Alþýðublaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 2
2 INNLENDAR FRÉTTIR Miðvikudagur 16. maí 1990 Flytja inn hundrað tonn af rækju Kristján Jónasson einn hluthafa í Bakka hf. á ísa- firði segir í Bœjarins besta að ekki þýði annað en að kaupa rækju er- lendis frá fyrir fyrirtækið. Bakki og Rækjustöðin ætla að kaupa 100 tonn af rækjunni frá Danmörku. Eru það að vonum tals- verð tíðindi að Islending- ar gerist innflytjyndur á fiski. Kristján segir að Vestfirðingar fái ekki að veiða rækjuna eftir að kvótinn var settur á — innflutningur sé eina lausnin ef halda á áfram vinnslunni. „Alþjóðleg" stjórn i Olís Stjórn Olís hf. Olíuversl- unar íslands er ekki leng- ur skipuð íslendingum einvörðungu. Varafor- maðurinn er danskur, Suen Gulleu, en auk hans situr í stjórn landi hans og samstarfsmaöur í Texaco, sem á hlut í Olís, Kritz Johnsen. Meö auknu samstarfi fyrirtækja víða um heim eigum við eftir að sjá meira af slíku. Semja frumvarp um umhverfisvernd Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem á að undirbúa og semja frum- varp til laga um umhverf- isvernd og umhverfis- stofnun. Formaður nefnd- arinnar er Páll Líndal, en með honum í nefndinni eru þau Eyþór Einarsson, grasafræöingur, Guörún Ólafsdóttir dósent, Magn- ás Jónsson veöurfræö- ingur, Sií>uröur M. Mui>n- ásson forstöðumaður og Unnur Stefánsdóttir verk- efnastjóri. Áttumar gerðu það gott! í nákvæmlega 20 ár voru DC-8 flugvélar í þjónustu Loftleiða/Flugleiða. Nú eru þær horfnar til ann- arra verkefna og hafa sannarlega gert það gott. Magnás. Norödahl, flug- stjóri flaug síðasta áætt- unarflugið á síðustu „áttu” Flugleiða, ásamt áhöfn sinni. Á myndinni er flugstjóranum fagnað á Keflavíkurflugvelli af for- stjóra Flugleiða, Sigurdi Helgasyni. Rauöi Krossinn MANNUD ER MAIID Rauði kross Islands hélt aðalfund sinn á Hellu 12. og 13. maí. Þar var sam- þykkt ný tíu ára fram- kvæmdaáætlun fyrir RKÍ og er þar að finna ýmis ný verkefni sem félagið hefur ekki áður sinnt. Má þar t.d. nefna málefni fanga, geð- sjúkra og stofnun sér- stakra ungmennadeilda. Dr. Guðjón Magnússon var endurkjörinn formaður RKÍ til næstu tveggja ára og sagði hann á blaðamannafundi að einn tilgangur félagsins væri að tryggja mönnum þá virð- ingu sem þeim ber. Þess vegna heföi RKÍ ákveðið að beina sjónum sínum að þeim hópi fólks sem hefði orðið út- undan í nútíma þjóðfélagi. Formaðurinn lagði þó áherslu á að þrátt fyrir þessi nýju verkefni væri ekki verið að draga úr öðrum verkefn- um heldur fremur að styrkja það starf enn meira. Yfirskrift aðalfundarins að þessu sinni var „Mannúð er málið," og sagði Guðjón að með breyttum þjóðfélagsað- stæðum yrði félag eins og RKÍ að laga sig að þeim verk- efnum sem brýnust væru. I ályktun fundarins segir m.a.: „Mannúð er og verður það leiðarljós sem leggur grundvöllinn að starfi Rauöa kross íslands um leið og starf- semin er aðlöguð breyttum aðstæðum í samfélaginu. Ljóst er að RKI verðum áfram að beita sér af krafti að þeim verkefnum sem þegar eru í gangi og önnur ný blasa við. Váxandi þörf er fyrir umönn- um margs konar sem ekki verður mætt nema að til komi framlag félagasamtaka í formi fjármagns og sjálfboð- ins liðs.“ Á fundinum var kynnt ný myndröð um starf og stefnu RKÍ og er henni ætlað að kynna þá fjölbreyttu starf- semi sem félagið, bæði hér- lendir og erlendis, stendur fyrir. AÐALFUNDUR Rauða Krossins um helgina samþykkti verulegar breytingar á stefnu samtakanna næstu tíu árin. FRÉTTASKYRING Dregið úr þjónustu við gamla miðbæinn Þjónusta borgaryfirvalda við gamla mið- bæinn og það fólk sem þar vill reka erindi, virðist hafa stórversnað á siðustu árum. Strætisvagnaferðir sem áður voru tíðar um Laugaveg eru nú að mestu leyti aflagðar. Stöðumælagjöld hafa stórhækkað og þau eru nú innheimt af mun meiri hörku en áður var. Flestir sem búa eða starfa i gamla mið- bænum virðast á einu máli um að þessar breytingar hafi haft veruleg áhrif i þá átt að draga úr fólksstraumnum i hjarta borgarinn- ar. EFTIR JÓN DANÍELSSON Fyrir einungis þremur ár- um var verslunarrekstur við Laugaveg eða Austurstræti enn með því arövænlegasta sem unnt var að taka sér fyrir hendur og komust færri að en vildu. Áratugum saman var fasteignaverð á þessu svæði það langhæsta á land- inu og raunverulegt söluverð eigna miklu hærra en bruna- bótamat sagði til um. Það voru ekki einungis Reykvík- ingar sem sóttu hingað versl- un. Það geröi fólk af öllu landinu. Kringlan gjörbreytti aðstæðum_________________ Síðsumars 1987 gerðist