Alþýðublaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. maí 1990 INNLENDAR FRÉTTIR FRÉTTIR Í HNOTSKURN HVILIKUR VIÐSKILNAÐUR: í Eystrahorni lásúm við skemmtilega klausu um forkastanlegan viðskilnað: ,,For- maður byggingaráðs Hafnar sagði í fermingarveislu á skír- dag að þær aðstæður sem skapast hafa viö Ósinn séu nátt- úruöflunum að kenna, en allir aðrir sem blaðiö hefur haft samband við eru sammála um það að þetta sé allt saman bæjarstjórninni að kenna. Hún tók við Ósnum i góðu ásig- komulagi fyrir fjórum árum síðan og á að skila honum til okkar eins nú. Ekki er nema mánuður til kosninga svo nú eru góð ráð dýr." FRAMBOÐSFUNDUM ÚTVARPAÐ: Fremur róiegt hefur verið til þessa yfir kosningabaráttunni. Líklega mun þó hvessa í þessari viku, ekki síst eftir framboðsfundinn frá Reykjavík í sjónvarpi og útvarpi um helgina. í kvöld er framboðsfundur á Akureyri í sömu fjölmiðlum, á þriðju- dagskvöld í Hafnarfirði og í Kópavogi á miðvikudags- kvöld. Akureyrar-, Hafnarfjarðar- og Kópavogsfundir verða á Rás 1, en öörum umræðuþáttum verður útvarpað á Rás 2. Kópavogsumræður eru í sjónvarpi á sunnudaginn og Hafnarfjörður á fimmtudag í næstu viku. Fréttamenn útvarps og sjónvarps verða væntanlega orðnir saddir á fundum þegar þeim lýkur 23. maí — fundirnir verða 30 talsins þegar yfir lýkur, almennir fundir, án þátttöku fund- argesta. LITLU FISKARNIR VEGA ÞUNGT: verð- mæti rækju- og hörpudisks- afurða á síðasta ári nam 5,6 milljörðum króna, — millj- arði meira en í hitteðfyrra, sem er svipað verðmæti miðað við meðalgengi milli áranna. Litlu krílin úr sjón- um vega því þungt í þjóðar- framleiðslunni, eru 10% af allri sjávarvöruframleiðsl- unni. Loðnuafurðir voru til samanburðar 8% og síld 3.4%. Alls veiddust í fyrra 26.700 tonn aðallega af djúpslóö og hefur samdrátturinn orðið mikill frá því 1987 sem var metár með nær 39 þús. tonna afla. Af hörpudiski veiddust 12.500 tonn í fyrra. Samdrátt- urinn sem varð á veiði og sölu hörpudisks virðist liðinn, — mun betra verð fæst nú í Bandaríkjunum og í Frakklandi. HANDMENNT ALDRAÐRA: Féiagsmáiastofnun Reykjavíkurborgar rekur félagsstarf aldraðra á níu stöðum í Reykjavík. Á hverju vori er afrakstur handmennta gamla fólksins sýndur almenningi og verður svo nú í vor. Sýning- arnar verða í Hvassaleiti 56—58, í Gerðubergi, Bólstaða- hlið 43 og Vesturgötu 7 dagana 19.—21. maí frá 13.30 til 17 og í Vistheimilinu Seljahlíð 25. og 26. maí kl. 13.30 til 17. Hluti munanna er til sölu. Á sýningarstöðum verður kaffi og meölæti til sölu og þangað eru allir velkomnir. KYNFERÐISLEGT 0FBELDI: stigamót, uPPiysinga-, fræðslu- og ráðgjafarmiðstöð fyrir konur og börn sem orð- ið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, halda námskeið dagana 23.-28. ágúst að Þelamörk, sem er skammt noröur af Ak- ureyri. Fjallað verður um kynferðislegt ofbeldi, s.s. ein- kenni, afleiðingar og úrræði. Er námskeiðið miðað við þarfir þeirra sem fá þessi mál til umfjöllunar í dreifbýlinu. Skráning á námskeiðið er hjá Stigamóum, Vesturgötu 3 í Reykjavík. ÁBYRGJAST FISKELDISLÁNIN: stjómamemd Ábyrgöadeildar fiskeldislána hefur verið skiPuð sam- kvæmt nýrri reglugerð frá fjármálaráðherra og er starf- semi deildarinnar að hefjast. Deildin er stofnuð sam- kvæmt lögum sem samþykkt voru á þessu ári á Alþingi. I stjórnarnefndinni sitja þeir Jóhann Antonsson, við- skiptafræðingur, Arni M.Mathiesen, dýralæknir, Sigur- geir Jónsson, deildarstjóri, Eiríkur Briem, hagfærðing- ur, Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur. ALDARGOMUL PRENTSMIÐJA: Féiags- prentsmiðjan hf. er eitt ör- fárra íslenskra fyrirtækja sem náð hafa þeim áfanga að verða 100 