Alþýðublaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 16. maí 1990 RITSTJÓRN 2? 681866 - 83320 FAX 82019 •••• •••• • •••••••••• •••• • •• • • • • •• •••• •••• • • • •••• •••• • •• • • • • •• • • •••• ••• • •••• • • MOSKVA, James Beker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kom til Moskvu í gær, en þar mun hann ræða afvopnunarmálefni við sovéska ráðamenn. Að sögn embættismanna er ekki Ijóst hvort afgerandi ákvarðanir verði teknar á fundinum. Viðræðurnar nú eru taldar síðasti möguleik- inn á að komast að ramma- samkomulagi um fækkun kjarnorkuvopna áður en leiötogar ríkjanna Mikhail Gorbatsjov og George Bush hittast í Washington eftir tvær vikur. MOSKVA , Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, var í gær kosinn fulltrúi á þingi sovéska Kommúnistaflokksins sem fram fer i júlí. Léleg útkoma forsetans í kosningunum þykir sýna mmnkandi stuðning við hann. ROM, írakar neita því að þeir hafi í smíðum svo nefnda risa fallbyssu og sögðust mundu krefja Itali um skaðabætur fengju þeir ekki |rá stálhluta sem lögreglan gerði upptæka í síðustu viku. Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks sagði ásakanir um að írönsk stjórnvöld hygðust smíöa risa fall- byssu til að nota gegn nágrannaríkjum sínum uppspuna frá rótum. Hann sagði róginn kominn frá Israelum. WASHINGTON, Bandarísk nefnd sem vinnur að rann- sókn sprengingarinnar sem varö um borð í flugvél Pan Am flugfélagsins þegar hún flaug yfir Skotland, hefur lagt til að Bandaríkjamenn grípi til hernaðaraðgerða gegn hryðju- verkamönnum ogþeim ríkjum sem styðja slík samtök. BRUSSEL, Atlantshafsbandalagið hefur gert líkan þar sem likt er eftir hugsanlegum kjarnorkuvopnaátökum milli hernaðarbandalaga stórveldanna íljósi breytinganna í Austur-Evrópu Og StAíétrikjunum. OTTAVA, Gorbatsjov, for- seti Sovétríkjanna, mun hitta Brian Mulroney, for- sætísráðherra Kanada á fundi í Ottava 29. og 20. maí næstkomandi. Leiðtog- arnir munu ræða ýmis al- þjóðamálefni. HELSINKI , Stjómvöld í Norður-Kóreu hafa lýst yfir vilja til að stuðla að bættum samskiptum við Bandarikin. Þá liafa þeir lýst yfir að þeir muni afhenda þær jarönesku leif- ar bandarískra hermanna sem enn kunna að finnast i Kór- eu. KATHMANDU, Birenda, konungur Nepals, hefur fallist á að leggja niður nefnd sem talin var hindrun í vegi lýð- ræðisþróunar og að deila völdum með bráðabirgðastjórn, Prasad Bhattarai, forsætisráðherra. WASHINGTON, f.w. de Klerk, forseti Suður-Afríku hittir Bush, Bandaríkjafor- seta í Hvíta húsinu 18. júni næstkomandi. Viku eftir fund Bandaríkjaforseta með Nelson Mandela, leið- toga Afríska þjóðarráðsins. Haft er eftir bandarískum embættismanni að báðir leiðtogarnir muni fá svip- aðan tíma með Bandaríkja- forseta. BUKAREST, Alls munu 82 stjórnmálaflokkar bjóða fram í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í Rúmeníu í 50 ár. Pó er talið að aðeins fjórir flokkanna fái umtalsvert fylgi i kosningunum sem fara fram næsta sunnudag. WASHINGTON, Marion Barry, borgarstjóri í Washing- ton, einn mest áberandi stjórnmálamaður svartra, sagðist saklaus af sex viöbótar ákærum um að hafa haft kókaín undir höndum. Dómarinn í máli hans kveðst munu halda áfram að rétta í máli Barrys þrátt fyrir viðbótar ákærurnar sem lagðar voru fram í síðustu viku. