Alþýðublaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 15. maí 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN Björn Borg og eiturlyfin Fékk dæmdar bætur vegna ærumeiðinga BJÖRN BORG, tennis- skappinn heimsfrægi, fimmfaldur meistari á Wimbledon, varð u.þ.b. 750 þúsund krónum ríkari í gærdag, þegar héraðs- réttur í Stokkhólmi dæmdi tímarit eitt í skaðabætur vegna ærumeiðandi grein- ar þar sem því var haldið fram að Borg væri eitur- lyfjaneitandi. Borg, 33 ára gamall, hafði stefnt háö- og gamanritinu ,,Z" fyrir ummæli þessi, sem höfð voru eftir fyrrum unn- ustu kappans, Jannike Björ- ling, sem hélt því fram í tíma- ritsgreininni að Borg „sniff- aði" kókaín. Borg hafði kraf- ist 6 sinnum hærri skaðabóta en hann fékk sér dæmdar. Björn Borg hætti tennisleik fyrir 7 árum og hefur síðan verið vinsælt efni í hneykslis- síðum ýmissa blaða. Stærsta málið hefur þó verið ásökum unnustunnar fyrrverandi um notkun kókaíns í október síð- astliðnum. Borg hefur stað- fastlega neitaö að hafa nokkru sinni notað eiturlyf. Leigubílstjóra- morðingi í New York Leigubílstjórar í New York eru uggandi um sinn hag um þessar mundir. Þar hafa sjö úr þeirri stétt verið myrtir á rúmum mánuði, — allir skotnir í bakið. I lok síðasta mánaðar voru tveir leigubílstjórar myrtir á þennan hátt. Annar þeirra hafði íátið koma upp gagn- sæju rúöuplasti, sem átti að vera skothelt, milli sín og far- þega í aftursæti. Það reyndist því miður ekki gegna sínu hlutverki. I fyrstu taldi lögreglan að morðinginn leitaði aðeins uppi leigubílstjóra sem aka án leyfis, sem algengt er í borginni. Svo virðist þó ekki lengur. Moröinginn er á hött- unum eftir leigubílstjórum, með eða án leyfis. Leigubílstjórar bandarískra borga gegna hættulegu starfi, í fyrra voru alls 32 drepnir af farþegum. JANNICKE BJÖRLING — hvaö sem rétturinn segir, segist hún standa við það að Björn Borg hafi neytt kókains og kynnt eitur- lyfin fyrir sér. Einn með kaffínu Hér er einn Hafanar- fjarðarbrandari: íhalds- maður í Hafnarfirði ók eitt sinn vörubílnum sín- um undir lága brú og festi bílinn undir henni. Hann kallaði á hjálp og flokksbróðir hans úr Hafnarfiröi kom aðvíf- andi. — Ég skal redda þessu! sagði bjargvætt- urinn. En hvert ertu að flytja brúna!!? DAGFINNUR Aðalráðhúsið og hakráðhúsið IVlér finnst nýja ráðhúsið dásamlegt. Reyndar hélt ég alltaf að ráðhúsið hans Davíð væri eitt ráðhús. En núna þegar húsið rís í öllum sínum glæsileik, sé ég að það er annað ráðhús bak við aðal- ráðhúsið. Svona er Davíð sniðugur; byggir tvö ráðhús í einu. Hann gæti líka alveg tekið upp á því að nota bak- ráðhúsið í alþingishús fyrst hann er búinn að taka Hót- el Borg frá þingmönnun- tim. Davíð gleymir engum. Andstæðingar Davíð hafa verið með eitthvert röfl um að byggingarkostnaðurinn við ráðhúsið (eða ráðhúsin) hafi farið rétt yfir áætlun. Davíö sagðist ætla að reisa ráðhúsið fyrir svona 700 milljónir rúmar. Það er að koma í ljós að ráðhúsið kostar hátt á þriðja milljarð. Það sama