Alþýðublaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 4
VIÐHORF Þriðjudagur 15. maí 1990 MTOIMMÐ Ármúli 36 Simi 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakiö Höfuöverkur í Hvíta húsinu: RÁÐHÚSIÐ KEMUR ÚR SKURNINNNI liáðhúsið í Reykjavík er nú að brjóta af sér byggingaskurnina og birtast höfuðborgarbúum í allri sinni stærð og fáránleik. Þetta sér- staka dekurbarn Davíð Oddssonar borgarstjóra sem hann hefur vaðið eld og brennistein til byggja, er nú að verða að veruleik eða réttara sagt að stöðugri mártröð fyrir Reykvíkinga. Byggingin sting- ur í fyrsta lagi í stúf við rótgróið umhverfi tjarnarinnar með timbur- húsum Tjarnargötunnar og látleysi Lækjargötunnar. Ráðhúsið er einna helst líkt risastórum flugskýlum á súlum og hefur enga sam- svörun í umhverfi. í öðru lagi gera stærðarhlutföll ráðhússins það aö verkum að hin rótgrónu hús miðbæjarins í nágrenni Tjarnarinnar verða lítil og vesældarleg við hlið ráðhússins sem æ meira er að verða tákn fyrir hið mikla bákn borgaryfirvalda. Við fyrstu fjárhagsáætlun í árslok 1987 var heildarkostnaður ráð- hússins áætluður 750 milljónir króna. í árslok á þessu ári er kostnað- ur vegna ráðhússins orðinn tæplega 1700 milljónir króna. Þó hafa byggingaráformin minnkað, meðal annars hefur áætlaður bílakjallari upp á þrjár hæðir orðið að einni hæð. Áætlað er nú að heildarkostn- aður við ráöhúsið fullgert verði um 3000 milljónir króna. Þaö er um fjórföld upphæð frá fyrstu fjárhagsáætlun. Borgarstjóri er með öðr- um orðum á góðri leið að fara fjórfalt fram úr fjárhagsáætlun ráð- hússins! Pessi upphæð; þrír milljarðar króna er sú sama og Reykjavíkurborg þarf til þess að koma umhverfismálum allrar strandlengjunnar með- fram höfuðborgarsvæðinu í viðunandi ástand. Fyrir þrjá milljarða mætti bæta úr knýjandi dagvistarvanda borgarbarna. Þrír milljarðar myndu breyta öldrunarmálum Reykjavíkurborgar til batnaðar. Harmsagan um ráðhúsið er dæmisaga um bruðl og óráðsíu borgar- stjórnarmeirihluta sjálfstæðismanna undir forystu Davíðs Odds- sonar. Fjárfestingar sjálfstæðismanna í Reykjavík í ráðhúsinu nýtast ekki borgarbúum. Það grátbroslega er ennfremur að ráðhúsið þrátt fyrir mikla fyrirferð, verður samt ekki nógu stórt til að hýsa allt skrif- stofubákn borgarstjóra. Glímt við hallann Yfirvöld í Bandaríkjunum standa nú frammi fyrir þeim vanda að minnka hallann á ríkis- sjóði án þess að draga úr hag- vexti í landinu. Stjórnarherrarn- ir í Washington treysta nú á að bankayfirvöld muni leggja þeim lið í þessari baráttu með því að lækka vexti í landinu til að auka eftirspurn eftir fjármagni. „Við vonum að Seðlabankinn taki tillit til þess sem við höfum verið að gera til að ná niður hallanum," sagði Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins í síðustu viku eftir að tilkynnt var um fund milli Bush-stjórnarinnar og Þingsins. Á sama tíma og sá fundur mun eiga sér stað munu sérfræðingar Seðlabanka Bandaríkjanna stinga saman nefjum til að ræða vaxta og peningamál. Ekki er búist við mikl- um árangri á þessum tveimur fund- um, en hagfræðingar segja að stjórnin og Seðlabankinn verði að vinna saman til að ná fjárlagahall- anum niður. Undanfarin átta ár hef- ur verið uppsveifla í viðskiptalífi Bandaríkjanna en hvorki Reag- an-stjórninni né Bush-stjórninni hef- ur tekist að ráða við fjárlagahallann Bush Bandaríkjaforseti mun ekki brosa ef hann hækkar skatta landa sinna. sem hefur verið vaxandi með hverju árinu. Þessir fyrrnefndu sérfræöingar eru þó sammála um að niðurskurð- ur myndi koma sér illa á þessum tíma því hagvöxtur hefur hægt mjög á sér að undanförnu og niður- skurður í útgjöldum alríkisstjórnar- innar myndi hægja enn meira á honum. Fjármálamenn eru greinilega bjartsýnir að bjartir tímar séu fram- undan því verðbréf á Wall Street hækkuðu mjög í síðustu viku. Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum hefur komið illa við stjórnmála- menn þar í landi og er jafnvel rætt um að Bush Bandaríkjaforseti sé til- búinn að hækka skatta þar í landi til að ná hallanum niður, jafnvel þó að það hafi verið eitt að kosningalof- orðum hans að hækka alls ekki skatta. Það eru þó ekki allir bjartsýnir að stjórnmálamennirnir hafi nægjan- legt þor í sér til að taka þær óvin- sælu ákvarðanir sem óhjákvæmi- lega fylgja þegar dregið er úr ríkis- útgjöldum. Aö sama skapi eru for- ráðamenn Seðlabanka tregir að lækka vextí þangað til þeir fá staö- festingu á að raunverulega verði dregið úr útgjöldum stjórnarherr- anna í Washington. Klandur í Kína: Skjóta friðardúfurnar Kínverjar undirbúa nú af kappi Asíuleikana í íþróttum sem fram eiga að fara í Bejing í haust. Hluti af opnunarhátíð- inni átti að vera flug fleiri þús- unda dúfna frá leikvanginum út um allá borg. Þetta átti að sýna hinn frjálsa anda leik- anna. Það hef ur hins vegar sett strik íreikinginn að skotveiði- menn hafa setið fyrir dúfunum á æfingsvæði þeirra og segja forráðamenn leikanna að þeg- ar hafi þeir misst fleiri hundr- uð dúfur í hendur þessara óprúttnu veiðimanna. Æfingaflug dúfnanna hefur leg- ið frá borginni Shijíazhuang í um 300 km fjarlægt frá höfuðborginni inn til Bejing en á þeirri leið hafa þá yfir 100 veiðimenn legið í leyn- um og fretað á friðardúfurnar. Síð- an eru þær seldar á mörkuðum þrátt fyrir að hver einast dúfa sér merkt • Asíu-leikunum. Yfirvöld standa ráðþrota gagnvart þessari veiðimennsku en þau hafa samt sem ekki áður gefið upp alla von að hægt verði að halda þessu at- riði inni í opnunarhátíðinni. Það er ekki nóg aö þrifa borgirnar ef veiðimennimir skjóta allar friðar- dúfurnar. RADDIR Hvað er hœgt að gera til ab sporna við sívaxandi fíkniefnaneyslu hér á landi? Þorgrímur Pétursson 27 ára nemi „Fræðsla fyrir börn og unglinga er pað sem dugir. Ég hef ekki trú á því að aukin löggæsla eigi eftir að draga úr þessari þróun að neinu marki. Ástæðan er sú að það eru svo miklir peningar í þessum við- skiptum að það mun verða smygl- að áfram til landsins á meðan ein- hver markaður er til að metta." Ester Gísladóttir 64 ára verslun- armaður „Það þarf að stórauka löggæsl- una. Við búum á eyju þannig að það er vitað að öll fíkniefni koma þá annaðhvort landleiðina eða sjóleiðina. Það ætti ekki því ekki að vera erfitt að skrúfa fyrir þessar leiðir með auknum mannaafla í toll- og löggæslu." Pétur Þorgeirsson 62 ára verslun- armaöur „Það þarf bæði að auka fræðsl- una og svo að þyngja dómana yfir bæði innflytjendum og seljendum þessara fíkniefna. Þeir menn sem selja börnum eitulyf eru verri en morðingjar og þá menn ætti að loka inni í langan tíma." Axel Birgisson 20 ára nemi „Það þarf aö herða viðurlög yfir þeim sem selja slík efni. Síðan þarf að stórauka fræðsluna í bæði grunn- og framhaldsskólum því ef tekst að breyta hugarfari krakka gagnvart fíkniefnum þá verður enginn markaður fyrir hendi í framtíðinni. Þórarinn Tyrfingsson 43 ára læknir „Það þarf að auka endurhæf- ingu á þeim hópi sem háður er fíkniefnum því sá hópur elur af sér nýja fíkniefnaneytendur. Svo þarf auðvitað að stórauka forvarnar- starf til sem flestra hópa í þjóðfé- laginu. Sérstaklega er mikilvægt er að ná til foreldra þannig að þeir geri sér grein fyrir ef börnin eru farin að neyta lyfja því þá geta for- eldrarnir gripið í taumana."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.