Alþýðublaðið - 15.05.1990, Síða 8

Alþýðublaðið - 15.05.1990, Síða 8
RITSTJÓRN 27 681866 - 83320 FAX 82019 • ••• •••• • • ••••• •••• •••• • •• •••• • • •••• •••• • • • •••• •••• • •• •••• •• • • •••• ••• • •••• • • JÓRDANÍA — Til átaka kom milli lögreglu og um 7 þúsund Palestínumanna sem fóru mótmælagöngu til að krefjast herteknu landsvæöa Israelsmanna á versturbakka Jórdan í gær. Talið er að um 60 manns hafi misst meðvitund þegar lögregla studd herdeildum beitti táragasi gegn mót- mælendum. Þetta eru mestu átök sem komið hefur til í Jórdan í rúmt ár. ANTANARIVO — Fimm létu lífiö og 20 særðust í mis- heppnaðri valdaránstilraun um helgina á eyjunni Madag- ascar í Indlandshafi. Uppreisnarmenn náðu ríkisrekinni út- varpsstöð á sitt vald og lásu yfirlýsingu þess efnis að nú væri 15 ára harðræði Didier Ratsiraka, forseta á enda. Upp- reisnin var brotin á bak aftur í skyndiárás. Þrettán manns voru handteknir af lögreglu þegar þeir grýttu steinum að henni. LISSABON — Portúgalir skutu 21 fallbyssuskoti til heiðurs F. W. de Klerk, for- seti Suður-Afríku við komu hans í opinbera heimsókn til landsins í gær. De Klerk hyggst kynna Cavaco Silva, forsætisráðherra landsins tillögur hvíta minnihlutans í deilum við atkvæðalaus- an meirihluta svartra íbúa Suður-Afríku. Portúgalir hafa lengi verið einna helstu stuðningsmenn hvítra stjórnvalds Suöur-Afríku. AUSTUR-BERLIN — Fyrstu fjölflokka kosningarnar í Mongólíu fara fram 29. júlí næstkomandi. Kosið veröur um stjórnmálaflokka, þingfulltrúa og í allar helstu stjórnir og ráðgjafanefndir landsins. Kommúnistar hafa setið að völd- um í Mongólíu í tæp 70 ár, en landið er annað elsta komm- únistaríki heims. HAG — Bandaríkjamenn og íranir skrifuðu í gær undir sáttmála þar sem fjölmörg umkvörtunarefni Bandaríkja- stjórnar gegn stjórnvöldum í Tehran eru leyst. Agreinings- efnin sem flest öll eru fjárkröfur eru til komin vegna bylt- ingarinnar 1979. MANILA — Lögregla réöst gegn 500 mótmælendum við upphaf viðræðna Bandaríkjamanna og Filippseyinga um framtíð bandarískra herstöðva á Filippseyjum. Gildandi samningur ríkjanna rennur út á næsta ári. Bandaríkja- menn telja nauðsyn á að halda áfram rekstri herstöðvanna til að tryggja hernaðarlegt jafnvægi á Kyrrahafssvæðinu. M0SKVA — Þyrla dreifði dreifiriti yfir Rigu, höfuöborg Lettlands í gær. I ritinu voru íbúar Lettlands hvattir til að hefja verkföll og krefjast þess að sovéskum stjórnvöldum verði komið til valda á ný. 0SL0 — Utanríkisráðherrar sjö ríkja Suður-Afríku hvöttu stjórnvöld á Norðurlöndum til að einangra stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku og halda efnahagsþvingunum áfram. Þetta kom fram á fundi sem utanríkisráðherrar Afr- íku landanna áttu með kollegum sinum frá Norðurlöndun- um í Oslo í gær. JERUSALEM — Síðasta áfrýjunarbeiðni John Demjan- juks, sem dæmdur hefur verið til dauða verður tekin fyrir af hæstarétti Israels á næstu dögum. Demjanjunks er tal- inn vera „ívar grimmi" hinn illræmdi fangavöröur í útrým- ingabúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni. ZAGREB — Til átaka kom milli áhangenda fótbóltaliða frá Serbíu og Króatíu. Átökin hafa leitt til ótta um að upp úr kunni að sjóða milli fólks af ólíku þjóðerni og um að þetta kunni að hafa neikvæð áhrif á júgóslavneska íþrótta- hreyfingu. AUSTUR-BERLIN — Haft var eftir sérfræðingum í um- hverfismálum í gær að helsta kjarnorkuver Austur-Þjóð- verja sé svo hættulegt að því beri að loka samstundis til að koma í veg fyrir að annað kjarnorkuslys á borð við slysið í Chernobyl geti orðið. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Laufey E. Löve KoM missir meirihluta (BONN, Reuter) Ljóst er að Kristilegir demókratar hafa misst meirihiuta í efri deiid sambandsþingsins í Bonn. Vestur-Þýskir stjórnmálamenn þrefa nú um hvað sameining Þýsku ríkjanna muni kosta Vest- ur-Þjóðverja og hvernig beri að túlka tap Kristi- iegra demókrata, flokks Kohis kanslara í kosning- um tii þinga tveggja fyikja landsins sem fram fóru um heigina. Kosið var til þings tveggja fylkja, Nordhein-Westfalen og Neðra-Saxlands og unnu jafnaðarmenn á í báðum fylkjum, en í þessum tveim fylkjum eru 40% allra kjós- enda. Jafnaðarmenn fengu 44,2% atkvæða í Neðra-Sax- landi og 50% í Nord- hein-Westfalen. Úrslit