og að hreinsa strandlengj- una kringum Reykjavík. (Það er hitt þrasmálið. Ekki hef ég séð neitt gruggugt í fjöruborðinu í Reykjavík. Hafið þtð?) Pað er auðvitað alveg ljóst að fyrst Davíð byggði tvö ráðhús, þá hlaut byggingar- kostnaðurinn að fara að- eins úr böndunum. Að vísu má segja að ef eitt ráðhús átti að kosta rúmlega 700 milljónir, hefðu tvö ráðhús átt kosta sirkábát 1500 milljónir. En nú hefur kostnaöurinn orðið tvö- faldur eða 3000 milljónir. Davíð hefði því áU að vera búinn að byggja fjögur ráð- hús. Hver veit nema að hann sé búinn að því og komi öll- um á óvart daginn fyrir kosningar og opni fjögur ráðhús í Reykjavík! Eitt handa sjálfum sér, eitt handa þinginu, eitt handa Áburðarverksmiðjunni og eitt handa Armannsfelli. Hver veit? fc.n aðalatriðið er að ráð- húsið er svo velheppnað. Núna þegar það er að koma í ljós í allri sinni lengd og hæð, kemur svo greini- lega í ljós hvað byggðin við Tjörnina er lítil og Ijót. Hvað Iðnó er asnalegt hús. Hvað Oddfellóhúsið er gamaldags og kubbslegt. Hvað Tjarnargatan er sveitaleg. Hvað gamli Glaumbær, Dómkirkjan og Alþingishúsið og já, mið- bærinn allur er orðinn lítill og hallærislegur. Eg er þeirrar skoðunar að ef ráðhúsið hans Davíðs á að fá að rijóta sín, verði að rífa allt þetta drasl í kring- um ráðhúsið. Ég treysti engum betur en Davíð að bretta upp ermarnar og ganga í málið. Frelsið birtist i hinum ýmsu myndum Austantjalds fólk fagnar nýfengnu frelsi á ýmsan hátt. Klámiðja er eitt sem flæðir nú yfir mörg lönd A-Evrópu. A myndunum má sjá fegurðarsam- keppni í Prag — þeir eystra virðast ganga mun lengra en Vesturlandabú- ar í keppni sem þessari. Sigurvegarinn heitir Lenka. Islenskur verslunarmaður sagði blaðinu þá sögu að hann hafi farið á matsöluhús í Búdapest nýlega. Hann hafði komið áður og matast í ró og friði á þessum stað- en nú voru orðnar breytingar á. Aður en hann vissi af birtust nokkrar flennur á gólfinu og hófu að afklæðast eftir við- eigandi tónlist. Sagðist hann aldrei, fyrr né síðar, hafa átt jafnerfitt með að neyta kvöld- verðarins og einmitt á þess- um annars ágæta matstað. Zsa Zsa kvartar undan tor- dómaiullum dómara Aldna kynbomban, Zsa Zsa Gabor, hefur kært dómara fyrir „að vera for- dómafullur". Dómarinn í Beverly Hills dæmdi kvensu fyrir að brjóta skil- orð og skyldi hún vinna í þjónustu bæjarfélagsins í 60 vinnutíma. Zsa Zsa hafði löðrungað lögreglu- þjón og átti því ekki von á góðu. Leikkonan sakaði dómarann ekki aðeins um að vera fordómafullur, heldur einnig að sækjast eftir að komast í fjölmiðl- ana. Seint á síðasta ári var leikkonan dæmd fyrir að ráðast á lögregluþjón, sem stöðvaði hana akandi á Rollsinum sínum. Var hún þá dæmd til að vinna í 120 tíma á hæli fyrir vegalaust fólk. ítalir ráðast gegn drukknum ökumönnum ítalir hafa ekki gert mikiö úr því að aka undir áhrifum, — þangað til núna að herða á reglurnar vegna síaukinna dauðaslysa, sem rekja má til ökumanna sem koma frá næturklúbbum. í nýjum lög- um sem væntanleg