Alþýðublaðið - 16.05.1990, Page 1

Alþýðublaðið - 16.05.1990, Page 1
MMMBLMD ÞRIÐJUDAGUR T3. MAÍ 1990 ± (\AS C±/t_ SKÚLIJOHNSEN FORMAÐUR ALÞÝÐU- FLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR: Skúli Johnsen, borgar- læknir, var í gærkvöldi kjörinn formaður Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur. Magnús Jónsson, veður- fræðingur, gaf ekki kost á sér sem formaður af per- sónulegum ástceðum. I stjórn með Skúla voru kjör- in: Stefán Friðfinnsson, Hlín Daníelsdóttir, Ás- gerður Bjamadóttir, Þorlákur Helgason, Pét- ur Jónsson og Haukur Morthens. ARNARFLUG: Hörður Einarsson, stjórnarformaður Arnarflugs, hefur fullvissað samgöngumálaráðherra að hin nýja leiguvél félagsins komi tii landsins á morgun, fimmtudag, og að starfsemi Arnarflugs komist þá í eðlilegt horf. SEYÐISFJORÐUR: Landsbankinn liefur eignast fyrir- tækið Norðursíld h.f. á Seyðisfirði á nauðungaruppboði Bankinn greiddi um 26 miljónir fyrir frystihúsið og síldar- söltunina en brunabótamat eignanna er um 200 miljónir. HITALOGNIBÆINN: Borgarráð samþykkti einróma í gær að leggja hitalagnir í gamla miðbæinn og Grjótaþorp- ið. Áætlunin er að reisa þrjár safnstöðvar sem taka á móti notuðu heitu vatni og dreifa því síðan um stræti og torg gamla huta Reykjavíkurborgar. Kostnaður við þetta er tal- in nema tugum milljóna króna. HARPA : Samtök 1. deildarfélaga í knattspyrnu hefur end- urnýjað auglýsingasamning sinn við málningarverksmiðj- una Hörpu. Fyrirtækið greiðir 6 milljónir sem skiptist á milli félaganna og svo í auglýsingar. Fyrirliðar félaganna spáðu um röðina og þar spáðu flestir Fram íslandsmeistar- titlinum en Þór ogStjörnunni var spáð falli. LUÐUVEIÐI : Ljósfari frá Hafnarfirði hefur fengið góðan lúðuafla á hefðbundnum lúðumiðum Norömanna við ís- land. Frændur okkar í Noregi fenguekki leyfi til að stunda þessar veiðar að þessu og sinni og virðist línuveiði á lúðu gefa góða raun. HUMAR: Hin árlega humarveiði hófst í fyrradag. Tæp- lega 70 bátar hafa leyfi til humarveiði og er kvótinn í ár svipaður og í fyrra, eða um 2000 tonn. HAFSKIP: Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Helga Magnússonar endurskoðanda, segir að Hafskipsmálið sé prófsteinn á hvort hér á landi sé réttarríki. Jón Steinar tal- aði tæpitungulaust í 3 daga og var harðorður í garð sókn- AÐALSTEINN ING- 0LFSS0N hefur fengið styrk frá Reykjavíkurborg til aö skrifa bók um lista- manninn Erró. Styrkurinn nemur 6 mánaða launum menntaskólakennara. Þaö er Mál og Menning sem mun gefa bókina út. LEIÐARINN Í DAG Ráöhúsiö er nú aö koma úr byggingaskurn sinni og birtast Reykvíkingum. Alþýðublaðið fjallar um ráöhúsiö í leiðara dagsins og telur þaö mikla óprýöi á heildarmynd miöbæjarins. Alþýðublaðið bendir einnig á fjárhagsáætlunin viö byggingu ráöhússins er komin gjörsamlega úr böndunum. atemmmm Fjöreggið dýra IJónas Jónasson skrifar viku- legan pistil sinn í blaðiö í dag. Jónas er glöggskyggn á mann- legt eðli og skrifar af mikilli skarpskyggni. Hann fjallar í dag um ýmsa þá gervi- mennsku sem við þekkjum í raunveruleika dagsins. Deyjandi miðborg Reykjavík án miðbæjar — óhugsandi! Ýmsar ótrúlegar aðgerðir, ásamt aðgerðaleysi á öðrum sviðum eru þess vald- andi að miðbærinn er að dauða kominn. Fréttaskýring á næstu síðu. 7 Kínverjar kanna kynlíf Fyrsta kynlífskönnunin i fjöl- mennasta ríki veraldar, Kína, leiðir í Ijós aö hjónabönd þar í landi eru ekki alltof hamingju- söm, segir í frétt frá Reuter í gær. Frá þefesu segir á NÆST- OFTUSTU SÍÐU. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra um adild ad EB: Ötimabær spurning Áætlað er að eiginleg- ar samningaviðræður um evrópska efnahags- svæðið sem myndað verður af ríkjum EFTA og EB hefjist í sumar. Það yrði sameiginlegt markaðssvæði 18 ríkja með samtals 350 milljón- um íbúa. Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra, sagði á aðal- fundi VSI í gær, að spurn- ingin um aðild okkar að EB væri ekki tímabær. Hann sagði að við vær- um að búa okkur undir að leysa vandamál okkar við myndun sameigin- lega efnahagssvæðisins. Það gerðum við á jafn- réttisgrundvelli sem sjálfstæð þjóð enda væri ekki fýsilegt að við ein- angruðum okkur eins og nokkrir þjóðgarðssósí- alistar vildu. Sjá bls. 3 Húsbréfin á almennan markad í gœr Símalinur rauðglótmdi hjá Húsnæðisstofnun JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR, félagsmálaráðherra, —„allt gengið samkvæmt áætlun". í gær var húsbréfakerfið opnað fyrir almenna kaup- endur að eldri íbúðum en undanfarna sex mánuði hefur kerfið einungis ver- ið opið fyrir þá sem voru í forgangshópi samkvæmt gamla kerfinu. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra var að vonum ánægð með þennan áfanga og sagði í samtali við Álþýðublaðið að þetta væri stór áfangi fyrir hús- bréfakerfið. „Reynslan þessa fyrstu 6 mánuði hef- ur verið mjög góð. Þetta hefur allt gengið sam- kvæmt áætlun og ég á von á góðum viðbrögðum áfram,” sagði Jóhanna. Símalínumar hjá Húsnæð- isstofnun voru rauðglóandi í gær enda hafa um 700 manns skráð sig á lista fyrir hin nýju húsbréf. Þessa fyrstu 6 mán- uði höfðu hins vegar einungis 200 manns nýtt sér nýja kerf- ið enda var sá hópur sem rétt- inn hafði ekki mjög stór og þar aö auki segir starfsfólk Húsnæðisstofnunar, að þaö taki fólk vissan tíma að átta sig á hinu nýja kerfi, Þegar kerfið var kynnt á sínunt tíma voru margir van- trúaðir á ágæti þess og töldu að það myndi leiða til verö- sprengingar á fasteignamark- aðinum. Þórólfur Halldórs- son formaður félags Fast- eignasala segir hins vegar að markaðurinn hafi verið í góðu jafnvægi síðan hús- bréfakerfið tók gildi og aö hann eigi ekki von á því að nú verði einhver sprenging á markaðinum. „Þetta er spurning um framboð og eft- irspurn. Nú eiga langflestir þeirra sem nýta sér kerfið íbúð fyrir þannig að selja þarf þá íbúð til að kaupin gangi í gegn. Þess vegna verður áfram jafnvægi á markaðin- um," sagði formaöurinn. Finnig benti Þórólfur á að í húsbréfakerfinu væri útborg- un almennt mun hærri en í gamla kerfinu þannig að kaupendur gætu náö verðinu niður. Meömælendur húsbréfa- kerfisins benda á aö þessa sex mánuði hafi húsbréfin ekki farið inn á verðbréfa- markaðinn, heldur veriö not- uö til beinna viðskipta. Finn- ig hefur komið í ljós að þetta sparnaðarform hefur hentað eldra fólki vel sem liafi verið aðjninnka við sig. Á fundi norræna húsnæöis- málaráðherra á Islandi í janú- ar síðastliðinn sýndu Svíar og Finnar þessu máli mikinn áhuga. I síðustu viku kom síð- an nefnd frá finnska þinginu til að kynna sér Húsbréfa- kerfið nánar. í Félagsmálaráöuneytinu er nú veriö aö vinna að reglu- gerö fyrir húsbréf fyrir kaup á nýju húsnæði. Áætlað er að sú reglugerð taki gildi næsta haust. Hjákonur gráta hærra (Manila, Reuter) Hershöfðingi á Filipps- eyjum hefur fyrirskip- að mönnum sínum að láta skrá nöfn eigin- kvenna sinna. Hers- höfðinginn segir erfitt að skera úr þegar fleiri en ein kona krefjist þess að fá afhent lík fallins hermanns. „Fram að þessu höfum við álitið að sú sem grætur hæst, sé hin löglega eiginkona,” sagði hershöfðinginn, Pantaleon Dumlao. „Vandamálið er hins vegar að í seinni tíð eru hjákonurnar í sumum tilvikum farnar að yfir- gnæfa eiginkonurnar.” Dumlao skipaði í vik- unni hermönnum að færa inn í persónuskýrslur sín- ar upplýsingum um erf- ingja. „Til að koma í veg fyrir vandræði skuluð þiö áður en þiö deyið ákveða hvaða „eiginkonu" ykkar þið elskið mest," var haft eftir hershöfðingjanum í dagblaði í Manila. „Við vitum ekki hvert við eig- um að senda líkið, þegar viðkomandi hermaður hefur átt fléiri en eina eig- inkonu."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.