kosn- inganna þýða að flokkur jafn- aðarmanna hefur nú meiri- hluta í efri deild sambands- þingsins í Bonn og getur því staðið í vegi fyrir samþykkt frumvarpa ríkisstjórnarinnar. Þýsku þingflokkarnir fimm ræddu á mánudag hvaða áhrif sigur jafnaðarmanna muni hafa á sameiningu þýsku ríkjanna. Volcker Ruehe, aðalritari flokks Kristilegra demókrata, ásakaði jafnaðarmenn um að hafa markvisst reynt að vekja með almenningi ótta við stefnu Kolhs í sameiningar- málum þýsku ríkjanna. Gerhard Schroeder, leið- togi flokks jafnaðarmanna í Neðra-Saxlandi, hafnaöi gagnrýni Ruehe og sagöi úr- slit kosninganna sýna að Vestur-Þjóðverjar teldu þá stefnu Kohls að hraða sam- einingu ekki fýsilegan kost. Auk þess væri hún of kostn- aðarsöm og kæmi hart niður á ellilífeyrisþegum og lág- tekjufólki. Stjórnmálaskýrendur eru á þeirri skoðun að túlka beri aukið fylgi jafnaðarmanna sem vaxandi áhyggjur kjós- enda af því að sameining Austur og Vestur-Þýskalands muni verða Vestur-Þjóðverj- um dýr. Þá er talið að aukinn þrýstingur á Kohl kanslara kunni að leiöa til þess að Þýskir þingf lokkar deila nú um hvaða áhrif sigur Jafnaðar- mannaflokksins mun hafa á sameiningu þýsku ríkjanna. hann sjái sig til neyddan til aö þrýsta enn meir á um samein- ingu þýsku ríkjanna. „Osigurinn var okkur sár," sagði Kohl kanslari á sunnu- dag þegar Ijóst var að flokkur hans hafði misst meirihluta á þinginu í Bonn. Hann benti hins vegar á að tíminn liði og að það gæti aukið kostnað enn meir ef sameining þýsku ríkjanna drægist enn meir. Eistland, Lettland: Gorbatsjov lýsir aðgerðir ógildar (MOSKVA, Reuter) Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- rikjanna, gagnrýndi harkalega óskir Eistlands og Lettlands um sjálfstæði í yfirlýsingu í gær. Hann fordæmdi þau skref sem lýðveldin hafa stigið í átt til sjálfstæðis og lýsti ákvarðanir þeirra ógildar. Þá las sovéska sjónvarpiö dómsúrskurð þar sem kveðið var á um að bæði lýðveldin, Eistland og Lettland hefðu brotiö gegn sovésku stjórnar- skránni og einnig gegn nýj- um lögum sem kveða á um hvernig heimilt skuli að segja sig úr sovéska rikjasamband- inu. Til óverulegra átaka kom milli rússneskra hersins og lögreglu fyrir utan lettneska þinghúsið í gær. Til átakanna kom eftir að yfirmenn hers- ins höfðu reynt aö komast inn í þingiö þar sem þeir hugöust afhenda skjal þar sem spjót- unum var beint gegn sjálf- stæðistilburðum Lettneskra. Yfirmenn hersins létu und- an eftir að forseti landsins, Anatolijs Gorbunov, hafði far- ið þess á leit við þá. k Gorbatsjov hefur fordæmt aögeröir Eistlendinga og Letta sem ætlaðar eru sem undirbúningur aö sjálfstæöi lýöveldanna. Olíuleki við strendur Svíþjóðar (STOKKHÓLMUR, Reuter) Oiía lak frá sovésku tank- skipi eftir árekstur við þýskt kaupskip, fyrir utan hafnarborgina Karls- króna við suðaustur- strönd Svíþjóðar í gær. Um 1000 tonn af olíu láku frá sovéska tankskipinu sem var á leið til Kaupmanna- hafnar með 4500 tonna olíu- farm að sögn sænskra strand- gæslumanna þegar siðast fréttist í gær. Veður var gott á slysstað og vonuðu menn að takast myndi að koma í veg Líklegt er talið að takast muni að hreinsa olíuna áður en hún nær strönd Svíþjóöar. fyrir að olían bærist að stönd landsins. Árekstur skipanna, Volgo- neft 2500 tonna tankskips og þýska kaupskipsins Betty sem vegur 500 tonn, átti sér staö snemma á mánudags- morgun en mikil þoka var á svæðinu þegar slysið varð. Hvorugt skipanna tilkynnti um slys á mönnum. Bretland: Fimm særðir er sprengja sprakkíLondon (LONDON, Reuter) Sprengja sem komið hafði verið fyrir í bíl sprakk í gær fyrir utan byggingu breska hersins í suðaust- urhluta Lundúna með þeim afleiðingum að fimm manns særðust. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Haft er eftir spítalayfirvöld- um að einn hinna særðu hafi verið fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. Fimmtíu manns, bæði al- mennir borgarar og hermenn voru í byggingunni þegar sprengjan sprakk. írski lýðveldisherinn, IRA hefur á síðustu árum gert ít- rekaðar atlögur að mann- virkjum breska hersins og felldi síðast 11 breska her- menn í sprengjutilræði í sept- ember 1989 í því markmiöi að leggja áherslu á kröfur um að Bretar láti af stjórn í Norð- ur Irlandi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.