eru eru einnig reglur um opnunar- tíma diskóteka, en þeir eiga að vera eins um landið allt. Þá er að finna í lögunum regl- ur um hávaðamörk í disk- ótekum og danshúsum, en of mikill hávaði er talinn skerða mjög hæfni ökumanna. Sinead O'Connor írska rokkstjarnan Sine- ad O'Connor neitaði í gær að koma fram í hinum vin- sæla sjónvarpsþætti í NBC-stöðinni, Saturday Night Live. Hún vill ekki koma fram í sama þætti og brandarakallinn Andrew Dice Clay, en hann segir oft tvíræðar og niðurlægj- andi sögur af konum. ,,Það væri út í hött að ætl- ast til þess af konu að syngja um reynsluheim kvenna eftir orðbragðið í Andrew Dice Clay", sagði söngkonan. Brandarakallinn vildi sem fæst um málið segja annað en að skrítlur hans segðu ekkert til um persónlegt álit sitt á konum. KROSSGÁTAN m 1 2 3 4 5 ¦ 6 ¦ 7 8 9 10 ¦ 11 ¦ 12 13 ¦ DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Syrpan.. Teiknimynd 18.20 Litlir lögreglumenn. Leikinn myndaflokkur frá Nýja-Sjálandi í sex þáttum 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær (101) Brasilískur framhaldsmyndaflokkur 19.20 Heim í hreiðrið. Breskur gamanmyndaflokkur 19.50 Abbott og Costello 20.00 Fréttir og veður 20.30 Fjör i Frans. Breskur gaman- myndaflokkur um dæmigerð bresk hjón sem flytjast til Parísar 20.55 Lýðræði i ýms- um löndum — Fyrsta frelsið. Fjallað er um frelsi fjölmiðla og málfrelsi þegnanna 21.50 Nýjasta tækni og vísindi. Endursýning myndarinnar: Landgræðsla með lúpínu 22.05 Með IRA á hælunum. Lokaþáttur. Breskur saka- málamyndaflokkur 23.00 Ell- efufréttir og dagskrárlok. SIÖ3 2 17.30 Krakkasport 17.45 Ein- herjinn. Teiknimynd 18.05 Dýralíf í Afríku 18.05 Eðaltón- ar 19.19 19.19 20.30 A la Carte. Skúli Hansen 21.05 Leikhúsfjölskyldan Bretts (3). Breskur framhaldsmynda- flokkur i sex hlutum 22.00 Framagosar. Lokahluti 23.35 Dvergadans (Dance of the Dwarfs) Hörkuspennandi af- þreyingarmynd með góöum ieikurum 01.10 Dagskrárlok. Bylgjan 07.00 Hallgrímur Thorsteins- son. Alltaf hress á morgnana með tilheyrandi tónlist í bland við fróðleiksmola og upplýsingar 09.00 Fréttir 09.10 Ólafur Már Björnsson i þriðjudagsskapi 12.00 Há- degisfréttir 12.15 Valdís Gunnarsdóttir. Hlustendur teknir tali og spiluð óskalög hlustenda 15.00 Ágúst Héðinsson. 17.00 Kvöldfréttir 17.15 Reykjavik siðdegis. Sig- ursteinn Másson með mál- efni líðandi stundar í brenni- depli. Símatími hlustenda 16.30 Ólafur Már Björnsson rómantískur að vanda 22.00 Haraldur Gislason fylgir ykk- ur inn í nóttina 02.00 Frey- móður T. Sigurðsson á næt- urvaktinni. 31. Lárétt: 1 löguðu, 5 dvöl, 6 klampi, 7 eins, 8 tötrar, 10 rykkorn, 11 hljóða, 12 kvæði, 13 slæmar. Lóðrétt: 1 tjargar, 2 guðir, 3 eins, 4 furðar, grét, 7 hrygg- ur, 9 matur, 12 fæddi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 rámur, 5 vola, 6 éti, 7 kg, 8 litinn, 10að, 11 lái, 12 ómar, 13 iðnar. Lóðrétt: 1 rotið, 2 álit, 3 MA, 4 ragnir, 5 vélaði, 7 knáar, 9 ilma, 12 ón.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.