkaeign fariö í unnvörp- um á hausinn og ófáar kaup- félagsbúðir sömuleiðis. Samt hafa heildsalar og framleið- endur haldið áfram að lána í það óendanlega hverjum sem er að því er virðist án þess að fara fram á nokkrar tryggingar. Standa svo ras- andi þegar allt er komið í hönk og skilja bara ekkert í þessum ósköpum. Það þurfi að breyta lögum og það þurfi að breyta reglum til að tryggja þá gegn tjóni af þessu tagi. Hvar hafa þessir menn eiginlega lært bisness? Hitt er hins vegar eftirtekt- arvert, að heildsalan virðist ekki vera lakari atvinnuveg- ur en svo að ef laust eigum við met í fjölda heildsala á hvern íbúa eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Ekki fer held- ur mikið fyrir sögum af gjald- þroti fyrirtækja í heildverslun svo einhver ráð virðast þeir hafa til að klóra í bakkann. Hvaða ráð skyldu það vera? Borgar almenningur brúsann?___________ Ymsir halda því fram, að gjaldþrot smásöluverslana bitni að lokum fyrst og fremst á neytendum í landinu. Þeir þurfi að greiða tap heildsala sem lána út í loftið og smá- sala sem ekki kunna fótum sínum forráð. Þessu sé með einum eða öðrum hætti velt út í verðlagið og bitni því á þeim sem síst skyldi. Má ef- laust færa margvísleg rök fyr- ir þessari skoðun. Ef þetta er rétt er það hins vegar þjóð- hagsleg nauðsyn að fækka í heildsalastétt. Ekki til að tryggja hag heildsala heldur alls almennings. Raunar má segja að fækkun í stéttinni sé fyrir löngu tímabær burtséð frá umræðum um tap heild- sala vegna gjaldþrota í smá- söluversluninni. Það er auð- vitað út í hött að matvöru- kaupmaður skuli þurfa að skipta við um eða yfir 100 heildverslanir til að geta fyllt hillur sínar af daglegum nauðsynjum. Þetta breytir hins vegar ekki því, aö maður fer bein- línis hjá sér að horfa á og hlusta á forráðamenn versl- unar í landinu koma fram op- inberlega og grenja út af tapi heildsala vegna gjaldþrota matvöruverslana þegar í Ijós kemur að ausið er birgðum uppá tugí eða hundruð millj- óna í búðirnar án þess að beðið sé um tryggingar af nokkru tagi að því er virðist. Spákaupmenn og oðrir kaupmenn Hið marglofaða frelsi í verslun á að vera öllum til hagsbóta og samkeppni að tryggja lægsta vöruverð. Verslanir halda úti alls konar .gylliboðum og stundum erfitt fyrir neytandann að vita hvert eigi að snúa sér til að fá sem mest fyrir þær krónur sem hann hefur úr að moða. Enda ekki endilega víst, að hagkvæmast sé að gera öll sín helgarinnkaup í verslun sem auglýsir sértilboð á kló- settpappír eða eplum. Aðrar vörur kunna að vera á hærra verði en hinum megin við hornið. Það er að æra óstöð- ugan að hlaupa á eftir öllum skyndiboðum. Það er í fyllsta máta eðli- legt að ýmsum verslunareig- endum gremjist þegar ein- staka búðir taka sig út úr og verðleggja til dæmis matvör- ur niður fyrir kostnaðarverð. Hinir vita að slíkur verslunar- máti getur ekki gengið upp til lengdar en verður þó til að draga að kúnna og beina við- skiptum frá þeim er ekki taka þátt í þessum leik en leitast við að byggja upp trausta verslun. Spákaupmenn geta því haft umtalsverð viðskipti og veltu þar til að spilaborgin hrynur einn góðan veðurdag. Sem betur fer eigum við marga mjög hæfa menn í verslun og viðskiptum sem geta boðið góða vöru og góða þjónustu á hagstæðu veröi. En það mun líka verða framhald á því að í þessum rekstri sem öðrum komi upp aðilar sem ætli sér um of og þurfa að hætta rekstri með tilheyrandi gjaldþrotum. Fyr- ir utan þá sem fara í verslun eða annan atvinnurekstur með það eitt fyrir augum frá upphafi að hala inn fljóttek- inn gróða og stinga svo af frá öllu saman. Ekki óska ég neinum ófarn- aðar í heildsölu frekar en öðru. Hins vegar frábið ég mér að þurfa að horfa uppá grátbólgna menn reyna að vekja samúð almennings vegna þess að þeir kunna ekki að reka sín fyrirtæki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.