at- burður sem nánast á einni nóttu svipti grundvellinum undan hinum blómlega versl- unarrekstri í gamla miðbæn- um. Kringlan opnaði og tók strax til sín bróðurpartinn af viðskiptunum, mun stærri hluta en almennt hafði verið gert ráð fyrir. Ástæðurnar fyrir velgengni Kringlunnar í samkeppninni við gamla miðbæinn eru þó fleiri en ein. Vafalaust er veigamesta ástæðan sú að þarna er að finna margar verslanir og flestar vörutegundir undir einu þaki og því þægilegt að gera innkaup. Það er þó einnig hafið yfir allan vafa að fyrir fólk sem hefur bíl til umráða er stórum mun auðveldara og áhyggju- minna að gera innkaup sín í Kringlunni en í gamla miö- bænum. Aðkeyrsla að Kringl- unni er auðveld og þar kostar ekkert að leggja bílnum. 1 gamla miðbænum er erfitt aö finna bílastæði og þótt það finnist á endanum, venjulega alllangt frá fyrirhuguðum áfangastað, þá má versiunar- ferðin ekki taka of langan tíma ef menn vilja ekki þurfa að gera sér aukaferð í banka til að borga sekt. Að flytja sig milli staða á Laugaveginum með strætisvagni er heldur ekki mjög aðlaðandi kostur. Flestir strætisvagna leggja nú lykkju á leið sína og fara nið- ur á Sætún til að spara tíma. Misheppnuð göngugata_______________ Svo virðist sem það sé al- menn skoðun þeirra sem reka verslun í Kvosinni að Austurstrætið sé misheppnuð göngugata og þeir sem vilja auka líf í miðbænum leggja áherslu á að Austurstrætið verði aftur onað fyrir bíla- umferð, a.m.k. að einhverju leyti. Raunar virðast ýmsar hug- myndir vera á lofti um leiðir til að hefja miðbæinn aftur til vegs og virðingar. Matvöru- verð er lægra í stórmörkuð- um og ýmsir telja að stór- markaður í miðbænum myndi auðvelda fólki mjög að velja þann kost að versla þar. Áfengisverslun hefur líka á þeim tíma sem hann þarf á aöstoö að halda uegna harön- andi samkeppni. Miðbærinn hefur átt við verulegan vanda að glíma undanfarin ár, einkum vegna samkeppninnar við Kringluna. Meö hækkandi sól og batnandi veðri eykst þó umferð fólks þ» að nýju. — A-mynd E.ÓI. mæla. Skúli telur þó að fólk sé enn dauðhrætt við stöðumælana og segir að sú aukna harka sem hleypt var í innheimtu stöðumælasekta hafi komið á versta tíma, um svipað leyti og samkeppnin við Kringl- una. „Borgaryfirvöld áttuðu sig ekki á því að einmitt þá hefðum við þurft á smáað- stoð að halda," segir hann. Skúli hefur þó ekki trú á því að gamli miðbærinn sé að deyja. „Við þurfum hins veg- ar að ganga í gegnum ákveð- ið erfiðleikatímabil núna. Það verður þó vonandi ekki langt.“ Vandamál miðbæjarins verða til umfjöllunar á fundi sem Kaupmannasamtökin hafa boðað til í kvöld. Þar munu kaupmenn í miðbæ Reykjavíkur eiga þess kost að heyra sjónarmið frambjóð- enda þeirra flokka og sam- taka sem bjóða fram til borg- arstjórnarkosninga. Trúlega má vænta einhverra kosn- ingaloforða. heyrst nefnd og sumir vilja fá fleiri en eina slíka. Auðveld- ari aðgangur að miðborginni er talinn algert lykilatriði og í því sambandi nefna menn fleiri og ókeypis bílastæði og aukna strætisvagnaumferð, jafnvel sérstakan miðbæjar- strætó sem gengi á fimm mín- útna fresti niður Laugaveg. Pautt hold_______________ i miðri borg Sigurður E. Haraldsson hef- ur um áratugi rekið verslun- ina Elfur við Laugaveg. Sig- urður segir að ef miðbærinn eigi að lifa af þurfi röggsemi borgaryfirvalda að koma til. „Stærsta málið, og það ættu allir að geta skilið, er að ef miðbærinn lamast, breytir Reykjavík um svip," segir Sig- urður. „Þá verður miðbærinn eins og dautt hold inni í miðri borg." Þegar Sigurður er spurður hvaða möguleika hann sjái til að auka aftur umferð fólks í verslunarerindum í miðborg- inni, telur hann nærtækast að þessi borgarhluti fái aftur þá þjónustu sem hann naut áður. „Það hefur ekkert hverfi í Reykjavík þurft að þola slíka skerðingu á strætis- vagnasamgöngum sem Laugavegurinn,' segir hann. Sigurður nefnir líka hækkun stöðumælagjalda og harðari innheimtu sekta sem dæmi um erfiðari aðstæður við Laugaveg. Fólk Jauðhrætt________ við stöðumælana Skúli Jóhannesson, sem rekur verslunina Tékk-Krist- al, hefur allgóðan samanburð milli Kringlunnar og miðbæj- arins, því hann rekur verslan- ir á báðum stöðum. Skúli seg- ir ótvírætt að viðskiptin í Kringlunni séu mun meiri. Bílastæðavandamálið segir hann að hafi fram að þessu verið langstærsti vandi mið- bæjarins í samkeppninni við Kringluna. Ástandið er að vísu að lagast, að mati Skúla, með tilkomu fleiri bílastæða og lengri tímafrests við stöðu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.