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Laufey E. Löve Þýsku ríkin Sameiginlegar kesningar ekki fyrr en að ári Hans-Jochen Vogel telur sameiginlegar þingkosningar þýsku rikjanna næsta desember of mikla bjartsýni. (BONN, Reuter) Markus Meckel, utanríkisráð- herra Austur-Þýskalands sagði í gær að sameigin- iegar þingkosningar þýsku ríkjanna kæmu ekki til greina fyrr en í fyrsta lagi að ári iiðnu. Kohl kanslari Vest- ur-Þýskalands hefur hins vegar láið að því liggja að til þess geti komið að efnt verði til kosninganna í desember á þessu ári. Meckel sagðist telja æski- legt aö þýsku ríkin tvö gerðu með sér sáttmála um samein- ingu ríkjanna í haust þar sem gert væri ráð fyrir að Aust- ur-Þýskaland yrði hluti af Vestur-Þýska sambandslýð- veldinu. Haft er eftir tals- manni vestur-þýsku ríkis- stjórnarinnar að endanleg ákvörðun um hvenær kosn- ingarnar geti fariö fram séu í höndum Austur-Þjóöverja. Hans-Jochen Vogel, leið- togi vestur-þýskra jafnaðar- manna benti á að til þess að sameiginlegar kosningar gætu farið fram i lok árs 1990 yrði öllum undirbúningi að sameiningu landanna að vera lokið í september. Aður en af sameiningu getur orðið verður að leysa deilur um hernaðarlega stöðu samein- aðs Þýskalans, en um það er nú deilt í svo kölluðum tveir plús fjórir viðræðum. Vogel segist telja það mikla bjart- sýni að halda að botn fáist í þær viðræöur á næstunni fyr- ir haustið. Stjórnmálaskýrendur benda á að eftir tap Kristi- legra demókrata í fylkiskosn- ingum nú um helgina sé Kohl tekinn að ókyrrast. Þingkosn- ingar i Vestur-Þýskalandi voru ráðgerðar 2. desember en nú hefur kanslarinn látið að því liggja að æskilegt kunni aö vera að láta kosn- ingarnar einnig taka til Aust- ur-Þýskalands. Einna líkleg- ust þykir sú skýring á afstööu Kohls að Kristilegir demó- kratar eru stærsti stjórnmála- flokkur Austur-Þýskalands. Uppþot við þing Eist- lands og Lettlands (MOSKVA, Reuter) Til átaka kom fyrir utan lett- neska þinghúsið í gær milli stuðningsmanna sjálfstæðs Lettlands og þeirra sem eru andvígir sjálfstæðisyfirlýsingunni frá 4. maí. Lögreglan sló hring í kringum þinghúsið til að varna mótmælend- um inngöngu en þingfund- ur stóð yfir. Þá gerðu and- stæðingar sjálfstæðs Eist- lands aðsúg að eistneska þinghúsinu í Tallin, höfuð- borg Eistneska lýðveldis- ins í gær. Stuðningsmenn lettneska þingsins höfðu safnast saman fyrir utan þinghúsið á þriðju- dagsmorgun í því skyni að lýsa yfir stuðningi við sjálf- stæðisyfirlýsinguna frá 4 maí. Andstæðingar þingsins höföu hins vegar boöað til verkfalla og mótmæla annars staðar í höfuðborginni Rigu á svipuðum tíma. Fylkingarnar mættust fyrir utan þinghúsiö þar sem til uppþotanna kom. Þeir sem lagst hafa gegn sjálfstæðisyfirlýsingu Lett- lands eru flestir eif rússnesku bergi brotnir og margir eru hermenn staðsettir í Lett- landi. Mótmælendur í Eistlandi grýttu steinum að þinghúsinu og veltu bílum. Lögreglan varnaði mótmælendum inn- gang þegar þeir hugðust ryðj- ast inn en þeim hafði tekist aö komast inn í húsagarð þings- ins. Benazir Bhutto hyggst leita stuðnings við málstað Pakístana í opinberum heimsóknum til átta íslamskra ríkja. Indland, Pakístan BHUTTO LEITAR STUÐNINGS Í DEILUM VIDINDVERJA (NICOSIA, Reuter) Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakístana, kom í opinbera heimsókn til íran í gær. Hún hyggst sækja átta ís- lamskar þjóðir heim til að afla málstað Pakístana í deilum við Indverja um yf- irráð yfir Kashmír stuðn- ing. Til átaka kom milli hersveita Indverja og Pak- ístana í Kashmírhéraði í gær og er talið að fimm Pakístanir hafi látist í átökunum. Bhutto hyggst leita eftir stuðningi við málstað Pakíst- ana á fundi með utanríkisráö- herrum íslamskra ríkja í Ka- író í næsta mánuði. Aður en að til fundarins kemur ætla pakístönsk stjórnvöld hins vegar að vera búin að tryggja sér stuðning þeirra ríkja sem hafa verið hliðholl málstaö Pakístana en ekki tekiö ákveðna afstöðu til þessa. Eftir heimsóknina til írans heldur Bhutto til Tyrklands, Sýrlands, Jórdaníu, Noröur Jemen, Egiptalands, Líbýu og Túnis. I för með forsætisráð- herranum er 80 manna samninganefnd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.