ára. Afmæl- inu var fagnað 1. maí síð- astliðinn. Prentsmiðjan hefur farið mörg heljar- stökkin á tæknisviðinu og viðhefur í dag nýjustu prenttækni sem völ er á. Fyrstu eigendur Félags- prentsmiðjunnar voru Halldór Þórðarson bókbindari, Þor- leifur Jónsson ritstjóri Þjóðólfs, Valdimar Ásmundsson rit- stjóri Fjallkonunnar og Torfi Hallgrímsson prentari. Kon- ráð Bjarnason er prentsmiðjustjóri í dag, en faðir hans, Bjarni Konráðsson, læknir, er formaður stjórnarinnar. Sjálisagt að sýna þeim myndirnar — segir bœjarstjórinn í Hafnarfirdi um kynningarmyndirnar sem sjálfstæöismenn fengu Stöö 2 til ad hætta viö ab sýna en vilja fá aö sjá sjálfir. „Þad er alveg sjálfsagt ad bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fái að sjá þessar myndir og þar með hversu hættulausar þær eru," sagði Guðmundur Árni Stefánsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. Tilefnið er bréf sem bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins sendu í gær til forseta bæjarstjórnar vegna kynningarmynd- anna sem Stöð 2 hætti við að sýna eftir að tilmæli um það höfðu borist frá Matt- híasi A. Mathiesen alþing- ismanni. I bréfinu spyrj- ast bæjarfulltrúarnir m.a. fyrir um hver hafi gert samning við Stöð 2 um sýningu myndarinnar og hver hafi samið um gerð hennar. Jafnframt óska þeir eftir að fá að sjá myndirnar. Matthías Á. Mathiesen þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og fyrrum ráðherra sem hafði samband við stöðvar- stjóra Stöðvar 2til að koma í veg fyrir að sýndir yrðu tveir sjónvarpsþættir, annar um æskulýðs- og íþróttamál en hinn um listalíf og menningu í Hafnarfirði. Þorvarður El- íasson sjónvarpsstjóri varð við þessum tilmælum og Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri. þættirnir voru teknir af dag- skrá á síðustu stundu. Matthí- as segist m.a. hafa gert þetta til að tryggja að staðið yrði við samkomulag flokkanna um að auglýsa ekki í sjón- varpi. Guðmundur Arni Stefáns- son, segir þessar myndir ætl- aðar til almennrar kynningar og þegar boðist hefði að sýna Matthias Á. alþingismaöur. Mathiesen þær í sjónvarpi hefði því til- boði verið tekið. ,,Það var samhljóða ákvðrðun bæjar- ráðs að gera þessar myndir og það voru reyndar sjálf- stæðismenn sem bættu íþróttamálunum inn, þannig að það er ekki hægt að segja að þeir hafi ekki komið ná- lægt þessu," sagði Guðmund- ur Arni. Bæjarráð samþykkti á sínum tíma að fela bæjarrit- ara að annast framkvæmdina og að því leyti sagði Guðm- undur Árni að spurningar sjálfstæðismannanna svör- uðu sér sjálfar. Hann kvaö það á hinn bóginn umhugs- unarvert að sjálfstæðismenn í Hafnarfirði skyldu geta haft áhrif á það hvaða sjónvarps- efni Stöð 2 tæki til sýninga og hvað ekki. Matthías A. Mathiesen kvaðst hafa haft samband við Stöövarstjóra Stöðvar 2 og bent honum á það samkomu- lag sem gert hefði verið milli stjórnmálaflokka þess efnis að sjónvarp yrði ekki notað til kynningarauglýsinga í kosningabaráttunni. Jáfn- framt kvaðst Matthías hafa tjáð sjónvarpsstjóranum að nann væri hræddur við að þættirnir yrðu þannig úr garði gerðir að þeir yrðu túlkaðir sem brot á sam- komulaginu. Það heföi svo verið ákvörðun stöðvarinnar hvað gert yrði að fengnum þessum ábendingum. „Þegar svo myndimar verða sýndar, getum við gert okkur grein fyrir því hvort um ástæðu- lausan ótta er aö ræða eða ekki. Verði myndirnar hins vegar ekki sýndar, þá segir það'sína sögu. H-isstakonur funda Kvenframbjóðendur H-listans héldu fund í hádeginu á laugardaginn á veitingahúsinu Gauki á Stöng. Fundurinn var vel sótt- ur og var hugur i frambjóðendum fyrir kosningar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.